Þjóðviljinn - 26.11.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.11.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Litasjónvarp hégómi og ford ild? Hinn 18. nóvember s.l. var þingsályktunartillaga um lita- sjónvarp rædd á Alþingi. Tveir af þingmönnum okkar alþýðu- bandalagsmanna, Jónas Áma- son og Stefán Jónsson, lýstu þar sjónarmiðum sinum á litrikan hátt eins og þeirra var von og visa. Jónas sagði að hann teldi tillöguna hégóma og fordild. Sjónvarp væri viða um heim hrein plága og óþarfi væri að apa þá plágu eftir útlendingum. Litirnir væru bjagaðir og af- skræmdir og til stórra leiðinda. Stefán vitnaði til bónda eins sem svo hefði um sjónvarp talað, að hann vonaði að sá „skitur” kæmi ekki i sina sveit (sam- kvæmt þingfréttum Morgun- blaðsins) Margir Jónasar hafa á liðnum áratugum lagst gegn þvi að við öpuðum eftir útlendingum margvislegan hégóma og for- dild: sima, bifreiðar, útvarp og sjónvarp. Allur þorri manna hefur þó tekið þessum nýjung- um fegins hendi — þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem þeim fyigja. Nú sækir enn einn hégóminn á okkur og það er nú hlutverk Al- þingis að ákveða hvort honum skuli bægja fá, um stundasakir a.m .k. Nú er orðið mjög brýnt að stefnumótandi ákvörðun verði tekin i þessu máli og verður málið vonandi rætt á málefn'a- legri hátt en raun varð á 18. nóvember á Alþingi áður en ályktunin veröur afgreidd end- anlega. Málið er brýnt þvi veru- legur hluti af sjónvarpstækjum landsmanna eru um 10 ára gömul lampatæki, og er þess skammt að biða að endurnýja þurfi þau. A nú að endurnýja tækið strax með svart-hvitu tæki, eða skal reynt að halda þvi viðþartilhægtverður aðfá lita- sjónvarpstæki (sé þess þá óskað). Svipað gildir fyrir sjálft Sjónvarpið. Tæki þess eru flest gömul og byggja á úreltri tækni og viðhald er þvi bæði dýrt og erfitt. Þvi þarf að endurnýja tæki Sjónvarpsins á næstu ár- um. Skal þá stefnt að sending- um i lit? En hvers vegna lit? Sjónvarp er öflugt upp- lýsinga, fræðslu og menningar- tæki. Möguleikar þess til að koma efni sinu vel til skila auk- ast verulega með tilkomu lita, þegar himininn verður blár og grasið grænt i stað misgrárra flata. Jónas og Stefán eru báðir miklir áhuga og baráttumenn fyrir náttúruvernd og þeir eru sennilega sammála mér mér i þvi að varla er til öflugra tæki til að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál en sjónvarp. Is- lenska sjónvarpið hefur á liðn- um árum sýnt allmargar ágæt- arslikarmyndir. Myndirþessar eru hugsaðar og gerðar i lit og efninu væri einatt erfittað gera skil án litanna. Boðskapur myndanna kemst þvi oft mjög illa til skila þegar þær eru sýnd- ar án lita. Svo er reyndar um meginhluta hins erlenda efnis, litirnir eru svo snar þáttur i tjáningu efnisins að hjá þvi verður ekki komist að það kom- ist illa til skila, þegar við miss- um af „fordildinni og hégóman- um.” Er það ekki grátbroslegt að upp i hendur Sjónvarpsins skuli koma svo mikið af góðu, upplýsandi fræðandi og mennt- andi efni en að okkur skuli svo vera meinað þess að njóta þess að fullu? Að Sjónvarpið skuli kannski enn, ár eftir ár, senda frá sér allt hið mikla litræna efni, en að það skuli svo koma til okkar i hinu „bjagaða og af- skræmda” svart-hvita formi? Rökin fyrir litasjónvarpi eru að minu áliti svo sterk að ég er ekki i vafa um að það verður tekið upp hér á landi áður en þessi áratugur er allur. En hvenær getur þá litasjónvarp komið? Hér komum við að hinum kalda og litlausa veruleika peninganna: er okkur þetta fjárhagslega kleift? Vera má að rétt verði talið að biða enn um skeið, en ég tel brýnt að stefna verði mótuð i þessu máli, þannig að við fáum að vita hvenær við getum átt von á þvi að geta fengið litasjónvarp. Dagvistarmál — Hver eru réttindi barna í nútímaþjóðfélagi? Er fjölgun dagvistarheimila eins nauðsynleg og margir halda fram, ef svo er, hvers vegna? Er það besta lausnin að barnið fái að alast upp eingöngu i umsjá móðurinnar, og er hún eins hæfur uppalandi og margir vilja vera láta? Hvert er raun- veruiegt hlutverk föðurins, er nægilegt fyrir barnið að hitta föður sinn i nokkrar minútur að kvöldi dags þegar hann kemur heim að loknum löngum vinnu- degi eins og viða er tilfellið. Hvert er hlutverk foreldra i daglegu starfi dagvistarheim- ila? Það er augljóst mál, að það er ekkert samhengi á milli þess að geta alið barn og vera hæfur uppalandi. Það er mikil ábyrgð fyrir eina manneskju að ala upp og móta barn. Staðreynd er að fyrstu ár æfinnar eru mikilvæg- ust hvað varðar framtið barns- ins. Barnið á einnig skilyrðis- lausan rétt til að fá notið sam- vistar beggja foreldra og einnig þeirra möguleika sem dag- vistarstofnanir geta boðið upp á. Foreldrar hafa i flestum til- fellum hvorki nægilega þekk- ingu til að bera, né ráð á að veita barninu þá leik- og starf- rænu aðstöðu, sem það getur fengið á dagvistarheimili. Barnið þarf að læra að umgang- ast önnur börn (ekki aðeins systkini) ef það á að öðlast eðli- legan félagsþroska. Er þá dag- vistarheimilið ekki besti staður- inn? Þrátt fyrir að samvist barns og foreldra styttist ef barnið er á dagvistarheimili, þá kemur það á móti, að foreldrar fá tima til að sinna störfum sinum og félagslegum þörfum. Þeir geta þvi gefið sig óskiptir að og haft betri tima til að sinna barni sinu að loknum vinnudegi. Þannig verða samskipti barna og for- eldra heilsteyptari. Ef foréldri er óánægt með að vera bundið innan veggja heimilisins um árabil, þá verður barnið ekki bættara af samvistum við það. Það þykir ekki ámælisvert þó móðir taki að sér heimilisstörf eingöngu i nokkur ár, jafnvel þó hún hafi varið fjölda ára til að þjálfa sig og mennta til annara starfa i þágu þjóðfélagsins. Ef hinsvegar karlmaður gerir slikt hið sama eru viðbrögð fólks önnur. Það hlýtur einnig að vera hagstæðara fyrir þjóðfélagið að búa þannig i haginn fyrir for- eldra, að starfskraftar þeirra nýtist á vinnumarkaðinum. Annað mál er, að vinnudagur foreldra er oft, og stundum af illri nauðsyn, allt of langur, þessu verður að breyta. For- eldrar verða að fá tækifæri til að hagræða vinnutima sinum þannig, að þeir hafi meiri tima til að sinna börnum sinum. Þvi þó að gott sé fyrir barnið að vera hluta dags á dagvistar- heimili, þá má sá timi ekki vera of langur. Það er engin lausn að láta börnin i einkagæslu. Með allri virðingu fyrir þeim konum, sem taka slikt að sér. Þessar konur eru vitaskuld mismundandi hæfar til að sinna uppeldishlut- verkinu og hvernig sem allt veltist, þá geta þæraldrei komið i stað góðs dagvistarheimilis. Það er viöar pottur brotinn i dagvistarmálum en hér á landi. Við Oslóarháskóla hef ég kynnst tilraun foreldra til að leysa þessi mál. Stofnað var dagvistarheimili, sem rekið er með nokkuð nýstárlegum hætti. Dagvistarheimili þetta er fyrir börn starfsfólks og nemenda skólans. Reksturinn er i hönd- eftir Pál Theódórsson, eðlisfræðing Of þungur baggi? Margir telja að enn sé ekki timabært að hefja innflutning á litasjónvarpstækjum þvi inn- flutningur á þúsundum tækja yrði svo þungur baggi á gjald- eyrissjóð iandsins að það mundi skerða verulega getu okkar til að leysa önnur brýnni verkefni. En athugum málið betur. Ekki förum við einfaldlega i banka og tökum út peninga til að kaupa litasjónvarp. Nei, við verðum að hliðra verulega til i neyslu okkarog eyðslu. Kannski göngum við lengur i gömlu flfk- inni, kaupum okkur minni bil en ella eða spörum okkur eina ferð tilsólarlanda. Allt þetta léttir að sjálfsögðu á gjaldeyrissjoði landsmanna. Þegar þess er gætt að aðeins þrjár af hverjum tiu krónum, sem eytt yrði i lita- sjónvarp, færi i erlendan gjald- eyri, þá er grunur minn að þetta mundi frekar létta á gjaldeyris- sjóði okkar. Þetta mál má auðvitað kanna betur og ættu al- þingismenn eins og t.d. Karvel Pálmason, sem einkum hafa áhyggjur út af þessu atriði að beita sér fyrir þvi að þetta verði gert áður en málið verður end- anlega afgreitt. Algengasta mótbáran gegn litasjónvarpi er þó sú, að ekki sé timabært að leyfa innflutning á litasjónvarpstækjum meðan enn vantar mikið upp á að dreif- ing útvarps og sjónvarps se við- unandi. Þetta stafar, eins og all- ir vita, af f járskorti. En nú mun innflutningur á litasjónvarps- tækjum færa rikinu drjúgar tekjur og miða mætti tolla á tækjum við það að þessi vandi yrði leystur með hjálp þessara tekna og þá að sjálfsögðu lika dreifing litsendinga. Inn- flutningur litasjónvarpstækja gæti þvi frekar flýtt fyrir lausn þessa vanda. Málefnalegri umræður á Alþingi Umræðurnar á Alþingi um litasjónvarpið virtust sterkt mótaðar af þröngu persónulegu mati þingmanna, rétt eins og umræðan snerist um það, hvort þeir vildu sjálfir litasjónvarp, frekar en hitt hvort allur al- menningur skuli eiga þess kost að sjá útsendingar sjónvarps i litum. Hér finnst mér alþingis- mennirnir hafi nærri gleymt hinum, sem eru utan veggja þinghússins. Kjósendur eiga heimtingu á málefnalegri um- ræðu. Ég vil þvi skora á al- þingismenn okkar alþýöu- bandalagsmanna, og þá sér- staklega Jónas og Stefán, að þeir athugi gaumgæfilega hinar ýmsu hliðar þessa máls áður en það verður afgreitt endanlega. eftir Sigurbjörgu Gísladóttur, háskólanema um þeirra sem eiga börn á heimilinu. Fyrirkomulagsatriði eru rædd á sameiginlegum fundum starfsfólks og rekstrar- aðila. Það sem er óvenjuíegt við þetta heimili er að foreldrarnir dvelja að jafnaði klukkustund á degi hverjum með börnum sin- um, á þessum klukkutima fær starfsfólkið matarhlé. Foreldr- arnir verja þessum tima til að gefa börnunum aö borða, leika við þau, og veita þeim aðra nauðsynlega umönnun og at- hygli. Ef um ung börn er að ræða sem þarfnast svefns á daginn, þá svæfir gjarnan for- eldrið barnið áður en horfið er aftur til hinna daglegu starfa. Ef starfsfólk veikist hlaupa for- eldrar i skarðið. Nauðsynlegar framkvæmdir, viðhald. og hönnun leiktækja og húsakynna er framkvæmd af foreldrum. Kostir þessa rekstrarforms eru augljósir og margir. Börnin sem eru átta tima á dag á heim- ilinu, hitta i það minnsta annað foreldrið þar hvern einasta dag. Foreldrarnireru þvi virkir þátt- takendur i þvi sem þar fer fram.Þeir kynnast innra lifi dagheirnilisins, börnunum sem bar dvelja og foreldrum þeirra. Það gefur auga íeið, að auðvelt er að leita tengsla við fólk sem hefur svipuð mál við að glima, hægt er að ræða þau vandamál sem upp koma á breiðum grundvelli, betur sjá augu en auga. Starfsfólk þarf ekki að nota eins mikinn tima til bleiu- skipta og matarstands og getur þvi sinnt þeim störfum að fullu sem það er menntað til. Þetta rekstrarform hefur vissulega sinar takmarkanir. Það verður að skapast möguleiki fyrir for- eldra til að hafa hlé frá vinnu á ákveðnum tima dagsins og enn- fremur er ljóst, að dagvistar- heimilið verður að vera nálægt vinnustað foreldra. Hér á landi er nokkurn veginn ómögulegt að koma barni inn á dagheimili nema um sé að ræða forgangshópa sbr. einstæða for- eldra og námsmenn, jafnvel þessirhópar eiga ekki vist pláss fyrir börn sin fyrr en eftir svo og svo langan tima. Af þessum sökum og einnig vegna þess að foreldrar óska eftir að hafa áhrif á þau dagvistarheimili sem 'börn þeirra dvelja á, þá hafa risið hér upp nokkur dag- vistarheimili sem rekin eru af foreldrum. Heimili þessi eru að ýmsu leyti rekin á svipuðum forsendum og rætt er um hér að framan. Hinsvegar eiga þau erfitt um vik á margan hátt. Til að mynda er afar erfitt að fá hentug húsakynni fyrir slika starfsemi. Rekstrarkostnaður erm jög mikill og stuðningur frá riki og sveitarfélögum er af skornum skammti. Það er kominn timi til að opinberir aðilar opni augun og fari að vinna að raunhæfri lausn á dagvistarmálum. Börnin eru hluti af þjóðfélaginu. Þau eiga kröfu á að þeirra hagsmuna sé gætt. •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.