Þjóðviljinn - 26.11.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.11.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1976 DWBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: útgáfnfélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudágsblaöi: Arni Bergmann Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. HÉR ÞARF AÐ SPYRNA VIÐ FÓTUM Þegar erlendir menn frá nálægum lönd- um heimsækja Island, sýnist þeim i fljótu bragði, að ailur almenningur hafi það nokkuð gott á Islandi. Þeir sjá verslanir fullar af vörum, þeir sjá fólk, sem ekki gengur i tötrum, og þeir sjá þokkalegar ibúðir víða. En'hafi slikur ferðamaður kynnt sér vöruverð á Islandi, og verði honum siðan á að spyrja, hvert sé timakáup, eða mánaðarkaup verkafólks á Islandi, þá rekur gestinn i rogastans. Að hér sé hægt að liía bærilegu lifi, fyrir fólk með 60-90.000,- krónur i kaup á mánuðiV — Nei, þvi er ekki hægt að trúa. Ög gesturinn heimtar skýringar og fær þær. A Tslandi er málum þannig háttað, að týrir þann vinnutima, sem almennt er tiðkaður i nálæguni löndum, þá fær flest launafóik á Islandi kaup, sem er að verð- gildi helmingi, eða meira en helmingi, lægra en annars staðar þekkist hér um slóðir. A Islandi er það hins vegar mjog algengt, að alþýða manna afli um eða yfir helmings tekna sinna með eftirvinnu, með næturvinnu og með hélgidagavinnu, og oft er þetta reyndar eina leiðin til þess, að fólk geti sýnt sig og börn sín á almanna- færi sæmiiega til fara, og enn oftar eina leiðin tii þess, að fólk geti búið i viðunandi húsakynnum. Þegar gesturinn hefur fengið þessar upplýsingar er hann að visu svolitið fróðari en áður, en hann er ekki siður hissa. Gesturinn minnist þess, að víða í nágrannalöndum okkar eru i gildi mjög strangar hömlúr gegn yfirvinnu, þar sem þrældómur frá morgni til kvölds er ekki taiinn mönnum bjóðandi i þjöðfélögum, sem kenna sig við velférð. Svo dæmi sé nefnt, þá er það beinlinis bannað með iög- um i Svíþjóð, að verkafóik vinni meira en fjórar stundir á viku i yfirvinnu. Og þegar gesturinn, sem er að kynna sér þjóðfélagsástandið á Islandi hefur lika fengið upplýsingar um það, að á Islandi séu þjóðartekjur á mann reyndar ein- hverjar þær hæstu i 'viðri veröld, þá er hætt við að sú spurning vakni í huga ferða- langsins, hvers konar fólk það eiginlega sé, sem byggi þetta merkilega land, að al- þýða skuli láta bjóða sér önnur éins kjör og þá vinnuþrælkun, sem hér er nú for- senda þess, að venjulégt alþýðuheimili getí séð sér farborða. — Fyrir fáum dögum var hér á þessum stað i tilefni komandi Alþýðusambands- þings lögð áhersia á þrennt sem síst mætti skorta innan verkalýðshreyfingarinnar: I fyrsta lagi einingu f joldans i öðru lagi bar- áttuviija fjöldans, í þriðja lagi pólitiskan skilning fjöldans. Segja verður hverja sögu eins og hún gengur. Einingin i röðum verkafólks hefur ekki verið nægileg, baráttuviljinn hefði þurft að vera meiri, og síðast en ekki sist hefur skort á pólitískan skilning hjá alltof mörgum. Þess vegna hafa varnir verkalýðs- hreyfingarinnar brugðist að verulégu leyti, þegar pólitískir fulltrúar stéttarand- stæðingsins, þeir sem sitja i stjórnar- ráðinu, ráðast til atlögu og beita rikisvald- inu á svivirðilegan hátt, til að þrýsta niðúr kjörum alþýðu landsins og gera vinnandi fólk á Islandi að hálfdrættingum á við stéttarbræðúr í nálægum löndúm. Hér heíur Alþýðusambandsþing vérk að vinna. Hér þarf að spyrna við fótum. Hér þarf öflugri faglega einingu, hér þarf aukinn pólitískan styrk verkalýðsstéttarinnar og bandamanna hennar. Astæðan fyrir þvi, að Island er nú á ný láglaunaland land vinnuþrælkunar og krappra kjara, — ástæðan er sú, að vegna skorts á pólitiskum skilningi, vegna skorts á pólitískri stéttárvitund, þá hefur alitof margt alþýðuíólk á Islandi orðið til þess, að veita einmitt þeim, sem harðast vega að kjörum þess pólitiskt brautargengi. Og ástæðan er lika sú, að innan hinnar íag- legu verkalýöshreyfingar sjálfrar sitja i þýðingarmiklum trúnaðarstörtum, ekki eingöngu baráttumenn verkalýðsstéttar- innar, heidur einnig beinir útsendarar þeirra gróðaafia, sem harðleiknust eru við iifskjor aiþýðuhéimilanna, erindrekar þeirra er sitja yfir hlut verkaföiks og aiirar aiþýðu i krafti sins pólitiska vaids. Eða halda menn máske, að undirheima- iýður viðskiþtaiifsins, — þeir sem gera innkaupin i London og viðar, þéir sem telja „frjáisa áiagningu” besta ráðið til að lækka vöruverðið, en passa sig svo að hafa þá „frjáisu áiagningu”, a.m.k. heimingi hærri en annars staðar, — halda ménn að þarna sé að finna trúverðuga bandamenn i baráttunni fyrir bættum kjörum verka- iýðsstéttarinnar? Nei, hér verður að velja. Annað hvort eru menn með verkalýðsstéttinni og á móti braskárastéttinni, eliegar menn eru með braskarastéttinni og á móti verka- iýðsstéttinni. Svo einfaít er það, nú sem áður. Verkaiýðshreyfingin á Isiandi— sem annars staðar, hefur frá upphafí og ætið siðan ætlað sér stærri hlut en þann, að tryggja mönnum fylli munns og maga út á ótakmarkaða vinnuþrælkun. Það að skapa allri alþýðu skiiyrði til menningarlifs, að ieitast víð að mennta og manna hvern og einn en útrýma efnahags- iegri og menningarlegri stéttaskiptingu, — það er hið mikla þjóðfélagslega mark- mið verkaiýðshreyfingarinnar. Vinnuþrældómurinn og hin bágu kjör á Islandi eru í h'rópandi mótsögn við þetta markmið. Aiþýðan þrælar meðan aðrir fieytá rjómann og baða i illa fengnum auði. Við væntum þess, að á Alþýðusam- bandsþingi verði blásið til atlögu. k. Hœttuleg for- réttindastefna í dagvistun Einstæöir foreldrar sitja fyrir plássum á dagvistunarheimil- um. Enda þótt þeir séu for- gangshópur eru 400 börn á veg- um einstæöra foreldra á biðlista i Reykjavik. Foreldrar sem bæði vinna úti eiga ekki i mörg hús að venda með sin börn Það óviðfelldnasta í dagvistunar- málunum fyrir utan brýnan skort á dagheimilum almennt, er þó sú staðreynd að farið er að nota útvegun á dagvist fyrir börn sem agn til þess að halda sérhæfðum starfskrafti i vinnu. Þannig hafa risið upp sérdag- heimili viö einstakar stofnanir, t.d. sjúkrahús, og fá þá aðeins börn „fræðinganna” — þeirra sem fyrir hafa hæstu launin og bestu aðstööuna — pláss á þess- um heimilum. Dæmi eru um það af einu sliku heimili, nánar til- tekið á Vifilsstöðum, að for- stööukona heimilisins sýndi þá hjartagæsku af sér aö taka vegna neyðarástands tvö börn ófaglærðar starfsstúlku inn á heimilið. Læknar spitalans komust að þessu með þeim afleiðingum að börnin voru rek- in af heimilinu samdægurs fyrir þeirra tilstilli. Þarna er kominn upp hættuleg forréttindastefna eins og alltaf þegar „einkaaðil- um” er ætlað að „bjarga” almennum félagslegum þörfum i landinu. Setur verkalýðs- hreyfingin fram kröfur í dag- vistunarmálum? I viðtali viö Alþýöublaðið á miðvikudag vikur Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir formaöur Sóknar, að þessu vandamáli og minnist einnig á hlut verka- lýðshreyfingarinnar i dagvist- unarmálum. Æ fleiri krefjast þess nú að hún setji þaö á oddinn i næstu kjarasamningum að rikisvaldið beiti sér fyrir myndarlegu uppbyggingarátaki á þessu sviði. Aöalheiður segir: „En það eru fleiri atriði, sem ber að hafa i huga i þessu sam- bandi. Talsverthefur boriðá þvi undanfarið, að sett hafi verið upp barnaheimili við vissa vinnustaði, svo sem sjúkrahús. Þessi barnaheimili eru ekki opin þeim, sem mest þurfa á þvi að halda, þ.e. Sóknarkonum, heldur eru þau eingöngu ætluð Aðalheiður fyrir annað starfsfólk. Þarna er mikil hætta á einangrun, eink- um þegar um stóra vinnustaði erað ræða, þvi börnunum er sti- að i sundur eftir stööu foreldra i þjóðfélaginu. Þessu er ég mjög mótfallin, og tel þetta þróun i öfuga átt. En hvernig fara verkakonur þá aö með börnin, ef þær eru tilneyddar til að vinna úti? Konur sem vinna fyrir svo lágum launum geta ekki greitt fyrir einkagæslu. Ef þær hafa ekki vandamenn til að leita til, þá verða börnin að sjá um sig sjálf, að einhverju leiti aö minnsta kosti. Þá er einnig til i dæminu að konur reyni að fá sér kvöld- eða næturvinnu, sem þær geta stundað eftir að maðurinn er kominn heim. Þá hefur sá einkennilegi hugsunarháttur verið rikjandi, að þaö sé fyrst og fremst konan, sem eigi barnið og beri að hugsa um það. Konur hafa hins vegar oröið út undan i samningum, svo ég held, að verkalýðshreyf- ingin veröi að gera eitthvað i þessum málum á næstunni.” Mogginn hótar þingmönnum Það vakti athygli þingmanna aö fyrir nokkrum dögum fengu þeirbréf frá Morgunblaðinu þar sem þeir voru beðnir að svara tilteknum spurningum um fjár- lögin og svara þeim skriflega innan vissra lengdartakmarka. Allir fengu þingmenn skrifið og var vinsamlega bent á að þeir sem ekki svöruðu fengju nafn sitt birt i Morgunblaðinu. Sér til háðugar liklega. Þetta þótti mörgum óviðfelldið. Einhverj- um þingmanna mun hafa dottið i hug að taka sig saman og krefjast ritlauna af Mogga fyrir yfirganginn og verja fénu til liknarmála. Ráðherralaunin t þessum þætti var i gær leitt getum að þvi að ráðherrar hefðu verið að stinga saman nefjum um kaup sitt þegar þeir gerðu verkfall i fyrirspurnatima á Alþingi. Nú upplýsir Morgun- blaðið að þeir hafi fengið, ásamt hæstaréttardómurum og banka- stjórum, 10% launahækkun 1. júli i ár samkvæmt ákvörðun kjaradóms. Kjaradómur er ekki bundinn af neinum lögákveðn- um viðmiðunarstéttum i sam- bandi við ákvörðun ráðherra- launa, en mun hafa haft vissa hliðsjón af samningum Banda- lags háskólamanna frá þvi i fyrra. Þó fengu ráðherrarnir 4% aukahækkun miðað við háskólamenn. Hvað Morgunblaöinu hefur gengið til með þvi að grafa upp þessa frétt dagana fyrir Alþýðu- sambandsþing, er ekki gott aö segja. Varla verður hún til þess að sannfæra láglaunafólk um að þvi beri að halda aftur af kröf- um sinum eins og prédikað er i ihaldsmálgögnunum sýnkt og heilagt. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.