Þjóðviljinn - 26.11.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.11.1976, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1976 Félagsfundur til kynningar á stefnu og störfum Alþýöubandalagsins verður haldinn mánudaginn 29. nóvember ’76 kl. 20.30 í Þinghól. Dagskrá: I. Helga Sigurjónsdóttir ræöir um bæjarmál. 2. yOlafur R. Einarsson ræðir um stefnuskrá Alþýöubandalagsins. III. Ragna' Freyja Karlsdóttir ræðir um vetrarstarfiö. — Fjölmennum og hvetjum nýja félaga til að mæta. Með félagskveðju — stjórnin. Alþýðubandalagið á Akranesi og nágrenni. 1. Umræðuhópur um grundvallaratriði sósfalismans kemur saman mánudaginn 29. nóvember kl. 20 i Rein. Leiðbeinandi: Engilbert Guömundsson. 2. Almennur félagsfundur verður haldinn kl. 21 sama kvöld mánudag- inn 29. nóv ., Dagskrá: I. Inntaka nýrra félaga. 2 Rætt um stjórnmála- viðhorfiö. Neskaupstaður — helgarerindi Smári Geirsson flytur erindi i Egilsbúö sunnudaginn 28. nóvember klukkan 16.00 um efnið „norðfirsk verkalýöshreyfing og flokkar henn- ar” Allir velkomnir. Aiþýöubandalagiö. SKAMMDEGI HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR HAFNARFIRÐI Bar&ttuvaka veröur haldin í Bæjarbíöi laugardaginn 27. nðvember kl. 14>o°. Aðgangur ókeypis. Fjölmennið meðan hösrfim leyfir. DAGSKRÁ Stutt ávörp._________ Guðrfin Bjarnadfittir. Hjfilmar Arnason. Kynnir.______________ ölafur h. Harðarson. Söngur og upplestur.______ Alþýðuleikhfisið Akureyri. Spilverk þjfiðanna. Guðrfin Helgadðttir. Ölafur Haukur Slmonarson. Sönghópur S vegum Alþýðumenningar. Kristján Guðlaugsson. C MON BOY! I .............................. .......* Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Sigriðar Samúelsdóttur frá Vonarlandi Börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. Höfundur var Ossur Skarp- héðinsson 1 gær féll niöur höfundarnafn á grein i blaðinu sem nefndist: Eru námsmenn heimtufrekir? Höfundur greinarinnar er össur Skarphéðinsson, formaöur Stúdentaráös. Bæjarpóstur Framhald af bls 2 Sjónvarpslausir. Ennþá megum við vera sjón- varpslausir hér i Svartárdal og i Blöndudal njóta menn sjón- varpsins mjög illa, vegna slæmra skilyrða. Þessu máli hefur ekkert þokað áfram i mörg ár og er sifellt borið við peningaleysi. Nú finnst vist hinsvegar mörgum mest liggja á þvi að fá litasjónvarp en ég býst við að svartdælir mundu nú þakka fyrir að fá það svarthvita. Af 30 bæjum i Bólstaðarhliðarhreppi er ekki nema um 1/3 sem hægt er að segja að njóti sæmilegra sjónvarpsskilyrða. Við erum nú að gera okkur þær hugmyndir, að sjónvarpi mættti ná frá Þránda rhliðarstöðinni. Og ennþá eru hér fimm bæir, sem ekki hafa rafmagn frá samveitu. Sjást engin merki til þess að undir það hilli þótt okkur sé sagt, á hverju ári, að það sé á næsta leiti. Stafnsrétt Skilaréttin okkar, Stafnsrétt, sem margir kannast við, er nú mjög hrörleg orðin og fer endur- bygging hennar að verða óhjá- kvæmileg. Ekki skal ég um það segja hvort að þvi veröur horfið að endurbyggja hana i upphaf- legu formi og úr samskonar efni eða að gerð hennar verður breytt. Liklega er Stafnsrétt stærsta skilaréttin, sem enn er til i upphaflegri mynd. Mér finnst, að vel geti komið til mála að varðveita hana sem safngrip eins og hún er. Hinsvegar er slæmt, að hentugt byggingar- efni er ekki nærtækt. —mhg Leiðrétting I frétt i blaðinu á miðviku- dag af þingi Málm- og skipa- smiðasambands Islands misrit- aðist nafn Astvaldar Andrés- sonar.sem kjörinn var vararit- ari M.S.Í. og var varaforseti þingsins. Er hann beðinn vel- virðingar á þessum mistökum. Smánartilboð Framhald af bls. 10. rikisstjórnarinnar, ef svar skyldi kalla, er fyrst og fremst ögrun i garð námsmanna, sem staðfestir enn fjandskap rikisvaldsins gagnvart þeim. — Svar okkar við þessu er eftirfarandi: Námsmenn hafna uppgjafartil- boði rikisstjórnarinnar til „þeirra sem verst eru staddir”. Rikis- valdið er lögum samkvæmt skuldbundið til að tryggja fjár- hagslega afkomu námsmanna. Einsog margofthefur komið fram af hálfu námsmanna, uppfylla lögin um námslán á engan hátt yfirlýstan tilgang sinn. Úr hófi keyrir þó með hinum nýju úthlut- unarreglum. Bæði eru þær mót- sagnakenndar og i andstöðu við lögin i mörgum atriðum, einkum þó varðandi fjölskyldufólk. En þar fyrir utan hefur fólk heldur enga tryggingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut, þar sem regl- urnar kveða svo á, að úthlutun námslána veröi á hverjum tima háð fjárhagi sjóðsins, þ.e.a.s. duttlungum fjárveitingavaldsins. tslenska námsmanna- hreyfingin hefur nú hafið harða sókn gegn siðustu árásum rikis- valdsins og væntir nú sem endr- anær stuðnings verkalýös- hreyfingarinnar og annarra aiþýðusamtaka i baráttunni fyrir jafnrétti til náms. Við litum þvi svo á að baráttunni fyrir tilveru- grundvelli okkar sé á engan hátt lokið með ósigri, eins og rikis- stjórnin virðist gera sér vonir um. Námsmenn hljóta að hafna uppgjafartilboði rikisstjórnar- innar. Við munum i þess stað efla samhjálp og samstöðu okkar: ekki hverfa frá námi heldur vinna sigur á kjaraskerðingarstefnu rikisvaldsins. Slikan sigur vinna námsmenn ekki óstuddir, en hann vinnst meö samstöðu verkalýðs og vinnandi alþýðu. F.h. stjórnar Islendinga- félagsins i Arósum, Baidur Andrésson F.h. framkvæmdanefndar námsmannaráðsins (SINE- deildarinnar i Árósum Magnús Þorgrimsson Baráttufundur Landhelgissamtökin halda fund i Lindar- bæ laugardaginn 27. nóv. kl. 14. til að mót- mæla samningamakki ríkisstjórnarinnar við Efnahagsbandalagið um fiskveiði- heimildir innan 200 milna fiskveiðilögsög- unnar. Landhelgissamtökin ÞJÓDLEIKHÚSID VOJTSEK i kvöld kl. 20. Sfðasta sinn. SÓLARFERÐ laugardag kl. 20. sunnudag kl. 20. LITLI PRINSINN sunnudag kl. 15 Sfðasta sinn IMYNDUNARVEIKIN þriðjudag kl. 20 Fáar sýningar eftir. Litla sviöið: NÓTT ASTMEYJANNA sunnudag kl. 15. Miðasala 13,15-20. LEIKFÉLAG Itl <«i<» REYKJAVlKUR SKJALDHAMRAR i kvöld. — Uppselt. fimmtudag kl. 20,30. ÆSKUVINIR laugardag kl. 20,30. miðvikudag kl. 20,30 STÓRLAXAR sunnudag kl. 20,30 SAUMASTOFAN þriðjudag kl. 20,30 Miðasalan i Iðnó kl. 14-20,30. Simi 1-66-20. Austurbæjarbíó KJARNORKA OG KVENHYLLI laugardag kl. 23,30. Miðasalan i Austurbæjarbiói kl. 16-21. Simi 1-13-84. ALÞÝÐU- LEIKHÚSIÐ Krummagull" Sýningar i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut i kvöld klukkan 20:30, sunnu- dagskvöld kl. 20:30. Síðustu sýningar Skollaleikur Sýningar i Lindarbæ sunnu- dag kl. 20:30, mánudag kl. 20:30. Siðustu sýningar Miðasala i Lindarbæ milli klukk an 5 og 7 simi 21971 og viö innganginn i Félagsstofnun- inni frá klukkan 8 sýningar- daga. Sími 21971 OPNUM í DAG Sportmagasín á tveimur hæðum Allar tegundir af sportvörum, m.a. íþróttaskór, Adidas og Gola. Dunlop íþróttavörur. íþróttatöskur allar geröir, og margt margtfleira. Allar stæröir af bolum. Allt fyrir vetrarsport. Skíöi, skautar og snjóþotur. Allt fyrir hestamenn, reiðtygi allar ólar og gjarðir. Allar tegundir af skeifum m.a. skaflajárn. Allar stærðir af byssum og skotfærum. Allt fyrir sport- og veiðimenn. Nýtt glæsilegt Sportmagasín opnar í dag,föstudag,í húsi Litavers við Grensásveg. Næg bílastæði. Sportmagasínið Goðaborg hf. sími 81617 - 82125

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.