Þjóðviljinn - 28.11.1976, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 28. nóvember 1976
MERK UPPGÖTVUN 300 ÁRA GÖMUL:
Þegar
OLE
RÖMER
mældi
fyrstur hraöa Ijóssins
„Heimilisvél” sem Römer notaöi til stjörnuathugana heima hjá sér I
Stóra Kanúkastræti
Fyrir réttum 300 árum
skrifaði danskur
visindamaður litla rit-
gerð á frönsku, sem hef-
ur tryggt honum sess
meðal stórmenna
visindasögu. Þann 7.
des. 1676 var birt i
„Journal des Scavans”
grein um „Sönnun fyrir
hreyfingu ljóssins” eftir
Ole Römer. Römer varð
fyrstur manna til að
sýna fram á það sem all-
ir vita nú — að ljós þarf
tíma tii ferða sinna um
geiminn. Það hlálega er,
að þessi grein er hin eina
sem Römer nokkru sinni
birti.
Ole Römer (upphafl Christen-
sen) var fæddur áriö 1644 í Arós-
um. Faðir hans var efnaður kaup-
maður og kom honum til mennta i
háskólanum i borginni. Hann var
svo heppinn að búa hjá próf.
Bartolin (sem uppgötvaöi hið tvö-
falda ljósbrot i silfurbergi), og
beindi hann honum inn á braut
raunvisinda, en flestir aðrir
stúdentar höfðu ekki hugan við
annað en væntanlegan prestskap
sinn.
Römer hélt að námi loknu til
Parisar til að reyna að verða sér
úti um peninga til að prenta bók
sina um athuganir stærðfræð-
ingsins mikla, Tycho Brahe. Þar
var hann umsvifalitið kosinn I
Visindakademiuna frönsku. Arið.
1676 gat hann gert grein fyrir
uppgötvun sinni. Hún var gerð er
hann fylgdist með fyrsta tungli
Júpiters, sem hverfur i skugga
þeirrar risaplánetu i hverri um-
ferð um hana.
Hvernig fór hann að?
Römer tók eftir þvi, að mis-
munandi langur timi leið á milli
þessara tunglmyrkva á Júpiter.
Skemmstur timi leið á milli
þeirra, þegar jörðin var að nálg-
ast Júpiter, en lengstur þegar hún
var að fjarlægjast þennan félaga
sinn i sólkerfinu. Ole Römer gerði
sér grein fyrir þvi, að þetta gat
þýtt það eitt að ljósið þyrfti
ákveðinn tima til að berast um
geiminn.
^grein sinni skýrir Römer frá
þvi, að hann hafi fylgst með
fyrsta tungli Júpiters um átta ára
skeið og komist að þeirri niður-
stöðu sem að ofan greinir. Hann
telur að hraði ljóssins sé svo mik-
ill, að það taki ljósið 22 minútur
að fara tvöfalda fjarlægð milli
jarðar og sólar. Þegar tókst að
mæla hraða ljóssins nákvæm-
legar reyndist það fara þessa
vegalengd á 16.6 minútum.
Lokaathugun Römers var gerð
niunda nóvember, þegar áður-
nefnt tungl Júpiters kom i.ljós tiu
minútum siðar en búast mátti við
Niðurstöðurnar lagði Römer svo
fram á fundi Visindaakademi-
unnar i Parls 21. nóvember.
Uppgötvun hans vakti upp ys og
þys i heimi visindanna. Hún varð
beinlinis grundvöllur að merkum
ljóskenningum hollendingsins
Huygens og englendingsins
Isaacs Newtons, sem átti bréfa-
skipti við Römer og kom ári siöar
fram með kenningu sina um
bylgjuhreyfingu ljóssins. Áður
höfðu menn trúað þeirri hugmynd
Descartes, aðljósið skilaði sér frá
Þessum sjónauka, sem iék bæði
á láréttum og lóðréttum öxli,
kom Römer fyrir i Sivalaturni í
Kaupmannahöfn.
stjörnum til jarðar á augabragöi.
Römer varð virtur maður i
Frakklandi, smiðaði ýmis tæki til
stjörnuathugana, var I náðinni
hjá Lúðvik 14.da og kenndi
krónprinsinum. Hann tókog þátt I
gerð hinna frægu gosbrunna i
Vesöium.
Borgarstjóri i Höfn.
Eftir niu ára dvöí i Frakklandi
hélt hann heim til Danmerkur.
Kristján fimmti skipaði hann
borgárstjóra I Kaupmannahöfn
og reyndist hann nýtur maður i
þvi starfi. Hann breikkaði götur,
lokaði ræsum, kom á götulýsingu
og bætti eldvarnir. Hann fékkst
og áfram við visindalegar
athuganir og endurbætti ýmis
tæki sem höfð eru til stjörnuat-
hugana.
OleRömerlést 1710. Hann hafði
unnið mikið að visindum, en birti
aðeins þá einu grein sem tryggöi
honum hemsfrægö. Hann hafði
litinn tima til að skrifa og hann
var firnalega gagnrýninn á sjálf-
an sig. Mikið af handritum hans
brann i brunanum mikla i Kaup-
mannahöfn 1728, þeim hinum
sama sem eyðilagði margt af
bókum Árna Magnússonar.
-----trúlofu
Allir sem trúlofa sig og gifta, vilja vanda val á hringum. Viö bjóóum ykkur velkomin í verslanir okkar, þar sem
vió munum sýna ykkur hiö ótrúlega fjölbreytta úrval af hríngumog snúrum. Ennfremur póstsendum vió hvert
á land sem er, ef þess er óskaó.
Hér gefur aó líta nokkur sýnishorn, sem þó aóeins er hluti þess úrvals, sem þiö eigió kost á.
KUPTIR HRINGAR - mis-
munandi kúptir eftir ósk.
Breidd 4, 5, 6 og 7 mm.
Þessi gerð er mjög
eftirsótt.
KUPTIR,
BREIOIR HRINGAR
Breidd 8, 9, 10 og12mm.
Vinsæl gerð undanfarin
ár.
FLATHAMRAÐIR
HRINGAR
Fleti má hamra á ólíka
vegu á hvers konar
hringa. Algengast
á kúptum hringum.
EGGHAMRAÐIR
HRINGAR
Rákir, hamraöar beint,
þversum eða á ská.
SLÉTTIR HRINGAR
Breidd 4, 5, 6 og 7 mm.
Hafa rutt sér til lúms á
seinni árum.
SLÉTTIR.
BREIÐIR HRINGAR
Breidd 8, 9, 10 pg12mm.
Mjög vinsæl gerö i dag.
KROSSHAMRAÐIR,
SLÉTTIR HRINGAR
Krosshamra má ólikar
breiddir.
KANTSORFNIR,
SLÉTTIR HRINGAR
Kant má sverfa á
slótta hrínga f öllum
breiddum.
HRINGAR
MEÐ HÖFÐALETRI
Bæði nöfnin grafin með
höfðaletri á hvorn hring.
Breiddir: 6, 7, 8, 9 og 10
mm. Höfðaletur var notað
í útskurði fyrr á öldum.
STEINASNURA
Mikið notuð með gifting-
arhringum. Vinsælustu
steinarnir f „snúrunum”
eru rúbin (rauður) og
saflr (hvltur og blár).
VOLSUÐ
MYNSTURSNÚRA
Fæst I ýmsum mynstrum
og gerðum, laus eða
áföst kvenhringnum.
Breidd 2 mm.
'X..J
12
KLASSISKA
GULLSNÚRAN
Laus eða áföst kven-
hringnum. Breidd 1.5 mm.
úv ofj skap^pfpip
JON OÖ OSKAR Laugavegi 70 -s. 24910 og
vehz"lXnT”ThÖL.LII\1 laugaveg eb
Laugavegi 26 -s. 17742