Þjóðviljinn - 28.11.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.11.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA —ÞJÓÐVIUINN. Sunnudagur 28. nóvember 1976 Guðný Guðbjörnsdóttir lektor flutti eftirfar- andi útvarpserindi um dagvistunarmál og hefur það vakið verðskuldaða athygli. Þjóð- viljinn hefur fengið íeyfi til að birta erindið, og er það litið eitt stytt. MANNRÉTTINDI Ljósmyndari Þjv. tók þessar myndir i Múlaborg — hér eru börnin að flytja leikrit sem þau búa til Sjálf um leiö og það gerist (Ljósm.— eik—). DAGVISTUNAR- STOFNANIR FYRIR BÖRN Eftir Guönýju EÐA ILL NAUÐSYN? Guöbjörns- dóttur Tilefni þessa erindis er það að nú stendur yfir skipulögð kynning á dagvistarstofnunum barna. Að kynningunni stendur starfshópur um dagvistarmál sem stofnaður var á ráðstefnu um kjör láglauna- kvenna, sem haldin var i vor. Flestir eru sammála þvi að hér á íslandi hafi orðið mjög örar þjóðfélagsbreytingar á liðnum árum og áratugum. Einn liðurinn i þessari breytingu er sá að nú er það mun algengara en áður að giftar konur vinni einhver störf utan heimilisins. Athugun á skattframtölum hefur leitt i ljós að þessi hópur hefur stækkað mjög ört nú á allra siöustu árum og láta mun nærri að amk. önnur hver gift kona afli sér einhverra tekna á vinnumarkaönum. í sum- um byggöarlögum er þetta hlut- fall mun hærra Aðrar breytingar á þjóöfélag- inu eru t.d. þær að það heyrir til undantekninga að fleiri en 2 kyn- slóðir búi saman, þ.e. foreldrar og börn, og börnum fer heldur fækkandi með aukinni menntun og fræðslu um getnaðarvarnir. Menntun kvenna hefur stóraukist eins og vel kemur fram i útskrift- artölum Háskóla fslands. Siðast en ekki sist ber að nefna þá stað- reynd að á Islandi 1976 er ógjörn- ingur að lifa á tekjum einnar fyr- irvinnu, fyrir meginþorra lands- manna. Fjórir hópar kvenna 1 ljósi þessara staðreynda má að minu mati skipta giftum kon- um i fjóra hópa til að skýra sókn þeirra á vinnumarkaðinn, sem er i andstöðu við þá hefðbundnu skoðun að heimilið sé hinn eini og ‘sanni starfsvettvangur konunnar. 1 fyrsta lagi má nefna þær kon- ur, sem helst kysu að vera heima hjá börnum sinum, en neyðasttil að sækja aöra vinnu af fjárhags- ástæðum. f öðru lagi má nefna þær konur sem vilja vinna utan heimilisins og fá lifsfyllingu i þvi. Þessar konur álita það vera grundvallar- mannréttindi að geta unnið utan heimilisins eins og karlmenn og mikilvægan lið i jafnréttisbaráttu kynjanna. Að mati þessa hóps er spurningin liklega fáránleg: jafn- eðlilegt væri að spyrja um ástæður fyrir þvi að karlmenn sæki störf utan heimilisins.) 1 þriðja lagi má nefna þær kon- ur sem bæöi vilja og veröa að vinna úti eins og það er oft kallað. í fjórða lagi er svo hugsanlegt að konur, sem hvorki vilja né þurfa að vinna utan heimilisins gera það vegna félagslegs þrýstings — og þá á ég einkum við igripavinnu i fiski þegar þjóöar- verðmæti eru i veði. Og við þetta má siðan bæta að þjóðfélagið virðist hafa mikla þörf fyrir vinnuafl kvenna. Hvar eru börnin? Ef um 50-60% giftra kvenna eru á vinnumarkaönum af ofannefnd- um ástæðum liggur beint við að spyrja hvar börn þeirra eru á meðan? Hvar er „vinnustaður” barnanna? Býr þjóðfélagið börn- 'um öruggan og þroskavænlegan samstað i samræmi við þær kröf- ur sem það gerir til foreldranna? Þvi miöur virðist þvi fara fjarri að svo sé, og hver veit hvaða áhrif það hefur á uppvaxandi kynslóð, samanber hina auknu firringu og rótleysi i þjóðfélaginu, sem m.a. er talin birtast i auknum afbrot- um. Nokkur þessara barna eru á dagvistarstofnunum út um allt land. Hérna tiðkast að skipta dag- vistarstofnunum i undirflokka og talað er um vöggustofur, leik- skóla, barnaheimili og skóla- dagheimili. Þessi flokkun er ekki æskileg að minu mati af félagsleg- um ástpðum, en að þvi verður vikið nánar siöar I þessu erindi. Hluti þessara barna er á svo- kölluðum barnaheimilum, sem opin eru allan daginn eða bæði fyrir og eftir hádegi. t Reykjavik og viðar komast eingöngu svo- kallaðir forgangshópar inn eöa á biðlista þessara stofnana, en það eru aðallega börn einstæðra for- eldra og námsmanna. Börn á barnaheimilum alast þvi upp i mjög þröngu umhverfi félagslega séð og ég veit dæmi til þess að börn námsmanna fái þá mynd af þjóðfélaginu að það sé óeðlilegt að eiga pabba. Biðlistar fyrir barnaheimili hafa þó sjaldan verið lengri bæði i Reykjavik og viðar, t.d. á Akureyri, Húsavik og á Norðfirði, samkv. upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu. t Reykjavik eru um 380 börn á bið- listum barnaheimila, þar af um 180 börn einstæðra foreldra. Annar barnahópur útivinnandi mæðra er á dagvistarstofnun hálfan daginn, eða á svokölluöum leikskólum. Þó að öll börn eigi að hafa sama rétt til að komast i leikskóla þá er reyndin sú a.m.k. i Reykjavik að forgangshópar sitja fyrir vegna skorts á heilsdags- stofnunum. Algengt er að biðtimi eftir leikskólaplássi sé 1/2-3 ár. Þau börn, sem eru á leikskóla eru oft á vergangi hinn hluta dagsins ef báðir foreldrar eru i vinnu, eða i einkagæslu, sem er rándýr og mjög misgóð. Þriðji hluti barnanna er alveg á vergangi eða i einkagæslu. Börn- in dveljast oft m jög stuttan tima á sama stað, en sifelldar breytingar ýta mjög undir rót- leysi og vanliðan. t einkagæslu undir takmörkuðu eftirliti Reykjavikurborgar eru nú 4-500 börn á 160-200 heimilum. Vegna mannfæðar er þetta eftirlit mjög takmarkað og einnig eru fjölmörg börn i gæslu á einkaheimilum, þar sem ekkert eftirlit er. í fjórða og siðasta lagi eru það skólabörnin sem eru styttri tima i skólanum en foreldrarnir viö vinnu.Þau eru gjarnan með lykil um hálsinn og biða ein heima eða fara i einkagæslu, þar sem lang- flestar dagvistarstofnanir eru lokaðar skólabörnum. Hættur Af framansögöu ætti að vera ljóst að ástandið i þessum efnum er vægast sagt uggvænlegt. A fyrstu 6-8árum ævinnar er barnið mjög næmt fyrir öllu sinu um- hverfi, og á þeim árum má segja að grundvöllur persónuleikans sé lagður. Barnið er afar móttæki- legt fyrir vitsmunalegri og félagslegri örvun og mikilvægt er að virkja þá næmni sem best til að þroski barnsins verði sem bestur. Ef barn skaöast til- finningalega á þessum árum, til dæmis vegna öryggisleysis og rótleysis i uppeldinu, getur það takmarkað vaxtarmöguleika barnsins og skapað þvi erfiðleika siðar. Skaðinn getur þvi oft verið óbætanlegur. Nú er þessu viðkvæma aldurs- skeiði ekki sinnt sem skyldi og þvi elst upp „flækingskynslóð” i þessu landi, þ.e.a.s. börn sem hvergi hafa öruggan samastað, á meðan foreldrar þeirra afla sér lifsviöurværis. Hérna á ég fyrst og fremst við þau börn sem eru á vergangi eða i stopulli einkagæslu og á biðlistum dagvistarstofn- anna. Þetta er langalvarlegasti hluturinn að minu mati. 1 öðru lagi erum við að einangra börn einstæðra foreldra og annarra forgangshópa félagslega séð. 1 þriðja lagi er alið á þeim áróðri að dagvistarstofnanir séu „geymslustofnanir” til að koma i veg fyrir að biðlistarnir stækki um of. Afleiðingin er meðal ann- ars sú að sjónarmið sem þessi heyrast oft: „um leið og ég hætti að vinna úti, tók ég barnið úr leik- skólanum.”Þaö sjónarmið að góð dagvistarstofnun sé jákvæð fyrir þroska og þarfir barnsins virðist vera mun sjaldgæfara hér á landi en beggja vegna Atlantshafsins. Þannig er þá ástandið i dag að minu mati og næst er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Ef konur sitja heima Tvennskonar „lausnir” hafa aðailega verið nefndar i fjölmiðl- um og manna á meðal. önnur er sú að hafa annað foreldrið heima, en hin að byggja upp fleiri dag- vistarstofnanir. Þessar tvær lausnir koma sjaldan fram i einu og litið er talað um þær afleiðing- ar, uppeldisfræðilegar og þjóð- félagsfræðilegar, sem þær hefðu i för með sér. Ekki alls fyrir löngu kom einn af alþingismönnum þjóðarinnar inn á þessi mál i þættinum um ,um daginn og veginn’. Að hans mati er sú lausn vænlegust i upp- eldismálum þjóðarinnar að konan (ekki sama hvort foreldrið er) —- nei konan verði heima. Alþingis- maðurinn hafði verið svo láns- samur að dvelja i sveit i nokkur sumur og þar kynntist hann þvi fjölskyldulífi sem hann vill að al- menningur á Islandi búi viö nú. En skyldi hann hafa hugsað hugs- un sina til enda? Við skulum lita stuttlega á þau skilyrði, sem fyrst þyrftu að vera fyrir hendi og siðar á af- leiðingarnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.