Þjóðviljinn - 28.11.1976, Blaðsíða 24
Aðalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra
starfsmenn blaðsins I þessum slmum Ritstjórn 81382,
81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaðaprent81348.
Einnig skal bent á
heimasíma starfsmanna
undir nafni Þjóðviljans i
símaskrá.
Að vera „uppá kofa” er mjög skemmtilegt og hér er hópur þar sam-
an kominn.
OG SONGUR
í allri þeirri fjölbreyttu um-
ræðu og þvi flóði skrifaöra orða
um dagvistun og dagvistunar-
mál, minnist ég þess ekki að
hafa heyrt orð frá þeim sem allt
heila málið snýst um, börnunum
sjálfum. „Ekkert ger-
ist fyrr en ég kem” sagði konan
sem ætlaöi að fara að ala barn
er allir voru orönir vitiausir I
kringum hana út af atburðinum.
Eins minnist ég þess að litla
sovéska fim leikastúlkan
Fliatova, sagði armæðufull á
æfingu I Laugardalshöllinni I
haust: „Allir eru að segja mér
til en enginn hlustar á það sem
ég hef að segja”. Þvi er það
kannski ekki úr vegi að heyra
aðeins hvaö börnin sem njóta
dagvistunar hafa að segja. Ekki
endilega um dagvistunarmál,
heldur einnig um lffið og til-
veruna. Og þessvegna fórum við
i heimsókn i eitt dagheimilið i
Reykjavik, sem ber það
skemmtilega nafn KRÓASEL
og er staðsett i Arbæjarhverfi.
Þarna er um einkadagheimili
að ræða, nokkrir foreldrar tóku
hús á leigu, réðu starfsfólk og
opnuðu dagheimili, þar sem
dveljast 20 börn fyrir hádegi og
23 eftir hádegið. Börnin eru á
aldrinum 2ja til 6 ára.
Rigning og rok var á þegar
okkur bar að garði i Króaseli og
þvi flest börnin innivið. Börn
eru áreiðanlega ljúfustu
gestgjafar sem hægt er að
hugsa sér. Eftir að spurt hafði
verið kurteislega um erindið
sagði litil stúlka, sem kvaðst
heita Helga „sestu hérna” og
bauð ósköp litinn stól til afnota.
Ekki var skrásetjari þessara
lina fyrr sestur á litla stólinn en
hópurinn haföi umkringt hann
og litill snáði tilkynnti hátiðlega
að hann pabbi hans ætti
nákvæmlega samskonar ljós-
myndavél og blaðamaðúrinn
mundaði. Aðspurður um nafn
sagði hann:
„Ég heiti Gunnar Þór Péturs-
son og hún mamma min heitir
Margrét.”
— Hvað ertu gamall?
„Fjögra ára” og ég er fimm
og ég er fimm og ég er... gall
þá við úr öllum áttum, en allt i
einu hvíslaði mjúk og falleg
rödd i eyrað: „Og ég er 3ja og
hálfs og ekkert langt þar til ég
verð 4ra ára”.
Hún sagðist heita Eva, var
ósköp hæg og prúð og hafði sig
minna i frammi en flest hinna,
kannski vegna þeirrar stað-
reyndar að hún er bara 3ja og
hálfs og ekki langt þar til hún
verður fjögurra ára.
Þegar maður situr fyrir fram-
an hóp af svo fjörugum krökk-
um, sem krakkarnir i Króaseli
eru, freistast maður til að
alhæfa spurningar og leggja
þær fyrir allan hópinn. Þegar
spurt var hvort skemmtilegt
væri að vera á dagheimili kvað
vð hátt og snjallt:
„Jáááááááááá!
— Og hvað er svona gaman
við að vera á dagheimili?
„Bara allt. Að vera i húsun-
um i dúkkuleik, og að drullu-
malla, að vera uppá kofa og inni
kofa, bara allt”.
Og tónninn var á þann veg að
heimskulegar var vist ekki hægt
að spyrja.
— Er ekki leiðinlegt i svona
veðri, rigningu og roki?
„Nei, mest gaman”, sagði 5
ára hnáta, sem sagðist heita
Alfheiður Ingimarsdóttir.
— Hvernig getur verið gaman
að leika i svona veðri?
„Jú, þá er best að drullu-
malla. Ég ætla að fara út á eftir
þegar við erum búin að drekka.
Maður fera bara i regngalla og
svo að drullumalla, það er svo
ægilega gaman að drullu-
maiia.” — Hvað gerið þið
þegar veðrið er svo vont að ekki
er hægt að drullumalla?
— Erum inni og syngjum”.
— Bara syngið?
„Nei, erum lika uppá kofa og
inni húsinu”
„Heyrðu manni, áttu strák,,’
spurði Gunnar Þór, og þegar
manni sagðist ekki eiga strák
heldur bara tvær stelpur, kom
svipur fullur vorkunar á andlitið
Myndir og
texti: S.dór.
á Gunnari. Hann sagði ekki
neitt, en vorkunsemin leyndi sér
ekki á svipnum, svo sagði hann
allt i einu:
„Ég á systur”.
— Áttu engan bróður?
„Nei, en ég á frænda.”
Eldri dömurnar, þær sem
orðnar eru 5 ára, voru mjög
kurteisar og höfðu sig ekki mik-
ið i frammi. Þær eru orðnar svo
stórar
— Hlakkið þið ekki til að
fara i 6 ára bekk næsta vetur?
„Ekkert mjög, við erum i
skóla hér”.
— Það er ekki alvöruskóli?
,,Jú, vist er alvöruskóli hér,
við erum að læra.”
Þetta eru rök sem maður seg-
ir ekkert við. Þá sagði ein, se'm
er 3ja og hálfs árs:
„Ég ætla ekki að fara I skóla,
ég ætla bara i bió”
— En þú verður að fara i
skóla þegar þú verður 6 ára og
læra að lesa og skrifa?
„En það er meira gaman að
fara i bió, þess vegna ætla ég
bara i bió”.
— Þið sögðust syngja þegar
þið eruð inni, er gaman að
syngja?
„Óulea, gaman” sagði litil
stúlka, sem var svo litil að hún
vildi ekki segja manninum hvað
hún,_væri gömul, en hún gat ekki
stilít sig um að leggja orð i belg
þegar minnst var á sönginn.
— Hvort er meira gaman að
leika sér i Kóaseli eða með
krökkunum heima?
„Meira gaman hér”
— Hversvegna?
„Af þvi baraþað er svo margt
hægt að gera nér. Maður má
föndra, drullumalla, leika sér i
kofanum og á kofanum og svo
margt og margt..”
Þetta virtist samdóma álit
hópsins, enginn efi um þetta
atriði.
Þegar maðurinn fór að taka
saman dótið sitt, skrifblokkina,
setja pennann i vasann og láta
myndavélina niður i tösku var
spurt:
„Ertu að fara strax”
„Já, nú verð ég að fara að
vinna”
„Alveg eins og pabbi segir”
sagði þá litill snáði.
„Taktu fleiri myndir og láttu
koma blossa”
Ög þegar fleiri myndir höfðu
verið teknar og margir blossar
höfðu komið, dreifðist hópurinn
og litlu manneskjurnar fóru að
dunda hver við það sem
skemmtilegast var að gera þá
stundina, en maðurinn kvaddi
og fór. —S.dór
ISftf V
' ■ ' ; M í ■ ■•> > - i .
Heimsókn á dagheimilið
KRÓASEL
Hús búiö til úr tómum mjólkurfernum. Ibúarnir I glugganum.