Þjóðviljinn - 28.11.1976, Side 5
Sunnudagur 28. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Wolf Biermann I fbúö sinni I Austur-Berlin. EUefu ár i banni.
Wolf Biermann les upp I Köln: ég lagði áherslu á þab hve dýrmset
reynslan af DDH sé
■ > "• vr* *>,
! . - *■
jj nn
Af hverju vill Wolf
Biermann snúa heim?
Eftir að austurþýsk yfirvöld
hafa gert Wolf Biermann, skáld
og visnasöngvara, útlægan, hafa
blöð rifjað upp hina sérkennilegu
sögu þessa snjalla ádeilu-
meistara. Við minnum stuttlega
á, að Biermann er frá Hamborg,
sonur verkamanns og
kommúnista sem nasistar drápu,
kaus að setjast að i DDR, Þýska
alþýðulýðveldinu árið 1953. Hann
hefur margt ort um kapitaliskt
samfélag sem sviður undan, og
hann hafði einnig talið skyldu
sina að tala fullum hálsi um for-
réttindi, skrifræði, samfélags-
hræsni og annað það sem honum
fannst sverta hugsjón sósialisma
i DDR. Þvi hefur hann verið i
banni þar eystra i meira en tiu ár.
Og þegar honum var leyft að
skreppa til Vestur-Þýskalands
var tækifærið notað til að gera
hann útlægan.
Og Wolf Biermann heldur
áfram að vera sjálfum sér likur
og krefst þess að fá að snúa heim
aftur — trúr þeirri sannfæringu
að kommúniskur andófsmaður
eins og hann hafi þvi hlutverki að
gegna aðgera sósialismann betri,
knýja á um uppfyilingu þeirra
fyrirheita sem hann hefur gefið.
Ég gagnrýni frá vinstri.
1 Spiegel nýútkomnum er að
finna fróðlegt viðtal við
Biermann og verða hér rakin
nokkur atriði þess. Hann biður
menn fyrst orða að muna eftir
þvi, að hann gagnrýni DDR frá.
vinstri og að menn rugli þeirri af-
stöðu ekki saman við gagnrýni
frá hægri eins og oft sé gert. Hann
tekur það einnig skýrt fram, að
hann hefði alls ekki þegið boð um
að fara til Vestur-Þýskalands til
tónleikahalds, ef hann hefði ekki
verið viss um að fá að koma heim
aftur. Þegar hann kom fram i
Köln á ljóðakvöldi sem sjónvarp-
að var fór hann með gagnrýna
texta — en ,;ég tók einnig málstað
DDR og þeirrar tilraunar að
byggja þar upp sósialisma”
Solsjenitsin
Biermann leggur mikla áherslu
á að það sé rangt að likja honum
við Solsjenitsin.Hann kveðst ekki
draga i efa að Solsjenitsin fari
með rétt mál i lýsingum á þvi sem
gersthefur i Sovétrikjunum, enda
hafi hann sjálfur borið vitnisburð
rithöfundarins saman við reynslu
ýmissa sovéskra kunningja sem
m.a. sátu i fangabúðum Stalins.
Siðan segir Biermann: „Vandinn
er bara sá, að með dapurlegum
sannindum um samfélög sem
kalla sig „sósialisk” er hægt að
breiða út hættulegar lygar um
eina möguleikann sem mannkyn-
ið hefur, en sá möguleiki er
sósialisminn.”
— A þetta ekki einnig við um
það, hvar menn breiða út þessi
sannindi? spyr Spiegel.
— „Það er rétt sagði'Biermann
Það er munur á þvi hvort maöur
er i DDR og fer þaðan með gagn-
rýni á vandamál i DDR, eða hvort
maður er staddur á hinum kapi-
talisku Vesturlöndum. Ég væri
slæmur pólitiskur listamaður ef
að ég tæki ekki tillit til þessa.
Fagmenn svonefndir hafa vafa-
laust tekið eftir þvi, að ég hefi hér
vestra talað öðruvisi um sósial-
isma i DDR en ég hefi hingað til
gert i viðtölum (skráðum eystra).
Ég hefi aldrei lagt jafn skýra
áherslu á það með röksemdum og
ástriðu hve dýrmæt og þýðingar-
mikil sú tilraun er sem DDK er
holdtekning á. Dýrmæt og mikil-
væg fyrir alltÞýskaland og þýska
verklýðshreyfingu.”
Sósialismi eða villi-
mennska
Biermann segir i viðtalinu, að i
DDR hafi átt sér stað jákvæð þró-
un að undanförnu. Ekki vegna
áhrifa Helsinkisamkomulagsins
um sambúð rikja Evrópu, heldur
öðru fremur vegna Berlinarfund-
ar kommúnistaflokka Evrópu og
þar með áhrifa þess, að komm-
únistaflokkar Spánar, Italiu og
Frakklands hafi stigið greinilegt
skref til „sósialisks lýðræðis”.
Hann telur að fordæmi þessara
flokka hafi mikil áhrif á fólk i
DDR og valdi um leið áhyggjum
staliniskum forystumönnum, sem
hann segir að séu i þeirri
þverstæðufullu stöðu ,,að byggja
upp sósialisma og hindra þá upp-
byggingu i senn”. Biermann set-
ur útlegðardóminn yfir sér i sam-
hengi við þessa þróun, og kemst
að þeirri niðurstöðu, að hann
sanni hve höllum fæti forystu-
mennirnir i austurþýska flokkn-
um standi, og þar með boði hann
óbeintað austurþýskur sósialismi
eigi eftir að hressast.
Biermann endurtekur i viðtali
þessu að hann vonist til að geta
snúið heim. DDR sé þrátt fyrir
allt „hans samfélag”, samfélag
sem reyni að byggja upp sósial-
isma „en það er að minum dómi
tilraun sem alls mannkyns biður
ef það á ekki að farast i villi-
mennsku”. Hann segir ennfrem-
ur, að hann sé ekki þeirrar skoð-
unar, að allra landa hljóti að biða
sömu villur og yfirsjónir og t.d.
þekkjast i DDR á fyrsta skeiði só-
sialisma. Hann vonar, að neikvæð
fyrirbæri i DDR verði t.d. vestur-
þýskum vinstrisinnum viti til að
varast þegar kemur að þeim að
smiða sósialisma við efnahags-
legar og pólitiskar forsendur sem
eru um margt auðveldari en þær
sem menn i DDR þurftu að glima
við...
Mótmælahreyfing
Spiegel veltir þvi nokkuð fyrir
sér i annarri grein, hvernig á þvi
standi, að yfirvöld i DDR hafi
gripið til þess ráðs að reka Bier-
mann. Blaðið segir á þá leið, að
flokksforystan sé i klemmu. Hún
gæti freistast til ýmisiegrar til-
slökunar, t.d. á menningarsviði
og i sambandi við Vestur-Þýska-
land — bæði til að auka vinsældir
sinar i DDR sjálfu og til að greiða
fyrir viðskiptum og lánstrausti i
vesturátt sem efnahagur landsins
hafi fulla þörf fyrir. En slik til-
slökunarstefna geti á hinn bóginn
grafið undan valdeinokun flokks-
forystunnar og leitt til ólgu og
umbrota sem endanlega gætu
orðið til þess að sovéski herinn
skærist i leikinn (samanber
Tékkoslóvakiu). I taugastriði um
þessa valkosti verði svo til fárán-
leg ráðstöfun eins og brottvfsun
Wolfs Biermanns.
Hvað sem slikum vangaveltum
liður, þá er það vist, að mótmælin
gegn útlegð Biermanns hafa orð
ið miklu kröftugri en austurþýsk
yfirvöld hafa búist við. Franskir
og italskir kommúnistar hafa
mótmælt og hinir sundurleitu
vinstrihópar i Vestur-Þýskalandi
hafa sameinast um stuðning við
félaga Biermann. Meira að segja
i vesturþýska kommúnistaflokk-
num, DKP sem fylgir DDR
venjulega i öllu, hafa heyrst ó-
ánægjuraddir. Það sem mestu
skiptir er þó að mál þetta hefur
vakið upp sterkari mótmæla-
hreyfingu meðal ýmissa ágætra
fulltrúa lista og mennta i DDR.
Meira en 70 þekktir menn hafa
krafist þess að stjórnvöld endur-
skoði ákvörðun sina, þeirra á
meðal rithöfundarnir Stefan
Heym, Stephan Mermlin og
Christa Wolf.
//Stéttaróvinurinn"
Austurþýska flokksblaðið Neu-
es Deutschland hefur ekki fundið
marga vestan landamæranna til
að taka undir við útlegðardóminn
— málgagn áðurnefnds komm-
únistaflokks, DKP, Unsers Zeit,
er eitt um þa iðju. Aftur á móti
hefur verið reynt að fá lista- og
menntamenn innan DDR til að
leggja blessun sina yfir þessa
visku stjórnvalda. Þeirra á meðal
má finna allþekktan rithöfund
eins og Hermann Kant, tónskáld-
ið Paul Dessau og leikarann
Ernst Busch, kollega Biermanns i
pólitiskum visnasöng. Þessir
menn þrir segja i persónulegum
yfirlýsingum sinum i Neues
Deutschland um siðustu helgi á
þá leið, að þeim finnist Wolf Bier-
mann sekur um að hafa hjálpað
„stéttaróvininum”, en af honum
megi menn aldrei neitt þiggja.
Þessu viðhorfi, sem alltaf er grip-
ið til þar eystra við svipaðar að-
stæður, má að sjálfsögðu svara
með þvi að vissulega munu and
stæðingar sósialisma færa sér i
nyt þá gagnrýni sem fram kemur
i sósialiskum samfélögum. En þó
gleðjast þeir aldrei meir en þegar
slik gagnrýni er bönnuð.Þá fitnar
fyrst að ráði sá „stéttaróvinur”
sem ofangreindir jábræður Neu-
es Deutschland telja sig vilja
svelta.
Arni Bergmann tók sama
Tæknifræöingur
Iðnaðardeild Sambandsins Akureyri ósk-
ar eí'tir að ráða tæknií'ræðing til starfa
sem fyrst. Reynsla i sambandi við hag-
ræðingarstarísemi og vinnurannsóknum
æskileg.
Húsnæði til staðar. Farið verður með um-
sóknir sem trúnaðarmál.
TIIBUNAR A 3 MIN.!
PASSAMYNBIM
OPIiP-I IA DIE GIWTJ
Lj ósmyndastofa AMATÖR
LAUGAVEGI 55 í? 2 27 18