Þjóðviljinn - 28.11.1976, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. nóvember 1976
SVAVA JAKOBSDÓTTIR:
Vinnuþrælkun
er þjóöfélagsböl
Óhætt er að fullyrða að hvergi i
nágrannalöndum okkar þekkist
jafnlangur vinnudagur og hér á
íslandi. í fréttabréfi Kjararann-
sóknarnefndar frá þvi i okt. s.l.
eru birtar tölur um hlutfallslega
skiptingu vinnutima verka-
manna, verkakvenna og iðnaðar-
manna á áratugnum 1966-1976.
Þar kemur fram aö hlutfall eftir-
vinnu og næturvinnu er aldrei
minna en 25% af heildar-
vinnutimanum hjá verkamönn-
um, og stundum meira. A þessu
ári er eftir- og næturvinna oröin
tæp 30% af heildarvinnutiman-
um. Skv. sömu heimild vinna
verkamenn að meðaltali 54 stund-
ir á viku um þessar mundir. Ég
vek athygli á, að hér er um hlut-
fallstölur að ræöa, og má slá þvi
föstu að fjölmargir vinni enn
lengur að jafnaöi en þessar tölur
gefa til kynna. Sambærilegar töl-
ur sýna, að hlutur eftirvinnu- og
næturvinnu er á þessu ári aðeins
minni hjá iðnaðarmönnum með
25% og enn minni hjá verkakon-
um eða tæp 10%.
Raunar hefur lengi verið vitaö
að tslendingar vinna lengri
vinnudag en annars staðar tiðk-
ast, og ýmsar skýringar verið
settar fram. Menn bera þvi við að
við séum fámenn þjóð i harðbýlu
landi, að við búum i hálfgerðu
veiðimannaþjóöfélagi og verðum
að nýta gæftirnar þegar þær gef-
ast. Og vissulega er þetta rétt að
vissu marki. Það er mjög komið
undir árstima og veðurfari hvort
vinnuálag bænda, sjómanna og
hluta verkamanna og iðnaöar-
manna er mikið eða litiö. En
þetta er auðvitað engan veginn
fullnægjandi skýring og áreiðan-
lega engum i hag nema atvinnu-
rekendum og ihaldsmönnum, ef
við látum hér staöar numið i skil-
greiningu okkar á þessu fyrir-
bæri. Það hefur, jú, alla tið verið
uppáhaldsiðja ihaldsins að reyna
að samlaga sig náttúruöflum og
æðri máttarvöldum, til þess að
geta siðan visaö frá sér, þegar illa
fer. Ekki megum við heldur
drepa málinu á dreif með þvi að
segja að þetta sé almennt vanda-
mál að allir islendingar vinni of
mikiö eða séu störfum hlaðnir.
Það kann að vissu marki að vera
satt, en öllu skiptir að við reynum
að gera okkur grein fyrir hinum
pólitisku ástæðum þess aö verka-
fólk og launafóik almennt hefur
svo langan vinnudag sem raun
ber vitni. Orsökina er aö finna I
hinu stéttskipta þjóðfélagi sem
við búum i, fólk sem vinnur 54
stundir á viku til þess að vinna
fyrir nauðþurftum er ekki á sama
báti og fólk sem vinnur jafnlang-
an tima til þess að geta veitt sér
einhvern munað umfram aðra
eða afla aukins gróða.
Eina ráðið við
hruni kaupmáttar
að lengja
vinnutímann
1 fréttabréfi Kjararannsóknar-
nefndar sem ég vitnaði i hér aö
framan, kemur i ljós að hlutur
dagvinnu af heildarvinnutima
verkamanna hefur minnkað á
þessu árifrá sambærilegum tima
i fyrra. Vinnudagurinn hefur
lengst.
Það er eftirtektarvert að eftir-
vinna og næturvinna verka-
kvenna hefur aukist verulega sið-
an á sama tima i fyrra, og hefur
næturvinna orðið nær tvöfalt
stærri hluti heildarvinnutima
verkakvenna en var fyrir ári siö-
an.
Skýringu á þessu er vitanlega
að finna i kjararánsstefnu núver-
andi rikisstjórnar svo sem fram
hefur komiö i mýmörgum sam-
þykktum verkalýðsfélaga. 1 sam-
þykkt 7. þings Málm- og skipa-
smiöasambands Islands, sem
haldiö var um siöustu helgi segir
t.d.: „Eina ráð verkafólks við
hruni kaupmáttar kauptaxta hef-
ur verið að lengja vinnutima sinn
enn frekar en áöur til að afla sér
viðbótartekna, og reyna á þann
hátt að viöhalda kaupmætti tekna
sinna að nokkru.”
Það sýnir best hina ótryggu
stöðu verkafólks á ihaldstimum,
að beinast liggur við að spyrja:
hvaö veröur þegar þetta eina úr-
ræði verkafólks — að lengja
vinnutimann — er ekki lengur
fyrir hendi, þegar framkvæmdir
dragast saman og atvinna minnk-
ar eins og likur benda til á næst-
unni? Allar likur benda til, að fólk
i verkalýðshreyfingunni hafi full-
an hug á að svara þeirri spurn-
ingu og tengja saman afstöðu sina
I kjaramálum og almennum þjóð-
málum. Er að vænta að þess sjái
stað á þvi Alþýðusambandsþingi
sem nú er framundan.
Langur vinnutími
orsök
atvinnusjúkdóma
En þegar niðurstöður Kjara-
rannsóknarnefndar eru skoðaðar,
sést, að á þvi timabili sem athug-
unin nær til, frá 1966-1976, hefur
verkafólk orðið að gripa til þess
úrræðis að lengja vinnutima sinn
umfram það sem eölilegt getur
talist, og sennilega yrði niður-
staðan hin sama þótt farið væri
allt aftur i striðsárin. Dagvinnan
ein hefur ekki dugað. Og þegar
reynt er að ihuga orsakir, verður
vitanlega engin skýring einhiit
þegar tekið er langt timabil og
um meöaltal er aö ræða. Atvinnu-
ástand á hverjum tima hefur sin
áhrif — það hefur auövitað áhrif,
hvort eftirspurn eftir vinnuafli er
mikil eða litil. Aðrar orsakir hef
ég ekki tök á að skilgreina hér til
neinnar hlitar, en læt mér nægja
aö benda á, að rikjandi stefna i
húsnæöismálum veldur þvi aö
varla er á færi nema hátekju-
manna að komast frá þvi klakk-
laust aö eignast húsnæöi. Venju-
legt fólk neyðist til þess að vinna
myrkranna milli árum saman til
þess eins aö koma sér upp þaki
yfirhöfuðið. Flestir þekkja af eig-
' in raun þá reynslu aö þurfa að
vinna eftirvinnu og aukavinnu
vegna byggingaskulda. Og örugg-
lega á þessi ihaldsstefna i hús-
næðismálum mjög stóran þátt i
vinnuþrælkun launafólks á Is-
landi.
Þaö er ekki nokkur vafi á þvi aö
óhóflega langur vinnudagur og
vinnuálag slitur heilsu manna og
sú heilsa sem þannig glatast
flokkast ekki undir annað en at-
vinnusjúkdóm. Og sá sjúkdómur
er ekkert einkamá! þess sem
honum er haldinn — hann hefur á-
hrif á heimilislif, aðstandendur
og endanlega á þjóðlifið allt þegar
hann er orðinn svo útbreiddur,
sem ástæða er til að ætla. Fyrir
Alþingi liggur nú tillaga um könn-
un á eðli og útbreiðslu atvinnu-
sjúkdóma, flutt af Eðvarð Sig-
urðssyni og greinarhöfundi, þar
sem við förum m.a. fram á, að at-
hugað verði sérstaklega áhrif
lengdar vinnutima á heilsufar
fólks. Hér þarf að fara fram fé-
lagslæknisfræðisleg athugun svo
sem gert hefur veriö t.d. á Norð-
urlöndum. Til slikra rannsókna
eru tilkvaddir sérfræðingar á
ýmsum sviðum t.d. félagsfræð-
ingar auk læknEuSlikar rannsóknir
einskoraðstekki við heilsufar ein-
staklingsins sem I hlut á, heldur
ná þær einnig til fjölskyldu hans
og félagslegra aðstæðna yfirleitt i
þeim tilgangi að fá fram, hver
áhrif eðli vinnunnar hefur á aðra
þætti í daglegu lifi. — og hver
áhrifin eru á aðra sem hann
umgengst.
Slik rannsókn hefur þann kost
aö það ætti að vera unnt að finna
nokkurn veginn samanlagðan
vinnutima hvers og eins á vinnu-
stað og heimili. Verkakonur hafa,
sem kunnugt, er, tiltölulega litla
eftirvinnu á vinnustað, en ekki er
þar með sagt, að vinnudagur
þeirra eða annarra launakvenna
sé styttri. Að loknu dagsverki á
vinnustað,"má ætla að þeirra biði
húsverkin og sjaldan gefist tóm-
stund að kvöldi eða um helgar.
Breyttir þjóðfélagshættir valda
þvi að taka verður tillit til heim-
ilishalds og fjölskyldulifs, þegar
atvinnumál eru skipulögð, hvar
sem þvi verður við komið. Og
verður auðvitað að haldast i
hendur við félagslega þjónustu og
samhjálp. Og er fjölgun dagvist-
arheimila þar brýnust.
Sameinaður
máttur
verkalýðs-
hreyfingarinnar
Tillögunni, sem ég gat um hér
aö framan, var vel tekið á Alþingi
ogenna.m.k. erekkiástæða til að
ætla annað en hún verði sam-
þykkt á þessu þingi. Niðurstööur
af þeim rannsóknum, sem tillag-
an gerir ráð fyrir, gæti áreiðan-
lega gefið visbendingar um leiðir
til úrbóta. En árangur i þessu
mikla hagsmunamáli alþýðu næst
ekki nema með fulltingi samtaka
þess. Þessa sannfæringu mina
ætla ég ekki að rökstyðja frá eigin
brjósti, heldur beita fyrir mig 75
ára gamalli konu, sem heitir Sig-
urey G. Juliusdóttir. Þjóðviljinn
birti viðtal við hana fyrir nokkr-
um dögum. Þetta er kona úr röð-
um alþýðunnarog hún segir: ,,Ég
er ansi hrædd um að ef þeir sem
tala um aö heimurinn fari versn-
andi, fengju litið svona hálfa öld
til baka myndi hljóöið i þeim
breytast. Þaö skaltu vera viss
um.
— Hvað hefur valdiö þeim
breytingum til batnaðar sem þú
telur að orðiö hafi?
— Tvimælalaust verkalýðs-
hreyfingin. Hugarfar atvinnurek-
enda hefur ekkert breyst, vertu
viss, þaö er aðeins máttur verka-
lýðshreyfingarinnar, sem hefur
knúið þá til að gefa eftir. Og það
er þessi máttur sem sameinuö
verkalýðshreyfing hefur, sem
breytt hefur lifinu til batnaöar.
Þetta er min skoðun.”
Þannig mælti Sigurey G.
Júliusdóttir og hygg ég aö hennar
söguskoðun sé rétt og jafnframt
þörf áminning til okkar sem höf-
um ekki reynslu af þvi erfiöi sem
hún lýsir i lifsbaráttu alþýöu um
hálfrar aldar skeið. En orð henn-
ar vekja lika traust, og svo sann-
arlega eru enn ærin verk að
vinna
nIJunitas
— leirpúðinn
Hlýr vinur veröur nýi
. hitaleirpúðinn, er þér
hafið reynt hann
Margir hafa nú þegar reynt mátt íslenska
hveraleirsins við að draga úr eða eyða margs
konar vanlíðan, svo sem eymslum og þreytu í
vöðvum og liðamótum. Nú getið þér keypt
leirpúða, sem má hita (upp í 80 gráður) og
leggja síðan að þeim hluta líkamans, sem þér
óskið. Leirpúðann má nota aftur og aftur.
Púðana getið þér keypt hjá:
Snyrtistofunni ÚTLIT
Garðastræti 3
eða
V
Vefnaðarvöruverslunni
Grundarstíg 2