Þjóðviljinn - 28.11.1976, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. nóvember 1976
Kristján Jóh. Jónsson og
Árni Bergmann skrifa
„Éghelliúrkoppnum
yfir ættjaröarástina”
Það athyglisverðasta við þessa
fyrri sögu, er þó ef til vill endir-
inn. Sagan stefnir markvisst i
höfn hjónabandsins með þvi að
gifta þau Jóhann og Sinu og
Gunnu og Friðþjóf. Hjónaband
þeirra Gunnu og Friðþjófs kemur
að visu ekki i augsýn fyrr en seint
i sögunni en áður eri það kom til
var meiningin að Jóhann og Sina
keyptu stórt hús og leigðu þeim-
Gunnu og Tótu sitt herbergið
hvorri. Einnig er rétt að geta þess
að Friðþjófur er varhugaverður
náungi sem svikur peninga út úr
halastjörnunni Lóu. En margt fer
öðruvisi en ætlað er. Sagan endar
skyndilega með eftirfarandi
hætti:
25. Um vorið fluttu Gunna og
Jóhann i nýja ibúð. Nokkrum
mánuðum siðar voru Sina og
Friðþjófurkomin þangað með sitt
herbergið hvort á leigu. Jóhann
heimsótti mig eitt kvöld, og hann
bað mig um peninga.Mér kom
það ekkert á óvart, þegar hann
sagði, að Gunna væri ægilegur
melur á sér. Þetta gerðist á
laugardegi. Ég hafði fengið greitt
vikukaupið mitt. Ég hugsaði mig
ekki um tvisvar, heldur tók
peninga úr umslaginu minu, og
rétti þá Jóhanni. Siðan fór ég i
sjóðandi heitt fótabað.
P.S.
Ef þér geðjast ekki að þessum
enda, eða finnist þér sagan falla
dálitið botnlaus niður, þá læt ég
þig fá tvö óskrifuð blöð, svo að þú
getir sjálf botnað hana, eftir þinu
eigin höfði og smekk. Auk þess
ætla ég að strika blöðin fyrir þig,
vegna þess að þú átt svo erfitt
með að skrifa beinar linur. Mér
finnst alveg sjálfsagt að koma
þannig til móts við lesandann.
Siðan kemur svofelld opna i
bókinni:
Fyrri sagan
Hermann og Dídi, sem var út-
gefin 1974 og hafði undirtitilinn
Það sefur i djúpinu, önnur bók,
endaði á upphafi nýrrar sögu.
Það er saga af tveimur systrum,
Gunnu og Tótu, útgefin af Eldhús-
útgáfunni 1947. Þetta er i rauninni
saga af Onnu og Katrinu. Réttum
nöfnum er breytt og Gunna merk-
ir Anna og Tóta Katrin. Siðan
segir i klausunni á næsta blaði
aftan við titilblaðið sem er aftast I
Hermann og Ðídi:
Sönn saga i játningastil, sem
fjallar um stórar og ótrúlegar
andstæður og mikinn mismun á
skapferli tveggja systra. Fært
hefur i letur Katrin Jónsdóttir i
hefndarskyni fyrir það sem
„systir” hennar, Anna, gerði,
þegar hún breytti röð kaflanna i
bók samnefndri henni, önnu, og
snerihenni þannig upp á mig, eða
okkur báðar.(150).
Nýjasta bók Guðbergs, Það ris
úr djúpinu hefst siðan á sögu
þessara mætu systra, Tótu og
Gunnu. Tóta er sögumaður. Þær
systurnar eru úr sveit en flytjast
á mölina þegar pabbi deyr. Sögu-
maður okkar, Tóta, getur ekki
gleymt sveitinni sinni, kúnni
Skjöldu og hundinum Val, og hún
kemst aldrei i samband við sitt
nýja samfélag. „Spillingu”
bæjarlifsins túlkar hún fyrir
sjálfri sér af góðgirni sveita-
mannsins og er þá oft bæði bráð-
skemmtileg og tortryggileg i
skýringum sinum. Hún fer á ball i
kjallaranum og er þreytt i fótun-
um og þegar farið er af dansstað
þar sem ekki sá vin á nokkrum
manni, þá slaga allir engu að
siður um göturnar — auðvitað af
eintómri þreytu. Það skilur Tóta
mætavel þvi hún er svo þreytt
sjálf. I slikum skýringum á
mannlifinu er Tóta ósköp einlæg.
Guðbergur Bergsson.
en verður aftur á móti tortryggi-
legri þegar Friðþjófur er annars
vegar. Þá gefur hún oftast upp
heldur sakleysislegri hvata aö at-
höfnum sinum en lesandinn fær
trúað.
FYRSTA BLAÐ
■OTN LUANDA MlNS
I
90
Síöari sagan
Þegar þessi saga hefur endað
svona voveiflega liggur mér við
að segja, skiptir höfundur um gir
(ganghraðastig ef menn vilja
heldur). Anna, önnur aðalpersón-
an i sögunni sem á undan er kom-
in og gamall vinur Guðbergsles-
enda, stigur þá fram og hyggst
breyta þessu sjálf. Hún fer fram
til þess að sækja sjálfblekunginn
sem er „áhrifamestur og besta
tækið” þegar breytinga er þörf á
sögum en við fáum aldrei að vita
hvernig breytingin átti aö vera
þvi i ganginum mætir hún þeim
Bjössa og Didiu og fer sjálf að
skrifa sina eigin sögu i huga sér.
Djúpið
Eftir lestur þessarar sögu og
siðustu tveggja þar á undan er
ekki laust við að bóli á spurning-
unni um það hvaða djúp þetta sé
sem Guðbergur er að fást við.
Hvað sefur i þvi og hvað ris úr
þvi? Hér verður þetta aðallega
rætt með tilliti til þessarar bókar
enda ærið verkefni og borin von
að þvi verði gerð fullnægjandi skil
i einum ritdómi.
Nú kynni einhver að vera fljót-
ur til svars og segja þetta einfalt
mál. Hér sé auðvitað um sálar-
djúpin að ræða og ritmennska
Guðbergs einungis angi af engil-
saxneskri rithefö þessarar aldar
ANNAÐ BLAÐ
MES BOTNI LUANDA MlNI
tg tuctli viö «8 >uika bUSið. vegna þcn að ég
vil ckki eiga það i tucttu afi mófiga lcmandann.
tem et ircifianlcga fullfzr um afi tkrifa bcinar
og réttar iínur. Höfundar bóka cuu aldrci afi
mófiga cfia hrckkja locndur ifna. því afi þafi cr
aft tctja *if á háan hc*t pgnvart þcim. dctu af
baki. of mian þá.
Rjctift inn blöfium. ef þemi tvö na»a ckki imynd
unarafli ykkar.
9'
þar sem bókmenntirnar mora af
eintölum sálarinnar i hinum
ýmsu myndum. í slikri staöhæf-
ingu er auðvitað brot af sannleika
er fjarri þvi að öll kuri komist til
grafar. Það sem máli skiptir er
hvað Guðbergur sér i djúpinu og
hvernig hann fer að þvi.
1 djúpinu býr hið óþekkta.
Sálardjúpið á sér raunar nokkurs
konar hliðstæðu i hafdjúpinu þar
sem menn drukkna og druslurnar
af þeim finnast siðar svo og svo
illa farnar. Dauðahræðala Onnu
hlutgerist að nokkru leyti i
sjávardjúpinu rétt eins og lifsvon
Más i djúpi önnu, (svolitið illa
lukkaður samanburður, ekki
satt). Þegar Anna gengur með
Didi sem þá heitir Bubbi og er sá
sem koma skal er Már sifellt að
reyna að kikja inn og sjá fyrir-
bærið en gengur að vonum illa.
Það virðist i beinu framhaldi af
þessari spennu milli lifs og dauða
að hugsanir flestra persóna eru
þrælbundnar fýsnum likamans og
viðhaldi mannskepnunnar sem er
eina svarið við dauðanum sem
biður okkar allra. Yfir þessu fólki
gnæfirsvo Askur Yggdrasils eða
svo að vitnað sé i höfundinn sjálf-
án:
Þá gerðist það, að Tobba sá
himinsýn. Hún sá svo gildan
sköndul aö trjábol liktist og átti
rætur um allan heim. Böllur þessi
reis beint upp af jarðarkringl-
unni. Drösull þessi einblindi á sól-
ina svo að svita sló um hann
Sjálfsögö og einföld
ráöstöfun?
Gunnar Benediktsson. Stiklaö
á stóru. Frá bernsku til
brauðleysis.
Örn og örlygur. 1976.
Fyrir þrem árum gaf Gunnar
Benediktsson út bókina Stungið
niður stilvopni, þár sem hann
greinir einkum frá þeim pólitisk-
um orustum og skærum sem hann
háði eftir að hann hafði rétt fyrir
1930 kastað kjóli og kalli og f aðm-
að guðspjall byltingarsinnaðra
sósialista. I þeirri bók sem nú
kemur út fer Gunnar lengra aftur
i timann, segir frá æsku og upp-
vexti, skólaárum, og svo prest-
skap sinum er hann á þriðja ára-
tugnum var „drottins smurði til
Grundarþinga”.
Bernsku- og skólaáraminn-
ingar Gunnars eru mjög hefð-
bundnar, minnið er, eins og i
mörgum hliðstæöum bókum, nýt-
ið á atvik og menn, og gerir sér
ekki nógargrilluraf þvi, hvað er i
raun sögulegt. Sá fróðleikur sem
eftir stendur, er efnahagslega
skjalfest mynd af ungum manni
sem brýst til mennta i harðri
glimu við auraleysiö og það reik-
uia ráö hugans, sem helst vill
skrifa upp úr sér langar skáldsög-,
ur i hinu sæla fyrirhyggjuleysi
sem rikti við upphaf okkar aldar.
Það skemmtilegasta i þessari
frásögn er reyndar tengt þeirri
skriftarfýsn, sem er Gunnari
einskonar alkóhólismi allt frd þvi
hann er barn að aldri. Þá skrifar
hann upp alla sálmabók ömmu
sinnar „af þvi bara” eins og
krakkarnir segja — en þó með
þeim sérkennilegu tilburðum, að
hann raðar sálmunum upp á nýtt
eftir þvi hve margir stafir voru i
upphafsorði þeirra. i>að er
spaugilega spásagnarlegt að sjá,
hvemig Gunnar hefur fúndið
snemma hjá sér þörf fyrir að
koma sinu eigin kerfi yfir guð-
dóminn.
En fróðlegastur er sá þáttur
bókarinnar, sem f jallar um prest-
skap Gunnars og hugmynda-
þróun. Af þeirri frásögn skiljum
við margt i ritferli hans siðar bet-
ur. Hann er bersýnilega ekki trú-
maður að eðlisfari eins og það
heitir, trúin sem leyndardómur
eru blátt áfram utan hans skap-
ferlis. Einn áfangi hansá leiðinni
frá prestskap er sá, að snúa sögn-
um Biblfunnar upp i likingar,
túlka þær sem samdregnar
dæmisöguraf þvi sem gerst hefur
i sögu eða andlegum ferli mann-
kyns. Skáldskaparleg túlkun er
viðkomustaður hans meðan sá
vondi karl Ras-Jón, skynsemin,
er að sverfa i sundur bjarg trúar-
legra kenninga. Um leið getum
við séð hvernig predikarinn lifir
áfram í þeim Gunnari Benedikts-
syni sem gengur á fund marxism-
ans. Það eru ekki fræðilegar og
hagrænar úttektir á stéttum og
stéttasamfélagi sem hann verður
þekktastur fyrir, heldur úttekt á
siðferðilegum átökum milli hug-
sjönar sósialisma og þyngdarlög-
máls borgaralegs félags i sálar-
tetrum samtiðarinnar. Hann er á-
fram sálusorgari, en með nokkuð
öðrum formerkjum en fyrr, hann
er ekki huggari, sem sættir menn
við sjálfa sig og hlutskipti sitt,
heldur espar hann menn, ögrar
þeim.
Margt er skemmtilegt i þessari
sögu, eins og hún kemur fram i
samskiptum séra Gunnars við
sóknarbörn, kierka og biskupa.
Það getur lika verið spaugilegt
hve litt Gunnar lætur sér sjálfs-
gagnrýni verða til trafala. En það
er merkilegt hve ágripskennd er i
raun og veru sagan af kynnum
Gunnars af sósialistum og sósial-
iskum ritum. Hann útskýrir það
reyndar á þann veg, að i raun hafi
ekki verið um árekstra að ræða
milli „hins gamla og hins nýja
manns:” „Akveðinni og rótgró-
inni heildarlifsskoðun var ekki til
að dreifa til að veita hinu nýja
mótstöðu. Hin almennu lifsvið-
horf i uppeldi minu voru þau
mannlegheit, sem eru i brjóst
lagin sérhverri mannlegri veru.
Það eru þau lifsviðhorf, sem hafa
verið samofin lifsmöguleikum is-
lensku þjóðarinnar og verið lif-
gjöf hennar öld fram af öld.
Grundvöllur hennar er hin
mannlega og gagnkvæma samúð
og samábyrgð i lifsbaráttunni,
andtíð og hatur gegn óréttlæti og
kúgun, hvar og i hvaða formi sem
hún birtist, tilfinningin fyrir rétti
allra til að lifa og njóta hamingju.
Gagnvartslikum lifsviðhorfum er
sósialisminn svo sjálfsögð og ein-
föld ráðstöfun eins og að klæða af
sér kulda eða bera að vatn ef eld-
ur kemur upp”. Þetta er yfirlýs-
ing sem við verðum að taka fylli-
lega til greina, en engu að siður
finnst manni að Gunnar geri full-
mikið að þvi að „afdramatisera”
,sipa' eigin þróun, sem vissulega
þótti ekki smátt hneyksli á sinni
tið.
Þegar langt er gengin sú braut,
sem bókin lýsir, gefur Gunnar út
bók um „Ævi Jesú frá Nasaret”,
þar sem bolsévismi hans brýst
inn i guðspjöllin. Þar kveðst hann
draga fram ábendingar guð-
spjallanna I þá átt, að Jesús hafi
verið dæmdur sem uppreisnar-
maður, sem hafi hernumið Jerú-
salem og haldið henni i nokkra
daga, en orðið að lúta i lægra
haldi fyrir rómversku setuliði
vegna uppgjafa og svika i eigin
hópi. Ekki veit ég hve frumlegur
Gunnar hefur verið i' þessari
greinargerð, ef til vill var hér um
að ræða gamla og nýja óskhyggju
róttækra manna, sem hafa viljað
taka eitthvað af Kristni með sér á
leið til nýrra viðhorfa. En þvi er
nú á þetta minnst, að trúar-
bragðafræðingur ágætur, Joel
Cármichael, hefur fyrir nokkrum
árum i bókinni „Dauði Jesú” leitt
með mjög staðgóðum fróðleik um
gyðingdóm og sögu þeirra tima,
rök aö skoðun, sem i flestu fer
saman við álit drottins smurða til
Grundarþinga, skráð I miðri
heimskreppu.
Ámi Bergmann.