Þjóðviljinn - 28.11.1976, Qupperneq 16
16S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. nóvember 1976
FERDINAND
STERKI
Alexander Kluge.
Ferdinand sterki er leikinn af Heinz Shubert.
Þjóðverjar hafa einsog aörar
menningarþjóðir verið að bisa við
kvikmyndagerð allt frá fyrstu
dögum þessarar yngstu og
áhrifamestu listgreinar, og tekist
misjafnlega. Skömmu eftir fyrri
heimsstyrjöldina hófst mikið
blómaskeið i þýskri kvikmynda-
list, kennt við expressionisma.
Þvi lauk þegar flestir meistar-
anna þurftu aö flýja land undan
JÓLA-
SKEIÐIN
I ÁR
ER
JÓLALJÓS
Jens
Guðjónsson,
gullsmiður
Laugavegi 60
&Suðurveri.
húsamálaranum. Slðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar og
margar vondar þýskar myndir
verið framleiddar, báðum megin
múrs. En svo gerðist það fyrir
allnokkrum árum að vestan meg-
in fór að færast lif I tuskurnar og
áðuren menn vissu af var komið
nýtt blómaskeið. Upp var risið
allgott lið ungra manna sem
gerðu hverja góðmyndina á fætur
annarri og eru þeir enn að. Sumir
þeirra eru orönir heimsfrægir,
hver hefur ekki heyrt getið um
Rainer Werner Fassbinder, Alex-
ander Kluge eða Werner Herzog,
svo einhverjir séu nefndir? Hér
heima höfum við að visu ekki
beinlinis verið mötuð á þessari
framleiðslu, það er þá helstFass-
binder. Mér skilst að við höfum
átt þess kost að sjá hér u.þ.b. einn
tiunda hluta af kvikmyndaverkum
hans og megum vist þakka fyrir
það. Þaö má vera að einhver
mynd Alexanders Kluge hafi ver-
iö sýnd hér. Hann byrjaði á þvi að
stjórna myndinni um Anitu G. eða
Abschied von Gestern, árið 1966.
Siðan hefur hann gert a.m.k.
fimm langar myndir og nokkrar
stuttar. Nýjasta mynd hans heitir
Der Starke Ferdinand, eöa
Ferdinand sterki. Hún varð
sænskum kvikmyndagagnrýn-
endum tilefni til að leita uppi höf-
undinn og hafa af honum tal.
Arangurinn birtist i nýlegu hefti
af Chaplin, kvikmyndatimaritinu
sænska. Þar fer Kluge nokkrum
oröum um myndina og sjálfan
sig, og verður hér greint nokkuö
frá þvi sem hann hefur að segja.
Ferdinand sterki, sá sem
myndin fjallar um, er lögreglu-
maður. Hann er óhamingjusamur
i starfi sinu vegna þess að hann
fær ekki að vera eins athafna-
samur þar og hann vildi. Honum
finnst nefnilega ekki vanþörf á að
gera góðan skurk i löggæslunni,
hreinsa til. Þvi tekur hann að sér
nýtt starf, sem er fólgið i að
tryggja framleiðsluöryggi hjá
stóru iðnfyrirtæki. Hann tekur til
óspilltra málanna við að byggja
upp varnarkerfi I fyrirtækinu og
lendir I deilum viö eigendurna
vegna þess að þeir meta hagnaö-
inn meira en öryggiskerfið hans
Ferdinands, sem byggist á her-
aga. Smám saman færist i auk-
ana sú tilfinning hjá Ferdinand að
öryggi og vernd sé meira virði en
allt annaö. A endanum sýnir hann
ráðherra banatilræði i þeim til-
gangi að sýna fram á að vernd sé
nauðsynleg.
Sænsku gagnrýnendurnir segja
að myndin sé afar skemmtileg, og
nái mjög vel til áhorfenda. Ferdi-
nand sé ósköp venjulegur maöur,
metorðagjarn og frekar leiðin-
legur, og ekki hættulegur fyrren
hann kemst i valdastööu. En þá
verðurhann að litlum Eichmann,
vegna þess að hann metur meira
athafnasemi en umburðarlyndi,
afl en hugsun. Valdið er eina
ráðið sem hann kann til að fá fólk
á sitt band. Hann er hlægilegur og
um leið er saga hans harmleikur.
Kluge er að segja okkur að það
séu ekki alltaf stórmennin sem
séu hættuleg, heldur geti litli
maðurinn lika orðið það þegar
hann fær völd sem hann kann ekki
að beita.
Kluge talar um ástandið i V-
Þýskalandi og er fremur svart-
sýnn. Honum þykir stjórnvöld
stefna i grunsamlega átt þegar
þau bregðast við kreppuástandi
með Lögum og Reglu. Hann segir
að þau vildu helst byggja múr til
að verja sig gegn itölskum
kommúnistum, einsog gert var i
Berlin. Ekki sé treystandi á upp-
eldi það sem þjóðfélagiö, stjórn-
málaflokkarnir, skólar og for-
eldrar hafi veitt fólki. Það voru 81
miljón manna i Þýskalandi og
samt gat það gerst sem gerðist i
Auschwitz. Það er eitthvað alvar-
legt að samvisku þeirrar þjóðar
sem lætur siikt viðgangast.
Samt verður maður að bera
svolitið traust til mannanna og
siöferðis þeirra. Barnið treystir
móður sinni og leitar huggunar
hjá henni. Fullorðið barn leitar til
Hindenburg, Hitlers, Adenauers
eða Springer. Við verðum aö nota
okkur þessa þörf mannanna fyrir
traust og huggun. Þetta litur
Kluge á sem fyrsta og mikilvæg-
atsa verkefni sitt sem kvik-
myndastjóra: að fullnægja þörf
mannanna fyrir traust og hugg-
un, án þess að ljúga að þeim.
Um starfsaðferðir sinar segir
Kluge, aö fyrst taki hann fyrir
einhverja ákveðna hugmynd,
hugsi um efnið. Siðan fari hann á
stúfana eftir heimildum og rann-
saki viðfangsefnið ofan i kjölinn.
T.d. hafi hann stundað slikar
rannsóknir i tvö ár, áður en hann
hóf töku „Ferdinands sterka”,
enda hafi hann á þeim tima viðað
að sér efni i 20-30 kvikmyndir.
Siðan byrji hann að skrifa hand-
ritið. Hann segist skrifa það til
þess að finna það form sem henti
efninu best. Hann prófar sig
áfram og út úr öllum þessum til-
raunum kemur sjálf sagan, at-
buröarásin. Og þá fyrst getur
hann myndað sér skoðun um
máiið, séð hver hans eigin afstaða
til efnisins er. Þegar hann hafði
skrifað fyrsta handritið að
„Ferdinand sterka” uppgotvaði
hann að hann gat alls ekki gert
mynd um þetta efni sem hann
hafði verið að rannsaka I tvö ár.
En hann gafst ekki upp, gerði sex
drög að handriti. Allt kom fyrir
ekki. Þangað til loksins að hann
fann þann möguleika að gera
mynd um mann sem ber ekki
valdið utan á sér, er hógvær og
litillátur að sjá, þar til hann er
settur i valdastöðu og verður
hættulegur. Þarmeð var aðalper-
sónan fundin og siðan byggði sag-
an upp i kringum hana. Þegar
kvikmyndatakan hefst segist
Kluge fara i einu og öllu eftir þvi
sem stendur i handritinu. Hann
taki þó oft upp viðbótaratriði og
bæti þeim inn i söguna. Siðan
verði enn frekari breytingar
þegar myndin fer i klippingu.
Kluge segist alltaf hafa miklu
meira kvikmyndað efni i höndun-
um en hann noti, til þess að geta
valið úr og breytt eftir þvi sem
sagan þróast með honum. Hann
segir að myndin megi ekki verða
of löng, vegna þess að áhorfand-
inn þurfi að leggja fram hluta af
ævi sinni til að njóta þess sem
kvikmyndastjórinn vill segja
honum, og þetta verði sá siðar-
nefndi alltaf að muna og virða.
Hugsið ykkur Wagner-sýningu út
frá þessu sjónarmiði! — segir
Kluge. Ég reyni að takmarka mig
við 80-90 minútna sýningartima,
til þess að áhorfandinn þurfi ekki
að fórna stærri hluta úr ævi sinni
til að hlusta á mig.
Kluge notar ýmist atvinnuleik-
ara eða áhugafólk i myndum
sinum. Hann segist vinna með
leikurum vegna þess að þeir séu
nákvæmir og agaðir i vinnu-
brögðum, en með áhugamönnum
vegna þess að þeir búi yfir miklu
meiri lifsreynslu en leikarar.
Gallinn við marga leikara, segir
hann, er að þeir huga ekki nóg að
umhverfi sinu. Eiginlega ættu
þeirað nota helminginn af vinnu-
tima sinum til að kynnast fólki,
kynnast heiminum, raunveru-
leikanum, Það eina sem er raun-
verulegt i leikhúsi er slökkviliðs-
maðurinn að tjaldabaki! ,
Sami reynsluskortur hrjair
marga kvikmyndastjóra. Kluge
segist ekki fá nóg samband við
raunveruleikann með þvi að
stunda aðeins kvikmyndastjórn.
Hann er lögfræðingur að mennt
og stundar lögfræðistörf tvo mán-
uði á ári, auk þess sem hann
kennir lögfræði við háskóla.
Þannig segist hann komast i nán-
ara samband við umheiminn.
Að lokum spurðu sviarnir
Kluge hverjir væru helstu fyrir-
myndir hans i listinni, hvað hefði
haft mest áhrif á hann sem kvik-
myndastjóra.
Fyrirmyndirnar eru margar og
ólikar. Fyrst og fremst er það
kvikmyndin sem manneskjan
hefur gengið með i höfðinu i 10.000
ár, og sem kvikmyndalistin er
alltaf að bisa við að endurvarpa á
tæknilegan hátt. Þar á ég við þá
áráttu manneksjunnar að láta sig
dreyma og þann hátt sem hún
hefur lært af raunveruleikanum.
Siðan telur Kluge upp ótal góða
menn sem skilið hafa eftir spor I
sögu kvikmyndarinnar, og viður-
kennir loks að sennilega hafi hann
lært mest af Godard, þótt hann sé
ekki hrifinn af þvi sem Godard
framleiðir nú. Hann telur boð-
skapinn og móralinn hafa borið
þennan franska meistara ofur-
liði. En mesta áherslu leggur
Kluge á að kvikmyndasagan sé
ekki aðeins saga kvikmyndanna,
heldur komi þar margt annað inn
i: góð blaðamennska, forvitni,
bókmenntir. Brecht var á labbi
um Hollyvood með nokkrum
góðum mönnum og dreymdi um
að gera kvikmynd. Ekkert varð
úr þvi, en þessi draumur hans til-
heyrir samt kvikmyndasögunni.
Þegarég siti hringekjusem snýst
hratt og ég er hræddur um að
detta, þá er það lika kvikmynda-
list, segir Kluge.