Þjóðviljinn - 04.12.1976, Side 1

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Side 1
UOWIUINN Laugardagur 4. desember 1976.—41. árg. —273. tbl. r ASI-þing krefst pólitískrar lausnar á brennandi vanda láglaunafólksins Flugslysið i gœr KRAFTAVERK að mennirnir komust af „Það er hreint kraftaverk að þeir skuli hafa lifað þetta af. Vélin kom mjög hratt niður og hreyfðist ekki úr stað eftir að hún skall i jörðina”, sagði Skúli Sigurðsson hjá Loftferðaeftir- litinu i gær um flugslysið, sem varð við Hafravatnsveg skammt frá Miðdal um hálf þrjúleytið. Það var tveggja sæta Cessna 150 frá flugskólanum Flugtak h.f. sem hrapaði. 1 vélinni voru Viðar Friðriksson, flugkennari, og Sigurður Ingibjartsson, nemandi. Þeir eru mikið slas- aðir en ekki taldir i lifshættu. Skúli Sigurðsson sagði að margt benti til þess að ætlun flug- mannanna hafi verið að nauð- lenda vélinni eftir að hreyfillinn hafði drepið á sér. Ríkisstj órnin segi af sér Efnahagskerfið á Islandi er þannig að stjórnvöld hafa úrslitaáhrif á skiptingu þjóðartekna Björn Jónsson var einróma endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins. Myndin var tekin þegar Björn flutti lokaorð og sleit þingi A.S.l. I gær. Lálaunaskeiðið stafar af stefnu stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefur unn- ið sér til óhelgi. Hún á að vikja. Þingkosningar fari fram. Vilji þjóðar- innar komi i ljós. For- sendan að varanlegum kjarabótum er rikis- stjórn sem hafi samstarf við verkalýðsamtökin. Sá einstæði atburður gerðist á Alþýðusambandsþingi f fyrrinótt að þingheimur afgreiddi með miklum meirihluta tillögu um Framhald á bls. 18 Herinn víki og Island úr hernaðarbandalaginu NATO er krafa Sú einlæga von allra her- ámsandstæðinga að for- stuafl verkalýðssamtak- nna beiti sér i sjálfstæðis- lálum þjóðarinnar rættist nýafstöðnu Alþýðusam- andsþingi. Góður meiri- luti þingfulltrúa, eða 202 f 359 sem afstöðu tóku, gerðu samþykkt um að mótmæla veru íslands i NATO og dvöl bandarísks hers í landinu. Hernámssinnar með þá Guð- mund H. Garðarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Halldór Blöndal varaþingmann sama flokks og Sigurð Óskarsson úr vigi Ingólfs á Hellu i broddi fylk- ingar fóru hamförum gegn her- stöðvatillögu sem fram var borin af Herdisi ólafsdóttur, Bjarnfríði Leósdóttur og Björgvin Sigurðs- syni, en allt kom fyrir ekki. Við skriflega atkvæðagreiðslu fékk tillagan 202 atkvæði, 157 voru á móti, 17 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Þessi er þá yfirlýstur vilji Al- þýðusambands Islands: frj álst ASI-þings ,,33ja ÞING Alþýðusambands Islands samþykkir að mótmæla veru íslands i Nató og dvöl bandarikjahers á Islandi. — Markmiðið verði: Að Island segi upp aðildinni að Nató og standi utan hernaðarbandalaga, — að Island segi upp herstöðvasamn- ingnum við Bandariki Norður- Ameriku og engar herstöðvar verði á Islandi.” Sögulegu ASÍ-þingi lokið Alþýðusambandsþingi, þvi þritugasta og þriðja I röðinni, sem að þessu sinni var haldið á sextugasta afmælisárinu, lauk samkvæmt áætlun klukkan 4 i gær með þvi að þingfulltrúar sungu alþjóðasöng verkalýðs- ins: Fram þjáðir menn i þúsund löndum. Hafði þá þingfundur staðið með óverulegum hléum frá þvi klukkan 2 daginn áður en flestir þingfulltrúanna raun- ar verið bundnir við þingstörf frá þvi snemma á fimmtudags morgninum. Þingforseti, Eðvarð Sigurðs- son, þakkaði starfsliði, kjörnum starfsmönnum og trúnaðar mönnum þingsins og öðrum þingfulltrúum fyrir framúr skarandi störf. Björn Jónsson forseti ASl sleit siðan þinginu með stuttri ræðu, þar sem hann færði rök að þvi að þetta væri sögulegt þing og va^ri þess að vænta að störf þess yrðu til góðs fyrir verkalýðshreyfinguna. Þess skal getið að Þjóðviljinn á eftir að greina frá f jölmörgum samþykktum þingsins, svo og ýmsu öðru efni sem fram kom á þinginu. Verða þvi gerð skil næstu viku. Alþýðusambandsþing ályktar um launakjörin Samþykktin er birt i heild á 6. siðu Vörnin að baki — sóknin framundan t full tvö ár hafa alþýðu- stéttirnar átt i varnarbaráttu, en nú skal hefja sókn til stórbættra kjara. Það er verkafólki ósæm- andi að sætta sig lengur við lág- launin, og það er sjálfstæðu þjóð- riki á islandi stórhættulegt að hér sé lengur eitt ömurlegasta lág- launasvæðið i Evrópu. Þetta er tónninn i skeleggri kjaramála- ályktun Alþýðusambandsþings, þar sem krafist er 100 þúsund króna lágmarkslauna i dagvinnu á mánuði. Nokkur meginatriði ályktunarinnar i cndursögn Þjóð- viljans: Minnt er á stöðuna við siðasta sambandsþing, en þá höfðu ný- lega náðst miklar kjarabæt- ur. Siðan tókst að halda I horfinu og náði kaupmátt- halda i horfinu og náði kaupmátt- ur hámarki i kjarasamningunum i febrúar 1974. Siðar á árinu 1974 urðu snögg og mikil umskipti, | þannig að kaupmáttur hefur sið- an lækkað að meðaltali um fjórð- ung. Kjarabarátta verkalýðs- hreyfingarinnar frá þvi á árinu 1974 hefur verið stöðug varnar- barátta. Reynsla siðustu ára staðfestir að kaupgjaldsbaráttan er ekki einhlit, þótt hún sé grund- vallarnauðsyn. Þingið lýsir yfir þvi að nú sé timabili varnarbaráttunar lokið, timabil sóknar hafið. I næstu kjarasamningum þarf að hækka verkalaun verulega, sérstaklega þó láglaunin. Lágmarkslaun fyrir dagvinnu þarf þegar á næsta ári Miklar og róttækar breytingar urðu á samsetningu miðstjórnar Alþýðusambandsins á þinginu sem lauk í gær. Staða Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins styrktist, en rikisstjórnarflokk- anna veiktist. Atvinnurekenda- flokkurinn hefur nú engan al- þingismann innan miðstjórnar. Við atkvæðagreiðslu um með- stjórnendur gerðist það, að al- þýðubandalagsmaðurinn Guð- mundur Þ. Jónsson varafor- maður Iðju i Reykjavik ýtti Pétri Sigurðssyni þingmanni Sjálf- stæðisflokksins út úr miðstjórn. Guðmundur H. Garðarsson þorði ekki að gefa kost á sér til mið- stjórnarkjörs. Miðað við flokkaskiptingu i miðstjórn eftir þingið fyrir 4 að hækka upp i 100 þúsund krón- ur, og önnur laun hækki til sam- ræmis. Fullar visitölubætur séu greiddar á lágmarkslaun, en launabil haldist i krónutölu. Unnið sé að launajafnrétti karla og kvenna, samræmingu launa- árum hefur Alþýðubandalagið aukið hlutdeild sina um 2 menn, Alþýðuflokkurinn um 1 mann en Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur misst einn hvor. Utanflokkamenn eru nú tveir i stað eins og áður. Hér er breyt- ingin talin frá þvi, hvernig menn skiptust i flokka á siðasta þingi, en ekki tekið tillit til þess að menn hafa skipt um flokka. Upplausn Samtakanna er al- gjör, þau komu alls ekki fram sem pólitiskur veruleiki á þinginu. Kjörnefnd þingsins var sam- mála um að leggja til endurkjör á forseta og varaforseta. Björn Jónsson varð sjálfkjörinn forseti, en á móti Snorra Jónssyni stakk Margrét Auðunsdóttir upp á kjara, setningu löggjafar um vinnuvernd, endurskoðun skatta- kerfisins, eflingu félagslegra ibúðabygginga, endurbótum á lifeyriskerfinu. Lögð er áhersla á heildarsamstöðu verkalýðsfélag- anna i kjarabaráttunni, og bygg- Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur i stöðu varaforseta. Við allsherjar- atkvæðagreiðslu sigraði Snorri Jónsson með miklum yfir- burðum, hlaut 34.250 atkvæði, en Aðalheiður fékk 10.225 atkvæði (auðir og óg. 375). Kjörnefnd klofnaði um tillögur um meðstjórnendur i miðstjórn. Meirihlutinn sem Benedikt Daviðsson hafði framsögu fyrir, gerði tillögu um lOmenn af 13, en minnihlutinn, Sverrir Garðarsson gerði tillögu um 3 til viðbótar. Þá stakk Björn Bjarnason upp á Guðmundi Þ. Jónssyni og Kol- beinn Friðbjarnarson stakk upp á Báldri Óskarssyni og Björgvin Sigurðssynf. Kjörnir voru allir þeir 10 menn sem meirihluti kjör- nefndar gerði tillögur um og tveir ist hún á viðtækri umræðu og samstarfi að kröfugerð. Þingið ákveður að boða til kjaramála- ráðstefnu i febrúar i vetur. Kannaöir verði möguleikar á samstarfi við launþegasamtök utan Alþýðusambandsins. af þeim sem Sverrir gerði tillögur um, Þeir Björn Þórhallsson frá Landssambandi verslunarmanna og Magnús Geírsson frá Rafiðn- aðarsambandinu. Pétur Sigurðs- son sem Sverrirstakk upp á, féll út, en Guðmundur Þ.var kjörinn. Hinir 10 meðstjórnendur eru þessir: Eðvarð Sigurðsson for- maður Dagsbrúnar, Einar Ögmundsson formaður Lands- sambands vörubifreiðarstjóra, Jón Snorri Þorleifsson formaður Trésmiðafélags Reykjavikur. Bjarnfriður Leósdóttir varafor- maður Verkalýðsfélagsi ns á Akranesi, Óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambandsins, Jón Helgason formaður Einingar á Akureyri, Guðriður Eliasdóttir Framhald á bls. 18 Vinstri öflin sterkari í miðstjórninni

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.