Þjóðviljinn - 04.12.1976, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Laugardagur 4. desember 1976
ImwHi
Skrifiö
eða
hringið.
Sími: 81333
Sínum augum lítur hver á Dag<
Stefania Þor-
grimsdóttir
skrifarfrá Garði:
Ekki hvarfla&i það aö mér
er ég skrifaði Bæjarpóstinum
forðum daga, og lýsti vanþókn-
un minni á ákveðinni tegund
listar, að það myndi valda öðru
eins f jaðrafoki hjá vissu fólki og
raun ber vitni. Siðan þessar
linur minar birtust, þann 13.
okt. sl., hefur dunið á Bæjar-
pósti Þjóðviljans látlaus
menningarskothrið, ýmist með
eða móti þessu eða hinu, þótt
mér sé raunar ekki alltaf ljóst,
hvert umræðuefnið er. En ég sé
að þar er öðru hvoru verið að
bendla mig við hina furðu-
legustu hluti, og mér er nú
þannig varið, að „þegar aðrir
þenja kjaft, þá vil ég tala lika”.
Tvær konur létu álit sitt i ljósi
i þessum umræðum, ogþar sem
við erum greinilega sama sinnis
um marga hluti, ætla ég ekki að
fjölyrða um þeirra hlut. Að visu
tekur Mogginn sér til óverð-
skuldaðra tekna skoðanir
okkar, í Rvikur-bréfi, dags.
7/11. Má segja um það, eins og
fleira hjá Mogganum, — það er
ljótur skilningur, misskiln-
ingurinn. En i þessháttar skiln-
ingi eru blaðamenn Moggans
sérfræðingar.
Hjalti Kristgeirsson hefur
einnig farið á kostum i Bæjar-
póstinum. Fyrst uppfræddi
hann mig smávegis um ætterni
mitt o.fl. og siðan samdi hann
æði skoplegan spurningalista til
Böðvars Guðmundssonar,
vegna „Rauða norðursins” hans
Böðvars. Eða okkar Böðvars,
ætti ég vist að segja, þvi Hjalti
og maður að nafni Bjarni
Ólafsson hafa i sameiningu
komist að þeirri niðurstöðu, að
ég muni hafa ýmis annarleg
áhrif á Böðvar, og gefa ýmislegt
skritiöi skyn þar að lútandi. Ég
er ákaflega upp með mér af
þessari hugmynd þeirra, þvi ég
dái Böðvar Guðmundsson, sem
listamann, listamann
alþýðunnar, vel að merkja, og
ég virði hann mikils sem mann,
enda þótt ég sé ekki nákunnug
honum. En, þvi miður, hef ég
ekki trú á, aö ég hefi haft ein eöa
nein áhrif á skoðanir Böðvars,
hvorki hvað snertir menningar-
leg eða pólitisk málefni.
Skoðanirsinar fyrr og nú trúi ég
hann hafi myndað sér sjálfur,
svo sem titt er um sæmilega
skyniborið fólk. Og þar sem mér
skilst að ég hafi lágkúrulegan
smekk og sé auk þess flat-
neskjuleg (B.ól.), fæ ég ekki
skilið, að Böðvar eða aðrir
glæpist á þvi, að rétta mér litla
fingurinn hvað þá meira. Hjalti
likir Böövari við Maó, og hefur
grun um að mig muni i hlutverk
ekkjunnar. Fáránleg hugmynd.
Ég vil ekki sjá ekkjuhlutverkið.
Égvil Böövar allan og óskiptan,
eða þá hreint ekkert. Það er litil
stoð i dauðum mönnum.
Annars var það ekki ætlun
min I byrjun þessa bréfs, að
bæta á þær hártoganir og orða-
leiki, sem Hjalti o.fl. hafa
ástundað undanfarið. Þeim eru
orðin ódýr og meiningin eftir
þvi. En mig langaöi til að varpa
fram þeirri spurningu, hvers-
vegna hlypi hland fyrirhjartað i
öðrum einá hámenningar-
mönnum og Hjalta & co, þótt
ómenntaöar, lágkúrulegar,
smekklausar, flatneskjulegar,
geövondar o.s.frv. húsmæður
lýsi lágkúrulegum, smekk-
lausum o.s.frv. smekk sinum á
þessari dæmalaust framsæknu
og viðsýnu list, sem hér er um
deilt? Fundu þeir e.t.v. fnykinn
af fiski og slori, barnaskit og
grautarpottum, svitaþefinn af
þessari smekklausu alþýöu,
sem leyfir sér að reka skituga
fingurna i sjálfan helgidóm
mafiumannanna: listina i fila-
beinsturninum? Fundu þeir til
stings þegar i ljós kom, að til
eru menntamenn, eins og t.d.
Böðvar Guðmundsson, sem ekki
hafa misst tengslin við uppruna
sinn, og tekst þessvegna 1 list
sinni að gefa alþýðufólki ýmis
þau verðmæti, sem mennta-
sterkur sem slikur. Hann segir
stórveldum og fjöldamorð-
ingjum til syndanna. Slik skáld
fága ekki alla jafnan skáldskap
sinn. En fyrir okkur islendinga
eru slik skáld meira virði en
sauðmeinlausir islendingar,
sem yrkja um blóm meðan stór-
veldi hersetur landið. En að þvi
er varðar orðið „raskat” þá er
það ekki komið frá Degi heldur
Halldóri Laxness og þýðandi
þess er Stefanla Þorgrims-
dóttir.
Hiin ræðst lika á Megas. Ég bý
þvi miður erlendis og er ekki
dómbær i þvi efni. Ée veit bara
Bæjarpóstur hefur orðið vettvangur býsna umfangsmikilia
orðræðna um bókmenntagildi skáldverka Dags Sigurðssonar.
En Iíagunerekki við eina fjölina felldur i lisisköpun. Hann leggur
lika stund á málaralist og hér stendur hann hjá einu málverka
sinna.
stéttin á að geta miölað okkur,
og þeim tekst þetta af þvi að
þeir tala máli fólksins en ekki
tillært „menningarmál”, sem
aðeins skilst i fámennum út-
völdum hópi?
Hvaða „ismi” skyldi það
vera, sem óttast svo mjög skiln-
ing og samhug milli þeirra, sem
skapa list, og þeirra, sem listar-
innar neyta?
Með þökk fyrir birtinguna,
Stefania Þorgrímsdóttir
Sveinn Berg-
sveinsson skrifar
frá Berlín:
Sveinn Bergsveinsson skrifar
frá Berlin:
Orðið „raskat”, ef orð skyldi
kalla, hefur nokkrum sinnum
komið fyrir á prenti. Nú fyrir
stuttu hefur Stefania Þorgrims-
dóttir og önnur kona til ráðist á
Dag Sigurðarson fyrir að hafa
notaö það i fyrirsögn.
Ég er gegn þvi að menn séu að
nota orð yfir kynfæri og enda-
þarm i tima og ótima. Það er
smekkleysa. Hinsvegar er
ekkert ósmekklegt við það, að
slik orð séu notuð i sambandi við
sögur og ljóð, þar sem það á við
til að lýsa persónum og atburð-
um, ef ekki er um hreinar klám-
bókmenntir að ræöa.
Um Dag Sigurðarson er það
að segja, að hann er ekki klám-
skáld. Getur verið óprúttinn.
Hann er skáld, pólitiskt skáld og
að söngur hans og plötur eru
vinsæl hjá æsku þessa lands.
Það sem vitnað er i af textum
hans i blöðum er bull undir
áhrifum frá vesturheimskum
löndum.Enhannhefur sjálfsagt
hrjúfa og skemmtilega rödd og
tilburöi, sem passa i kramið
æskunnar. Enda þótt ég setji
hann i lægri sess en Dag
Sigurðarson þá er hann betri en
Keflavikurútvarpið og
kjarnorkusprengjurnar, sem
utanrikisráðherrann veit ekkert
um. Clowns og aðrir skemmti-
kraftar eins og Baldur og Konni
voru á sinum tima litt skaðlegir
miðaö við „stóru hættuna”, sem
við þekkjum.
Mér þykir gaman að þvi og
jafnvel vænt um það að Stefania
hefurhafið málsá þessu, þvi að
það er vissulega út á margt að
setja I svokölluðu skemmtana-
og hernámslifi á íslandi. Enda
hefur Starri i Garði oft bent á
það og ég er honum alltaf sam-
mála.
Ég bið Þjóðviljann að birta
þessi fáu orð meö fyrirfram
þakklæti.
Sveinn Bergsveinsson
Þórarinn Eld-
járn skrifar
frá Stokkhólmi:
14. október birtist i bæjarpóst-
inum bréf frá Stefániu Þor-
grimsdóttur (venjuiegri hús-
móður). Tilefnið var það að
Þjjóðviljinn hafði skömmu áður
dirfst að birta frétt um nýút-
komna bók eftir Dag Sigurðar-
son. Stefania virtist sjá það af
fréttinni að hér væri vond bók á
ferð, og notaði þvi tækifærið til
aö hella úr koppum geðvonsku
sinnar yfir Dag og kveðskap
hans. Allt auðvitað i nafni
alþýðunnar.
Siðan hefur látum ekki linnt.
Hver menningarstalinistinn á
fætur öörum hefur rennt sér fót-
skriðu fram ritvöllinn til að
hæla þessum vanhugsuðu skrif-
um Stefaniu og rægja um leið
Dag, Megas og fleiri ágæta
listamenn. (Ath.: Með rógi á ég
við gagnrýni sem ekki er rök-
studd).
Ekki hef ég séð nein andsvör
við þessum skrifum utan
greinarkorn eftir Hjalta Krist-
geirsson ættfræðing (birt 20.
okt.), en þar sem fræðigrein
hans er ekki heppilegt vopn i
svona baráttu varð minna úr
ádrepu hans en efni stóðu til,
enda bar Stefania léttilega af
sér lagið.
Nú er ég farinn aö lýjast á
þessu ieiðindarausi um skáld
góö og bið þvi um pláss undir
fáein orð.
Stefania og viðhlæjendur
hennar virðast haldin þeirri
meinloku að listsköpun Dags
gangi öll útá eitt orð og einn
stað, þeas. raskat og rassgat.
Orðið „raskatslist” hefur verið
myndað til að merkja kveöskap
hans. Þetta kom nokkuð flatt
uppá mig þarsem ég minntist
þess ekki að nefndur likams-
hluti sæti i öndvegi i bókum
Dags. Ég greip þvi úr hillu þá
einu bók eftir Dag sem mér er
handbær i útlegðinni. Það er
Rógmálmur og grásilfur frá
1971. Ein af þeim bókum sem ég
vil heldur vita nær mér en fjær,
náttúrumikil bók sem sprengir
púkann á bitanum, pólitiskt
brýni á sljóa vitund, primus
tilað skerpa á hlandvolgu kaff-
inu á könnu vanans. Ég fór yfir
bókina i leit að þessu lykilorði.
En viti menn: I allri bókinni er
aðeins þrisvar minnst á rassa.
Tvisvar á bls. 60 og 61 þar sem
Dagur talar um að ástin sé
allt sem hann eigi nema bót
fyrir rassinn. A bls. 78 er svo
talað um merarassa. Hinsvegar
flóir öll bókin i öörum likams-
hlutum og skulu nokkrir nefndir
af handahófi: Augu, magi,
púngur, skeifugörn, pika, vángi,
asnaeyru, kinn, nefbroddur,
. geirvörtur, brjóst, herðar, efri-
vör, neörivör, hnakki ofl. ofl.
Hvernig stendur nú á þvi að
allir þessir likamshlutar hafa
fariö framhjá venjulegum hús-
mæðrum? Af hverju stara þær á
raskatið einsog Glámur á Gretti
i stað þess aö hlusta á það sem
Dagur hefur að segja um aðra
staði? Þær eru kannski ekki eins
venjulegar og þær halda.
Beinast lægi náttúrlega við að
svara spurningum þessum meö
þvi að segja, að lesendur bóka
taki ævinlega best eftir þeim
efnisatriðum sem höfða mest til
þeirra. Asaka þarmeð stefani-
urnar sjálfar um þá rasssækni
(analitet) sem þær telja aðal-
höfundareinkenni Dags. Gera
þær að hliðstæðum við finu
frúrnar sem hér i eina tið voru
alltaf að kvarta yfir kláminu i
orðabók Blöndals.
En ég er ekki svo óréttlátur að
ég vilji ætla þeim slikt. Ég held
að skoðanir stefanianna á Degi
byggi eingöngu á fordómum og
vankunnáttu um það sem
Dagur hefur skrifað. Þær hafa
heyrt að ein af bókum hans
heitir Meðvituð breikkun á
raskati. Þetta nægir til að þær
stimpla öll hans verk sem
„raskatslist”. Það skiptir þær
engu máli að umrædd bók
fjallar allsekki um margnefnd-
an likamspart, heldur geymir
hún (að mig minnir) háð um
freuddrukkna sálfræðinga og
rassbreiðan einkabilisma. Enda
kemur ekkert fram i skrifum
húsmæðranna venjulegu sem
bendir til að þær hafi lesið þessa;
bók frekar en annað eftir Dag.
Nei konur góðar, (og þú lika
Böðvar), lesiði Dag. Lesið það -|
sem hann hefur best gert og
dæmið hann eftir þvi. Litið I bók
einsog Rógmálm og grásilfur.
Skoðið þar kvæði einsog Besta
orðið mitt, Tvö Islönd, Skrásett
vörumerki, Landkynning, A
stalli Kaktusar, svo að eitthvað
sé nefnt af handahófi. Ég held
að sú lesning mundi hreinsa úr
ykkur raskatsmeinlokuna.
Kannski fynduð þið meirað-
segja sitthvað sem ætti ,,eitt-|
hvað skylt við sósialisma”.
Þa ð er leitt til þess að vita a ð:
Þjóðviljinn skuli hafa orðið’
vettvangur þessara árása á
dag.Ekki síst ef við minnumst
þess, að ekki er langt siðan gerö
var önnur atlaga að Degi. Þar
voru á ferðinni nokkrir rit-|
höfundar úr beiskjuliðinu sem
vildu mótmæla úthlutun:
viðbótarritlauna til Dags, fyrstu
opinberu viðurkenningu sem
hann hefur fengið eftir nær
tuttugu ára starf I fremstu vig-j
linu islenskra ljóðskálda. Sú at-|
laga var þó reyndar aðeins til
þess fallin að hlæja að henni,
enda var þar fremstur i flokkil
Indriði G. Þorsteinsson, sá
höfundur sem ómaklegastur
allra nýtur æðstu opinberrar
viðurkenningar á tslandi.
Ég vil skora á alla þá fjöl-
mörgu sem einhverntima hafa
sótt sér skilning á islenskum
veruleika i verk Dags og
Megasar, eða yljað sér við fund-
visi þeirra á ýmis óvenjuleg til-
brigði mannlifs og þjóðlifs að
láta i sér heyra um þessi mál.
Ég er viss um að þeir lesendur
Þjóðviljans sem telja sig standa
i þakkarskuld við þessu ágætu
skáld eru fleiri en hinir sem
telja það brýnasta verkefnip
islenskra sósialista að niða þá
niður.
Þórarinn Eldjárn, venjulegur
húsbóndi I Stokkhólmi