Þjóðviljinn - 04.12.1976, Side 14

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN. Laugardagur 4. desember 1976 Tímabili va Eitt meginverkefni 33ja þings Alþýðusambands íslands sem lauk í gær var að móta stefnu í kjaramálum og taka afstöðu til ástandsins í efnahagsmálum. Fráfar- andi miðstjórn hafði undirbúið drög að ályktun um þessi efni og einnig höfðu borist fjölmargar ábendingar frá verkalýðsfélögum. Allsherjarfundur þingsins fjallaði um þau gögn í fyrri umræðu um málið fyrir hádegi á fimmtudaginn. Síðan fór málið fyrir fjölmenna þing- nefnd sem vann geysimikið starf undir forystu Guð- mundar J. Guðmundssonar að því að samræma sjónar- mið og semja ítarlega ályktun. Um hana náðist síðan eining og samstaða á allsherjarfundi i fyrrinótt. Hugur þingfulltrúa var mjög bundinn við þetta brýna mál svo sem best sést á því að uppundir 30 manns tóku til máls við síðari umræðu. Eftirfarandi ályktun var siðan sam- þykkt meðatkvæðum svotilallra fulltrúanna gegn þrem. Fyrsti hluti Ályktanir 32. þings ASl, sem haldið var i nóvember 1972, ein- kenndust mjög af þeim miklu kjarabótum, sem þá höfðu náðst i heildarkjarasamningum verka- lýðssamtakanna á næstliðnum tveimur árum og þvi góðæri i atvinnumálum, sem þá rikti, en að öðrum flræði af þvi að ótryggar framtiðarhorfur ollu nokkrum áhyggjum, m.a. að þvi er varðaði viðskiptakjör þjóðar- innar og ástand fiskistofnanna. 1 kjara- og atvinnumálalyktun þingsins var þannig lögð áhersla á, að um sinn bæri að leggja kapp á að treysta stöðuna i kjara- málum og vernda þann árangur, sem náðst hafði, en til lengri tima á það að ná jafnvægi i efnahags- málum og tryggja árvissar kjarabætur launastéttanna meö vitlegri forystu rikisvalds og aðila vinnumarkaöarins i efna- hagsmálum þjóðarinnar. Lögð var áhersla á að i þeim efnum væri mikilvægt að gæta hófs i opinberum útgjöldum og skatt- heimtu, aöhalds i verðlagsmálum og að tryggt yrði virkt verðlags- eftirlit. Krafist var heildar- stjórnar i fjárfestingarmálum á grundvelli skipulegra áætlana- gerða. Krafist var lækkunar skatta á lágar og míölungstekjur og að skattaeftirlit yrði hert og skattsvik hindruö. Þá var þvi lýst sem algjöru grundvallaratriði, að ekki yrði hróflaö við gerðum og gildandi kjarasamningum verka- lýðssamtakanna. Annar hluti Að liðnu 31. þinginu tókst verkalýðshreyfingunni um sinn að halda i horfinu i kjaramálum og náöi kaupmáttur timakaups hámarki á fyrsta ársfjórðungi 1974 aö kjarasamningum þá gerðum. En ef aö kaupmáttur sá, sem þá var um saminn, er hins vegar borinn saman við kaup- mátt verkafólks á sama tima i þeim rikjum Evrópu, sem sam- bærileg geta talist vegna svip- aðrar þjóðarframleiðslu á mann, svo sem nágrannarikja okkar margra, kemur i ljós, að jafnvel þá var kaupmáttur timakaups islensks verkafólks minni en þar gerðist. En á árinu 1974 uröu snögg og mikil umskipti I þróun kjaramálanna samhliða óhag- stæöum breytingum á viðskipta- kjörum og hrööum verðbólgu- vexti. Vandamál af þessum toga voru að visu fyrir hendi á siðari hluta ársins 1974 og á árinu 1975, en stjórnvöld gerðu hins vegar meira úr þeim vanda en efni stóðu til, auk þess sem tima- bundnum erfiðleikum atvinnu- rekenda, eins og þeim sem hér var viö að etja, verður aldrei með neinum siðferðilegum rétti velt yfir á herðar launafólks, eins og gert hefur verið. Islenskir atvinnurekendur sýna margir hverjir litla ábyrgð I rekstri fyrir- tækja sinna. Þegar vel gengur hirða þeir ómældan arö út úr rekstri þeirra og njóta þá bæði eignarréttar sins og ranglátrar og vilhollrar skattalöggjafar. Sé þessu rekstrarformi viðhaldið á annað borð, verður þó það lág- markssiðferði jafnframt að gilda, að þeir aöilar i þjóðfélaginu, sem vissulega njóta góðs af eignar- rétti sinam á framleiöslu- tækjunum þegar vel árar, beri sjálfir ábyrgð á rekstri þeirra þegar eitthvað á móti blæs. Sviptir vernd gegn verðbólgu Visitölubinding kaups var afnumin 1974 fyrst með bráða- birgðalögum og siðar til fram- búðar, og kjarasamningar sem gerðir voru i ársbyrjun til tveggja ára þar með ógildir. Verkafólk og aðrir launþegar voru þar með sviptir allri vernd gegn þeirri öldu óðaverðbólgu, sem risin var og sem hefur allan þann tima, sem liðinn er, dunið á afkomu vinnustéttanna. í kjölfar afnáms verðlagsbind- ingar kaupsins fylgdu siðan stór- felldar gengisfellingar gjald- miðilsins, skatta- og vaxtahækk- anir, sem enn hertu verðbólgu- skrúfuna og juku launa- skerðingarnar. Sé litið yfir tima- bilið frá þvi er kjarasamningar voru gerðir snemma árs 1974, hefur kaupmáttur kauptaxta verkafólks innan ASl iækkað að meðaltali um fjórðung, en á tima- bilinu frá 1972 til 1976 um nálægt tiunda hluta. Þingræðisvaldi beitt gegn verkalýðnum Það er ljóst, að kjarabarátta verkalýðshreyfingarinnar frá þvi á árinu 1974 hefur verið stöðug varnarbarátta gegn látlausum tilraunum atvinnurekenda og rikisvaldsins til þess að draga niður almennan kaupmátt launa og velta öllum þunga efnahags- legra vandamála yfir á herðar alþýðumanna. I þessari varnarbaráttu hefur verið við ramman reip að draga, þrátt fyrir þaö, aö samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar hefur þegar á heildina er litið verið öflug. Þróun efnahags- og kjaramála hefur mjög markast af sterku þingræðisvaldi, sem hefur reynst andstætt hagsmunum verkalýðsstéttarinnar og sem ekki hefur verið unnt að knýja til raunhæfra aögerða til að draga úr verðbólgu og leita úrræða i þvi sambandi, sem samræmst hefðu þeim markmiðum verkalýðs- hreyfingarinnar að vernda lifs- kjör almennings eftir fremstu getu viö rikjandi ytri aðstæður. 1/2 mánaðar verkfall til varnar Þótt auðsætt sé, að verkalýðs- hreyfingin hafi orðið aö láta veru- lega undan siga i varnarbaráttu sinni sl. tvö ár, fer þvi þó mjög fjarri, að sú barátta hafi verið unnin fyrir gýg. Þannig liggur m.a. fyrir, að i siðustu kjara- samningum tókst að stööva þá fyrirætlun atvinnurekenda, studda af verðlagsstefnu stjórn- þúsund krónur lágmar I ;

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.