Þjóðviljinn - 04.12.1976, Side 5
Laugardagur 4. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Fimm þingmenn jiytjn:
Tiílaga um söfnun og
úrvinnslu þjóðfræða
Fimm þingmenn úr öllum
flokkum hafa lagt fram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um
söfnun og úrvinnslu fslenskra
þjóöfræöa. Flutningsmenn eru.
Ásgeir Bjarnason, Guömundur H.
Garöarsson, Eövarö Sigurösson,
Sighvatur Björgvinsson og
Magnús Torfi Ólafsson. Tillagan
hljóöar þannig:
Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að gera ráðstafanir
til að efla eins og fært þykir þá
söfnun og úrvinnslu islenskra
þjóðfræða, sem fer fram á vegum
þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns
tslands og Stofnunar Arna
Magnússonar á tslandi.
1 greinargerð segir:
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að heimildir um daglegt lif
manna. venjur þeirra, listiðkun
og vinnubrögð, hverfa og gleym-
ast óðfluga með hverri kynslóð.
Astæðan er sú, að þessi sjálfsögðu
Nýr forstöðu-
maður Póstgiró-
stofunnar
Samgönguráðherra hefur skip-
aö Birgi S. Hermannsson, við-
skiptafræðing, i stöðu forstöðu-
manns póstgiróstofunnar, frá 1.
des. n.k. að telja.
Birgir er fæddur á Akureyri 8.
desember 1940. Hann lauk stú-
dentaprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1960 og prófi i viöskipta-
fræðum frá Háskóla tslands 1968.
Hann hóf að námi loknu starf
hjá pósti og sima og hefur starfað
þar siðan.
Kona Birgis er Elva ólafsdótt-
ir.
atriði geymast einna sist i opin-
berum gögnum, öfugt viö t.d. al-
menna stjórnmála-, verslunar-
eöa hagsögu. Siðar meir verður
mönnum hins vegar einatt mikil
eftirsjá aö þvi, að þessum heim-
ildum skuli ekki hafa verið haldið
til haga.
Eina fslenska stórvirkið á þessu
sviði, sem enn hefur séö dagsins
ljós, er bókin íslenskir þjóöhættir
eftir sr. Jónas Jónasson frá
Hrafnagili. HUn er þó ekki annað
en ófullgert yfirlitsrit, enda unnið
á siðustu 10 ævi árum þess mæta
manns og var hvergi nærri frá
gengiö, þegar höfundur féll frá.
Dr. Einar Ól. Sveinsson bjó þann
efnivið til prentunar árið 1934, 16
árum eftir dauða sr. Jónasar.
Skipuleg þjóðháttasöfnun lá
siðan að mestu leyti niðri i rúm 40
ár eftir dauða sr. Jónasar eða
þar til Alþingi veitti Þjóðminja-
safninu nokkurn styrk til þessar-
ar starfsemi áriö 1959 og sérstök
Þjóðháttadeild var stofnuð við
safnið á 100 ára afmæli þess árið
1963. Þótt siðan hafi kappsam-
lega verið unnið að þess konar
söfnun, kom brátt i ljós, að hin
öra þróun og breytingar með bú-
setu- og tæknibyltingu á fyrr-
nefndum fjórum áratugum hefur
sópað burt svo mörgum
menningarsögulegum þáttum, aö
ekki er gerlegt að halda i við og
brúa bilið, nema fleiri starfs-
kraftar komi til. Er hér einkum
um að ræða árabilið frá siðustu
aldamótum og fram um 1930, þvi
að Jónas frá Hrafnagili heldur sig
eðlilega mest við 19. öldina og
þaðan af eldri tið.
Nú munu ekki vera eftir nema
um 900 manns á landinu 85 ára og
eldri, fólk sem ætti aldurs vegna
að geta munaö eftir sér frá þvi
um og fyrir aldamót. Einungis
hluti þeirra mun þó fær um að
veita upplýsingar af heilsufars-
ástæðum. Ástandið er vitaskuld
skárra i yngri aldursflokkum, en
þar strjálast þó jafnt og þétt. SU
vitneskja, sem einvörðungu býr i
minni aldraðs fólks, verður ekki
grafin úr jörðu siðar meir eins og
sumar gamlar minjar.
Svipaða sögu er að segja af
öðrum greinum þjóðlegra fræöa:
sögnum, kvæöum, þulum, þjóö-
lögum og dönsum. Aö söfnun þess
háttar efnir hefur einkum verið
unniö á vegum Stofnunar Árna
Magnussonar hin siöari ár, en
margir einstaklingar haf þar að
auki lengi lagt hönd á plóginn.
Enn hefur mjög verið unn-
ið úr þvi margháttaöa efni sem
þegar hefur safnast, til að koma
þvi fyrir almennings sjónir og
heyrn. Að visu má segja, að það
glatist ekki, sem þegar hefur
verið safnað, ef menn vilja endi-
lega láta framtiðina um Urvinnsl-
una. En bæði er farið mikils á mis
að fá ekki að lita augum sem fyrst
niðurstöður af söfnunarstarfinu,
og i öðru lagi er miklum mun
heppilegra, að sömu menn og
safna vinni Ur þvi efni, heldur en
óþekktir fræðimenn i framtiðinni,
sem eðlilega verða enn fjarlægari
vettvangi en þeir, sem enn eru á
dögum. Samhliða úrvinnslu getur
komið i veg fyrir margs konar
misskilning seinna meir.
Af þessum sökum er ljóst, að
mjög brýnt er að efla þessa star-
semi nú þegar, þótt seint sé, ef
menn telja varðveislu slikra
heimilda um daglegt lif og listiðk-
un yfirleitt nokkurs virði.
Kópnogskaupstaiiir M
Hús til niðurrifs
— Lóð
Tilboð óskast i að rifa og fjarlægja hús-
eignina Hliðarvegur 11 Kópavogi.
A lóðinni má byggja tveggja hæða tvi-
býlishús án kjallara, grunnflatarstærð:
mest 140 fermetrar.
Samkvæmt gjaldskrá er veittur afsláttur '
á A-gatnagerðargjöldum ef gamalt hús
vikur fyrir nýju.
Tilboðum skal skilað til undirritaðs á
bæjarskrifstofuna i Kópavogi fyrir klukk-
an 12 föstudaginn 10. desember. Tilboðin
verða opnuð kl. 12 sama dag.
Bæjarritarinn i Kópavogi.
Búnaðarfélag íslands
oskar að ráða á næsta vori landnýtingar-
ráðunaut og jarðræktarráðunaut.
Upplýsingar um störfin gefur búnaðar-
málastjóri. Umsóknarfrestur er til fyrsta
mars 1977.
Búnaðarfélag tslands.
NÝI SÍMINN HJÁ
ÞJÓÐVILJANUM ER
81333
HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS 1976
Enn einu sinni hefur Happdrætti
Þjóðviljans verið sent út til stuðn-
ingsmanna blaðsins. Að þessu sinni
hefur happdrættið bækistöð í gömlu
afgreiðslu Þjóðviljans að Skóla-
vörðustíg 19. Auk þess verður tekið á
móti skilum i afgreiðslu blaðsins að
Síðumúla 6, á skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins að Grettisgötu 3, og hjá
umboðsmönnum um land allt.
Á þessu ári minnumst við 40 ára af-
mælis Þjóðviljans. Af þvi tilefni hafa
velunnarar blaðsins fært þvi glæsi-
legt húsnæði að Síðumúla 6 í Reykja-
vík. Þessu átaki verður að fylgja
eftir með því að stórbæta fjárhags-
leqa stöðu blaðsins. Hér gegnir happ-
drættið þýðingarmiklu hlutverki.
Þjóðviljínn vonar að happdrættið
haldi áfram að hljóta þann hljóm-
grunn, sem svo vel hefur dugað.
§|
0 1§ js,
i
r
VINNINGAR:
1. Orlofsferð f. 2 til Júgóslaviu með Landsýn
kr. 160.000
2. Orlofsferð fyrir 2 i 15 daga til Miðjarðar-
hafslanda með Sunnu. Kr. 160.000
3. Orlofsferðfyrir 2 eftir eigin vali með Urvali.
Kr. 160.000
4. Hringferð um landið fyrir 2 meö gistingu á
Edduhótelum. Kr. 120.000
5. Flugfar fyrir 2 með F.t. og vikudvöl á Hötel
Höfn, Höfn. Kr. 100.000
6. Flugfar fyrir 2 með F.t. og vikudvöl i Egils-
búð, Neskaupstað. Kr. 100.000
7. Flugfar fyrir 2 með F.t. og vikudvöl i Hótel
Reynihlið við Mývatn. Kr. 100.000
8. Flugfar fyrir 2 með F.t. og vikudvöl á Hótel
Húsavik, Húsavik. Kr. 100.000.
9. Ferðabúnaður. Kr. 50,000
10. Ferðabúnaður Kr. 50.000
Vinningar samtals: Kr. 1.100.000
Dregið verður 23. des. 1976.
Skrifst. Skólavöröustig 19— 1. hæð simi 17500
og Grettisgötu 3 (Alþvðubandalagið) simi
28655
EFLUM ÞJÓÐVILJANN
Kaupum miða — Seljum miða