Þjóðviljinn - 04.12.1976, Side 2

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Side 2
2 SÍÐA — ÞJóÐVILJINNj Laugardagur 4. desember 1976 □ SKAMMTUR ibmí :•:•: :::::: ::::::::::::: ■ .;. v.y.y ■ i:i;i:i:i:i;ifií:; IvXvI; VA' :•:•:• V Sí: wmmmmm .•-•.V.V. AF BYGGÐALÍNU Síðastliðið þriðjudagskvöld sýndi sjónvarpið listrænan menningarþátt fyrir þá tónlistar- unnendur, sem hafa sérstaka unun af hljóðfæraslætti og söng frá fimmtándu öld. Komu þarna fram erlendir listamenn, sern léku á fimm til sexhundruð ára gömul hljóö- færi, en sjálf ir f lytjendurnir munu hafa verið nokkru yngri. Þessi þáttur mun hafa verið tekinn á lista- hátíð í sumar og hefur greinilega verið verö- ugt listrænt innlegg í þá fjölskrúðugu menningarveislu. Svona listræn prógrömm eru satt að segja mitt líf og yndi og ég reyni eftir megni að missa ekki af slíkum hámenningarlista- prógrömmum, því satt að segja finnst mér aldrei nóg af broslegu gamanefni í sjón- varpinu. Þess vegna var það að ég settist f ullur eftir- væntingar við sjónvarpið, þegar ég hafði lesið það að,,Arsantika" ætti að koma þar fram og hélt að ég mundi hlæja mig máttlausan útaf kúltúrpumpingnum í Norræna húsinu, þar sem ég bjóst við að sjá alls konar fimm- hundruð ára gamalt skran þanið, sagað, bariö og blásið. Jafnframt ákvað ég að skrifa að fenginni forskrift dæmigerðan menningarleg- an og sérf ræðilegan hljómdóm um flutninginn, listfræðilegan hljómdóm eftir Geirvar Pál, hámenntaðan kúltúrelan tón- listarunnanda, sem ekki kann nótur. En þegar ég var sestur og farinn að hlusta og horfa á þá varð ég f yrir nokkrum vonbrigð- um. Tónlistin og f lutningurinn var ekki eins helvíti hrútleiðinlegur og ég haf ði vænst og ég gat ekki hlegið nema endrum og eins og það aðallega þegar myndavélinni var beintaftan á hausinn á fimmtíu miðaldra síðhærðum list- unnandi hippum með skallatungl, en þarna í Norræna húsinu var augljóslega mættur kunnasti lunginn úr hópi íslenskra listunn- enda. En þar sem ég var nú búinn að ákveða að skrifa menningarlegan hljómdóm í sérfræðilegum stíl, eins og hann hefur oftast komið mér f yrir sjónir í blöðunum, þá ætla ég að láta verða af því. „Antikvarium curiosi" Geirvar Páll skrifar hljómdóm um hljómleika í Listunnendahúsinu. Það var mikill fengur að fá hingað til lands hina frábæru „Antikvaríum Kuriosi" sem héldu hljómleika í ,, Listunnendahúsinu á þriðjudaginn var. „Antikvaríum Kuriosi" eru, eins og nafnið bendir til,boðberar hins undarlega skringi- leika listrænnar tjáningar í samhljómi við það, sem forvitnilegt getur talist í lútuslætti liðinna alda. Hljóðfærin sem þarna var leikið á voru f lest yf ir f immhundruð ára gömul og verður það að segjast eins og er, að nokkurs ósamsæmis gætti, þegar mannsröddinni var beitt í frýg- isku misstigi við undirsleik hinnar sexhundruð ára gömlu baggalútu, sem stundum hef ur ver- ið kölluð pokalúta eða vindlúta. Nokkurs misræmis gætti milli cororodo raddarinnar og súperarótenórsins annarsvegar og baggalút- unnar hins vegar og má vera að hér haf i verið um að kenna hinum umtalsverða aldursmuni. Annars verður að telja að efnisskráin hafi k/erið mjög við almennings hæfi og við smekk söngvinna listunnenda eins og hann var á sext- ándu öld og er enn i þröngum hópi þeirra, sem 3iga eitthvert erindi á f und tónlistargiðjunnar. Það væri að æra óstöðugan að lýsa hl jóðfær- um þeim, sem þarna var leikið á, en f yrir utan baggalútuna var leikið á dosofon, topolog arpeggio, duolo, frigido og fleiri alþýðleg hljóðfæri við almennings hæfi. Mansöngurinn, sem var síðasta atriðið fyrir hlé vakti ef til vill mesta athygli allra verka á ef nisskránni. Þar er greinilega tíundað, hvernig sextólan var notuð á miðöldum í Ijóði og lögum, orði og æði og hvernig hún getur þjónað mörgum gerólíkum hlutverkum í ástarballöðinni. Sú staðreynd að áhorfendur yf irgáf u hljóm- leikasalinn i hléinu sýnir glöggtað þarna var á boðstólum kjarnmikil, menningarleg og list- ræn næring, sem er slík að gæðum að ráðlegt er að takmarka magnið. Við óhóf í listneyslu geta jafnvel hraustustu unnendur fengið list- kveisu. Hér var sannarlega á ferðinni tónlist, sem öllum sönnum listunnendum á að finnast skemmtileg, eða hvað sagði ekki skáldið: Sá er hefur kúnstum kynnst kann þess vel að minnast að kvaka ekki um hvað honum finnst heldur hvað honum á að finnast. G.P. Flosi Stóryrði námsmanna eða vaðall embættismanna? Föstudaginn 19. nóvember siöastliöinn birtist i dagblaöinu Timanum og Visi skömmu siöar viötal viö Jón Sigurösson formann stj. islenskra náms- manna, þar sem hann fullyröir meöal annars aö 85% af umfram- fjárþörf námsmanna samsvari rúmlega 73 þúsund króna mánaöartekjum launþega. Viö teljum okkur ekki geta staðiö aögerðarlaus og látiö slikri árás ósvaraö og tökum þvi eftir- farandi dæmi máli okkar til stuðnings. Um skatta, laun og náms- lán Fullt námslán nemur 57.375 krónum á mánuöi. Ofan á þessa upphæö leggur Jón 11% útsvar og 15% i liö sem hann kallar „önnur gjöld og útgjöld” og fær þá út rúm 73 þúsund., — En þetta er ekki rétt að farið. 1. Skattar eru dregnir frá brúttótekjum en ekki lagðir ofan á nettótekjur (eins og Jón vill vera láta). 2. Persónufrádráttur er dreginn beint frá útsvari (Þessum liö „gleymir” Jón alveg). 3. Námsmenn borga kirkjugjald og sjúkragjald (1% af útsvars- skyldum tekjum) af þvi sem þeim tekst aö öngla inn á árinu. 4. Hvað „útgjöldin” varöar, koma þau lika niður á náms- mönnum sem öðrum. Sem betur fer fyrir launþega meö 73.000 á mánuöi veröur meira eftir en rúm 57 þúsund eftir meöhöndlun skattayfirvalda eins og Dæmi I sýnir. Að sköttum frádregnum veröa um 64 þúsund til ráöstöfunar á mánuöi, eins og sést á dæmi I. Af þessu má sjá aö meira þarf til en aö bæta gjöldum ofan á tekj- ur til að koma 57.375,- (fullu námsláni) upp i 73.000,- Vonandi hefur okkur tekist aö draga fram að slikir útreikningar sem Jóns eru alls ekki raunhæfir — heldur sýna best hvernig for- maöur stjórnar lánasjóös gerir sitt besta til aö ófrægja okkur. Nú er það svo aö ekki eru góöir mannasiðir aö brigsla öörum um aö fara visvitandi meö rangfærsl- ur, svo aö viö hljótum þvi aö draga þá almennu ályktun aö þekkingu Jóns Sigurössonar á skattalögunum sé æöi ábótavant. Þaö er ef til vill þessi sama vanþekking á skattalögunum er veldur þvi aö hann ber óeölilega þunga byröi af „vappi okkar upp og niöur skólakerfið” eins og hann orðar svo skynsamlega i fyrrnefndu viðtali. Ef það skyldi veröa til þess aö bæta viöhorf hans til okkar, og á þvi er vist engin vanþörf, þá vilj- um viö fúslega leggja það á okkur aö telja fram til skatts fyrir hann næst. Um námsmenn í foreldrahúsum Um mögulega misnotkun á lán- um ef námsmenn i foreldrahús- um fengju fullt lán segir Jón orö- rétt: „Námsmenn gætu þá bara skrifað sig i foreldrahúsum tekiö peningana til sinna nota, borgaö af þeim skatt og lánasjóður fjár- magnaöi þá allt saman — skatt- inn líka.” (undirstrikun okkar). Hvernig geta námsmenn hagn- Skrif vegna hœpinna ummœla Jóns Sigurðssonar, stjórnar- formanns L.Í.N. ast á aö skrifa sig i foreldrahús- um ef þeir búa ekki þar? Ef átt er viö aö námsmaöur búi i raun I foreldrahúsum og noti vinnutekj- ur sinar eingöngu sem vasapen- inga, vaknar sú spurning hvort hann fái nokkuö lán, ef tekjur hans eru það háar aö hann þurfi aö borga e-n skatt (hvaöa skatt Jón, tekjuskatt eða eigna- skatt??)? Einnig má benda á aö misnotkun á lánum þarf ekki að vera bundin viö þá sem búa i foreldrahúsum, þvi ef foreldrar geta og vilja styrkja börn sin til Framhald á bls. 18 Dæmi I: Skrifstofumaöur, 25 ára, einhleypur. Mánaöarlaun Arslaun • • • 73.000,- . 876,00,- Frádráttur: Lifeyrissjóöur 35.040,- Félagsgjöld 8.760,- Skyldusparnaöur 131.400,- Opinber gjöld: Útsvar —pers. frádr 72.500,- Tekjuskattur 19.099,- Kirkjugarösgjald 1.667,- Kirkjugjald 2.000,- Sjúkragjald 7.400,- Samtals 102.666,- Gjöldá mánuöi: 8.555,- ■ffélagsgjöld 730,- Ráöstöfunarfé á mánuöi: 63.715,- Til samanburöar er rétt aö taka dæmi reiknaö út frá sömu röngu forsendum og Jón Sigurösson gefur sér þ.e. 57.375,- kr ráöstöfunarfé á mánuöi. Þá veröa mánaöarlaun aö viöbættum álögöum gjöldum kr. 64.537,-, svo sem dæmi II sýnir. kr. 64.537,-, svo sem dæmi II sýnir. Dæmi II: Dagsbrúnarmaöur, 27 ára, einhleypur. Mánaöarlaun........................................... 57.375,- Arslaun............................................... 688.500,- Frádráttur: Lifeyrissjóður.......................................... 27.590,- Félagsgjöld ............................................ 9.000,- Opinber gjöld: Otsvar ^-pers.frádr.......................................... 66.400,- Tekjuskattur.......................................... 9,221,- Kirkjugarösgjald...................................... 1.527,- Kirkjugjald .......................................... 2.000,- Sjúkragjald ........................................ 6.800,-, Samtals 85.948,- ‘ t I T\ \’, Gjöldámánuöi.............................................. 7.162,-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.