Þjóðviljinn - 04.12.1976, Page 4

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. desember 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: útgáfnfélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudágsbTaðí: Arni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaðaprent h.f. ASÍ HEIMTAR AÐ RÍKISSTJÓRNIN SEGI AF SÉR / 60 ára afmælisþing Alþýðusambands íslands sem lauk i gær markar ótvirætt timamót i sögu islenskrar verkalýðs- hreyfingar. Þingið var haldið er árásar- stefnu hægri stjórnarinnar á lifskjör alþýðu hefur verið haldið uppi rúm tvö ár. ASl-þingið hlaut þvi að verða liðskönnun verkalýðsstéttarinnar og prófsteinn á stéttvisi verkafólks. Samtök launamanna stóðust þennan prófstein. Með samþykkt hápólitiskrar stefnuskrár sýndu þingfulltrúar að i viðureign við fjandsam- legt rikisvald dugar aðeins viðfeðm kjara- barátta — pólitisk barátta á öllum sviðum þjóðlifsins. Hin afdráttarlausa fordæming á vinnulöggjafarplaggi Gunnars Thorodd- sens sýnir að verkafólk mun ekki liða slika árás á helgasta rétt samtakanna. Þá fékk rikisstjórn ihaldsaflanna að heyra skýrt og skorinort að ekki yrði liðið að hún semdi við útlendinga og afsalaði lands- mönnum lifsgrundvelli með þvi að opna erlendum þjóðum aðgang að fiskistofnun- um. Þannig er fordæming afdráttarlaus sem ihaldsframsóknarstjórin fær frá launamönnum á íslandi. En þing ASl sýndi stjórnvöldum enn skýrar hug alþýðu til rikisstjórnar auðhyggjunnar. í fyrrinótt samþykkti meirihluti þing- fulltrúa að „mótmæla veru íslands i Nato og dvöl bandarisks herliðs á íslandi”. Þingið samþykkti að markmiðið væri að „Island segði upp aðild að Atlantshafs- bandalaginu og stæði utan hernaðar- bandalaga”. Þannig markaði 33. þing Alþýðusambandsins ótviræða stefnu i þvi máli sem verkalýðssamtökin hafa um árabil vanrækt að skera upp herör i. í upphafi bandariskrar ásælni á isíandi stóð ASí í forustusveit gegn afsali lands- réttinda. Nú á 60 ára afmæli ASÍ er þráðurinn tekinn upp á ný og skelegg ályktun samþykkt af meirihluta fulltrúa þeirra samtaka er hefur 47 þúsund félags- menn innan sinna vébanda. Þessari sam- þykkt fagna allir þeir sem standa vilja vörð um islensk landsréttindi. Þing Alþýðusambands íslands hnýtti einnig hressilega við ályktun i kjara- málum er samþykkt var ályktun um „að rikisstjórninni bæri að segja af sér og efnt yrði til nýrra alþingiskosninga”. Þingheimur sýndi, að eina varanlega ráð- stöfunin i kjarabaráttunni er að losna við þessa afturhaldsstjórn. Þannig samþykkti þing stéttviss verkafólks vantraust á rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar. Slik vantraustsyfirlýsing heildarsamtaka launamanna á islandi á rikisstjórnina sýnir vel þann baráttuhug sem rikti á þinginu og hún er hollt veganesti fyrir nýkjörna miðstjórn ASÍ er fær það verk- efni að hrinda i framkvæmd stórsókn i kjarbaráttunni. Slik sókn felur i sér dauðadóm yfir þeirri rikisstjórn er situr i óþökk alþýðusamtakanna i landinu. En rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar átti fulltrúa inni á þessu baráttuþingi alþýðusamtakanna. Það voru ihaldsþing- mennirnir Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson. Þessir menn, sem á alþingi blessa kjararánsaðgerðir en þykjast vera málsvarar verkafólks i stéttasamtökum fengu ærlega útreið. Fulltrúi frystihúsaeigenda, Guðmundur H. Garðarsson, gugnaði á þvi að gefa kost á sér til miðstjórnarkjörs, en Pétur Sigurðsson fékk þann verðskuldaða skell að falla i miðstjórnarkjöri fyrir fulltrúa iðnverkamanna Guðmundi Þ. Jónssyni. Þannig rak stéttvist verkafólk útsendara ihaidsins á dyr. Gifturiku ASl-þingi er lokið. Fyrir rót- tæka verkalýðssinna er þetta þing lær- dómsrikt. Samþykktir þingsins og miðstjórnarkjörið sýnir vel, að islensk verkalýðsstétt gerir kröfu til þess að tæpi- tungulaust sé ályktað um kjaramál. Stétt- vist verkafólk hefur fengið nóg af „dulmáli stéttasamvinnunnar” og gerir kröfu til að kjarabaráttan sé háð af einurð og festu. En umfram allt lýsa alþýðusam- tökin yfir á 60 ára afmæli ASÍ, að verka- lýðshreyfingin verði að heyja pólitiska baráttu til að afmá smán láglaunastefnu rikisstjórnarinnar og þvi hefur verkafólk á ASÍ þing kosið sér róttækari forystu og markað róttæka stefnu. óre Halldor Blöndal. Nýr verkalýðs- leiðtogi Guðmundur H. Garðarsson gaf ekki kost á sér til miðstjórn- arkjörs i ASÍ. Þó hann dragi sig i hlé frá verkalýðsbaráttunni þarf ihaldið ekki að örvænta. Morgunblaðið hefur fundið nýj an verkajýðsleiðtoga. Sá heitir Halldór Blöndal og er varaþing- maður að norðan og hefur feng- ist við kennslu á vegum hins opinbera. A ASl þingi segir Morgunblaöið að Halldór hafi lagst gegn þvi að sóknarbarátta i kjaramálunum yrði hafin meö þvi að sundra liðinu: „Við heyj- um enga baráttu nema standa saman” sagði hann orðrétt samkvæmt Mogga. En sjálfum sér samkvæmur varð hinn nýi verkalýðsleiðtogi ihaldsins ekki þegar kom að tillögunni um að rikisstjórninni bæri að fara frá. Þá stóð hann ekki saman. Þeir héldu vöku sinni Siðdegisblöðin gerðu mikiö úr þvi hvað ASI þingfulltrúarnir Úr Dagblaðinu Amin: GUÐREFSAR ÞEIM SEM GERA GRÍN AÐMER Brezki leikarinn Codfrey CambridKe lézt úr hjartaslapi a rnánudasmn er hann var að vinna við nýja kvikmynd sem á að fjalla tii'.i árás Israelsmanna á Entebbeflucvöll I Uganda. Cambridge átti að fara með hlutverk Idi Amins og lézt I miðju kafi. Ugandaiitvarpið hafði það eftir Amin i gærkvöldi að dauði Cambridges leikara væri gott dæmi um ..refsingu guðs". Ennfremur var haft eftir Amin: ..Guö mun refsa öllum þeim. sem taka þátt i einhverri lygisögumynd um árás tsraels- manna á Uganda. Guð er rétt- látur og hann veil bezt að þessi árás var ranglát." hefðu verið syfjaðir i gærmorg- un eftir sólarhringsvöku. Ihald- ið hefði sjálfsagt óskað þess að þingiðhefði sofið þessa morgun- stund. En menn héldu vöku sinni og þrátt fyrir fundarþreyt- una voru samþykktar tima- markandi tillögur. Sviður sárt brenndum ” ?? Það hefur verið til siðs hjá góðu fólki á tslandi að kenna börnum sinum þau sannindi að ævinlega borgaði sig að segja sannleikann. Misjafnlega hefur þó mönnum gengið að fara eftir þessu þegar á fullorðinsárin er komið, þótt svo að þeir reki sig á það á stundum að það getur komið sér illa að skrökva. Þannig hefur það verið með i- haldsblööin 3 á tslandi að þau hafa staðið i þvi að skrökva að fólki um upplagstölu sina og komið hefur fyrir oftar en einu sinni að upp um þau hefur kom ist. Til að mynda auglýsir dbl. Visir að það sé næst stærsta blað landsins og það sama gerir Dagblaðið og ekki geta báðir sagt satt.- Þess vegna reiddust þeir vis- is-menn hrottalega þegar i Þjóðviljanum var birt mynd af mannhæðarháum haug af af- gangsblöðum Visis fyrir aðeins 3 útgáfudaga. Öli Tynes er lát- inn svara fyrir Visi i gær og not- ar til þess ljót orð i garð okkar Þjóðviljamanna. Orð skipta ekki máli i þessu sambandi, heidur talar myndin sem birt var af afgangsblöðum Visis fyr- ir 3 útgáfudaga öllu máli og seg- ir allt sem segja þarf. Þarna er ekki um að ræða mánaðaraf- gangsblöð frá prentsmiðjunni, heldur afgang 3ja útgáfudaga, þvi miður óli minn. _g dór ávíöavangi Barn er oss fætt Menn hafa löngunt brosaö að undirlægjuhættí Morgun- blaösins gagnvart kommún- istum, þegar mennlngarmálin ber á góma. Tvö skáld starfa á Morgunblaöinu, Jóhann Hjálmarsson og Matthlas Jó- hannessen, og nota þeir blaöiö óspart til samstarfs viö menn- ingarvita Alþýöubandalags- ins. t stuttu máli fer þetta þann- ig fram, aö kommánistum er veittur greiöur aögangur að Morgunblaöinu og svo borga hinir meö þvl aö koma skáid- skap tveggja ofangreindra heiðursmanna á framfærl er- lendls. Nýverið hafa komiö út bæk- ur I Svlþjóö og fyrir hinn spænskumælandi heim. Þar er gefiö „yfirlif' yfir nafnfræg skáld á tslandí, og auövltaö er þaö kommarunan eins og hún leggur sig, nema tvö „borgaraleg" skáld eru tekin meö i þessar útgáfur, Jóhann Hjálmarsson og Matthfas Jó- hannessen. Skrítið Undarleg eru þau oft hugar- fóstur A.Þ. I þættinum á Viða- vangi i Timanum. Eftirfarandi pistill sem birtist i Timanum i gær slær þó út flest það sem þar hefur sést til þessa. Og hvaða skáldsnillingur hefur lagt a.þ. til hráefni að þessu sinni? Hln „borgaralegu" skáld kommúnista, Matthias og Jó- hann. Um þetta er allt goU aö segja, menn mega selja Morgunbiaöiö á þennan sér- kennilega hátt, ef þeim finnst þaö sæmandi, en óneitanlega sýnist, ab ný staða I menn- ingarmálum sé nú komín úpp, nefnilega skáldakynslóö sem gengiö hefur I beitarbúsin bæöi á Þjóöviijanum og Morgunblablnu. og sér ekki lengur neinn mun á þessura tveimur merkilegu blööum, og skai bér nefnt dæmi. t ritdómi um bók eftir ungan mann, seglr Jóbann Hjálmarsson á þessa lelð I Morgunblaöínu 28. nóvember: „t leit aö sjálfum aér er safn greina eftir Sigurö Guöjóns- son. Flestar þeirra held ég aö hafl áöur blrst I blööum <Les- bók MorgunblaÖslns, Þjóö- viljanum og vföar). Aö minnsta kosti koma þær kunnuglega fyrlr sjónir.” Þannlg má segja aö fyrstu afkvæmi þessa mennlngaí- sams'arfs séu nú aö sjá dags- ins Ijós, og er nafnlö á bók unga mannsins kannske tákn- rænt eitt út af fyrlr slg. sum- sé: „1 teil aö sjálfum sér" og þá vænta.nlega á Morgunblaö- ^ntMjgJMÞJóövlIJanum,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.