Þjóðviljinn - 04.12.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. desember 1976 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 7 ÁÐACSSKRÁ SJÓMENN Félagsmál sjómannastéttar- innar, hafa verið nokkuð i sviðs- ljósinu að undanförnu, og e.t.v. ekki að ástæðulausu. Sú um- ræða hefur fallið nokkuð i einn og sama farveg, þ.e. að mátt- leysi stéttarinnar, stafi að nokkru af innanmeini hjá henni sjálfri. Sjómenn eru sakaðir um áhugaleysi á sfnum málum, vanþroska i félagslegu starfi og þar fram eftir götunum. Hæst hefur borið að kippi sjómenn sinum félagsmálum i lag, þá muni þeir hljóta sess við hæfi innan þjóðfélagsins. Þetta er ósköp einfalt og virðist auðvelt i framkvæmd, en að þessi ein- földun fái staðist leyfi ég mér að draga stórlega i efa. Hvernig er andrúmsloftið til að vinna upp sterk samtök, fámennrar stétt- ar, sem hefur enga aðstöðu til að sinna félagsmálum? íslenskt nútimaþjóöfélag er orðið nokk- uð margþætt að gerð, og menn á miðjum aldri minnast vart ann- ars, en aö þar svifi eilifur verð- bólguandi yfir vötnum. Mengun af sliku andrúmslofti leiðir af sér þá sýkingu, að menn gleyma gjarnan uppruna sinum, og lifa i sælli sjálfsblekkingu um, að þótt alls konar óþjóðhollusta blómg- ist, þá geti velferðarrikið við- haldið sér með vixlaslætti og ölmusu. Einnig firöist sú hugsun rikjandi að tsland og islend- ingar séu svo mikilvægur hluti þessa heims, að vegna mikil- vægis vors, þá komi aldrei að skuldadögum. En littu maður þér nær, annað eins hefur nú skeð og það, að svona smár hóp- ur hyrfi án þess, að nokkur léti sig það varða. Það nægir að minna á, endurtekinn sjóhernað breta hér við land, sem látinn var viðgangast, þrátt fyrir veru okkar i varnarbandalagi vest- rænna þjóða. Litum aðeins á kaup sjómanna á fiskiskipum. Einir allra stétta verða þeir að taka tillit til verðlags á erlend- um mörkuðum, þegar rætt er um kaup og kjör. Af þvi hefur leitt, að þeim hefur verið skammtað úr hnefa, og oftast viröist tekið meira tillit til ann- arra en sjómanna, við verðlagn- ingu sjávarafuröa. Einstakar á- hafnir fiskiskipa hafa þó, með afburöa atorku, getað náö mikl- um tekjum, sem svo gjarnan hafa verið notaðar til viðmiðun- ar á öðrum vettvangi, enda slegiö upp með striðsletri i fjöl- miðlum. Meginþorri sjómanna hefur hins vegar aðeins kaup- tryggingu, en hún var i okt. s.l. kr. 99.709.- (Vestfirðir). Við hvað sú kauptrygging er miðuð liggur ekki ljóst fyrir. Ég ætla að styðjast við kaupgjaldsskrá, útgefna á Isafirði 1. okt. sl. A togurum er. 12 st. vinnudagur þ.e. 84 st. pr. viku. Skiptist: 40 st. dagv., 10 st. eftirv., 34 st. næturv. Samkvæmt 9. taxta. þ.e. verkafólk i fagvinnu, yrðu það 46.138 kr. pr. viku, eða 184.552 kr. pr. 'mán. Taki maður lægsta taxta. 3., verður tilsvar- andi útkoma 171.784 kr. Sé tekið dæmi af bátaflotan- um, sem hefur samninga upp á 18 st. vinnudag, 108 st. pr. viku, veröur viðmiðunin enn óljósari, og launamisréttið enn gifur- legra, þvi fái verkamaður ekki 8 st. hvild, skal greiða nætur- vinnukaup næsta dag. Bátasjó- menn geta þvi samkvæmt samningum ekki fengið nema 8 st. i dagv. 2 st. i eftirv., hinar 98 stundirnar yrðu næturvinna eft- ir gildandi verkamannasamn- ingum. En reiknum 40 st., dagv., 10 st. eftirv., 58 st. næst- urv. Eftir 9. taxta gerir þetta 253.756 kr. pr. mán., 3. taxti, 234,696 kr. pr. mán. Það má nú segja að hinar 99.709 kr. standi fyrir sinu, sam- anborið við framangreindar upphæðir. Þaö er ekki úr vegi að geta þess að i þeirri baráttu, sem sjómenn hafa að undan- förnu háð um kjör sin, þá hefur eftir Gest Kristinsson, skipstjóra Súgandafirði glitt i þá skoðun að sjómenn á minni skuttogurum, hefðu af- bragðskjör, ef framangreint er skoöað og borið saman við með- altekjur háseta á áðurgreindum skipum, hvað kemur þá I ljós? Jú, þeir fá greitt i samræmi við samningsbundinn vinnutima sinn, þó varla að fullu sé mikið um unnar frivaktir, eins og oft ber við i góðum afla. Það er allt afbragðiö. A vinnustöðum i landi, sem einna sambærileg- astir eru við sjóinn hvað erfiða vinnuaðstöðu snertir, s.s. uppi I Sigöldu, er greitt samkvæmt töxtum og langur vi»-nutimi skapar miklar tekjur, það eru engin ný sannindi. En sá sann- leikur hefur alltaf verið snið- genginn, þegar um sjómenn er að ræða. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, hvað starfsvett- vangur sjómannsins er, hann er hafið við strendur landsins og viðar. Sá vettvangur býður ekki upp á neina aðstöðu til félags- legra starfa, enda ekki viður- kenndur sem slíkur. A s.l. hausti, var stofnað til félags- legra aðgerða á hafi úti, sem leiddu af sér heimsiglingu flot- ans. Hver urðu þá viðbrögðin á hinum viöurkennda félagslega vettvangi? Sjómann voru al- gjörlega hundsaðir.bæði af eigin forystuliði i landi og stjórnvöld- um, er leita þurfti til. En um siðir rann það upp fyrir stjórn- völdum, að á Islandi var engu að stjórna, nyti stjómanna ekki við. Einnig, að sjómenn hafa þann þroska, sem til þarf, að leysa mál á félagslegum vett- vangi, sé viö þá rætt af skilningi og skynsemi, og þeim sköpuö aðstaða til slikra viðræðna. Suöureyri, i nóv. ’76. Gestur Kristinsson. Aöeyöafordómum I afahúsi eftir Guðrúnu Helgadóttur myndir: Mikael V. Karlsson Iðunn, 1976, verð kr. 1860,- Það má búast viö þvi aö margt barnið kætist i hjarta sinu þessa dagana, þvi nú flýgur fiskisagan um nýja bók eftir,,konuna sem bjó til Jón Odd og Jón Bjarna” eins ogkrakkarnir segja. Ekki held ég að aðdáendur Guörúnar verði fyrir vonbrigðum með söguna af Tótu, nema ef til vill þeir allra yngstu, þvi þessi saga er ivið þyngri að efni til en fyrri bækurnar. Söguhetjan 1 afahúsi er átta ára ogheitir tóta. Sjónarhornið er hjá henni alla söguna, þótt hún segi ekki sjálf frá. Það segja allir að hún sé „ofboðslega skýr” og Tóta finnur að sumum er ekkert vel við hana, kannski af þeim sökum. Hún á erfitt með að eignast vini á sinum aldri og hallar sér að afa sinum I staðinn. Úr þessu rætist þegar Asdis kemur i bekkinn, þvi hún er lika öðruvisi en aðrir, og þær stöllur berjast hetjulegri baráttu viö fordóma og heimsku skólasystkinanna. A heimavigstöðvunum er einnig þörf fyrir viðsýni og þolin- mæði Tótu, þvi þar er' margt öðruvisi en fólk á aö venjast. Móöirin vinnur ein fyrir lifi- brauðinu þvi pabbi er hættur á sjónum og farinn að yrkja, en allir vita aö það gefur ekkert i aðra hönd fyrr en maöur er dauöur. Pabba hættir lika til að fá sér einum of oft neðan I þvi, og ekki bætir það orðstir hans með tengdafjölskyldunni. Afi kann þó að meta pabba, og þaö er ekki sist hann sem kennir litlu stúlk- unni umburðarlyndi gagnvart öðrum. 1 þessu er þema bókarinnar einmitt falið: maður á að þola fólki að haga sinu lifi eins og þvi hentar best og sýna sérvisku þess skilning og samúð. Þessum boðskap kemur sagan vel á fram- færi og bókin er holl lesning og þroskandi. Það eina sem finna mætti að er sá vottur af for- dómum sem Tóta hefur gagnvart fólki eins og Hallberu móður- systur sinni, sem hefur ekki skiln- ing á lifnaðarháttum fjölskyldu Tótu. Anne-Cath. Vestly er allra barnabókahöfunda fordóma- lausust eftir minni reynslu. I sögunni eftir hana sem nýverið var lesin i morgunstund barn- anna, Aróru og pabba, kemur fyrir persónan mamma Lisu, sem dýrkar hluti og tekur þá framyfir fólk á stundum. Mamma Aróru tekur sig til og útskýrir fyrir dóttur sinni hvers vegna mamma Lisu er svona, og eftir þá út- skýringu getur Aróra bæði skilið og fyrirgefið konunni. Dæmið ekki og þér verðið ekki dæmdir. Sagan af Tótu er frábærlega vel skrifuð i léttum dúr eins og Guðrúnu Helgadóttur er lagið. Oft skellir lesandi upp úr, hvort sem hann er á eða af barnsaldri. Til dæmis getur Tóta þess á einum stað að mamma hennar sé þr játiu og eins: „Jafngömul og hita- veitan. Hún var lika tekin i notkun árið 1945.” Það má veru- lega virða Guðrúnu fyrir að standast þá freistingu að fram- leiða brandarabækur sem enda- laust mætti þéna á — og sem hún hefði vafalaust litið fyrir að skrifa. Þess i stað er hér saga sem tekur fyrir alvarleg málefni en skrifuð á þann veg að bæði gagn og gaman er að. Útgáfa bókarinnar er afar vönduð. Letrið er ekki svart eins og venja er til heldur brúnt, og það eru myndirnar lika. Þetta gefur bókinni sérkennilea áferð sem mér þykir viðkunnanleg. Myndirnar finnast mér skiptast nokkuð i tvennt. Húsa- og umhverfismyndir eru vel gerðar, sumar ágætar eins og myndin af Austurbæjarskólanum, en á mannamyndum er viðvanings- bragur sem er ekki aölaöandi. Silja Aöalsteinsdóttir skrifar um barnabækur: Ein af myndum Mikaels Karlssonar. Plúpp fer til íslands saga og myndir: Inga Borg þýðing: Jón Jóhannesson Almenna bókafélagið 1976, verö kr. 960,- Plúpp er litill sænskur huldu- sveinn sem gerir viöreist um ver- öldina i máli og myndum skapara sins, sænska rithöfundarins Ingu Borg. Þetta er fyrsta bókin sem kemur út um hann á islensku og fer vel á að byrja þar sem hann kemur i heimsókn til okkar. Það er eiginlega fyrir tilviljun og óhapp að Plúpp fer hingað norðureftir, og sjálfum list honum ekki meira en svo á það ferðalag eftir að það er hafið. Hann langar ekki mikið til að fara til lands úr eintómum is. En landið með kuldalega nafnið kemur Plúpp þægilega á óvart um margt. Hann hittir mörg vin- gjarnleg dýr og sér mjög merkileg náttúrufyrirbæri, sum hver heitari en skyldi! Fólki kynnist hann hins vegar ekki, enda er hann ósýnilegur þvi. Þótt landsmenn eigi ekki full- trúa I sögunni verður bókin um Plúpp að teljast merkt land- kynningarrit, sem visast er að eyði margskonar misskilningi erlendra barna varðandi Island. Textinn er fróðlegur og nákvæmur um margt, en þó eru það myndirnar sem bera bókina uppi. Plúpp kemur fyrst á land i Surtsey, fer þaðan til lands á sels- höfði, gengur og riður um sand- ana sunnan jökla, dvelst um hrið i öræfunum, skoðar jökullón undir Vatnajökli, flýgurá baki krumma yfir jökulinn norður á jarðhita- svæði »em gæti verið Námaskarð eða Krafla, og heimsækir endur á Mývatni. Af öllum þessum stöðum eru myndir sem eru lista- vel gerðar: ég nefni sem dæmi myndina af kindunum úti á auðninni (ekkert blaösiðutal i bókinni) og myndirnar af jökul- lóninu og Mývatni. Það er alveg furðulegt að sjá hvað Inga Borg nær islensku dýrunum vel, til dæmis sýnist mér ærnar hennar hafa alveg réttan svip. Textinn er ivið tyrfinn á köflum fyrir nýlæs börn, einkum mættu samtöl vera liprari. KLÆÐUM HÚSGÖGN Úrval af áklæöum og kögri Notiö ykkur þjónustu okkar Borgarhúsgögn Hreyfilshusinu viö Grensásveg. Simi: 85944 og 86070

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.