Þjóðviljinn - 04.12.1976, Síða 8

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. desember 1976 Björn Alfreð V ilborg Björg Sigfinnur Herdis Jón Óskar' Kristvin Guðmundur Kjaramálin hafa, sem eðlilegt er, verið eitt aðalmál þings ASÍ að þessu sinni enda hafa kjör vinnandi fólks verið þannig sl. tvö ár að engu er saman við að jafna. Þjóðviljinn tók tali 10 manns á þingi ASl og bað það svai a tveimur spurningum: Hver er orsök þeirrar miklu kjaraskelðirgar sem orðið hefur sl. tvö ár? Hvaða leið á að fara til að ná kaupmætti launa upp aftur? Svörin fara hér á eftir. Stjómarstefnan orsök kj araskerðingarinnar Björn Jónsson, forseti ASI: „Ég tel stjórnarstefnuna i efnahagsmálum eiga sök á þvi hvemig kjör vinnandi fólks hafa verið leikin sl. tvö ár. Þetta er samt ekki eina orsökin, en að minu mati höfuðorsökin. Dýrtiðaraukning, sem orðið hefur af öðrum orsökum kemur einnig inni dæmið en hverfandi samt á móti hinu. Efnahags- stefna rikisstjórnarinnar hefur einkennst af skipulagslausri fjárfestingu og skipulagsleysi i þvi sem gert hefur verið, aiveg öfugt við það sem verkalýðs- hreyfingin leggur til en það er áætlunarbúskapur.” , ,Það verður ekki fram hjá þvi komist, að fá fram kauphækkun og siðan verður að finna leið til að vernda þá kaupmáttar- aukningu sem þannig fæst. Þá þarf að vinna að þvi að fá fram áætlunarbúskap hjá rikis- stjórninni, vitlegri fjárfestingu en hingað til og um fram allt herta stefnu i verðlagsmálum. Þá tel ég að gera verði þá breytingu á skattalögunum að öll almenn laun verði skatt- frjáls.” Vilborg Sigurðar- dóttir, Vestmanna- eyjum: „Þaö fer bú vist ekkert á milli mála hver orsökin er, stefna rikisstjórnarinnar og ekkert annað. Og við höfum séð það svona I gegnum árin, að kjör okkar eru alltaf leikin svona þegar ihaldsstjórn fer með völdin. Sú rikisstjórn, sem nú situr hefur engan áhuga né vilja til að hamla á móti þeirri verð- bólgu sem geysar og leggur kjör okkar i rúst. Allar aðgerðir stjórnvalda eru látnar bitna á launafólki, allt fær að hækka nema kaupið”. Rœtt við fulltrúa á þingi Alþýðu- sambands Islands „Til bráðabirgða er hægt að gera sittaf hverju, en ef hugsað er um kjarabætur til frambúðar verður að byrja á þvi að skipta um rikisstjórn. Ég fæ ekki séð að þörf sé á öllum þeim verð- hækkunum, sem dunið hafa yfir sl. tvö ár. Þar hefur hið opin- bera verið i broddi fylkingar. Menn eru vissulega orðnir þreyttir á að semja um kaup- hækkun, sem svo er tekin af um leið með aðgerðum rikis- valdsins. En hvað á aö gera þegar allt verðlag hækkar, jafn- vel þótt kaup hreyfist ekki? Fyrir okkur eldra fólkið að minnsta kosti er það meira en iitið skrýtið að vera með fleiri þúsundir króna i höndunum en fáekkertfyrirþær, kannski mat tileins eða tveggja daga. Og svo gerist það að þessi rikisstjórn, sem þannig hefur leikið kjör okkar, kemur betlandi til okkar og spyr hvað á að gera. Þetta er auövitað ekki til annars gert en að gera okkur i verkalýðshreyf- ingunni ábyrg fyrir þvi sem úr- skeiðis hefur farið hjá rikis- stjórninni viljandi, jafnt sem ó- viljandi.” Björg Sigurgeirs- dóttir, Seyðisfirði: „Orsakir kjaraskerðingarinn- ar eru margar en nær allar af sömu rót, ömurlega lélegri stjórnarstefnu rikisstjórnarinn- ar, sem er greinilega eins óvin- veitt vinnandi fólki og frekast má verða. Hún hefur gersam- lega eýðilagt þá kjara- samninga, sem verkalýðs- hreyfingin hefur gert s.l. tvö ár og stundum áður en blekið hefur verið orðið þurrt á undirskrift- inni. Þetta er að minu mati helsta orsök þess hvernig kjör- um vinnandi fólks er komið.” „Það er hægt að fara fleiri en eina leið til að bæta kjörin. Það má nefna skattalækkun, lækkun vöruverðs, til að mynda með af- námi vörugjaldsins eða lækkun söluskattsá nauðsynjavörur, en söluskatturinn er orðinn mikil byrði. Auðvitað þyrfti að fá i gegn kauphækkun, en ég fæ ekki séð að það sé til mikils meðan óvinveitt rikisstjóm situr, sem tekur þá kauphækkun sem fæst afmeð einu pennastriki. En eins og málum er nú komið, þyrfti allt þetta sem ég nefndi að koma til.” Alfreð Guðnason, Eskifirði: „Sú kjaraskerðing sem orðið hefur sl. tvö ár er afleiðing stefnu rikisstjórnarinnar. Sú rikisstjórn, sem nú situr, hefur ekki fundið neina leið til lausnar verðbólguvandans og annars heimatilbúins óárans, en að láta allt skella af fullum þunga á vinnandi fólki, breiðubökunum er hlift. Þetta er að minu mati höfuð orsök þeirrar hrikalegu kjaraskerðingar sem launafólk hefur orðið fyrir sl. tvö ár”. „Verkalýöshreyfingin hefur bent á leið til að rétta við hlut verkafólks, en á hana hefur ekki verið hlustaö. Lækkun vöru- verðs, lækkun skatta og kaup- hækkun til þeirra lægst launuðu gæti komiö til greina i fyrsta áfanga. Fáist þetta ekki i gegn, fæ ég ekki séð annað en að verkalýðshreyfingin verði að breyta samtakamætti sinum og knýja fram launahækkun og þá ekki bara til að halda I við verðbólguna og standa þar með i stað, heldur að knýja fram svo mikla kauphækkun að hún verði til þess að lyfta kaupmættinum upp frá þvi sem nú er og hefja um leið sóknarbaráttu”. Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað: „Að minu áliti eru aðgerðir rikisvaldsins höfuð orsökin fyrir þvihvernig kjör almennings eru orðin. Stefna rikisstjórnarinnar hefur verið og er að taka allt það af launafólki, sem það nær fram i samningum, samanber hvernig rikisstjórnin hefur leikið samningana sem gerðir voru sl. vor. Það eru fyrst og fremst þær álögur sem rikis- stjórnin hefur komið með, sem eru verðbólguvaldurinn i þjóð- félaginu. Ég mótmæli þvi að kjarabætur þær sem verkalýðs- hreyfingin hefur samið um séu verðbólguvaldandi.” Hægt er að bæta kjör láglaunafólks með öðrum hætti en krónuhækkunum kaups. Ég held þvi fram að enga skatta eigi að leggja á dagvinnukaup láglaunafólks. Skattana á að leggja á breiðu bökin, sem ár eftir ár hafa sloppið við að greiða skatta og gjöld til hins opinbera, vegna lagakróka og gata i skattakerfinu. Ég legg áherslu á að dagvinnukaup láglaunakaups verði skattfritt, en aftur á móti má skattleggja yfirvinnu, þvi stefna ber að þvi með öllum ráðum að fólk geti lifað af 40 stunda vinnuviku.” Herdis Ólafsdóttir, Akranesi: „1 upphafi hverra kjara- samninga hefur hag- rannsóknarstjóri komið á fund sam ni ngamanna verkalýðs- hreyfingarinnar og útlistað slæmt efnahagsástand þjóð- arinnar og sagt að þjóðarbúið þyldi ekki meira en þetta og þetta mikla kauphækkun, sem alltaf hefur verið hungurlús. Ef við i verkalýðshreyfingunni hefðum haft nógu djarfhuga forystu til að hafna þessari þvælu og taka ekki allt sem sagt er trúanlegt, stæðum við betur aðvígienviðgerumldag. Þetta tel ég vera eina af höfuð orsökum þess hvernig kjörum okkar er komið”. Forsenda þess, að við fáum bætt kjör okkar er að hafa trú á þviað okkur beri meiri hlutdeild af þjóðartekjununum, en við höfum fengið. Og við höfum kjark til að sýna það svart á hvitu að okkur sé alvara og beita til þess samtakamætti okkar.” Jón Agústsson, Reykjavik: „Að minu áliti á röng stjórn- arstefna rikisvaldsins sök á þvi hvernig farið hefur verið með kjör okkar vinnandi fólks sl. tvö ár. Þessi rikisstjórn hefúr hvað eftir annað lofað þvi að stöðva óðaverðbólguna, en hún hefur að minum dómi ekkert gert til þess, heldur þvert á móti aukið hana sem mest hún má. Og auð- vitað hlýtur slikt að lenda með mestum þunga á kjörum okk- ar”. Lækkun vöruverð’s, sk'attá- lækkun á vinnandi fólk og kauphækkun myndu nokkuð bæta kjörin ef þetta kæmi allt i einu og þá sem allra fyrst. Eins þarf að lagfæra skattakerfið þannig að atvinnurekendur og aðrir efnamenn sleppi ekki við skattgreiðslu ár eftir ár. Ef rikisstjórnin hefði áhuga á að skattleggja efnamenn eins og vera ber, mætti lækka eða afnema skatta á láglaunafólk- inu. Þá tel ég einnig mjör brýnt að lækka byggingarkostnað i- búðarhúsnæðis, slikt v.æri mikil kjarabót fyrir almenning, ekki sist unga fólkið, sem er að berj- ast i þvi að eignast þak yfir höf- uðið”. Kristvin Kristins- son, Reykjavik: „Ég tel að orsakir kjara- skerðingarinnar séu nokkuð margar og samverkandi. En höfuð orsökina tel ég vera rikis- stjórn, sem er óvinveitt launa- fólki. Það nægir að minna á tvenn bráðabirgðalög, sem þessi rikisstjórn hefur sett til að skerða kjör verkafólks, auk annara verka þessarar rikis- stjórnar sem nú situr. Rikis- stjórninni er I lófa lagið að rétta við kjör vinnandi fólks i landinu, kæri hún sig um það, en hún hef- ur sýnt það i verki að svo er ekki”. „Það sem fyrst þarf að gera, til að bæta kjör vinnandi fólks i landinu er að ná upp samstöðu meðal þess, til aðgerða, sem yrðu rikisstjórninni verðug áminning. Hjá verulegri kaup- ’hækkun til þeirra lægstlaunuðu verður ekki komist og það þolir enga bið. Siðan þarf að fá vöru- gjaldið fellt niður, sem myndi þýða 18% lækkun vöruverðs, en i stað þessa er fjármálaráð- herra nú að boða framlengingu vörugjalds um eitt árið enn. Þá þarf að fella niður söluskatt af miklu fleiri nauðsynjavörum, en nú er. Ég gæti sætt mig við þessi atriði I fyrsta áfanga, en siðan þyrfti margt fleira að koma i kjölfarið”. Guðmundur Frið- geir Magnússon, Þingeyri: „Það er mjög auðvelt aö svara þessu. Stefna rikis- stjórnarinnar i þjóðmálum er hvatinn að þvi hvernig farið hefur veriö með kjör okkar. Hún hefur gert allt sem i hennar valdi stendur til að skerða kjörin og tekist það eins og glöggt má sjá.” „Til að bæta kjörin verður ekki hjá kauphækkunum komist, það er á hrelnu. Siðan verður að gera ýmsar hliðar- ráðstafanir og má þar til nefna skattalækkun, lækkun vöru- verðs og fleira. En það verður umfram allt að tryggja að um raunhæfar kjarabætur sé að ræða, en ekki eitthvað sem er af okkur tekið daginn eftir undir- skrift samninga. Þá þarf að *ryggja I verki 40 stunda vinnu- Framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.