Þjóðviljinn - 04.12.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Skýrsla Ásmundar Stefánssonar hagfræöings á Alþýöusambandsþingi Kaup og kjör yfir lengra tímabil A þessari öld hafa orðið algjör umskipti i kjörum islensks verka- fólks.Þeirri breytingu verður ekk reynt að lýsa hér, en þar sem upplýsingar liggja fyrir um verð vöru og þjónustu frá 1914, er hér sett meö mynd 7 sem sýnir kaup- mátt timakauptaxta i almennri hafnarvinnu i Reykjavik frá þeim tima til þessa árs. A myndinni sést ekki að verðlag hefur meira en þjrúhundruðfald- ast á timabilinu og kauptaxtinn er árið 1976 um ellefuhundruðsinn- um það, sem var árið 1914. Lokaniðurstaðan, sem sést á mynd 7, er sú aö kaupmáttur timakauptaxta hafnarverka- manns i almennri hafnarvinnu i Ryekjavik er um 3 1/2 sinnum það, sem var árið 1914. Mynd 7 sýnir ljóslega, að kaup- máttur hefur sveiflast mikið frá ári til árs. Sveiflurnar gera að verkum, að ef afmarkað timabil er skoðað, er það mjög háð byrjunar- og lokaári, hvort kaup- máttur reynist hafa hækkað eða ekki. Þá er rétt að vara viðjivi að nota einn timakaupstaxta sem al- gildan mælikvarða á kjaraþróun- ina og minna jafnframt á þau ótalmörgu atriði önnur en kaupiö, sem ákvarða raunveruleg kjör. Frá árinu 1963 og fram á mitt þetta ár eru fyrir hendi upplýs- ingar um greitt timakaup verka- manna og iðnaðarmanna i Reykjavik. Tölur um greitt tima- kaup verkakvenna ná aftur til ársins 1966. Upplýsingum þessum hefur kjararannsóknarnefnd safnað og birt i fréttabréfi sinu. Kaupmáttur þessara hópa er sýndur á mynd 8 fyrir árin 1963 - 1976. A mynd 8 kemur fram, að kaup- máttur greidds timakaups i dag- vinnu er töluvert hærri árið 1975 en hann varð hæstur á 7. áratugn- um. Það er rétt að benda á, að vinnutimi hefur styst á timabil- inu. Arið 1963 var dagvinnutimi 48 stundir, i dag 40. Auk styttingar dagvinnutimans hefur yfirvinna fremur dregist saman á timabil- inu. Kaupmáttur þess vikukaups, sem borið er heim, endurspeglar bæði kaupmátt timakaupsins og fjölda tima. Skoðað I þvi ljósi, fellur árið 1975 nokkuð i saman- buröinum, vegna þess hve vinnu- timi var almennt stuttur það árið. Ef við skoöum greitt viku- kaup verkamanna i Reykjavik, reynist kaupmátturinn hafa orðið hæstur á 7. áratugnum, árið 1966 einungis 2% undir kaupmætti vikukaupsins 1975. Arið 1966 var dagvinnutimi 44 stundir á viku og við bættust rúmlega 15 yfirvinnu- stundir. Þó kaupmáttur tima- kaupsins sé hærri árið 1967 en ár- ið 1966, reynist kaupmáttur viku- kaupsins lægri, þvi yfirvinnutim- ar voru 2 færri, þ.e. rúmlega 13. Arið 1975 voru dagvinnutimar Mynd 7 eins og áður sagði 40 og yfirvinnu- timar 12. Vikulegur vinnutimi var þannig 52 timar árið 1975, sem var 7 timum minna en 1966. Viku- legur vinnutimi hefur þvi á þessu timabili styst um 12%, þ.e. einn áttunda hluta. A undanförnum árum hefur at- vinnuþátttaka aukist verulega. Niðurstaða úrtakskannana Þjóð- hagsstofnunar er sú, að atvinnu- þátttaka giftra kvenna hafi tvö- faldast frá þvi 1963 og séu nú nærri 60% giftra kvenna virkar i atvinnulifinu. (Virk þátttaka miðast við að aflað sé tekna, sem svara til 2-3 mánaða vinnu skv. verkakvennatöxtum). Hlutur eiginkvenna i launatekjum heim- ilanna hefur meira en tvöfaldast á þessu timabili. Sé launatekjum heild skipt á giftar konur, ógiftar og karla, kemur i ljós aö giftar konur hafa aukið hlutfall sitt af heildarlaunatekjum úr 5.6% árið 1963 i um 12% á siðasta ári. örust virðist aukningin hafa verið á timabilinu 1967 - 1970. Aukin at- vinnuþátttaka giftra kvenna hef- ur þannig greinilega aukið heildarlaunatekjur um 5-7% og fjölskyldutekjur töluvert meira. Ýmsir aðrir þættir en kaupið eru ákvarðandi um kjörin. Án þess að gera tilraun til tæmandi yfirlits, er rétt að minna hér á nokkrar breytingar, sem orðið hafa. Séu samningar Dagsbrúnar skoðaðir, kemur fram, að frá byrjun 7. áratugsins hefur orlof lengst úr 18 i 24 virka daga og orlofsgreiðsla hækkað úr 6% i 8 1/3%. Raunar er hækkunin méiri þvi fram á mitt ár 1961 voru 6% einungis greidd af dagvinnu, en siðan af öllu kaupi. Þá hafa atvinnurekendur frá 1966 greitt 0.25% i orlofssjóð félagsins, fyrst af dagvinnukaupi, en frá þvi i ár af öllu kaupi. Þá hefur veikindadögum fjölg- að, réttindi i slysatilfellum aukist og komið verið á 1% greiðslu at- vinnurekenda i sjúkrasjóö, fyrst af dagvinnukaupi en frá þvi i mars i ár af öllu kaupi. Mikilvæg réttindi fengust fram, þegar samningur var gerður við atvinnurekendur um lifeyrissjóði árið 1969. Atvinnurekandi greiðir 6% af launum til lifeyrissjóðsins og starfsmaður 4%. I siðustu samningum var gert samkomu- lag um endurskoöun lifeyris- sjóðakerfisins meö úrbætur fyrir augum. A siðastliðnum 10 árum hafa greiðslur atvinnurekenda til nefndra sjóða þannig aukist sem svarar liðlega 10% kauphækkun. Eins og sagt var hér að framan, er þessi upptalning hvorki full- komin né nær til allra. þátta. En hún er tekin hér með til þess að minna á mikilvægi hinna ýmsu atriöa annarra en kaupsins sjálfs, sem ákvarða raunveruleg kjör. Sveinbjörn Baldvinsson. Magnea Matthiasdóttir Þrjár nýjar Ijóðabækur Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur. ELFARNIÐ eftir Þórunni Elfu, og tvær fyrstu bækur kornungra höfunda, KOPAR Magneu Matthiasdóttur og i SKUGGA MANNSINS eftir Sveinbjörn Baldvinsson. Elfarniður er að visu fyrsta ljóðabók ÞórunnarElfu, en mun vera tuttugasta og önnur bókin sem hún sendir frá sér, hinar bækurnar eru eins og kunnugt erskáldsögur og tvö smásagna- söfn. Auk þess hefur hún samið leikrit fyrir útvarp og ritað fjölda greina, sem birst hafa viðsvegar. Ljóðini Elfarnið eru frá nokk- uð löngum tima og i margskon- ar formi, rimuð og órimuð og mjög persónuleg. Alls eru 32 ljóö i bókinni, sem er 76 bls. að stærð. Kopareftir Magnú Matthias- dóttur. Höfundurinn hefur verið við sálfræðinám i Kaupmanna- höfn, en er nú kennari i Grund- arfirði. Magnea hefur áður birt eftir sig nokkur ljóð, m.a. i Nýj- um Gretti, Samvinnunni og Les- bók Morgunblaðsins. Hún skipt- ir bókinni i tvo hluta, Ný lif og gömul, alls 29 ljóð og ljóðaflokk- inn Til mannanna minna. Bókin er kilja, 62 bls. að stærð. í skugga mannsins eftir Sveinbjörn Baldvinsson. Höf- undurinn er aðeins 19 ára að aldri, reykvikingur, nemandi i siðasta bekk menntaskóla. Hann hefur birt áður ljóð i Les- bók Morgunblaðsins og skóla- blöðum. Ljóðin i bókinni eru alls ,33 að tölu. Bókin er kilja, 64 bls. að stærð. Mynd 8 Kaupmáttur greitt tímakaup í dagv. Iðnaðarmenn< Verkamenn / Verkakonur '63 '64 '65 '66 '67 '68 '69 '70 '71 '72 '73 '74 '75 Starfsfólk Kópavogshælis uggandi vegna fjárskorts: Hælið einungis geymslustofnun ef aukin fjárveiting ríkisvaldsins kemur ekki til Starfsfólk Kópavogshælis, sem á sæti i miðstjórn þess, hefur sent frá sér ályktun, þar sem kemur fram ótti um versnandi hag hælisins og um leið enn minni getu til að sinna lágmarks þjónustu og umönnun til handa vistmönnum. Segir i ályktuninni að mikið vanti upp á að Kópavogshæli geti sinnt þvi meðferðarhlutverki sem þvi sé ætlað og þrátt fyrir góða viðleitni starfsfólks dökkni útlitið nú, þegar gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði á fjárveitingum til hælisins. Alyktun starfsfólksins hljóðar bannig: Miðstjórnarteymi Kópavogshælis þ.e. fundur fulltrúa allra deilda og starfs- hópa, forstöðufólk og sér- fræöingar, ályktar að þrátt fyrir góð áform er enn langt frá þvi að Kópavogshæli sé nægilega vel búin stofnun til að gegna þvi meðferðarhlutverki sem stofn- uninni er ætlað. A undanförnum mánuðum hefur verið hafist handa um að gera breytingar á starfseminni, sem miða að virkari meðferð en áður. Það er vilji starfsfólks að Kópavogshæli sé meðferðar- stofnun, en ekki geymslustofnun, en það krefst aukins mannafla og tækja og fækkunar á sjúklingum á þeim deildum er búa viö mest þrengsli. Brýnast er fleira starfs- fólk til að annast og þjálfa sjúkl- ingana. Allt þetta hefur i för með sér aukna þörf á fjármagni. Mið- stjórnarteymi vill vekja athygli á þvi að skv. gjárlagafrumvarpi f. næsta ár er gert ráð fyrir niður- skurði á fjárveitingum til Kópa- vogshælis. Með skertum hlut i fjárveitingum hlýtur að siga á ógæfuhlið i starfsemi hælisins og hætt við að þaö verði einungis geymslustofnun. Skorar miöstjórnarteymið á fjárveitingavaldið, aö taka þetta til greina og tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn til að rækja megi það meöferðarhlutverk sem stofnuninni er ætlað. Miðstjórnarteymið vill að lokum vekja athygli allra aðila á þeirri staðreynd að vilji stjórn- valda kemur betur fram i fjár- veitingum en fögrum fyrir- heitum. Eyjólfur Melsted, aðstoðar- forstöðumaður. Agnes Jensdóttir, þroskaþjálfi. Anna Kristin Gunnlaugsdóttir, þroskaþjálfi. Auður Hannesdóttir, þroska- þjálfi. Björg Karlsdóttir, félags- ráðgjafi. Björn Gestsson, forstöðu- maður. Erna Þórðardóttir, starfs- stúlka. Halldór Kr. Júliusson, aðstoðarm.sálfræðings. Hrefna Olafsdóttir, yfirhjúkrunarkona Jón. Sig. Karlsson, sál- fræðingur.' Kolbrún Gestsdóttir, þroska- þjálfi. Kolbrún Þ. Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ragnhildur Ingibergsdóttir, yfirlæknir. Sigurveig Hafsteinsdóttir, þroskaþjálfi. Sævar Halldórsson, læknir. dudb AUGLÝSINCA-OC IÐNAÐARLJÓSMYNDUIM Simi 12821 Skúlagata 32 Reykiavik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.