Þjóðviljinn - 04.12.1976, Side 13
Laugardagur 4. desember 1976 jÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Aöventutónleikar
í Norræna húsinu
Einsöngvarar syngja í kór
Iðnó á leið í jólafrí
síðustu sýningar fyrir jól framundan
Svend Age Madsen
Svend Age
Madsen í
Norræna
húsinu
Þessa dagana dvelst danski
rithöfundurinn Svend Áge Mad
sen hér á landi i boði Norræna
hússins. Hann erhingað boðinn i
tilefni af hinni árlegu kynningu
á bökum frá Norðurlöndunum,
enidag laugardaginn 4. desem-
ber kl. I6.00verða kynntar bæk-
ur frá Noregi og Danmörku i
Norræna húsinu. Svend Age
Madsen mun þá sjálfur fjalla
um og lesa upp úr bók sinni
„Tugt og utugt i mellemtiden”,
en hún er talin einn helsti bök-
menntaviðburður ársins i Dan
mörku. Þriðjudaginn 7. desem-
ber kl. 20.30 mun Svend Age
Madsen fjalla itarlegar um rit-
höfundaferil sinn og bók-
menntaviðhorf sitt, i Norræna
húsinu á vegum þess og Rit
höfundasambands íslands.
Svend Age Madsen er aðeins
37 ára gamall og hóf rithöfunda-
feril sinn 1962. Þegar frá upp-
hafi þóttihann með bestu rithöf-
undum dana, og hann hefur allt-
af fengið mikið lof gagnrýn-
enda. Eftir hann hafa komið út
tiu skáldsögur, tvö smásagna-
söfn, ein barnabók og eitt leik-
rit. Auk þess hefur hann samiö
tilraunaleikrit fyrir svið og
sjónvarp. Af þessu má helst
nefna skáldsöguna „Sæt verden
er til”, en fyrir hana voru hon-
um veitt verðlaun dönsku Aka-
demiunnar, og skáldsöguna
„Dage með Diam”, sem er með
einkar sérstaka og skemmtilega
uppbyggingu. Tilraunaskáld-
verk Svend Age Madsen hafa
legni þótt með þvi athyglisverð-
asta á þessu sviði i Danmörku,
en siðasta bók hans virðist einn-
ig hafa náð hylli almennings.
„Tugt og utugt i mellemtiden”
er þegar komin út i öðru upp-
lagi, en auk þess hefur hún hlot-
ið verðlaun dagblaðagagn-
rýnenda i Danmörku og verður
annað framlag dana fil bök-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs. Með þessari bók hefur
Svend Age Madsen tekist að
brúa bilið milli tilraunabók-
mennta og lesenda.
Aðventutónleikar verða i Nor-
ræna húsinu i kvöld kl. 21. Þar
verða flutt jólalög og fjölbreytt
barokkmúsik. Það er Kammer-
músikhópur Helgu Kirchberg og
tónlistarnemendur sem flytja. í
Kammermúsikhópnum eru
Duncan Campell, Elin Guð-
mundsdóttir, Hafsteinn Guð-
mundsson, Helga Kirch-
berg.Helga Oskarsdóttir, Páll
Gröndal og Viktor Pechar. 1
Blokkflautukvintett nemenda
eru Ashildur Haraldsdóttir,
Björk Guðmundsdóttir, Bolli
Þórsson, Þórir Hrafnsson og •
Kristin Theódórsdóttir. Kaffi-
stofa Norræna hússins veröur
opin til 23.
Sýning
Ragnars Lár
framlengd
Sýning Ragnars Lár á tólf
vatnslitamýndum i veitinga-
staðnum Aningu i Mosfellssveit
hefur verið framlengd um eina
viku. Þetta er fyrsta myndlist-
arsýning sem efnt er til i Mos-
fellssveit. A myndinni má sjá
Ragnar og Svavar Kristjánsson
framkvæmdastjóra Aningar h.f.
1 baksýn eru myndir Ragnars.
Aðventusöngur verður hald-
inn á morgun sunnudaginn 5.
des. kl. 5 i Háteigskirkju.
Þá munu 21 söngvari úr félagi
islenskra einsöngvara syngja.
Þetta er i fyrsta skipti sem að-
ventusöngur er á vegum félags-
ins Efnisskráin er mjög fjöl-
breytt og flutt verða verk eftir
tónskáldin: Pál Isólfsson,
Sigurð Þórðarson, Fjölni
Stefánsson, Gunnar R. Sveins-
son, Jón Nordal, Þorkel Sigur-
björnsson og erlenda höfunda.
Aðgangur er 500 kr.
Karlarnir (Karl Sigurkarlsson, Karl Karlsson og Karl I faðmi
Hans (Þorsteinn Gunnarsson).
Leiksýningum i Iðnó fer nú að
ljúka fyrir jól, en fimm leikrit
eru nú á verkefnaskrá Leik-
félagsins og hafa alls verið sýnd
64 sinnum i haust og fram til
þessara mánaðamóta. Ahorf-
endur eru orðnir yfir 15 þúsund.
Það verk, sem hvað mesta at-
hygli og umræður hefur vakið i
haust er eflaust ádeiluverk
Svövu Jakobsdóttur, Æskuvinir,
en það verður sýnt i 10 sinn i
kvöld og er þá aðeins ein sýning
eftir á verkinu fyrir hátiðar og
reiknað er með að sýningum á
þvi ljúki yfir hátiðarnar.
Æskuvinir er stilfærð ádeila á
þá þætti I islensku þjóðlifi, sem
hvað mestum deilur hafa valdið
seinustu ár. Verður flestum þar
fyrst hugsað til hersetunnar og
varins lands.
Kópavogsbúar
Leitiö ekki langt yfir skammt.
Allar nýlenduvörur meö 10%
lægri álagningu en heimilt er.
Mjög ódýr egg, kr.380,—kg.
Við erum í leiðinni að
heiman og heim.
Opið föstudaga til kl. 10
Laugardaga til hádegis
Verslunin Kópavogur
Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640
Norræn bókmenntakynning
í Norræna húsinu
Laugardaginn 4. des kl 16:00 verður kynn
ing á nýjum dönskum og norskum bókum i
umsjá danska sendikennarans Peter Ras-
mussen og norska sendikennarans Inge-
. borg Donali, og bókasafns Norræna húss-
ins. Gestur verður danski rithöfundurinn
Sved Age Madsen, sem les úr nýjustu bók
sinni.
Verið velkomin. NORRÆNA
HÚSIO
Lán
Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands hefur
ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr
sjóðnum i janúar n.k.
Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum
aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu hans
að Egilsbraut 11 i Neskaupstað.
Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin
séu fullkomlega fyllt út og umbeðin gögn
fyigi-
Umsóknir um lán skulu hafa borist til
skrifstofu sjóðsins fyrir 20. desember n.k.
Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands
Blikkiðjan Garöahreppi
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
$ Kynnið ykkur af- sláttarkjör Rafafls á skrifstofu félagsins, Barmahlið 4 Reykja-
Tökum aö okkur nýlagnir I hús. vik, simi 28022 og i
viðgerðir á eldri raflögnum og versluninni að Austur-
raftækjum. göti’ 25 Hafnarfirði, simi 53522.
RAFAFL SVF.