Þjóðviljinn - 04.12.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Síða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. desember 1976 1 ■ V t I I I I ■ ■ I ■ t t i r i iii w I w ■ 1 ■ r i JH fi ■ & r t M I T I 1 ■ PÖNNUKÖKUR (Griddle Cakes) meö smjöri og sírópi ásamt kaffi á aðeins 390 krónur. Tilvalið bæði á morgnana og um eftirmiðdaginn. Jólakaffi Hringsins Komist i jólaskap og drekkið eftirmið- dagskaffi að Hótel Borg, sunnudaginn 5. des. kl. 15. Þar verður einnig á boðstólum: Skemmtilegur jólavarningur Handavinna Jólakort Hringsins Jólaplattar Hringsins Skyndihappdrætti með fjölda góðra vinn- inga m.a. ferð til Kaupmannahafnar. Kvenfélagið Hringurinn. Hjúkrunarfræðing eða ljósmóður vantar að Heilsugæslustöð Ólafsvikur nú þegar. Húsnæði á staðnum. Hánari upplýsingar að Heilsugæslustöð- inni i sima 93-6225 eða 93-6207. Umsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Heilsugæslustöðin ólafsvík Sjúkrahús Akraness óskar að ráða hjúkrunarfræðing, sjúkra- liða og starfsstúlkur. Nánari uppl. gefur hjúkrunarforstjóri á staðnum eða i sima 2311. Sjúkrahús Akraness. Staða framkvæmda- stjóra Sölu vamarliðseigna er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendast utanrikisráðu- neytinu fyrir 30. desember 1976 Sjötugur Ölafur Halldórsson lœknir Ólafur Halldórsson læknir á Akureyri er sjötugur i dag. Fæddur er hann i Vestmanna- eyjum, sonur hjónanna önnu og Halldórs Gunnlaugssonar, hér- aðslæknis I Eyjum. Ólafur stundaði læknisfræðinám við Háskóla Islands og lauk prófi 29 ára gamall. Næstu ár þar á eftir starfaði hann sem læknir á sjúkrahúsum i Danmörku en fluttist siðan heim til Islands og tók læknisembætti i heima- byggð sinni, Vestmannaeyjum, 1938. Starfaði hann þar samfellt sem læknir i 19 ár, um tima sem aðstoðarlæknir við sjúkrahúsiö þar. 1957 fluttist Ólafur til Súöa- vikur og tók þar við héraðs- læknisembætti og siðan til Bolungavikur, þar sem hann starfaði sem héraðslæknir frá 1960 þar til hann fluttist til Akureyrar fyrir 4 árum. Hefur hann gegnt þar og gegnir enn læknisstörfum. Annir i læknisembætti hafa ekki fullnægt starfslöngun Ólafs Halldórssonar um dagana. Er þar einkum tvennt að nefna til viðbótar: Ýmisleg kennslustörf hans og margvisleg afskipti af félagsmálum. Meðan hann var i Vestmannaeyjum kenndi hann jafnan nokkuö við Gagnfræða- skólann, Stýrimanna- og vél- stjóraskólann og Námsflokka Vestmannaeyja, einkum tungu- mál. I Súðavik gegndi hann skólastjóra-störfum við barna- skólann. A Akureyri hefur hann kennt alþjóðamálið esperanto við Námsflokka Akureyrar, en ólafur er snjall esperantisti og hefur kennarapróf í alþjóða- málinu frá Helsingör. I félags- málum hefur Ólafur viða komið við, enda áhugamálin mörg: hann hefur átt sæti I stjórn margra félaga, þar á meðal Berklavörn i Vestmannaeyjum, esperantofélaginu þar, Golf- klúbbi Vestmannaeyja o.fl. Ólafur hefur um langt skeið verið mikill áhugamaður um al- þjóðamálið esperanto og unnið mjög að útbreiðslu þess hér- lendis, m.a. með kennslu. Það var einnig i sambandi við alþjóðamálið sem við Ólafur kynntumst fyrst, áriö 1950. Ég var þá nem- andi i menntaskóla en hann for- maður esperantofélagsins i Vestmannaeyjum. Ég minnist þess sérstaklega hve skemmti- legt mér þótti að heyra þá tala saman á alþjóðamálinu, Ólaf og sr. Halldór Kolbeins: þótt þeir væru um margt ólikir voru þeir báðir miklir hugsjónamenn og brennandi i andanum. Næstu árin hitti ég Ólaf alloft á esperantofundum i Eyjum og á heimili tengdaforeldra minna að Ofanleiti; stóð þá starfsemi esperantofélagsins þar með Finnlands- vinahátíð Fullveldisdagur finna er 6. des. næstkomandi, á þriðjudag. Af þvi tilefni efnir Finnlands vinafélagið Suomi til fagnaðar i Norræna húsinu kl. 20.30. Avarp flytja Barbro Þórðarson og aðalræðu kvöldsins Ragnhildur Helgadóttir, forseti Norður- landaráðs. Þá koma fram gestir frá Alandi. Alenskir visna- söngvarar, Pia Gunn, Ancar og Börje Lang, skemmta finn- landsvinum. Þau eru hér gestir félagsins og Norræna hússins. Þau syngja þjóðvisur og fleira gott. Sýning verður einnig á finnskum skartgripum og annast félagar úr samtökunum Karon það atriði. Þá verða og sýndar finnskar veggskreyting- ar og ofin veggteppi. I kaffihléi verður framborið kaffi og finnsk terta. Að loknum dagskrár- atriðum verður snædd létt mál- tið og flutt létt tónlist af plötum. miklum blóma undir forystu þeirra vinanna, Ólafs læknis og séra Halldórs, og voru þeir báðir kjörnir heiðursfélagar. Siðar skildust leiðir um árabil. A siðastliðnu sumri má þó segja að við höfum aftur mæst i anda og starfi i stjórn Sambands esperantista. I nafni þess sendi ég honum á þessum merka af- mælisdegi heillaóskir og kveðjur. Baldur Ragnarsson, formaður Sambands islenskra esperantista. Ólafur Halldórsson læknir verður sjötugur i dag, 4. desem- ber. Hann er fæddur f Vestmanna- eyjum, sonur hins merka læknis Halldórs Gunnlaugssonar og Onnu konu hans. Hann lauk læknanámi 1935 en vann næstu 3 árin á sjúkrahúsum i Danmörku. Hann starfaði siðan i tvo áratugi í Vestmannaeyjum en var frá 1957 héraðslæknir, fyrst i Súöavik, siðan i Bolungarvik. x Ég kynntist Ólafi fyrst eftir að hann kom til Akureyrar fyrir 5 árum, þá hálfsjötugur. Hann var þá kominn á eftirlaun eftir anna- samthéraðslækn.starf og ég bjóst við að hitta roskinn og þreyttan mann. En^það var eitthvað ann- að: hann reyndist unglegur, glað- legur og með ótrúlegan lifsþrótt. Hann hefur til að bera fróðleik og sérkennilega persónutöfra og er blessunarlega laus við allar þær umbúðir sem oft hlaðast eins og veggur milli fólks. Ólafur kom til Akureyrar á erf- iðum timum meðan mikill lækna- skortur var i bænum og hefur reynst vel liðtækur i starfi, velviljaður og óspar á sjálfan sig. Ólafur er mikill málamaður og lærði ungur esperanto og hefur unnið esperantohreyfingunni allt það gagn sem hann má. Hann var lengi forseti Esperantofélagsins i Vestmannaeyjum og siðar heiðursfélagi, og hann gekkst fyrir einu og hálfu ári siðan fyrir stofnun esperantofélags á Akureyri og hefur kennt töluverð- um hópi manna undirstöðuatriði þess máls, bæði á Akureyri og annarsstaðar þar sem hann hefur verið. Ólafur hefur verið einlægur félagshyggjumaður og sósialisti. 1 samtökum sósialista hefur hann einnig verið ósérhlifinn og ótrauður og fyrir það viljum við samherjar hans þakka honum um leið og við óskum þess að hon- um megi sem lengst endast lif og starfsþrek. Magnús Asmundsson. Lúðrasveitin Svanur með tónleika Laugardaginn 4. desember n.k. heldur Lúðrasveitin Svanur tónleika i Háskólabió og hef jast þeirkl. 14:00. Lúðrasveitin Svanur hefur um áraraðir haldið tvenna stóra tónleika á starfsári sinu, eða fyrripart vetrar og að vori. Tón- leik ar þessir hafa orðið mjög vinsælir þar sem áheyrendum hefur gefist kostur á frambæri- legum flutningi á öllu fjölbreytt- ara efnisvali en þeir eiga að venjast hjá öðrum tónflytjend- um hérlendis.' Svanur telur nú tæplega 40 hljóðfæraleikara, suma hverja á fremsta sviði i sinni grein og að okkar áliti hef- ur hljómsveitin sjaldan verið frambærilegri, Þess má geta að ungur og mjög efnilegur flautu- leikari, Guðriður Valva Gisla- dóttir, nýkomin úr námi i Lond- on leikur einleik með hljóm- sveitinni. Lúðrasveitin Svanur hefur fyrst allra sambærilegra tón- listarhópa komið á fót barna- og unglingadeild, sem æfir reglu- lega undir stjórn Sæbjörns Jónssonar. (Fréttatilkynning) Frá Norræna húsinu Finnsku þjóðlagasöngvararnir PIA-GUNN ANCKAR og BÖRJE LANG syngja finnsk klassisk lög og finnsk þjóð- lög, við undirleik Carls Billich, kl. 16:00 sunnudaginn 5. desember n.k. i samkomu- sal Norræna hússins. Aðgöngumiðar við innganginn. NORRÆNA HÚSIÐ Aðalfundur Þinghóls hf. Kópavogi verður haldinn sunnudaginn 5. des. kl: 20 i Þinghól Hamraborg 11. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.