Þjóðviljinn - 12.12.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. desember 1976 ÞJÓÖVILJINN — SÍÐA 7
að greiða a.m.k. jafnháa upphæð
til Þróunarsjóösins á árinu 1976
og islendingar höföu þegið úr
sjóðnum áriö 1975. Einnig þessi
tillaga var kolfelld af stjómarlið-
inu. Ráðherrar st jórnarinnar sem
þú styður, gengu jafnvel fremstir
i flokki til að koma i veg fyrir að
þeir sjálfir fengju heimild til að
firra ísland sárustu skömminni.
Ekki var nú hærra risiö á
stjórnarliðum daginn þann.
IV
„Batnandi manni er best aö
lifa” heitir saga allfræg i is-
lenskum bókmenntum. Vel hefði
mér mátt fljúga slikt i hug ein-
hvern daginn nú i öndverðum
októbermánuði, þegar rikisút-
varpið flutti okkur gagnmerka
frétt sem borist hafði yfir þveran
hnöttinn alltfrá Manila á Filipps-
eyjum. Þar var um þær mundir
haldinn aðalfundur Alþjóðagjald-
eyrisbankans og Alþjóðagjald-
eyrissjóösins. íslendingar sendu
að vonum vasklegt og harðsnúið
lið á þennan mikilvæga fund,
enda höfum við alloft knúið dyra
hjá fyrrgreindum stofnunum og
fengið góöa áheyrn.
Oddviti hinnar friðu islensku
fylkingar i Manila var fjármála-
ráðherrann okkar, Matthias A.
Mathiesen. Og er hann var stadd-
ur þarna 1 borginni miklu úti i
miðjuKyrrahafi, kom andinn yfir
hann og hann hélt ræðu. Ég fór
helduren ekki að leggja eyrun við
þegar útvarpið greindi frá þvi að
ræða hans hefði einkum fjallaö
um nauðsyn þess og siðferðilega
skyldu, að öll hin betur megandi
riki stórefli nú stuðning sinn við
fátækar þróunarþjóðir. Væri
það og fyllil. réttmæt krafa að
þróunarlöndin fengju mjög aukin
áhrif á fjármálastjórn alþjóð-
legra peningastofnana. Nafni
þinn hélt þarna að sögn þessa
snjöilu ræðu fyrir hönd Noröur-
landanna allra, jafnt Sviþjóðar
sem leggur fram eitt prósent
þjóðartekna til þróunárhjálpar
sem íslands með hálfan af þús-
undi. (Það var vist ekki nefnt i
ræðunni).
Ég dreg ekki i efa að f jármála-
ráðherrann okkar hefur verið
upplitsdjarfur og aðsópsmikill
þarna i ræðustólnum og flutt mál
sitt skörulega. Þess var einnig
getið að ræða hans hafi vakið
mikla athygli og fjölmiðlar viðs
vegar um heim sagt frá megin-
efni hennar.
Nú ætla ég ekki i þessu sam-
bandi að bera mér i munn leiðin-
leg orð eins og hræsni, skinhelgi
eða yfirdrepsskapur, en brjóst-
heilindi kynni að mega nefna. Og
þaö verð ég að segja, að með
nokkurri eftirvæntingu beið ég
þess að sjá fjárlagafrumvarpið
nýja og verða þess m.a.
visari hversu miklu fé fjármála-
ráðherrann hygðist nú verja til
þróunarhjálpar á komandi ári.
Þar hlyti aö verða brotið I blað og
fjárhæöin stórhækkuð, annað
kæmi tæplega til greina. Svo
gerðist það nokkurn veginn sam-
timis aö fjárlagafrumvarpinu var
útbýtt og fjármálaráðherrann
kom úr frækilegri för sinni, eftir
að hafa unnið til nafnbótarinnar
Matttiias Filippseyjakappi. Nú
hlaut sæmd Islands, að þvi er tók
til þessa tiltekna máls, að vera
dável borgiö.
Ég fór að blaöa i f járlagafrum-
varpinu og kynna mér ýmis fjár-
framlög, sem ég hafði sérstakan
hug á að forvitnast um. Þar á
meöal var fjárlagaliðurinn: Að-
stoð við þróunarlöndin. Jú, rétt
var það, fjárlagaliðurinn var á
sinum stað. Upphæð 13 miljónir
króna.Ég setti upp gleraugun og
las aftur. Hér var ekki um að vill-
ast. Fjármálaráðherra og menn
hans leggja til að aðstoö Islands
við þróunarlöndin skuli nema
þrettán miljónum islenskra króna
á næsta ári, hækka um fimm
hundruð þúsund krónur frá fjár-
lögum þessa árs. Miðað við
gengissig og verðbólgu er hér að
sjálfsögöu um beina lækkun að
ræða.
Maður er orölaus. Fyrst
þrumuræöa i Manila, snöfurleg
forusta fyrir svium, finnum.norð-
mönnum og dönum, hátiðleg lof-
orð fyrir hönd Norðurlandaþjóð-
anna allra um aukinn stuðning fá-
tækum þjóöum til handa. Slðan
fjárlagagerð heima á Islandi eftir
árlanga verðbólgu og stöðugt
gengissig: Framlag til þróunar-
aðstoðar hækkað um fimm
hundruð þúsund krónur. Ég spyr
eins og gert var fyrrum: Er þetta
hægt, Matthias?
V
NU þykir mér trúlegt að nafni
þinn svari þvi til, að auk fram-
lagsins til aðstoðar tslands við
þróunarlöndin, sem ég hef gert að
umræðuefni, séu að vanda I fjár-
lagafrumvarpinu nokkrir gjald-
liðir, þar sem tsland leggur aura
af mörkum til þeirra stofnana
Sameinuðu þjóðanna sem fjalla
að meira eða minna leyti um mál-
efni þróunarlandanna. Þetta er
rétt. En þær upphæðir eru afar
lágarog eru vist einungis skyldu-
framlög. Mér er til efs að ísland
hafi nokkru sinni lagt fram krónu
til neinnar þessara stofnana um-
fram það sem beinlinis var óum-
flýjanlegt ef það vildi eiga aðild
að Sameinuðu þjóðunum og
helstu stofnunum þeirra.
Fyrir nokkru fjallaði Alþýðu-
blaðið i ágætri forustugrein um
bróunaraðstoð og hraklega
frammistöðu okkar islendinga i
þvi efni. Var þar vikið að Matt-
hiasarboðskapnum frá Manila og
fjármálaráðherrann eggjaður
lögeggjan að láta nú ekki sitja við
orðin tóm. I grein þessari komst
Alþýðublaðiö svo að oröi:
„Tilflutningur á auðæfum
jarðarinnar frá hinum bjargálna
til þeirra eitt þúsund miljóna sem
búa við skort og jafnvel hungur,
er eitt mesta mál mannkynsins i
dag. Það er samviskumál fyrir
hina riku, réttlætismál fyrir alla,
sem hafa nokkra réttlætiskennd”.
Undir þessi orð tek ég heils
hugar. Gerir þú það ekki lika? Er
ekki timi til kominn, að bætt sé úr
þvi ófremdarástandi, sem hér
hefur viðgengist alltof lengi, jafnt
' á timum svonefndra vinstri og
hægri rikisstjórna?
Ég ætla ekki að hafa um þetta
mál öllu fleiri orð að sinni. Senn
verður fjárlagafrumvarpið tekið
til annarar umræðu og lokaaf-
greiðsla þess fér væntanlega
fram fyrir jól. Fjármálaráðherr-
ann okkar hefur þvi enn tækifæri
til að bjarga sjálfs sin sóma og
lands sins I málinu, með þvi að
beita sér fyrir myndarlegri hækk-
un á hinu frjálsa framlagi til
þróunarlandanna. Okkur er vafa-
laust báðum um það kunnugt að
nafni þinn hefur i mörg horn að
lita og veitir þvi ekki af að leið-
beina honum og minna hann á,
jafnvel hina sjálfsögðustu hluti.
Eigum við nú ekki að taka það að
okkur i sameiningu — ég á Al-
þingi og þú i Morgunblaðinu — að
brýna fyrir honum eftirfarandi
sannindi: FögurorðiManila gera
enga stoð, nema þeim sé fylgt
fram i verki í Reykjavik.
JÓN MÚLI
ÁRNASON
SKRIFAR
NU vofa jólin yfir okkur, —
eins og skáldið segir á einum
stað I frægu hugverki. Blessuö
fæðingarhátið Frelsarans er
undirbúin af kappi, og sumar
húsmæður eru búnar aö öllu. —
Ert þú ekkibúinað öllu, — segja
v þær við hinar, sem hafa dregist
aftur úr, — ég er fyrir löngu
búin að öllu. — Heyrst hefur um
nokkrar manneskjur, sem eru
nýbyrjaðar, og verða vist seint
búnar að öllu, — þær vita þó
sennilega manna best hvað jólin
eru i raun og veru hjá okkar
kristnu þjóð.
Kaupmenn eru búnir að öllu,
— nema selja — og þurfa
áreiöanlega ekki að hafa
áhyggjur af þvi. Jólaskraut i
búðargluggum, ljósaperur i
háloftum, og grenikransar yfir
strætum og gatnamótum örva
verslunargleði okkar hinna, —
og við kaupum hvað sem fyrir
er. Sérstaklega erum við sólgin i
leikföng, og varðar litið um
verðið, hvað svo sem stjórnandi
þess og nokkrir ádeiluhöfundar
eru að pipa i fjölmiölum. Heild-
salar og stórkaupmenn pris-
lögðu fyrir alþýðuna i sjónvarpi
með léttu hjali, — þeir eru alltaf
búnir að öllu en langt i frá búnir
að vera, þótt einhverjir kunni að
hafa afskrifað þá eftir þáttinn
góða á skjánum um daginn.
Borgarstjórnin er næstum
búin að öllu, jólatrén hennar
sprottin upp á viðeigandi
stöðum með rafmagni I öllum
regnbogans litum. Hún á bara
eftir að þiggja vinaborgar-
gjöfina frá Osló á Austurvelli,
halda ræðuna og syngja sálm-
inn,—siðan má sem best reikna
útnýju hitaveitu — og rafmagns
hækkanirnar á afviknum stað i
einrúmi á eftir.
Rikisstjónin stefnir að þvi að
vera búin að öllu timanlega, og
væri eflaust komin langt, ef ekki
stæði á vinum hennar I Efna-
hagsbandalaginu. Það er nú
meira, hvað það getur bögglast
fyrir Crossland og Gunderlach
og kó að koma orðum að þvi,
sem þeir meina, — og ætti þeim
þó að vera kunnugt um, hve ráð-
herra okkar langar mikið til aö
gera út um þorskinn fyrir jól.
Ekki er samt útilokað, að góð-
viljuðum samningamönnum
takist að mjaka landhelginni að
einhverju leyti upp i opinn ást-
vinafaðminn á EBE á næstu
dögum, — og rikisstjórnin verði
Aö
vera
búinn
aö
öllu
búin að öllu og geti filað sig á
blessaðri friðarhátfðinni.
Og nú er friðarhöfðinginn
mikli búinn að öllu, og af þvi til-
efni haldin minningarathöfn um
hann i sjónvarpinu. Hún lukkað-
ist vel og má þegar teljast
ógleymanleg. Nokkra þætti
hennar mætti þó gjarnan athuga
nánar og gera betri skil seinna.
Þegar i upphafi flutti doktor
Henry Kissinger fyrstu stór ~
ræðu sina og beitti þá sömu leik-
brögðum og augnabrúna-
kækjum og doktor Strangelove
um árið. Má utanrikisráðherra
Bandarikjanna prisa sig sælan
að Peter Sellers skuli ekki vera
búinn að stefna honum fyrir
Mannréttindanefnd S.Þ. fyrir
plagiarisma, Charles Chaplin
kærði Adolf Hitler strax 1934
fyrir Alþjóðadómstólnum i
Haag fyrir að hafa stolið skegg-
inu sinu. Hitler tapaði svo mál-
inu siðar fyrir öðrum dómstóli,
ásamt skegginu, gleraugunum
og hattinum og öllu heila
móverkinu, — en var áður bttinn
aö öllu þvi helsta, sem fyrir
honum vakti.
Aðdáendum Kissingers hlýn-
aði um hjartarætur þegar hann
ávarpaöi heimsbyggðina á
friðarverðlaunshátið Nóbels, en
ýmsum var jafnframt órótt. Að
ástæðulausu að sjálfsögöu,—
þess var vandlega gætt að rekja
ekki á svo hátiölegu augnabliki
fristunda-friðarstörf doktorsins
og CIA agenta hans i Suður-
Ameriku um þetta leyti. Chile-
búar munu koma þeirri sögu til
skila á réttum stað. Einnig var
rétt að sleppa öllu jarmi jafn-
réttindapostula um stuðning
Kissingers viö fasistastjórn
Suður-Afriku, þegar hún sendi
„öryggissveitir” sinar inn i
Angóla til að berja á lands-
mönnum, — en allir góðviljaðir
fréttaskýrendur eru búnir að
gleyma öllu svoleiðis, en leggja
réttilega þvi meiri áherslu á
innrás svartra kommttnista frá
Kúbu i Afriku, sem geta kannski
rakið ættir sinar þangað , en
þrælapiskarar voru búnir að
selja þá með húð og hári fyrir
löngu vestur um haf, — þaö var
heiðarleg verslun samkvæmt
lögum okkarhvitra manna, ekki
siður en jóla-bisnisinn, og
þrælasalar lögðu áherslu á að
vera búnir að öllu timanlega.
Og nú er aðalfréttaskýrandi
okkar i sjónvarpinu að verða
búinn að öllu,— hann lýsti yfir
opinberlega i tæka tið, að hann
hefði ekki lengur ráö á svona
„dýru sporti”. Það var, þegar
starfsfólk sjónvarpsins lagði
niður vinnu til að minna þjóðina
á svivirðileg kjör opinberra
starfsmanna, — sérstaklega
þeirra er vinna ábyrgðarmestu
störfin i sjónvarpi. Benti stjórn
starfsmannafélags þeirra með
'alvöruþunga á hættuna.sem
vofði yfir okkur, ef bestu starfs-
menn sjónvarpsins (les: bestu
synir þjóðarinnar) gengju frá
embættum sinum vegna kúg-
unar og ofbeldis rikisstjónar-
innar. Nú er þetta allt komið
fram, — þjóðin búin að missa
besta fréttaskýranda sinn, —
allir góöviljaðir menn vona og
biðja.aðhonumauðnistað finna
athvarf i-virðulegri og billegri
iþróttum við sitt hæfi eftir jól.
Iþróttaunnendur voru farnir
að örvænta um, að sjónvarps-
Kr-ingnum tækist að ljúka
stikk og sto — og fædd og skirð
— þáttum sinum um handbolta
og blak fyrir jól, — en hann er
nú loksins búinn að öllu lika, —
og þá erum bara eftir við hin.
sem aldrei verðum búin að öllu
— og eiginlega aldrei heldur
alminnilega byrjuð á neinu. Við
erum samt að reyna að bagsa
þetta i samræmi við tiðarand-
ann, og verðum kannski ein-
hverntima búin að einhverju, eí
heppnin er með.
JMA