Þjóðviljinn - 12.12.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. desember 1976
Arni Bergmann skrifar
Halldór Laxness. úngur ég
var. Helgafell Reykjavík
1976. 243 bls.
Þessi minningabók heíst á
sumardegi áriB 1919 þegar Hall-
dórLaxness, sautján ára gamall,
siglir úr höfn á dampskipinu
tsland ,,þvi aö heimurinn kallaði:
var oröinn órólegur aö biöa”.
Þessi bók er aö þvi leyti mjög
svipuðhinum fyrri „skáldverkum
um minningar höfundar”, aö
Halldór Laxness okkar missera
hefur mjög strangan aga á fyrri
timaskeiöum sins lifshlaups.
„Vandinn að skrifa er i þvi fólg-
inn að þegja yfir nógu mörgu”
segir á einum staö, og I lok
Skáldatima var svipuö hugsun
færðiorð. Af þessum aga skapast'
skemmtileg togstreita milli höf-
undar og ágengs lesanda sem er
forvitinn um islenska menn og
bækur og þó girugastur þegar
komiö er aö Halldóri Laxness.
Sannsögli
Vafalaust má segja sem svo, aö
þessar „þagnir” eigi rætur aö
rekja til háttvisi, sem er nú um
stundir heldur á undanhaldi i
skrifuöu máli. En þaö ér einnig
freistandi aö ætla, aö þær séu um
leiö viöurkenning á eölislægum
takmörkunum sjálfsögunnar, á
óáreiöanleika minnisins, á
óhjákvæmilegum myndbreyting-
um sem liðin tiö tekur i huga
manns. t þessu samhengi er
freistandi aö vitna til lokakafla
bókarinnar en þar segir svo:
„t skáldsögu teingjast hlutir
eftir gildum rökum, jafnvel lög-
málum, annars veröur eingin
skáldsaga. t lifinu rikir lögmál
sem heitir stráiö i vindinum.
Fjarstæöa er eingin til i lifinu
nema sönn saga. Sögu sin sjálfs
getur einginn sagt, hún veröur þvi
meira þrugl sem þú leggur meira
á þig til aö vera sannsögull....
Einn góöan veöurdag sest þú niö-
ur til að skrifa um þá menn sem
þú skildir svona vel. Og hver er
árángurinn? Sá einn að þér er
með öllu fyrirmunað að skilja
sjálfan þig. Jafnvel algeingustu
hlutir i ævi þinni veröa leyndar-1
dómur sem ekki verður aö kom-
ist.
Ósagt er aðeins af þvi hvernig
heimurinn snýst og stráiö fýkur i
vindinum og tönn fellur útaf
munninum og tveir fuglar eru
seldir fyrir einn pening og krukk-
an liggur brotin hjá vatnsból-
inu....”
Þessi ivitnun segir margt um
þá tóna sem slegnir eru i bókina,
um afstööu höfundar til stórra
staöhæfinga og svo til hugsan-
legra virðingarstiga, sem við-
fangsefnum væri raðað á.
n n n
K}0uÐl£)®L
O
DF
manm
þætti
ekki
allt
•haföi ég listamannskraga með breiðri þverslaufu
Tími og
hlutföll
En úngur ég var er einnig ólik
öörum minningabókum Halldórs
Laxness og liklega má útskýra
það meö tima hennar fyrst og
fremst. 1 Skáldatlma er spann-
aður hálfur annar áratugur, sem
mjög er rikur að sviptibyljum. „í
túninu heima” lýkur þe'gar Hall-
dór er tólf ára, og þaö er reyndar
viða fariö út fyrir þann ramma.
En Ongur ég varsegir frá einu ári
aöeins, meö litlum frávikum þó,
frá fyrsta ári Hálldórs i útlönd-
um. Og hér er um meira að ræöa
en þann hraöa sem rammi frá-
sagnarinnar stjórnar. Ljóöræna
er sterkari þáttur I túninu heima
eins og lög- gera ráö fyrir, þegar
töfrar bernskunnar eru á dag-
skrá. í Skáldatlmasáum viö aftur
á móti pólitlska þykkju i uppgjöri
viö stormasamt skeiö. Halldór
dregur hinsvegar ekki dul á þaö,
að hinn óforsjáli unglingur sem i
Úngur ég varleggur af staö til aö
sigra heiminn, hljóti aö hafa verið
spaugileg persóna. Þaö er þvi
ekki aö undra, þótt hann láti
ismeygilega fyndni fylgja honum
hvert sem hann fer, eöa svo gott
sem. Frá hversdagslegu sjónar-
horni er hann kynlegur kvistur
eins og sumir vinir hans og hinn
nýi heimur Kaupmannahafnar,
sem viö augum blasir, ekki siður
undarlegur honum og þessi staða
þykir Halldóri hin lifvænlegasta
enn i dag: „Bótin er aö ef manni
þætti ekki alltskrýtiö i heiminum,
á hverri stundu sem lifir, þá væri
maður vist búinn að vera”.
Menningarsaga
Hin sérkennilega fyndni i bland
viö fyrrnefndar þagnir sameinast
um aö halda lesandanum i vissri
fjarlægð frá leyndardómum Hall-
dórs únga. Það er svosem ekki
eins og einhver Werther sé að út-
hella hjarta sinu. Aftur á móti
segir margt af andlegum straum-
um i timanum og af viðureign
verðandi sagnameistara við
merka höfunda eins og til að
mynda Hamsun og Strindberg.
Sjálfssagan fléttast saman við
menningarsöguna. Menningar-
sögulegt efni bókarinnar er af
ýmsum toga — þar er lýst þvi
rutli sem kom á islendinga á öðr-
um áratug aldarinnar þegar þeir
reyndu aö hræra saman aust-
rænni visku, spiritisma og ýmsu
heimanfengnu, þar er lika sagt
frá mat, drykk og húsbúnaði i
Danmörku og á íslandi.
Það er blátt áfram fróölegt aö
heyra Halldór lýsa viðureign
sinni viö Hamsun og Strindberg,
ekki síst þann fyrri, sem kom
honum i sigildan bobba meö þvi
að bera fram bækur sem Halldóri
fundust i senn aðdáunarverðar og
andstyggilegar. En liklega þykir
mönnum enn meiri fengur að
þáttum af islenskum skáidum og
listamönnum. Af sjálfu leiöir aö
athyglin beinist þá mjög að kapi-
tula sem heitir Jarðarför Jóhanns
Sigurjónssonar, sem Halldór er
viðstaddur skömmu eftir að hann
kemur til Hafnar: þann dag hiýt-
Horfðu með trega um öxl
Guömundur Halldórsson. Haust-
heimtur. Almenna bókafélagiö.
R. 1976.
Sföasta smasagan i bók Guö-
mundar Halldórssonar gerist i
kauptúni. Sögumaöur og gamall
bóndi eru þar i bæjarvinnu með
hysknum strákum og líkar illa
óhressir yfir vinnuálagi, bruðii,
riöldri og vélastreitu þéttbýlisins.
Sögumaður vill helst upp í sveit
þar sem maturinn hefur annaö
bragð og „þar sem maöur komst
stundum i heyskap i túni, stutt
þar frá sem fuglar færu meö frið-
sæla kvöldbæn upp i grónu fjalli”.
Flugvél lendir með kistu gamals
nágranna, sem hefur dáið á
sjúkrahúsi fyrir sunnan og veröur
nú grafinn heima. Það liggur viö
aö sögumaöur öfundi þennan
mann, sem aldrei haföi verið
lengi aö heiman „frá jörðinni,
ánni og skepnunum, sem höföu
gert hann göfugan og trúan hlut-
verki sinu”.
Þessi saga gefur allgóöa hug-
mynd um viðfangsefni Guömund-
ar, þótt vettvangur allra hinna sé
sjálf sveitin meö göngum, réttum
og heyskap að ramma um örlög
manns. Þaö vakir i sögunum
flestum sú hugmynd, að sveitalff
sé i sjálfu sér merkileg dyggö og
skylda um leið, andspænis þvi
stendur kaupstaöurinn, þéttbýlið
sem eitthvað hæpið og iskyggilegt
en frekar óskilgreint. Þessi tog-
streita er fyrst og siðast dapur-
leg, þvi sveitin hefur i sögum
þessum ekki viðnámsþrek fyrir
þeim áhrifum að sem henni
sækja. Stundum, eins og i fyrstu
sögunum tveim, er freistingin i
mynd kvenna, sem helst vilja
toga bændur á mölina og sleppa
þeir ekki við sár og bana I þeim
átökum, sem býlið og stúlkan
eiga um sálir þeirra.
Stundum eru freistingarnar
stærri i sniðum eins og sögunni
Hallæriskorn, þar sem verið er að
selja land erlendu auöfélagi á bak
við gamla manninn á bænum,
sem er blindur, en nemur fleira
en honum er sagt.
Guðmundur Halldórsson sækist
eftir þvi að hlaöa sögur sinar ill-
um grun um yfirvofandi háska.
Arangurinn er satt að segja nokk-
uð misjafn. Fyrsta sagan, Haust-
heimtur, er kunnáttusamlega
gerö, en henni er spillt af þvi, hve
þvinguö þau samtöl eru sem skot-
iö er inn ööru hvoru að stefna öll
aö dapurlegum málalokum.
Höfundur þekkir sitt heimafólk og
kann aö miöla af þeim trega, sem
aö þeim sest, sem finna forsendur
lifshátta sinna gliðna. Höfuðvandi
hans er hinsvegar sá, að
höfuömóthverfur sagnanna
(sveitalifið sem samræmi viö
náttúruna, bæjarlifiö sem tilræði
við hana) öðlast ekki nýtt lif. Þær
eru ekki hugsaðar upp á nýtt,
taka of einhliða mið af gömlum og
grónum viöhorfum vina sveit-
anna sem kannski mætti oröa
sem svo: horföu með trega um
öxl.
A.B.
ur ungur maður að hafa hugsað
margt um eigin möguleika og
framtið. En eins og við ýmis tæki-
færi önnur, þá stendur Halldór
nútimans viö hlið unglingsins og
hafnar fyrir hans hönd þeirri
kenningu aö Danmörk geti orðiö
„stökkpallur” islendinga út i
þann stóra heim. Fordæmi Jó-
hanns, að gerast rithöfundur á
dönsku, freistar hans ekki, en
röksemdirnar bera keim annarra
ára en 1919.
Það er skemmtilegt til þess aö
vita, að þegar þeir Halldór og Jón
Helgason bera saman bækur sin-
ar um islensk skáld þennan vetur,
þá hafa þeir miklu meiri áhuga á
einkennilegum bæklingum Þór-
bergs Þórðarsonar heldur en
frægð Einars Benediktssonar,
sem er þarna á næstu grösum,
eða þá fyrirheitum Daviðs Ste-
fánssonar. Ummæli um Einar
Benediktsson eru reyndar það i
bókinni, sem liklegast er til aö
hneyksla, þvi viða stendur dýrk-
un Einars fótum. Þar segir m.a.:
„einhverskonar fordild, óskyld
skáldskap, rak hann úti iðju sem
of oft fólst i þvi að smiða tröllauk-
in ilát utanum loft, volduga
minnisvarða yfir sosum ekki
neitt”.
Ferill höfundar
Engum kemur það á óvart, að I
þessari bók eru framúrskarandi
persónulýsingar og verða þá eft-
irminnilegastar lýsingar tveggja
„hvitra hrafna”, sem höfundur
hafði margt saman við að sælda á
þessu ári — þeir voru Jón Pálsson
frá Hlið og Isleifur Sigurjónsson,
sem átti þann hæfileika sem
einna sjaldgæfastur er með þjóð-
inni, en það er að kunna að hrífast
af snilld annarra manna og gáf-
um. Og þótt margt megi lesa af
kynnum við menn og bækur, þá
mun lesandi þessarar vönduðu og
útsmognu frásagnar öðru fremur
hafa hugann við það, hve drjúg
bókin verður honum sem heimild
um Halldór Laxness sjálfan, þann
höfund sem er að fæðast á sögu-
timanum. Við erum lika um ým-
islegt fróðari eftir en áður. Til
dæmis um það, hvernig leiðir
liggja frá Þórði i Kálfakoti til
Bjarts f Sumarhúsum, en Þórðar-
sögu er höfundur að reyna að
skrifa þennan vetur á yfirgefnu
hóteli i Helsingjaborg en þangað
hefur höfundur rambað eins og
blindandi, að þvi hann segir. Og
svo i Höfn og á bóndabæ á Suður-
Sjálandi.
Fundinn lesandi
En miklar setur við skriftir
ganga ekki rétt vel, þessi „bjálfa-
lega vinna” er kannski unnin fyr-
ir gýg, altént ber hún ekki ávöxt
fyrr en löngu siðar. Ganghjólið
sem stýrir skáldskap stendur á
sér, segir þar, og þætti nú mörg-
um höfundi sjálfsagt ærin ástæða
til að draga upp i sterkum litum
lýsingu af þeim sálarháska sem
steðjar að siskrifandi ungling
þegar svo er komið. En það er
auðvitað ekki gert. Það er heldur
ekki þagað. Sú aðferð hófstilling-
ar sem áðan var á minnst k$piur
hér einkar skilvislega fram. Höf-
undur minnist fyrsta lesáncia
sins, kennslukonu þar á Sjálandi,
sem „hrærst hafði til tára af
Þórði i Kálfakoti, ein manna i
heiminum”, hafði séð söguna á
prenti i Berlingnum. Um fund
þeirra segir svo: „Þetta samtal
við ókunna konu lyfti mér dag-
lángt uppúr vonleysi um að fá
nokkru komið saman sem örvað
gæti hug annars manns.... Ég fæ
þvi eigi með orðum lýst hver
hamingja það er úngu skáldi að
eignast lesanda sem sannarlega
hefur hjarta einsog þessi kona”.
Halldór hitti þennan lesanda
sinn af tilviljun og hún var horfin
af hans slóðum fyrr en varði. Og
við stöndum uppi með spurningar
sem aldrei verður svarað: hvers
virði var eitt samtal við skiln-
ingsrikan lesanda, hvernig teng-
ist það við keðju ótal annarra at-
vika á lifsferli skálds, atvika sem
við bersýnilega höfum litla mögu-
leika til að flokka i stór og smá?
Arni Bergmann.