Þjóðviljinn - 12.12.1976, Qupperneq 9
Sunnudagur 12. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Tímarit Máls og Menningar:
Feröabók
Málfríöar
Það gerist sjaldnar en skyldi að maður stingi nið-
ur penna til að skrifa um nýlegt hefti timarits.
Kannski er það af þvi að maður óttast, að úr verði
eintóm upptalning.
I þriðja hefti Tfmarits Máls og
Menningar er birt Ferðadagbók
Málfríðar Einarsdóttur,
- þar segir frá Italiuför i fyrra.
Það er stundum haft við orð nú
um stundir, aö það séu mikil leið-
indi hvað fólk er farið að ferðast
mikið, það verði svo þröngsýnt af
þvi. Nú kemur Málfriður og af-
sannar þetta fyrir sina parta á
ljómandi skemmtilegan hátt. Hún
kann að láta borgir, rústir, fólk,
fjöll og eyjar kæta og hressa
imyndunaraflið og freista þess til
ærsla, skemmtunar, sérvisku og
fleiri góðra hluta.
Málfriöur kann prýðilega vel aö
segja frá þeim undrum sem vekja
yfirmáta fögnuð, eins og þegar
hún virðir fyrir sér Pietá Michel-
angelos i Péturskirkjunni. Ekki
sfður eftirminnileg er frásögn
hennar af þvi, þegar hún stendur
á gólfi Sixtusarkapellunnar, sem
hún hefur í sextiu ár þráð að sjá:
,,Ég stóð á þessu langþráða
gólfi og leit upp til hins langþráða
lofts þar Guð er látinn vera að
skapa veröldina. Ekkert geröist.
Brjóstið I mér var svo kalt og
dautt sem þaö væri allt úr kalki
(sem og er) og ekki bærðist I þvl
strengur, feginleikur þess floginn
á burt, llklega til Guðs sem gaf
hann.
Ég sá Hann þar sem hann
geystist um himinhvolfið öruggur
I mætti sinum óstöðvandi, og er
að skapa himinhnettina svo stóra,
svo heita, og skipa hverjum
...drottning þessi geröi mig aö
engu.
þeirra sinn stað. Hann sýnist hafa
æft atlaskerfi lengi, lfklega til
þess að valda þessu verki. í
kringum hann er vættafans (eöa
engla ?) Loftið þarna inni svo kæf-
andi þungt, og pflagrimarnir svo
margir sem staðið gátu á gólfinu,
skyggni ekki gott upp til loftsins
ogsýndustlitirnir daufir og gráir,
I rauninni ekkert að sjá..”
Undarlegt hve likar hugsanir
setti að öðrum og yngri Rómar-
gesti I sumar leið fyrst í kirkju,
svo i kapellu — nema hvað hann
hefði orðaö þær á miklu leiðin-
legri hátt.
A.B.
Varaforöi samúöar
Liney Jóhannesdóttir. Kerlinga-
slóðir, Heimskringla R. 1976.
Konan sem söguna segir er á
leið heim úr vinnunni þegar hún
treður óvænt um tær litlum dreng,
hann segir að þetta geri ekkert til,
þvi hann sé á of stórum skóm.
Hann heitir Markús og þau kynn-
ast. Höfundi lætur einkar vel að
miðla okkur smám saman upp-
lýsingum um þessar persónur
tvær, fer ekki að með neinum asa,
segir aldrei of mikið. Ekki svo að
skilja, að aðstæður séu kynlegar
og leyndardómsfullar. Sögukon-
an, sem er á þeim aldri aö hún
kallar sig kerlingu, á uppkominn
son og veikan mann, vinnur á spl-
tala, er að basla við að koma upp
húskofa I Kópavogi. Markús hef-
ur verið hjá ömmu sinni og er að
flytja til Rikku, sem „getur ekki
án hans lifað” og kaupir handa
þeimhús.En hvarermóðir hans,
unglingsstúlka, sem einu sinni
kom á spitalann, og fær Rikka
frænka að halda drengnum? Það
eru slikar og þvilikar spurningar
úr hversdagslifi sem svarað er i
bókinni.
Vinfengidrengsins og konunnar
er lýst af næmleika og smekkvisi
sem ekki skeikar. Sú litla saga
kemur þvi að með hófstilltum en
marksæknumráðum, hve mikinn
varasjóð menn eiga sér I samúð
og velviljuðum áhuga á fólki, sem
jafnvel tilviljanir einar stefna til
þeirra. Og sagan er ekki af þeim
einum Markúsi litla og sögukonu.
Kerlingarslóöir segja frá nokkr-
um konum sem standa höllum
fæti i lífsbaráttunni, konum sem
axla fátækt, ómegð, einsemd og
mæta lltilli samúð, miklu heldur
fyrirlitningu og fordómum. Einna
helst þæreigi traust og hald hver I
annarri þegar á reynir. Sögukon-
an sjálf er kannski einna best sett
— betur en amma Márkúsar og
unglingurinn móöir hans, betur
en Rikka sem hefur ekkert að lifa
fyrir, betur en samverkakona
hennar, Stina, sem vinnur fyrir
þrem börnum og á engan að nema
vandalausa gamla og sjúka
konu í kjallaranum. Annarsveg-
ar sjáum við þessar konur, hins-
vegar „alminnilegheitamenn”
sem segja það sé enginn vandi að
fá kvenfólk i vinnu” þær nenntu
ekki lengur að hugsa um heimili
og börn og sleiktu út um að fá
svona störf til að drýgja tekjurn-
ar”. Eða frúrnar sem hrópa svo
Stina heyrir: „Þæreru skoekkert
Lfney Jóhannesdóttir
of góðar til að eiga slna krakka
þessar stelpur. En þær nenna þvi
ekki, þær nenna þvi ekki”...
Þessi litla bók er því um það
fólk, sem liggur undir þyngstu
fargi i þjóöfélaginu. Hún er ein-
dregin málsvörn fyrir það, borin
fram lágum rómi en um leið
styrkum, styrkum sakir þess, að
sú sem mælir þekkir sitt fólk
mætavel og kann að láta okkur
trúa á það.
A.B.
TIL ATHUGUNAR FYRIR
UNGAR OG GAMLAR
ömmur
ÓDÝRAR JÓLAGJAFIR
Á BARNABÖRNIN:
BARNASLOPPAR
FRÁ 2.950-
UNGLINGANÁTTKJÓLAR
FRÁ 1.710-
TELPNANÁTTKJÓLAR
FRÁ 1.360-
DRENGJANÁTTFÖT
FRÁ 1.730-
Barna- og unglinganáttföt,
sundföt og sloppar frá hinu
heimsþekkta fyrirtæki:
MÍSS O
/
:o
<c
Kerið
66
Laugavegi
sími 12650
Sængurfatnaður — Sængur
I
— Koddar — Handklæði
Vandaðar vörur i fiölbreyttu úrvali
VERIÐ
NJÁLSGATA 86 — SÍMI 20-978
Sérverzlun sem veitir margs konar
þjónustu
I DAG
MILLI KL. 14.00-17.00
SÝNUM VIÐ HVERNIG VIÐ
BÚUM TIL JÓLASKREYTINGARNAR
JÓLAMARKAÐURINN
lilOMLAMXLIR
Bankastræti 11
I
I
I
mmmm
535SwiahiigSSS^Br
|PTILBVHAR A 3 MIN.!
'tassamymbim
OFIB I HABIEGIMIJ —
Lj ósmy ndastofa AMATÖR
LAUGAVEGI 55 ® 2 27 18
Blikkiðjan Garöahreppi
önnumst þakrennusmíöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468