Þjóðviljinn - 12.12.1976, Page 12

Þjóðviljinn - 12.12.1976, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. desember 1976 ÓLAFUR KVARAN SKRIFAR UM MYNDLIST Undanfarið hefur staðið yfir i Galleri Súm samsýning 19 lista- manna, en þeir eru: ólafur Lárusson, Jan Voss, Tryggvi Ólafsson, Þór Vigfússon, Kristinn G. Harðarson, Jón Gunnar Arna- son, Niels Hafstein,' Magnús Tómasson, Rósa Tómasson, Róska Helgi Þ. Frið- jónsson, Magnús Pálsson, Sigurð- ur Þórir Sigurðsson, Bjarni H. Þórarinsson, Sigurjón Jóhanns- son, Arnar Herbertsson, Kristján Kristjánsson, Steingrimur E. Kristmundsson, Birgir Andrésson og Arni Ingólfsson. 1 tilefni sýningarinnar átti fjármagn til að setja þær upp. Vinnan mundi bitna á einum eða tveim, og ef maður er starfandi myndlistarmaður þá verður að hugsa um það frekar — sérstak- lega þar sem Galleriið er nú ekki gróðafyrirtæki. Ó.K.: En ert þú einráður um það hverjir fá að sýna i Galler- iinu? M. T.: Já eins og er þá ræð ég þvi. En þetta er ekki feitt embætti. Það felur i sér að vera umsjónarmaður og ræstingar- kona um leið og sjá um að borga reikningana þegar búið er að loká fyrir rafmagn og hita. Magnús Tómasson með barni sinu Samsýning í Gallerí SÚM undirritaður samtal við Magnús Tómasson, en hann sá um fram- kvæmd sýningarinnar og annast jafnframt rekstur á Galleri Súm. Jarðvegskönnun ó.K: Nú er nokkuð umliðið frá siðustu samsýningu i Súm. Hver er aðdragandinn að þessari sýn- ingu, er þetta eins konar iiðs- könnun? M.T: Jú, mér datt i hug að drifa upp sýningu til að skapa eitthvert aktivitet i Galleriinu og jafnframt að gera eins konar jarðvegskönn- un, sjá hvernig ástand og horfur væru — svo maður noti það út- þvælda orð —. En það fór nú þannig að þeir sem áttu kannski að bera uppi sýninguna gátu ekki tekiö þátt i henni þegar til kom vegna anna. Þetta átti að vera fjarskalega óhátiðleg sining, bara hér og nú, og sýna hvað fólk værí að fást við akkúrat þessa stund- ina, eða þvi sem næst. Og það tókst með örfáum undantekning- um, þar sem örfáir sýna nokkuð eldri hluti. Súm ekki lengur til sem grúppa ó.K: Má skoða þessa sýningu sem raunhæfa mynd af þvi sem Súm stendur fyrir i dag.? M.T: Súm stendur eiginlega ekki fyrir neinu i dag, það er Gall- eri Súm, sem stendur fyrir þess- ari sýningu en ekki Súm. Súm er ekki lengur til sem starfandi grúppa, þetta er fólk sem er dreift út um allar jarðir og getur ekki starfað sem hópur. Við höfum samt sem áður ekki lagt hópinn opinberlega niður, en eina starf- semin er þetta Gallerí og svo eru menn náttúrulega i persónuleg- um tengslum hver við annan en ekki i nafni Súm. Það hefur smátt og smátt dregið úr starfseminni vegna þess að stór hluti hópsins hefur árum saman verið búsettur erlendis; en Galleriið starfar áfram. ó.K: Nú hefur það komið fram að þú sérð um reksturinn á Galleriinu, hvernig er rekstrinum háttað, hverjir fá að sýna og hvernig er fjárhagshliðin? M.T.:Fjárhagshliðin er ansi erfið i ár, þvi þeir fáu sem hafa sýnt hafa kannski ekki allir getað staðið i skilum og við höfum eng- an styrk til rekstursins. En ég ætla nú að fara að herja á ýmsa aðila. og hugmyndin er sú að reyna að fá fjárveitingu til aö hafa manneskju starfandi hálfan daginn við gæslu og bréfaskriftir. Við fáum mjög oft fyrirspurnir erlendis frá vegna sýninga, en gallinn er sá að við höfum ekki Rætt við Magnús Tómasson myndlistar- mann Ó.K.: Nú er engin ein tegund myndgerðar ráðandi hér á sýn- ingunni ööru fremur. Hvað finnst þér þessi hópur hafa sameiginlegt, ef hann á eitthvað sameiginlegt á annað borð? M.T.: Við búum ekki til neina linu fyrir þetta fólk til að fara eft- ir til að gera myndirnar sinar. En þetta er fyrst og fremst fólk sem við Magnús Pálsson höfum verið i tengslum við og eins er hér dá- góður hópur, sem tók þátt I sýn- ingunni 1975 og það lá beint við að hafa samband við það fólk aftur. Sjálfsagt hefði mátt hafa hópinn breiðari sða þrengri og ég held að það hafi orðið of margir sýnendur nú, ef til er ætlast að hver og einn komi fram með sin persónulegu einkenni. Nú, varðandi það hvað við höfum sameiginlegt þá má kannski benda á að verk okkar Magnúsar Pálssonar og Nielsar Hafstein eru öll hvit, en það er al- gjör tilviljun, við Magnús vinnum báðir I gips. En hér á sýningunni eru vissulega verk sem eru af- skaplega lik þessum evrópsku conceptualistum og þetta virðist vera mjög rikjandi stefna hjá yngri kynslóðinni, en þó finnsf mér þeir tiltölulega fáir sem hef ur tekist að gefa þeim persónu legan blæ. En margt af þessi fólki sem sýnir hér er jú rétt urr. tvitugt og er ennþá i skóla, svo ég vildi nú helst ekki gefa neinar ein kunnir. Ó.K.: Þó aö hér gæti ólikra við- horfa á sýningunni þar sem eru t.d. poppættuð verk Jóns Gunnars og'Sigurjóns, og Róska sýnir hér ljósmyndir, þá má ef til vill fellsi meiri hluta sýnenda undir con- cept-list, sem er jú vfðfemt að merkingu. Fyrir hvað stendur hugtakið concept-list i þinum huga? M.T.: Þetta er mjög viðfemt að merkingu eins og þú segir og ég held að það sé varla nokkur list? stefna sem hefur ekki þetta svokallaða concept eða hugmynd nema þá kanski tassisminn sem þó vissulega er hugmynd eins og það er sett fram af Jackson Pollock, en kannski siður þegar farið er að apa það eftir honum Það má ef til vill segja aft mitt verk hér á sýningunni sé tengt concept-list, en er þó öllu frekar eins konar póesia. Sjálfur kalla ég þessa hluti sem ég er að fást við sýniljóð og i mörgum til- fellum er það tengt frösum úr litteratúr og hugtökum úr goða- fræði. T.d. er ég núna með nokkur verk í smiðum sem heita saman- burðarlandafræði, er byggja á sjónrænum hliðstæðum. Ég tek kannski Baulu i Borgarfirði og pýramidana i Egyptalandi og geri formrænan samanburð. Nú, en þetta verk sem ég sýni hér og kalla „7 dagar i júni ( draum um fjall)”, er partur af miklu stærra verki og er veðurfarslýsing og byggir fyrst og fremst á rign- ingunni. t sumar sem leiö var ógerningur að sjá Snæfellsjökul eða nokkurt annað fjail á suður- landi og þetta.er einhvers konar draumur eða óskhyggja um fjall- ið. Ég bý vestast i vesturbænum og gekk oft niður að ströndinni og ætlaði að sjá Snæfellsjökul en hann sást ekki, svo ég fór að hug- leiða hvernig jökullinn væri i lag- inu og fór nokkuð frjálslega með efnið. Og á þessa sýningu hef ég valið viku úr — en þetta er nú efcfei fullunnið. Ómissandi stofnun Ó.K.: Að lokum Magnús hvað er helst á döfinni á næstunni hér i Galleriinu? M.T.: Ég veit nú ekki hvort ég get skýrt frá þvi, þar sem þetta er háð fjárveitingum og öðru, en hugmyndin er sú að fá nokkrar erlendar sýningar á næsta ári. Ennfremur ætla ég að reyna að vera með nokkurn lager af grafik og jafnvel bókum og að fá alþjóð- legt efni. En þetta Galleri hefur aldrei verið kommersielt, heldur hefur verið yfir þvi hugsjónablær og verður áfram. Hugmyndin hefur ávallt verið að sýna nýja og tilraunakennda hluti og ætlunin er að halda þeirri linu áfram. En til þess að svo verði þá þurfum við að fá styrk. Þetta Galléri hefur nú starfað i átta ár og fyrir marga er það ómissandi stofnun i borgarlif- inu og þá er að athuga hvort borg og riki vilja hlaupa undir bagga og styrkja það sem menningar- stofnun. Og ef það fengistrþá væri enginn vandi að reka Galleriið meö miklu betri hætti en verið hefur. Ólafur Kvaran.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.