Þjóðviljinn - 12.12.1976, Side 16

Þjóðviljinn - 12.12.1976, Side 16
16SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Siinnudagur 12. desember 1976 LjóöabaekurÓlafs Jóhannskomaaftur Menningarsjóöur hefursent frá sér aðra átgáfu ljéðabóka Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Að lauf- ferjum (1972) og Að brunnum (1974) en fyrir þær hlaut höfundur bókm ennta verðlaun Noröur- landaráðs 1976. Hafa bækurnar verið uppseldar um skeið og eru nú gefnar út báðar i einu bindi. Dómnefnd bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs komst svo að orði I greinargerð sinni um skáldskap ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar: „I ljóðrænni list og boðskap Ólafs Jóhanns sameinast norræn hefð I ljóðagerð vitund skáldsins um hinn flókna vanda mannsins i nútimanum. Þessum vanda lýsir skáldið I ljrfðum sinum sem trag- iskri andstæðu náttúrunnar og hins tæknivædda samfélags.” Ólafur Jóhann Sigurðsson er kunnastur sem sagnaskáld en hefur einnig ort kvæði frá þvi á æskuárum. Með skáldskap slnum i Aö laufferjum og brunnum Áskriftasöfnun stendur sem hæst. Þjóðviljans Sími 81333 UMBOÐSMENN Happdrættis Þjóðviljans Austurland: Benedikt Þorsteinsson, Ránarstíg 6, Höfn Már Karlsson, Dalsmynni, Djúpavogi Guðjón Sveinsson, Mánabergi, Breiðdalsvik Baldur Björnsson, Hafnargötu 11, Fáskrúðsfirði Alfreð Guðnason, Túngötu 4, Eskifirði Anna Pálsdóttir, Lindargötu 4, Reyöarfirði Hermann Guðmundsson, Hafnargötu 48, Seyðisfirði GIsli Jónsson Hafnarbraut 29, Vopnafirði Sigriður Eyjólfsdóttir, Asbyrgi, Borgarfiröi Sveinn Arnason, Bjarkarhlið 6, Egilsstöðum Guðrún Aðalsteinsdóttir, Gtgarði 6, Egilsstööum / Hjörleifur Guttormsson, Neskaupstað Vesturland: Sigrún Gunnlaugsdóttir, Vallholti 21, Akranesi Flemming Jessen, Þorsteinsgötu 7, Borgarnesi Bragi Guðmundsson, Bárðarási 1, Hellissandi Kristján Helgason, Brúarholti 5, Ólafsvlk Matthildur Guömundsdóttir, Grundargötu 26, Grundarfiröi Birna Pétursdóttir, Silfurgötu 47, Stykkishólmi Kristjón Sigurðsson, Búðardal. Vestfirðir: Jónas Eliasson, Hliöarvegi 7, Isafiröi Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, Suðureyri Guðvarður Kjartansson, Flateyri Friðgeir Magnússon, Þingeyri Unnar Þór Böðvarsson, Tungumúla, V-Baröastrandarsyslu Höskuldur Daviðsson, Eyrarhúsum, Tálknafirði Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu, A-Barðastrandarsýslu Þorkell Jóhannsson Skólabraut 16, Hólmavik Norðurland vestra: Eyjólfur Eyjólfsson, Geitafelli, Hvammstanga Jón Torfason, Torfalæk, við Blönduós Kristinn Jóhannsson, Héðinshöfða, Skagaströnd. Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfirðingabr. 37, Sauðárkróki Gisli Kristjánsson, Kárastig 16, Hofsós Kolbeinn Friðbjarnarson, Hvanneyrarbraut 2, Siglufiröi Norðurland eystra: Haraldur Bogason, Norðurgötú 36, Akureyri Sæmundur ólafsson, Vesturgötu 3, ólafsfiröi Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsveg 3, Dalvlk Kristján Pálsson, Uppsalavegi 21, Húsavlk Þorgrlmur Starri Björgvinsson, Garði, Mývatnssveit Angantýr Einarsson, Raufarhöfn'. Suðurland: Gyða Sveinbjörnsdóttir, VaUholti 23, Selfossi Páll Bjarnason, Stokkseyri Jóhannes Helgason, Hvammi, Hreppum Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut 5, Þorlákshöfn Bjarni Þórarinsson, Þingborg, Flóa Ólafur Auðunsson, Fossheiöi 26, Selfossi Sigmundur Guðmundsson, Heiömörk 58, Hveragerði Birkir Þorkelsson, Héraðsskólanum Laugavatni Hulda Jónasdóttir, Strandarhöfði, V-Landeyjum. Guðrún Haraldsdóttir, Þrúðvangi 9, Hellu Jón Hjartarson, Kirkjubæjarklaustri Magnús Þórðarson, Austurvegi 23, Vik I Mýrdal Jón Traustason, Hásteinsvegi 9, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Karl Sigurbergsson, Hólabraut 11, Keflavik Siguröur Hallmannsson, Heiðarbraut 1, Gerðum Hilmar Ingólfsson, Hraunbraut 44, Garðabæ Þorbjörg Samúelsdóttir, Skúiaskeiöi 20, Hafnarfiröi Ragna Freyja Karlsdóttir, Grenigrund 2b Kópavogi Runólfur Jónsson, Reykjalundi, Mosfellssveit Reykjavlk: Skrifstofa Alþýðubandaiagsins, Grettisgötu 3 Gamla afgreiðsla Þjóðviljans, Skólavörðustig 19 Afgreiðsla Þjóðviljans, Siðumúla 6 AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI ÓI.AFUR JÓHANN SIGURÐSSON AÐ LAUFFERJUM OG BRUNNUM BÓKMENNTAVERPtAUN ,\()RI)1RLAM)AR,U)S 1976 «tNM.V<,ABí«ÓW;K skipar hann sér i fremstu röð Islenskra ljóðskálda, og hlutu þær bækur einróma lof gagnrýnenda. Þá hefur forlágið gefið út I ann- að sinn barnasöguna Spóa eftir Ólaf Jóhann, en hún kom fyrst út áriö 1962. Ber sagan glögg ein- kenni höfundar: fagran stil og málblæ, ádeilusama fyndni og óvenjulega frásagnargleöi. Bókin er prýdd teikningum eftir Helgu B.Sveinbjörnsdóttur eins og frumútgáfan. Adam var ekki í Paradís Adam var ekki I Paradisnefnist bók sem bókaútgáfan Asar hefur gefið út. Hún er eftir bandarisku skáldkonuna Grace Metalious sem gat sér frægð fyrir söguna Sámsbær sem sló öll sölumet er hún kom út árið 1956. A bókarkápu segir m.a. svo: „Adam var ekki i Paradis er skrifuð af konu um konur i f jórum ættliðum, konur, sem skirrast einskis i ágirnd sinni i viðtækri merkingu. Og til að ná mark- miðum sinum beita þær mönnum sinum fyrir sig miskunnarlaust, eiginmönnum og elskhugum. Alfheiður Kjartansdóttir hefur islenskað bókina sem er 251 bls., sett i Prentstofu G. Benediktsson- ar en prentuð og bundin i Isafold- arprentsmiðju. Leiðrétting Þau mistök uröu i viðtali við Sig- urð Thoroddsen i sunnudagsblaði Þjóðviljans 28. nóv. sl. aö ráðs- maöur Skúla Thoroddsen á Bessastöðum var sagður Gunnar Halldórsson fyrrv. bóndi I Skála- vik. Þetta er ekki rétt. Hann hét Gunnar Sigurðsson og var úr Skötufirði Collected Poems. W.H. Auden. Edited by Edward Mendelson. Faber and Faber. 1976. Þetta er þriðja meiriháttar safn ljóða Audens. Það fyrsta átti að koma út snemma á fimmta ára- tugnum en kom ekki fyrr en 1945 og hét „The Collected Poetry of W. H. Auden.” Höfundurinn haföi óskað eftir þvi að safnið nefndist „Poems 1928-1945” en um þær óskir hirti útgáfufyrirtækið ekki, sem var bandariskt. Ensk gerð þeirrar útgáfu kom út 1950, undir heitinu „Collected Shorter Poems 1930-1944”. Næst kom safnið „Collected Shorter Poems 1927- 1957”. 1 þeirriútgáfu var mörgum eldri kvæðum sleppt og önnur I breytt. Sú útgáfa var gefin út ' 1966. Siðan kom út safn lengri kvæða 1968. 1 þessari útgáfu eru birt þau kvæði sem prentuð voru I útgáf- unum 1966 og 1968 auk siðari kvæða hinna sex ljóðabóka sem komu út eftir 1968. Þrjú ljóð eru prentuö hér, sem ekki hafa verið prentuð áöur og fjögur kvæði, sem Auden sleppti úr útgáfunni 1966, en breytti siðar og viöbót við kvæðið Profile frá 1965-66, sem ort var 1973. Hér birtast einnig formálar Audens að safninu 1945 og 1966. I þessu safni birtast öll þau kvæði sem Auden óskaði eftir að varðveita og I þeirri gerð sem hann gekk siðast frá. Hér eru þvl ekki ýms elstu kvæði hans, sem hann hirti ekki um að varðveitt- ust. Auden endurskoðaði og end- urorti mörg kvæða sinna allt frá fyrstu kvæðunum og fram um 1942. Mörg þeirra birtust fyrst I timaritum og voru siðan breytt i næstu kvæöabókum, eða felld inn i lengri bálka. Eftir 1942 virðist Auden hafa fullunnið kvæði sin fyrir fyrstu birtingu, svo að þeim var lltið breytt I seinni útgáfum. Margir lesendur skáldsins hafa kvartað yfir þessum breytingum og telja margar þeirra orka tvi- mælis, og jafnvel viija sumir álita að breytingarnar á eldri kvæðun- um séu alltaf til hins verra. A sama hátt hafa margir lesendur hans orðið fyrir vonbrigðum með sérhverjar breytingar á efnisvali hans og stil, sem þeir hafa þóst finna við útkomu sumra kvæða- bóka hans, en raunin hefur orðiö sú að þegar frá leið hafa breyt- ingar eldri kvæða og nýr tjáning- arstill aukið ágæti hans sem skálds I þeirra augum. Eins og áður segir er formáli fyrir útgáfunni 1966, prentaöur hér og þar skýrir höfundurinn sjálfur tilefnið til breytinga, sem hann gerði á eldri kvæðum sin- um.” Þrjátiu og sjö ára var ég enn of ungur til þess að vita með vissu i hvaða átt ég stefndi með kveöskap minum... nú þegar ég nálgast sextugt álit ég að ég þekki sjálfan mig betur og til- ganginn með ljóðagerð minni einnig... sum þeirra kvæða sem ég setti saman og birti, til allrar óhamingju, hef ég nú sleppt (i þessari útgáfu), vegna þess að þau voru óheiðarleg, eða smekk- laus og vanþróuð, eða leiðinleg. Óheiðarlegt kvæði er það, sem tjáir trú eða skoðanir, sem höf- undur undirgekkst I rauninni aldrei. Til að mynda lét ég ein- hvern timan þá ósk I ljósi að ég krefðist „nýs byggingarstils”. Ég hefi aldrei kunnaö við nútima byggingarstil. Ég kýs mér eldri stila og þvi verður maöur einnig aö vera heiðarlegur varðandi eig- in sérvisku. I öðru kvæði lét ég að þvi liggja að sá sigraöi væri alltaf dæmdur af sögunni og ósigur hans væri I rauninni maklegur. Þetta er mikil villa og þýðir I raun að sigurvegarar sögunnar væru alls ágætis maklegir. Þessi kenn- ing er afleit og enn afleitari sú freistni, sem ég féll fyrir i við- komandi kvæði, að láta vel rim- aðar ljóölinur ráða hættulegri tjáningu vitlausrar kenningar.. I list eins og mannlegum samskipt- um, er siðleysi og dónska afleið- ing af óeðlilegri viökvæmni fyrir eigin sjálfi og tillitsleysi við aðra. Skáld skulu ekki vera of kumpán- leg við lesendur slna.” Auden var eitt höfuðskalda tuttugustu aldar og það vill svo skemmtilega til að hann heim- sótti þetta jaðarland heims- byggðarinnar sem vér byggjum og skrifaöi bók um þá heimsókn ásamt öðrum. Hann sá margt hérlendis glöggum gestsaugum og þegar hann kom hér I annað skiptið 1964 setti hann saman á- gætt kvæði um sjálfan sig og sam- anburð við áhrif fyrri ferðar. Hann sá glöggt að vulgarisminn myndi ná tangarhaldi hér eins og vlöar, enda hefur veriö unnið að þvi ósleitilega siðan hann var hér siöast, enda hefur ibúa þessa ey- lands að einhverskonar figúrum á markaöi afþreyingar og prangs. ALFRÆÐI MENNINGARSJÓÐS ÝTARLEGT , FRÆÐANDI OG MYND- SKREYTT BRAUTRYÐJENDAVERK ÞESSAR BÆKUR ERU KOMNAR: Bókmenntir Stjörnufræöi — rúmfræði islenzkt skáldatal I islandssaga I Hagfræöi NÚ ERU TVO NY BINDI KOMIN ÚT ÍÞRÓTTIR I-II EFTIR INGIMAR JÓNSSON IÞRÓTTA- KENNARA GLÆSILEG HANDBÓK GJÖF UNGA FÓLKSINS ! VÆNTALEGT: bindi Islenzkt skáldatal — síðara

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.