Þjóðviljinn - 12.12.1976, Síða 20
Werner Herzog.
paö er engu líkara en
Friðfinnur i Háskólabió
hefði fengið hugskeyti
frá Kvikmyndakomp-
unni: sama dag og
kompan harmaði að-
gangsleysi að nýju
þýsku bylgjunni auglýsti
hann mánudagsmynd-
ina „Gátan um Kaspar
Hauser” eftir Werner
Herzog. Hvar værum við
stödd, krakkar minir, ef
við ættum ekki hann
Friðfinn að?
Werner Herzog fæddist 1942 i
Miínchen. Fyrsta kvikmynda-
handrit sitt skrifaði hann 15 ára,
en var orðinn 21 árs þegar hann
fór að fást við gerð stuttra
heimildarkvikmynda i fullri al-
vöru og á eigin kostnað. Hann
hefurgert viðreist um heiminn og
kvikmyndað i ymsum löndum.
Aður en hann gerði myndina um
Kaspar Hauser hafðihann stjórn-
að fjórum leiknum myndum:
Lifsmerki (tekin i Grikklandi
Hver
fyrir
sig
Qg
guð
gegn
öllum
1967), Fata Morgana (Afrika
1968— 70), Dvergar hafa einnig
byr jað smátt (i Mexikó og á Spáni
1969— 70) og Aguirre — reiði guðs
(Perú 1971—72). Siðastnefnda
myndin vakti athygli á heims-
mælikvarða’ — einsog þaö heitir
þegar einhver engilsaxneskur
gagnrýnandi rekst á einhverja
kvikmynd og gerir hana „fræga”.
En það var fyrst með tilkomu
Kaspars Hausers að menn fóru i
fúlustu alvöru að taka ofan fyrir
Werner Herzog. Þetta er fyrsta
leikna myndin sem hann stjórn-
aði á heimavelli, i Þýskalandi. A
frummálinu hietir myndin: Jeder
fíír sich und Gott gegen Alle, eða
Hverfyrir sig og guð gegn öllum.
Þetta nafn fer langt með aö út-
skýra efni myndarinnar, sem er
úttekt á borgaralegu samfélagi,
fordómum þess og „siðmenn-
ingu,” yfirborðsmennsku og til-
finningakulda. Enginn skildi þó
ætla að hér væri um þurra
ádeilumynd að ræða, heldur er
hér kominn magnaður skáldskap-
ur, listaverk sem höfðar meira til
tilfinninga manna en annarra
skilningarvita.
Kaspar Hauser nefnist maður
og hefuralið aldursinn idimmum
kallara, hlekkjaður við gólfið, svo
lengi sem hann man eftir sér.
Alltfeinu er hann dreginn út úr
kjallaranum,úti sólina sem hann
hefur aldrei séð áður, og skilinn
eftir á torgi. Stendur þar hreyf-
ingarlaus með nafnlaust sendi-
bréf i útréttri hendi. Hann kann
að tala og varla að ganga. Yfir-
völdin taka hann að sér og hefja
rannsókn i málinu en hún leiðir
ekki til neins, uppruni Kaspars
Hausers er og verður gáta. Yfir-
völdin telja að honum beri að
leggja fram sinn skerf til greiðslu
á uppihaldskostnaði, og koma
honum i sirkus. Þar er hann hafð-
ur til sýnis ásamt 3 öðrum „gát-
um”: tveimur dvergum og
indiána. Siðan lendir hann i hönd-
um velunnara, Daumer að nafni
og ilendist hjá honum. Kaspar
lærir að lesa og skrifa og getur
brátt orðað hugsanir sinar. En
hugsanir hans eru ekki I sam-
ræmi við það sem menn vænta sér
af honum. Hann fellur ekki inn i
myndina af rómantiska náttúru-
barninu. Hann er opinn og
hreinskilinn en fólkið I kringum
hann er fullt af hræsni og sýndar-
mennsku. Þessvegna fær hann
ekki svör við spurningum sfnum.
Einsemd hans er geigvænleg.
„Ég stend utan við allt” segir
hann, „Mér finnst mennimir vera
úlfar.” Hann neitar að trúa á guð.
Hvað hefur hann að gera við þann
guð sem borgararnir hafa fundið
upp sér til huggunar?
Það sem mér fannst einna
athyglisverðast við þessa mjög
svo athyglisverðu mynd var að
umhverfið sem Kaspar Hauser
stendur andspænis er i sjálfu sér
ekki óvinveitt honum. þ.e.a.s. á
yfirborðinu. Þetta er mannúðlegt
umhverfi. Sú tegund borgara-
legrar mannúðar sem afgreiðir
vandamál með þvi að loka þau
niðri I skúffum og gleyma þeim.
Gleymir samt ekki að skrásetja
þau fyrst. Þá fyrst anda þessir
menn léttar þegar Kaspar hefur
verið drepinn og krufinn og I ljós
kemur að heili hans var að ein-
hverju leyti afbrigðilegur. Þá vit-
um við það, segja þeir hamingju-
samir og lausir viö allar áhyggj-
ur. Það andrúmsloft sem slikir
menn skapa er besta meðal sem
til er við skáldagrillum og list-
rænum, órum. Allt slikt koðnar
niður i lognmollu borgaralegs
velsæmis. Kaspar langar til að
segja sögu sem honum hefur dott-’
ið i hug, en hann kann aðeins
byrjunina. „Þú átt ekki að segja
sögu fyrren þú veist hvernig hún
endar” segir kennari hans.
Kaspar spyr: „Til hvers er
kvenfólk eiginlega? Af hverju er
það alltaf inni að elda mat og
prjóna? Af hverju má það ekki
vera úti?” Ekkert svar.
Kaspar kann ekki neitt þegar
hann kemur i þetta umhverfi.
Honum er kennt — upp að vissu
marki. Honum er ætlað að leika
ákveðið hlutverk, hegða sér i
samræmi við ákveðið munstur.
Þegar hann fer út fyrir þessa
þröngu ramma, leitar i aðrar átt-
ir, bregst samfélagið illa við. Það
var ekki ætlast til að hann færi að
leita sannleikans eða raunveru-
íegrar lifsfyllingar. A endanum
erhann drepinn og gátan er jafn-
óleyst og hún var 1 myndarbyrj-
un.
Náttúrubarnið andspænis siðmenningunni.
HÖFUM OPNAÐ
sportmagasín á tveimur hæðum í húsi Litavers við Grensásveg 22
Allar tegundir af sportvörum, m.a. iþróttaskór, Adidas
og Góla. Dunlop iþróttavörur.
íþróttatöskur allar gerðir og margt, margt fleira.
Allar stærðir af bolum. Allt fyrir vetrarsport.
Skiði, skautar og snjóþotur. Skiptum á notuðum og nýj-
um skautum.
Allt fyrir hestamenn, reiðtygi, allar ólar og gjarðir.
Allar tegundir af skeifum, m.a. skaflajárn.
Allar stærðir af byssum og skotfærum.
Allt fyrir sport- og veiðimenn.
Ódýru barnaskíðasettin eru komin. 3.775 kr. settið.
Allt til jólagjafa
Nýtt glæsilegt sportmagasin hefur verið opnað i húsi Litavers við Grensásveg 22. Næg bilastæði.
Sportmagasínið Goðaborg hf.
Sími 81617 — 82125