Þjóðviljinn - 18.01.1977, Síða 7

Þjóðviljinn - 18.01.1977, Síða 7
Þriöjudagur 18. janúar 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 7 Hvaöa hagsmunir ýttu Ródesíu ráö- stefnunni af stað? Alltfráþviaðendi var bund- inn á nýlendustefnu portiigala hefur atburðarásin i suðurhluta Afriku verið svo hröð aö vest- rænum rikjum sem þar hafa hagsmuna að gæta, stendur ógn af. óðalsbóndinn i Suður-Afriku sá þann kost vænstan að segja hjáleigukarlinum i Ródesiu að semja við blökkumenn hið fyrsta þvi skæruhernaður zimbabwemanna var farinn að bera umtalsverðan árangur. Genfarráðstefnuna um fram- tið Zimbabwe og frumkvæði Kissingers verðiír að skoða i ljósi framangreindra stað- reynda. En hvaða hagsmunir voru það nánar tiltekið sem ýttu ráðstefnunni af stað og um hvað er i rauninni þrefað i Genf? Hagsmunir breskra og bandarískra fyrirtækja Bresk og suðurafrísk fyrir- tæki nema gull og demanta úr jörðu i Ródesiu. Samsteypa þessi, Oppenheimerhringurinn, á sterk itök i öllum námugreftri i suðurhluta álfunnar, og i Ródesiu einni eru dótturfyrir- tæki hennar a.m.k. 13 að tölu. Breska fyrirtækið Lonrho, sem starfar i fjölmörgum sjálfstæð- um Afrikurikjum, ræður ánnig 'miklu i efnahagslífi Ródesiu, 'þótt umsvif þess komist ekki i hálfkvisti við umsvif Oppen- heimersamsteypunnar. Fyrir- tækið á fjölmargar plantekrur, námur og verksmiðjur i Ródeslu. Mörg bandarisk fyrirtæki hafa einnig hagsmuna að gæta i Ródesiu, þar á meðal dóttur- fyrirtæki Union Carbide, auð- hringsins sem gafst upp á málmblendinu I Hvalfiröi. Þessi auðhringur og fleiri af banda- riskum ættum sýndu á slnum tima hvaða þýðingu f járfesting þeirra I Ródesíu hefur fyrir efnahagslif bandarikjamanna, þar sem þeim tókst að rjúfa við skiptabannið sem sett var á Ródesiu með þvi að þrýsta á stjórnvöld. Fjárfesting banda- riskra fyrirtækja i Suður-Ariku hefur aukist mjög á siðustu ár- um og gróði þeirra slær öll met. Sum árin hefur arðsemishlutfall fjárfestingar Union Carbide I Suður-Afriku t.d. verið tvisvar sinnum hærra en arðsemishlut- fall bandariskrar fjárfestingar annars staðar á erlendri grund. Þessi gifurlegi gróði er ekkert yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Vel- gengni umræddra fyrirtækja i suðurhluta Afriku endurspeglar vitanlega þau sultarlaun og eymdarkjör sem eru hlutskipti þorra blökkumanna i Suður- Afriku, Ródesiu og Namibiu. En þar sem kúgunin er alger, þar sem hún birtist á öllum sviðum samfélagsins, er krafan um algera umsköpun sett á odd- inn. Það er óttinn við siika kröfu sem hefur knúið erindreka al- þjóðlegs auðmagns til að set jast að samningum i Genf áður en fokið er i öll skjól. Frelsun alþýðunnar A næstu mánuðum mun fram- tið Zimbawe verða ráðin. Ljóst er að innan skamms mun meiri- hlutastjórn blökkumanna taka við völdunum. Samt er full snemmt að segja fyrir um hvernig skipan mála mun verða, en við getum sagt að hún markist af tveimur skyldum atriðum, styrkleikahlutföllum hinna ýmsu blökkumannahópa og afskiptum bandarikjanna af deilum þeirra. Erfitt er að gera sér fyllilega Eftir Gísla Pálsson menntaskóla kennara grein fyrir stöðu blökkumanna- hreyfingarinnar, enda er hún i stöðugri mótun og þar að auki margklofin. Hinn róttæki armur skæru- liðahreyfingarinnar I Zimbabwe hefur þegar lýst þvi yfir að endanlegt markmið barátt- unnar sé ekki svartur forsætis- ráðherra heldur frelsun alþýð- unnar og þvi er óliklegt að samningamennirnir i Genf geti komist að samkomulagi um framtiðarskipan i Zimbabwe. Yfirlýstur áhugi bandarikja- stjórnar á að færa blökkumönn- , um völdin i hendumar kann þvi að vikja fyrir hræðslunni við al- heimskommúnismann, og þá mun Suður-Afrika fá hlutverk sem hæfir herstyrknum er hún hefur yfir að ráða. Þegar verður vart þeirra sjónarmiða hjá ráðamönnum Nató að nauösynlegt sé að sporna gegn „yfirgangi” so- véska flotans við suðurodda Afriku og margt bendir til þess að Natóríkin séu að treysta grunn apartheidrikisins. Með þvi að viðhalda óbreyttu ástandi i Suður-Afriku hyggjast þau tryggja óbreytt valdahlutföll á suðurhveli jarðar. Stjórn Suður- Afriku hefur notið aðstoðar Natórikja við að smiða sin eigin kjarnorkuvopn, og vopnabúr suðurafrikustjórnar er e.t.v. einhver alvarlegasta ógnun við heimsfriðinn. En um leið endurspeglar það þá staðreynd að stjórnin hefur vaxandi áhyggjur af hinum undirokaða fjölda sem óhjávæmilega mun risa upp og taka örlög sin I sinar eigin hendur og sú stund færist óðum nær. Mótmæli — nema á íslandi í gær efndu fjölmörg öflug verkalýðssambönd i Evrópu til mótmælaaðgerða gegn ógnar- stjórn Suður-Afriku. Hliðstæðar aðgerðir hafa ekki verið skipu- lagðar hér á landi að þvi er ég best veit, en vilji menn leggja baráttunni lið geta þeir tekið þátt i starfi Afrikuhóps Vlet- namnefndarinnar, sem er opin öllum þeim er vilja sporna gegn heimsvaldastefnu. Hópur þessi safnar upplýsingum um fram- vindu mála i ýmsum Afrikurikj- um og gefur út ritið Samstöðu. Eitt af þvi sem hópurinn hefur á prjónunum er barátta gegn innflutningi á suður-afriskum vörum til landsins. Islenskur húsgagnaiðnaður: Nýja línan vekur athygli í Khöfn i desember s.i. tóku Otflutningssamtök hús- gagnaframleiðenda þátt í Scandinavían Fair for Contract Furnishings í Bella Center K.höfn, sem var sýning á húsgögnum fyrir stofnanir, skrifstof- ur, banka, spítaia, skóla, elli- og hjúkrunarheimili, hótel o.s.frv. Sýnd var ný llna i skrifstofu- húsgögnum, skrifborð, fundar- borð, vélritunarborð, skjalaskáp- ar og skúffur, hjólavagnar og til- heyrandi stólar við hin ýmsu borð. Skrifstofuhúsgögn þessi, nefnd „TABELLA”, eru fram- leidd af Gamla Kompaniinu h.f. og teiknuð af Pétri B. Lúthers- syni. Ennfremur voru sýndir leðurstólar og borð frá Kristjáni Siggeirssyni h.f., eftir Gunnar H. Guðmundsson. Islenska sýningarsvæðiðog húsgögnin vöktu mikla athygli. Viðurinn i „TABELLA” er mjög ljóst beyki. Rauðar skúffuhöldur og stilliskór á borðfótum, ásamt afar fallegu rauðu Gefjunar- áklæði á stólum, sköpuðu skemmtilegan heildarsvip. Abyrgir aðilar létu svo um mælt, að hér væri á ferðinni eitthvað nýtt, með skandinavisku yfir- bragði en alþjóðlegt þó, og mörg- um kom á óvart hversu mikið húsgagnaiönaðinum á Islandi hefur fleygt fram. Nokkur alvarleg viðskiptasam- bönd náðust, er lofa góðu, en ár- angur sýningarinnar veröur eðli- lega að skoðast i ljósi þess hvert framhaldið verður, þ.e. hvort náðst hefur I hin réttu viðskipta- sambönd á réttum stöðum. islenska sýningarsvæðið i Bella Center I Khöfn. „Tabella” skrif- stofuhúsgögn. Sementsalan hraöminnkar Börn hrynja niöur í flóttamannabúðum Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi seldi á árinu 1976 alls 149.563 tonn af sementi. Árið 1975 var salan 159.391 tonn og varð því samdráttur í sements- sölunni um 6.2% á árinu. Gert er ráö fyrir enn frekari samdrætti á þessu ári. Heildar- velta fyrirtækisins varð um 2.1 milljarður isl. krona árið ’76, en var 1975 um 1.5 miljarðar. Selt var 1.3% meira af portlandssem- enti (110.586 tonn 1975 en 112.082 tonn ’76) , 14.9% minna af hrað- sementi (23.838 tonn ’75 en 20.292 ’76) 17.2% minna af faxasementi (20.718 tonn ’75 en 17.149 ’76) og einnig minna af öðru sementi. Faxasement var eingöngu selt til Sigölduvirkjunar og er þeim viðskiptum nú að mestu lokið. Sala á portlandssementi og hrað- sementi er I heild svipuð upphæð bæði á árinu ’75 og ’76. Aætlað er nú að sementssala i heild verði 133 þús. tonn i ár, ’77. QUEENSTOWN, Suður-Afriku 11/1 — Fréttir benda til þess að allt aö 300 börn hafi dáið úr sjúk- dómum og af illri aðbúö i búðum flóttamanna frá Transkei, riki því er nýlega var stofnað upp úr sér- svæði Khosa-þjóðarinnar. Fjöldi mannsúrhéruðunum Herschel og Lady Grey, sem mótfallnir voru sameiningu héraðanna við Transkei, hafa siðan flúið þaðan og eru um 35.000 þeirra f umrædd- um flóttamannabúðum, sem eru á Ciskei-sérsvæöinu. Allt að þvi fimm börn eru sögö deyja dag- lega i búðunum, og miklar rigningar hafa aukið mjög á van- liðan þeirra, sem þar hafast við. Transkei var stofnað að til- hlutan suðurafrisku stjórnar- innar i samræmi við þær fyrirætl- anir hennar að gera öll sérsvæði blökkum. sjálfstæö að nafninu, til, og er fyrirhugað aö allir blökkumenn landsins hafi aðeins borgararéttindi í þessum rikjum, enda þótt meirihluti þeirra búi utan þeirra. Almennt er litið á Transkei sem suðurafrískt lepp- riki, enda hefur ekkert riki viður- kennt það nema Suður-Afrika ein.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.