Þjóðviljinn - 12.02.1977, Side 3
Laugardagur 12. íebrúar 1977 ÞJóÐVILJINN — StÐA 3
Líkur á samstjórn
Glistrups og Venstre
Kratar vilja
byggja
kjarnorkuver
Frá Stefáni Ásgrímssyni/
fréttaritara Þjóðviljans í
Kaupmannahöfn, 11/2: A
þriðjudaginn kemur ganga
danir til kosninga, og eftir
þvi sem nær dregur eykst
óvissan um það, hverskon-
ar stjórn taki við eftir þær.
Niðurstöður nýjustu
skoðanakönnunarinnar,
sem birtar voru í morgun,
sýna að ekki er útlit fyrir
miklar breytingar á fylgi
flokkanna. Helstu breyt-t
ingarnar, sem búast má
við ef marka má niður-
stöðurnar, eru þær að
Venstre, flokkur Pouls
Hartling, tapi nokkru fylgi
til sósíaldemókrata og að
einhverjar tilfærslur verði
milli verkalýðsflokkanna.
NiðurstöBurnar gera ráö fyrir
að sósialdemókratar fái 28,8% at-
kvæða og borgaraflokkarnir aörir
en Glistrup til samans 47,4%,
Venstre þar af 16%. Framsóknar-
flokki Glistrups er spáð 14,3% og
flokkunum þremur til vinstri við
krata samanlagt 9,3%. Eftir
þessu að dæma munu kratar taka
fylgi frá þeim. Sósialdemokratar
standa sterkast að vigi á höfuð-
borgarsvæðinu og hafa þar 37%
samkvæmt niöurstööunum. sem
eru frá könnunarstofnuninni
Observa og blaðið Aktuelt, ser er
mjög hlynnt krötum, Ibirti.
Borgaraflokkarnir aðrir en
Glistrup eru hinsvegar veikastir i
Kaupmannahöfn og nágrenni og
hafa þar aö sögn Observa og
Aktuelt 29% til samans og Fram-
sóknarflokkurinn aðeins 9%.
Flokkunum þremur til vinstri við
krata er spáð 23,2% á höfuð-
borgarsvæðinu, svo aö þeir eru
langsterkastir þar.
Allt er óvist um það, hvaða
flokkar myndi stjórn eftir kosn-
ingar, og fer það eftir þvi hvort
Venstre Pouls Hartling stígur
frekar i hægri eða vinstri löppina.
Niðurstöður skoöanakannana
hafa veriö Venstre óhagstæðar,
og þorir Hartling þvl ekki aö
kveða upp úr með það, hvort
hann gangi eftir kosningar til
stjórnarsamstarfs við Glistrup
eða Anker Jörgensen, en báðir
biöla þeir nú ákaft til hans.
Anker Jörgensen hefur háð
kosningabaráttuna á þeim grund-
velli, að framhald verði á sam-
vinnu hans viö borgaraflokkana,
nánar tiltekið ágústflokkana svo-
kölluðu, sem auk sósialdemó-
krata eru lhaldsfokkkurinn,
Venstre, miðdemodratar og
Kristilegi þjóöarflokkurinn. Von
hans er þvl að kjósendur veiti
fyrst og fremst krötum og þar
næst téöum borgaraflokkum
nægilegan stuðning til að svo geti
oröiö. Kratar hafa i samvinnu við
Loðnan á
ferð vestur
Heldur var dauft hljóöið i
mönnum er við slógum á þráðinn
til loðnunefndar I gærdag. Sólar-
hringinn áður, þe. frú miðnætti
aðfaranótt fimmtudags til jafn-
lengdar aðfaranott föstudags,
höfðu 10 bátar tilkynnt um afla,
samtals 2.900 tonn. Og það sem af
var gærdeginum höfðu aðeins 2
bátar tilkynnt 800 tonna afla.
Andrés Finnbogason i loönu-
nefnd skýrði þessa aflatregðu
meö leiöindaveöri auk þess sem
mikil ferð er á loðnunni, hún
veöur vestur með landinu í fyrri-
nótt voru flestir bátarnir út af
Stokksnesi og VSV af Hvalbak.
Nú hefur verið landað loðnu alls '
staðar á svæðinu frá Siglufirði
austur um til Vestmannaeyja. A
Austfjaröahöfnum er hægt að
taka viö 8 þúsund tonnum um
helgina en einnig er nokkurt
þróarrými i Eyjum.
Aðeins einn bátur hefur landað
fyrir vestan Eyjar og helgaðist
þaö af þvi að hann þurfti að sinna
einhverjum erindum. Að ööru
leyti hafa skipin ekki notfært sér
flutningsstyrkinn nema það litil-
ræði sem greitt hefur verið fyrir
landanir i Eyjum.
Heildarloönuaflinn það sem af
er vertiöinni nemur nú um 197
þúsund lestum.
—ÞH
Kúbanskt tón-
listarkvöld
í Stúdentakjallaranum annad kvöld
Annað kvöld, sunnudag
gangast Vináttufélag tslands og
Kúbu — VtK - og funda- og menn-
ingarmálanefnd Stúdentaráðs
fyrir tónlistarkvöldi f Stúdenta-
kjallaranum. Verður þar leikin
ný kúbönsk tónlist sem VIK hefur
nýlega borist.
Kúbumenn eiga sér geysimik-
inn tónlistararf enda geta þeir
leitað fanga til fjögurra heims-
álfa i þeim efnum. 1 tónlist þeirra
ægir þvl saman óliklegustu áhrif-
um og ef finna ætti eitt orð til aö
lýsa henni væri þaö helst
fjölbreytni.,
Yngri kynslóö tónlistarmanna á
Kúbu hefur tekið fullt mið af
þessu I sinni listsköpun. 1 tónlist
þeirra er blandað saman angur-
værum ljóöasöng af spænskum
toga, taktfastri tónlist þar sem
afriskar trumbur leika aðalhlut-
verkið og góðu rokki sem hvert
gaddavirsband á Vesturlöndum
gæti verið hreykið af.
Yrkisefnið I textum þessa fólks
er ekki síöur f jölbreytt. I þeim má
finna rómantlskar ástarjátn-
ingar, dýrðaróða til José Marti,
Che Cuevara og Ho Chi Mihn,
almennar hugleiöingar um llfið
og tilveruna og pólitlskar trúar-
játningar.
Það er einmitt þessi tónlist sem
verður kynnt i Stúdentakjallaran-
um annað kvöld. Þar mun Ingi-
björg Haraldsdóttir kynna
tónlistina, tónlistarmennina og
greina frá innihaldi textanna.
Hennar þáttur stendur I l—l 1/2
klukkustund en siðan veröur leik-
in tónlist áfram og geta menn þá
setið undir henni og rabbað sam-
an yfir kaffibolla eða einhverju
öðru. Húsið verður opnað kl. 20.30
og aögangur er ókeypi*
Alþýöusambandiö lagt fram áætl-
un, sem gerir ráð fyrir atvinnu-
aukningu og eru þar efst á baugi
orkumálatillögur, sem fela meðal
annars I sér byggingu kjarnorku-
vera. Samkvæmt áætluninni veit-
ir framkvæmd hennar 15.000
manns i viðbót atvinnu árlega
næstu fjögur árin. Auk þess er
áætlað að byggja yfir 40.000 ibúðir
næstu tólf mánuöina. Við að
skapa atvinnu fyrir þennan f jölda
sparast að sjálfsögðu atvinnu-
leysisbætur og slðan, er orkuver-
in komast I gagnið, gjaldeyrir.
Gallinn við orkumálaáætlunina
er sá, að andstaöan við kjarnork-
una er mikil og almenn og þvi
ekki vist að hún veiti sósial-
demókrötum það brautargengi
sem þeir vænta, svo að þeir geti
myndað meirihlutastjórn með
fyrrnefndum borgaraflokkum,
sem Anker Jörgensen hefur lofaö
auknum áhrifum og ráöherrastól-
um og jafnframt lýst þvi yfir, að
samstarf viö Kommúnistaflokk-
inn, vinstrisósialista og Sósial-
iska þjóöarflokkinn komi ekki til
greina.
En það eru fleiri, sem ætla sér
hlutdeild i rikisstjórn eftir kosn-
ingar. Glistrup stefnir að þvi að
mynda meirihlutastjórn með
stuðningi og aöild annarra
borgaraflokka og ætlar sér og
Hartling þar stærstan hlut.
Draumar Glistrups eru vissulega
ekki svo fjarstæöukenndir, þvi að
ekki er langt siðan Erhard Jacob-
sen lýsti þvi yfir aðspurður um,
með hverjum hann helst kysi að
vinna eftir kosningar, að hann
byggist við litlum breytingum á
atkvæðahlutfalli flokkanna og þvi
byggði hann á óbreyttri samstöðu
með krötum. En ef svo óllklega
vildi til að ööruvisi færi, myndi
hann vinna með borgaralegri
stjórn, þótt meh aðild Fram-
sóknarflokksins væri, af sömu
trúmennsku og með siðustu
stjórn. Glistrup segist stefna að
þvi að mynda stjórn með flokk-
um, sem skilji hiö efnahagslega
samhengi, eins og hann oröar
það, og verði valdahlutföllin inn-
an stjórnarinnar eftir atkvæða-
magni aðildarflokka. Sýnt er þvi
að I þeirri stjórn myndu þeir ráða
ferðinni Glistrup og Hartling, og
þykir þaö mörgum heldur ókræsi-
leg tilhugsun.
Þeir flokkar auk Framsóknar-
flokksins, sem að mati Glistrups
„skilja hið efnahagslega sam-
hengi”, eru Venstre, Ihaldsflokk-
urinn, Kristilegi þjóðarflokkur-
inn, Réttarsambandið, miðdemó-
kratar og flokkureftirlaunafólks,
og er af þessu ljóst að eftir kosn-
ingar veröur haldið meiriháttar
uppboð á borgaraflokkunum
Meirihlutasamstarf
rofnar í bæjar-
stjórn Eskifjarðar
Eftir síöustu bæjar-
st jórnarkosningar á
Eskifiröi náöist sam-
komulag um stjórn
bæjarins og kosningu á
bæjarstjóra meö fulltrú-
um núverandi rfkis-
stjórnarflokka og Al-
þýðuf lokksins. Þennan
meirihluta skipa tveir
sjálfstæðismenn, tveir
framsóknarmenn og einn
alþýðuf lokksmaöur en í
minni hlutanum eru tveir
alþýðubandalagsmenn.
Að undanförnu hefur nokkurr-
ar ólgu gætt innan bæjar-
stjórnarmeirihlutans og heldur
þar nú viö fullum friöslitum.
Ágreiningurinn liggur I mis-
munandi viðhorfum til þess,
hvernig afla skuli húsnæðis fyr-
ir dvalarheimili aldraðra.
I gær hafði biaðið samband
við Hrafnkel Jónsson, fréttarit-
ara sinn á Eskifiröi, og sagöist
honum svo frá:
I gær kom fjárhagsáætlun
Eskifjarðar til annarar umræðu
hjá bæjarstjórn. Við afgreiðslu
hennar kom i ljós djúpstæöur
ágreiningur á milli fulltrúa
meirihlutaflokkanna I bæjar-
stjórn, svo ekki er annaö að sjá,
en sá meirihluti, sem myndaö-
ur var eftir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar, sé úr sög-
unni. Meirihlutann mynduöu þá
tveir fulltrúar Sjálfstæöisflokks,
2 fulltrúar Framsóknarflokks
og l fulltrúi Alþýðuflokks, en
tveir fulltrúar Alþýðubandalags
voru I minnihluta. Meiri hlutinn
stóð siðan að kosningu Jóhanns
Clausens sem bæjarstjóra.
Samstarf meirihlutans hefur
gengið skrykkjótt að undan-
förnu en það atriði, sem virðist
ætla aö ráða úrsiitum nú, var
afstaðan til lausnar á dvalar-
heimili fyrir aldraða. Fulltrúar
Alþýðubandalags og
Sjálfstæðisfl. töldu þörf fyrir
dvalarheimili svo brýna, að þeir
vilja ráðast i kaup á íbúöarhúsi,
sem falt er, til þessara nota. og
teija bæjarfélagið ekki hafa ráð
á að byggja nýtt dvalarheimili
fyrr en þá aö nokkrum árum
liönum. Var tillaga um þessa
aðferð samþykkt I gær af full-
trúum Alþýðubandalags og
Sjálfstæðisfi. Afstaöa fram-
sóknarmanna, krata og svo
bæjarstjóra var hinsvegar sú,
aö halda sig við fyrirhugaða
elliheimilisbyggingu og töldu
þeir þá leið heppilegri sem
framtiðarlausn.
Þess skal getið, aö 346 eskfirð-
ingar höfðu lýst vilja sfnum til
aö keypt yrði hús til nota fyrir
dvalarheimili.
Viðbrögð bæjarstjóra við
samþykkt tillögu Alþýðubanda-
iags og Sjálfstæðisfl. voru þau,
að hann nam samþykktina Ir
giidi og kvaðst vilja fá úrskurð
félagsmálaráðuneytisins i þessu
máli. Það mátti síðan skilja á
fulltrúa Sjálfstæðisfl., Guö-
mundi Auðbjömssyni, að með
þessu væri stuðningi við bæjar-
stjóra lokiö af þeirra hálfu og
þá væntanlega samstarfi þeirra
flokka, sem myndað hafa meiri
hluta innan bæjarstjórnar Eski-
fjarðar. hj/mhg
Yfirlýsing frá Súöavík
Viö undirritaöir félags-
menn i Verkalýös- og sjó-
mannafélagi Alftfirðinga,
Súöavík, sem studdum
framboð núverandi stjórnar
félagsins lýsum furðu okkar
á þeim skrifum, sem komu
fram I Þjóðviljanum þann
8.2. s.l. frá fráfarandi
. formanni félagsins, Heiðari
Guðbrandssyni I sambandi
við stjórnarkjör i félaginu og
lýsum þvi sem marklausum
orðum og staðlausum stöf-
um, að Börkur Akason,
framkvæmdastjóri Frosta
h.f., Súðavik, eða nokkur
annar aðili hafi reynt að
beita áhrifum sinum á
skoðanir okkar i sambandi
við stjórnarkjör félagsins, og
lýsum yfir skömm okkar á
slikum fréttaflutningi.
Súðavfk, 10.2 1977
Steinunn Jónatansdóttir,
Ingbjörg Olafsdóttir,
Kristján Jónatansson, Ingi-
björg Egilsdóttir, Friða
Ölafsdóttir, Þorbergur
Þorbergsson, GIsli Sigur-
björnsson, Halldór Þórðar-
son, Sigrlður Kristjánsdóttir,
Guðmundur Halldórsson,
Halldór Guðmundsson, Ingi-
björg Guömundsdóttir,
Sigurgeir Garöarsson,
Þorvarður Hjaltason.
De Oriol og Villaescusa lausir
MADRID 11/2 Reuter — Tilkynnt
hefur verið I höfuðborg Spánar að
lögreglan hafi leyst úr haldi þá de
Oriol, forseta rlkisráðsins, og
Villaescusa hershöföingja, for-
seta hæstaréttar hersins, I dag, og
eru þeir aö sögn við góöa heilsu.
Þeim fyrrnefnda var rænt fyrir
nlu vikum, hinum fyrir þremur
vikum. Lögreglan kveðst hafa
handtekið suma þeirra, sem
námu þessa tvo menn á brott, en
engin nánari skýring var gefin á
þeim atburðum né heldur sam-
tökum þeim dularfullum, kölluð-
um GRAPO, sem lýstu brottnámi
hinna tveggja framámanna á
hendur sér.