Þjóðviljinn - 09.03.1977, Page 3

Þjóðviljinn - 09.03.1977, Page 3
Miövikudagur 9. mars 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 RÚMENIA: Þúsundir taldar hafa farist BtJKAREST 8/3 Reuter — Vitaö er meö vissu aö yfir 1100 manns fórust i jaröskjálftanum mikla á Balkanskaga noröaustanveröum, flestir þeirra i Rúmeniu en yfir 80 i Búlgariu. Taliö er vlst aö miklu fleiri hafi farist, en ennþá er hvergi nærri lokiö leit i rústum hruninna bygginga. Meðal þeirra, sem vitað er að fórust i Búkarest, eru Alexandru Ivasiuc, kunnur rithöfundur, og Raun veruleikinn rœður úrslitum en hvorki sáttasemjari né nýjar reglur um embættið, segir Torfi Hjartarson — Þetta kom dálitib á óvart aö málinu skyldi vlsaö til sátta svona fljótt, sagöi Torfi Hjart- arson, sáttasemjari, I stuttu viötaii viö blaöiö i gær. — Það er svona heldur stefnt að þvi að reyna að komast inn á Hótel Loftleiöir siðar I mánuðin- um, þegar þarf að fara að halda stærrifundi. En það rekst vist á viö skákmótiö, svo úr vöndu getur orðið að ráða. Torfi Hjartarson, sem nú er á 75. aldursári, mun nú stýra samningum enn einu sinni á- samt Loga Einarssyni, vara- sáttasemjara. Hann sagði i gær, aö menn skyldu ekki halda aö sáttasemjari gæti miklu ráðið um samninga. Það gerði hvorki hann né nýjar lagareglur og breytingar á embættinu. — Það er raunveruleikinn sjálfur sem ræður úrslitum , timinn, þróun viðræðnanna og svo pólitlkin I ýmsum myndum sem ráða úr- slitum, sagði Torfi. —ekh. Innlend skipasmíði stefnir nú í strand segir Jón Sveinsson forstjóri í Stálvik i tilefni af sjósetningu Ellnar Þorbjarnardóttur ÍS 700 hjá Stál- vlk haföi Þjóöviljinn samband viö Jón Sveinsson forstjóra og spuröi hann um ástand og horfur I inn- lendum skipasmiðum. Hann sagöi aö nú eftir aö eigiö framlag skipakaupenda tilaðkaupa sldp i islenskum skipasmlöastöövum heföi veriö hækkaö úr 10 i 15% sigldu innlendar skipasmiöar I strand og væru nú flestar stöövarnar orönar verkefnalaus- ar. Einna best stæöu Slippstöðin á Akureyri og Stálvik. Slöarnefnda fyrirtækiö er nú aö smiöa annan skuttogara og hefur þannig verk- efni i eitt ár. Æskilegt er taliö aö stöövarnar hafi verkefni til tveggja ára. Jón sagöi að aukning hefði oröiö I íslenskri skipasmlöi 1968-1969 og þá heföi innflutningur á skipum eiginlega lagst niður. En á árinu ara i landinu. Tveir eru I Slipp- stöðinni á Akureyri, einn i Stálvik eins og fyrr sagði og 1 hjá Skipa- smíðastöð Marseliusar Bern- harðssonar á isafirði. Flestar aörar stöðvar standa uppi verk- efnalausar i nýsmiöi. Stöðin á tsafirði lýkur sinum skuttogara i vor og hefur ekki fengið ný verk- efni. Það er þvi vægast sagt óbjörgu- legt ástandið i nýsmiðum innan- lands eins og er, sagði Jón að lok- um, á sama tima og innflutningur skipa er bó nokkur. —GFr A þessu korti af Rúmeniu má sjá höfuöborgina Búkarest og fyrir noröan hana er Ploiesti þar sem afleiðingar jaröskjálftans mikla uröu hvaö mestar en hann átti upptök sin skammt frá borginni. að minnsta kosti átta aörir þekkt- ir framámenn i menningarlifi Rúmeniu. Tugir lika hafa verið grafin i kirkjugörðum umhverfis höfuðborgin.1, en fjölmörg lik, sem eru svo illa leikin að erfitt eða ómögulegt hefur reynst að bera kennsl á þau, eru I likhúsum. Utan Búkarest varð tjónið hvað mest i Ploesti, helstu olíuborg landsins. Þar urðu um 2000 bygg- ingar fyrir meiri eða minni skemmdum, og eru þar af nærri 200 algerlega i rústum. Yfir helm- ingur af um 70 oliuiðjuverum á svæðinu varð fyrir meiri eða minni skemmtun, og embættis- maður einn komst svo að oröi, að jarðsjálftinn hefði eyðilagt ár- angur fimm ára framfara i Ploesti og jafnvel enn meira sumsstaðar annars staðar I land- inu. Hjálparbirgðir erlendis frá streyma nú inn i Rúmeniu, þann- ig hefur Vinarborg sent lyf og lækningagögn fyrir sem svarar 35.000 sterlingspund. — Auk tjónsins i Rúmeniu og Búlgaríu er nú vitað að jaröskjálftinn olli miklu tjóni i Júgóslaviu. I borg- inni Negotin skemmdust þannig yfir 1000 byggingar, og eru þar af nærri 100 taldar algerlega ónýtar. Fyrsti fundur Hússeins og Arafats í sex ár AMMAN 8/3 Reuter — Þeir Hússein Jórdanlukonungur og Jasser Arafat, aðalleiðtogi baráttusamtaka palestiu- manna (PLO), ræddust við i dag I svitu konungs I Hilton- hóteli i Kairó, og er þetta fyrsti fundur þeirra I sex ár. Ræddu þeir að sögn Palestinu- málin aimennt, samskipti palestinumanna og Jórdaniu, hugsanlega samræmingu á viðhorfum Arabarikja þeirra, er eiga lönd aö Israel og nú- verandi ástand fyrir Mið- jarðarhafsbotni. Aðeins fjórir dagar eru nú þangað til þjóöarráð palestinumanna, sem starfar sem þjóðþing þeirra i útlegö, kemur saman i Kairó. Jón Svelnsion 1969 var eigið framlag skipakaup- enda af innlendum aöilum hækk- að úr 10% 115% einsog gerðist aft- ur á siöasta ári og það hefði oröiö til þess að islenskar skipasmiðar stefndu á ný að núlli. Þá hefði aft- ur eigið framlag verið lækkað i 10% og þá snerist þetta á ný við og 1972 var mjög gott ár I þessum smiöum. Þá voru afköstin hins vegar aöeins rúmlega 1000 rúm- lestir. Nú er verið að smiða 4 skuttog- Krefiast aðgangs að Islandsmiðum á ný BRUSSEL 8/3 Reuter — Bret- land leggur nú fast aö stjórnar- nefnd Efnahagsbandalags Evrópu aö hefja á ný samninga- umleitanir viö tsland meö þaö fyrir augum, aö Islendingar leyfi aftur breskum togurum aö veiöa innan Islensku 200 milna fiskveiöilögsögunnar. Finn Olov Gundelach, stjórnarnefndar- maöur EBE um landbúnaöar- og fiskveiöimál, svaraöi tilmæl- um Davids Owen, utanrlkisráö- herra Bretlands, um þetta á þann veg, aö islendingar heföu ekki enn gefið þaö skýrt til kynna, hvort þeir vildu fisk- veiöisamning viö EBE ebur ei. Þetta kom fram á fundi utan- rtkisráðherra EBE I dag, en á þeim fundi samþykktu ráðherr- arnir i meginatriðum að fram- lengja ef nauðsynlegt reyndist bráðabrigðaleyfi þau, sem aust- urevrópsk fiskiskip hafa til veiða á EBE-miðum, en núgild- andi leyfi renna út 31. mars. Að kyssa á vöndinn Kosið til Stúdentaráðs A morgun, fimmtudag, veröur kosiö til Stúdentaráös Háskóla is- lands og jafnframt tveir af fjór- um fulltrúum stúdenta I Háskóla- ráöi en þaö er æösta stjórnar- stofnun skólans. Kosningabaráttan er nú i al- gleymingi en hámarki nær hún i kvöld á framboösfundi I hátiöar- sal skólans. Sá fundur hefst klukkan 20 og veröur sú nýbreytni viðhöfð að útvarpað er frá um- ræöunum á miöbylgju, 1412 kHz, þe. 212 metrum. Geta þá þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á fund- inn fylgst með þvi þegar fylking- um hægri- og vinstrimanna lýstur saman I hátiöarsalnum. En það er barist á öllum vig- stöðvum. Þegar blaðamann Þjóð- viljans bar að garöi i félagsheim- ili stúdenta I gær voru þar allir veggir þaktir veggspjöldum beggja lista og um öll borö I mat- salnum flutu dreifibréfin eins og skæðadrifa. A þeim voru ávirð- ingar andstæöinganna tiundaðar og lýst eigin ágæti. Einna hæst ber I þessari kosn- ingu þær fjöldatakmarkanir sem komnar eru á I nokkrum deildum og grunur leikur á að eigi að inn- leiða i öðrum. Þær hafa I för með sér að ákveöið er fyrirfram aö að- eins skuli tilteknum fjölda hleypt upp af hverjum árgangi. I opnu - grein blaðsins i gær sögöu nokkrir læknanemar frá þvi hvernig þessi regla — oftast nefnd Numerus clausus — bitnar á þeim, en þeir kváðust vera „með- höndlaöir eins og kartöflupokar.” Vinstrimenn hafa markaö skýra stefnu I þessu máli: þeir eru á móti fjöldatakmörkunum I hvaða mynd sem þær birtast og vilja afnema þær sem þegar hafa verið innleiddar. Eins og i flest- um öðrum málum greinir þá á við hægrimenn i þessu. Vökumenn greiddu atkvæði gegn stefnu vinstrimanna þegar hún kom til afgreiðslu i Stúdentaráði. Báru þeir upp sina eigin tillögu þar sem segir ma. að ,,ef Háskólinn er neyddur til að framkvæma fjöldatakmarkanir, er það álit SHl að það sé hagsmunamál stúdenta, aö framkv.: þeirra sé alltaf með sem skástum hætti...” og siöar: „Ef: skólinn er knúinn til aö beita Numerus clausus á að framkvæma hann sem fyrst á námsleiöinni...” Það er semsé ekki véfengt að skólayfirvöld hafi hugsanlega rétt til aö taka upp fjöldatakmarkanir. Þessa tillögu bar upp Steingrimur Arason sem nú er efstur frambjóöenda Vöku til Háskólaráðs. Er því von nema vinstrimenn spyrji: „Er hægt að kjósa mann þangað, sem leggur til hvernig eigi að framkvæma fjöldatakmarkanir, ef af þeim verður?” Numerus clausus er vlöar á dagskrá en hér uppi á íslandi. 1 nýútkomnu stúdentablaöi dönsku er þriðjungur blaösins lagður undir umræður um þetta fyrir- bæri og á sl. sumri var Numerus clausus á forsiðu Spiegel hins þýska. Alls staðar I Vestur- Evrópu hafa námsmenn háð og heyja enn haröa baráttu gegn þessari skerðingu á frelsi og jafn- rétti til náms, skeröingu á frelsi manna til að velja sér þaö nám sem þeir óska sjálfir. En Islensk- ir ihaldsstúdentar beygja sig i duftið fyrir valdhöfunum og vilja aliranáðarsamlegast fá aö vera með i ráöum svo fjöldatakmark- anir verði „alltaf með sem skást- um hætti”. Um þetta mál og fleira verður fjallað meira i blaðinu á morgun en þá birtist viðtal viö einn af for- ystumönnum vinstrimanna við HI. Loks ein leiðrétting. I frétt af Stúdentaráöskosningum sem birtist á föstudaginn misritaöist nafn efsta manns á lista vinstri- manna. I þvl sæti er Björg Þor- leifsdóttiren ekki Þorsteinsdóttir eins og stóð I fréttinni. Þetta leið- réttist hérmeö. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.