Þjóðviljinn - 09.03.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.03.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 9. mars 1977. DANSKUR HEMEJSIÐNMDUR -ÍSLENSKULL- Sýning frá Haandarbejdets Fremme Kaupmannahöfn NorrænaHúsinu 26.febr.-13.mars’77 SÝNINGARSALIR (kjallara) OPNIR DAGLEGA kl. 14 00-19 00 r r FVFÍ Félagsfundur verður haldinn i Flugvirkjafélagi tslands að Siðumúla 11 fimmtudaginn 10. þessa mánaðar kl. 20:30. / Dagskrá: 1. Þróun i viðhalds- og aðstöðumálum. 2. Sveinsprófið 3. önnur mál. Stjórnin. Hafnarjjarðar- prestakall Stuðingsmenn séra Gunnþórs Ingasonar hafa opnað skrifstofu að Lækjargötu 10. Simi — 52544. Opið kl. 5-10 e.h. Laugar- daga kl. 2-6 og sunnudaga kl. 3-7. Stuðn- ingsmenn séra Gunnþórs eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrif- stofuna. Stuðningsmenn Umsjón: Magnús H. Gíslason. „Þvottakona Napóleons” á Akranesi Leikfélag Akurnesinga, Skagaleikflokkurinn. er nú aö sýna franska leikritið Þvotta- konu Napoleons, eöa eins og þaö heitir á frummálinu: Madame Sans Gene — eftir Victorien Sardou, i þýöingu Arna Guönasonar. Hófust sýningar s.l. föstudagskvöld. Leikritiö Þvottakona Jýapóleons gerist á timum mik- ílla átaka i frönsku þjóölifi, fyrir 1 ^ í '*Á ! ssiMÍ Katrln (Kristtn Magnúsdóttir) og Napóleon, (Þorsteinn). Sérkennilegt réttlæti Samband í s I . samvinnufélaga telur mikið skorta á að það fái eðlilega hlutdeild I inn- f lutningsleyfum þeim fyrir sælgæti og kexi, sem gjaldeyrisdeild bankanna úthlutar. Sambandið fái þannig naumlega einn fjórða af þeim sælgætis- innflutningi og tæplega 'helming af því kexi, sem því beri, miðað við hlut< deild" Sambandsins og kaupfélaganna í smá- söluverslun í landinu. Kvartanir og aðfinnsl- ur haf a þó engan árangur borið. Má um þá segja, sem þessum málum ráða, að „vont er þeirra rang- læti, en verra er þeirra réttlæti". —mhg. Sumarheimili samyinnumanna Auglýsing í Þjóðviljanum ber ávöxt Byrjaö er nú aö taka á móti pöntunum á orlofsdvöl á komandi sumri í sumarheimili samvinnumanna aö Bifröst i Borgarfiröi. Miöaö viö fyrri reynslu má búast viö mikilli aösókn. Tekin veröur nú upp sú nýbreytni aö sumarheimiliö selur á leigu herbergi I húsa- kynnum Húsmæöraskólans á Varmalandi og fylgir morgun- veröur leigunni. Varmaland er um 10 km frá Bifröst. Þar er sundlaug og aöstaöa öll hin ákjósanlegasta. Guömundur Arnaldsson, kennari I Bifröst veitir pönt- unum móttöku. Eins og áöur fá þeir 10% afslátt sem panta og greiöa fyrir l. mai n.k. —mhg Sunna Borg. og eftir valdatöku Napoleons Bonaparte, og lýsir á gaman- saman hátt daglegu lifi viö hirö keisarans.og koma þar viö sögu margar þekktar persónur úr fyrri tima. Leikstjórinn er Sunna Borg frá Reykjavik og eru Skaga- menn ánægöir meö komu hennar og starf. Er þetta fjóröa verkefniö, sem Sunna Borg setur á sviö úti á landi. Æfingar á leikritinu hafa nú staöiö yfir i sex vikur og hefur 35 manna hópur starfaö aö uppsetning- unni,en hlutverk i leikritinu eru um 20. Meö helstu hlutverkin fara: Kristin Magnúsdóttir, (Katrln Hubscer, þvottakona), Halldór Karlsson (Lefebvre líösforíngí) og Þorsteinn Ragnarsson (Napoleon). Leikritiö Þvottakona Napole- ons hefur ekki veriö fyrr sýnt hér á landi,og er þetta þvi frum- flutningur þess á sviöi hér. Leiktjöld geröi Stefán Magn- ússon, en ljósameistari er Hervar Gunnarsson. Þjóöleik- húsiö lánaöi búninga og ýmsa leikmuni. Sýnt er i Bióhöllinni á Akranesi. Þvottakona Napóleons er annaö verkefni Skagaleik- flokksins á þessu leikári, en leikflokkurinn er nú þriggja ára og. hefur þegar sýnt fimm leikrit. Hiö siöasta þeirra var alþýöuleikurinn Púntilla og Matji, eftir Bertölt Brecht. Lauk' sýningum á þvi I desember og þá sýnt i Þjóöleik- húsinu. Er þaö fyrsta sýning áhugaleikfélags á fjölum Þjóö leikhússins. Stjórn Skagaleikflokksins er þannig skipuö: Pálmi Pálmason, formaöur, Nina Aslaug Stefánsdóttir, ritari, Hervar Gunnarsson, gjaldkeri, Sigrún Karlsdóttir og Stefán Magnússon. Varastjórn: Þorsteinn Ragnarsson, Kristrún Valtýsdóttir og Valur Gislason. 1 forspjalli leikskrár segir for- maöur Skagaleikflokksins, Pálmi Pálmason, m.a.: „Leikfélag Akurnesinga, Skagaleikflokkurinn, er I stöö- ugri sókn og leggur metnaö sinn i sem vandaöastan flutning og efni og höfum viö oröiö vör viö aukinn áhuga á velgengni flokksins i haust og þá viöur- kenningu er fólst I sýningu félagsins á „Púntilla og Matta” i Þjóöleikhúsinu 6. des. sl.. Viö i Skagaleikflokknum hvetjum alla bæjarbúa til aö taka höndum saman meö okkur; sköpum Akranesi sess meö virtum leiklistarbæjum landsins”. —mhg Austan ttí fjörðum Þótt höföingjar til hermálanna háar fúlgur leggi af rausn. Skal alþýöan af eigin mætti yrkja sina höfuölausn. Hugsa ég um þaö harla oft á hverjum degi sannast þaö. 1 Sólnes varir lengi loft, þótt litiö sé á Kröflu-staö. Einar H. Guöjónsson, Seyöisfiröi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.