Þjóðviljinn - 12.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.03.1977, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJQÐVILJINN Laugardagur 12. mars 1977 Rœtt við Guðrúnu Helgadóttur\verslunarmann i matvörubúð KRON við Tunguveg hittum við að mál Guðrúnu Helgadóttur | verslunarmann. Hún hefur unnið milli 7 og 8 ár viðj verslunarstörf og er því íj hæsta launaskala Verslunarmannafélags Reykjavikur. Guðrún er j nýbyrjuð í þessari verslun ! og segist hafa tæpar 80 þúsundir í laun á mánuði. Hún er fráskilin og hefur tvö börn á framfæri sínu. — Þau eru 6 og 7 ára og ég verð aö láta þau passa sig sjálf heima á meðan og treysta þeim til að gera menn ekki vitlausa. Ég hef ekki efni á að borga 20 þúsund krónur fyrir barnið I gæslu. Barnsmeðlagið er núna á 12. þúsund krónur og á að vera helm- ingur af framfærslukostnaði þess en er að sjálfsögðu alltof lág tala. — Þú ert nýbyrjuð að vinna hérna. — Já, ég hætti fyrri vinnu 15. ágúst I fyrra og byrjaði svo i nóvember að leita mér að nýrri vinnu, en atvinnuöryggið er þó ekki meira en svo, að ég gekk at- krefjast 110 þúsund króna lág- markslauna? — Hvað er það? Þetta voru lokaorð Guðrúnar og greinilegt var á henni aö henni fannst sú tala alltof lág. Hún lét lika þau orð falla að það væri sjálfsagt að fólk segði meiningu sina um kjaramálin umbúðalaust og léti ekki bara verkalýðsfor- ingjana um það. —GFr. Afgreiðsla f kaffiteriunni. 150 búsund á mán algjört lágmark segja starfsstúlkur í kaffiteríunni á Hótel Loftleiðum Guðrún Helgadóttir er einhleyp móðir meö tvö börn, sem ganga sjálf- ala meðan hún vinnur. — Hvernig gengur að framfleyta fjölskyldunni á þess- um launum, Guörún? — Þaðer alls ekki hægt. Maður safnar bara skuldum. Ég hef ver- ið drjúg við það á siðasta ári. Það fara 20—25 þúsund krónur á mán- uði i allra nauðsynlegasta mat og ef maður ætlaði að veita sér eitt- hvað betra og ég tala nú ekki um að skemmta sér eitthvað, gæti þessi tala oröiö óendanlega há. Það má segja að nauðsynja- vörur hækki daglega. Maður opn- ar ekki svo útvarp að maöur heyri ekki að bráðnauðsynlegar vörur td. smjör, kjöt, og mjólk hækki. — Leigir þú Ibúð? — Nei.égersvoheppinaðbúa I eigin ibúð.en ég heyrði um daginn að þriggja herbergja ibúð hefði veriö leigð á 50 þúsund krónur á mánuði. Það er yfirleitt fátæk- asta fólkið sem leigir, og hvað á þaö að hafa i kaup til að ráða við svona leigu? Ég er ekki i allra lægsta launaskala,en ég skil ekki hvernig fólk með lægri laun getur lifað. Ég held að það sé eins gott fyrir það að leggjast upp i rúm og heröa sultarólina. — Hvar hefurðu börnin meðan þú ert i vinnu? vinnulaus fram i mars, fékk enga vinnu frá i nóvember fram i mars. Það var ekki fyrr en ég lá i símanum og hringdi stanslaust i stofnanir og verslanir að rættist úr. Ég leitaðist við að fá vinnu sem næst heimilinu, af þvi að ég verð að komast heim i hádeginu að sinna börnunum minum. Ég hef ekki efni á að eiga bil. — Hvernig list þér á kröfu verkalýðshreyfingarinnar aö mm. 1 verslun KRON viö Tunguveg. Klukkan 5 á hverjum morgni opnar kaf fiterian á Hótel Loftleiðum til mik- illa þæginda sem svo snemma þurfa á henni að halda. Þar er lipur og góð þjónusta og ysog þys langt fram á kvöld. Þjóðvilja- menn litu þar inn einn dag- inn og tóku tvær starfs- stúlkur tali um kaup og kjör,en þærtilheyra Félagi starfsfólks í veitingahús- um. Þetta eru Anna Quinn og Ragna Aradóttir. — Hver eru laun ykkar? — Byrjunarlaunin eru 73.015 kr. og svo hækka þau i þremur þrepum þangað til þau ná há- marki eftir 4 ár og eru þá 78.853 kr. Þetta eru launin eftir siðustu hækkun. 1 — Hvernig er vinnutimanum háttað hjá þér, Ragna? — Ég vinn fjóra daga i röð 12 tima á dag og hef svo fri i fjóra daga. Tvo daga byrja ég klukkan hálf fimm að morgni og vinn til hálf fimm að degi, hina tvo dagana vinn ég frá 10 til 9 að kvöldi. Ég fæ þvi vaktaálag ofan á kaupið, svo að ég fæ útborgaðar 88.649 kr. — Þú vinnur öðru visi vinnu, Anna? — Já, ég vinn 6 daga I röð, sam- tals 48 tlma, og hef tvo daga fri. Fyrir þetta fæ ég borgaðar um 97 þúsund krónur á mánuði. — í hverju er starf ykkar fólg- ið? Ragna verður fyrir svörum: — Ég vinn við afgreiðslu og er á borðunum, en Anna steikir franskar kartöflur og afgreiðir áleggið. Svo erum við i hinu og þessu að auki, td. steikjum við allar á grillinu. — Hvernig eru heimilisástæöur þlnar, Anna.og hvernig gengur aö lifa af laununum? — Ég er einhleyp móöir með 7 ára gamalt barn. Það gengur alls ekkert að lifa. Ég er nýbúin aö kaupa mér íbúð og hef tekið að mér alla þá aukavinnu sem ég mögulega get. Slðasta mánuð vann ég hér 29 tíma i aukavinnu og fékk þá útborgaðar um 122 þúsund krónur. Einnig hef ég tek- iö að mér aukavinnu i Tjarnar- búð. — Hvar hefurðu barnið? — Það er á skóladagheimili og svo gengur þetta einhvern veg- inn. — En hvað með þig,Ragna? — Ég á maka, og svo mun um allar hér nema fjórar, svo að dæmið kemur betur út hjá okkur, en það er ekki það sem málið snýst um. — Hvað teljið þið ykkur þurfa til að geta lifað saæmilega? Þær lita nú hvor á aðra og segja siðan: — 150 þúsund krónur er algjört lágmark. —GFr. Ragna Aradóttir. Aö framfleyta sér og tveimur börnum á tæpum 80 þús. kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.