Þjóðviljinn - 12.03.1977, Side 12

Þjóðviljinn - 12.03.1977, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. mars 1977 Umsjón: Magnús H. Gislason. Frá v. Stjáni grafari (Torfi Steinsson) Hreppsstjórinn, (Hreinn GuObjartsson), Palli (Bragi Andrésson), Benni, (Sigurjón Skúla- son). Mynd: Ljósmyndastofa Suðurnesja Leikarar, hijómlistarmenn og aörir starfsmenn við sýninguna. Mynd Ljósmyndastofa Suðurnesja. Litla leikfélagið í Garði Kynnir verk Jónasar Litla leikfélagiö i Garði hefur að undanförnu flutt kynningu á verkum Jónasar Arnasonar. Hefur sú kynning verið flutt alls fimm sinnum: fjórum sinnum i Garöi og einu sinni i Félagsbiói 1 Keflavik, ávallt fyrir fullu húsi og færri komist aö en vildu á stundum. Dagskráin hefst með flutningi einþáttungsins Drottins dýrðar koppalogn. En þar sem Jónas Arnason hefur sýnt okkur þá einstöku vinsemd að vera með okkur á allflestum sýningunum hefur hann flutt stutt spjall um verkið I byrjun sýninga. Koppalognið gerist I litlu sjávarþorpi úti á landi, rétt eftir fyrriheimsstyrjöld. Mangi mál- lausi, sem elskar allt hnöttótt, kemur einn daginn úr róðri með tundurdufl i slefi inn i mitt plássiö. Timinn fer I karp um smáatriöi og einskisverða hluti, •meðan ógnvekjandi hætta vofir yfir plássinu, þar sem duflið hefur táknræna merkingu, sem næsta auövelt er aö finna stað I okkar nútimasamfélagi, enda heimurinn litt lagast. Leikstjóri og leiktjaldahönn- uöur er Sævar Helgason. Verður ekki annað sagt en aö honum hafi tekist alveg sérstaklega vel að ná fram einhverjum ákveön- um ,,sjarma”á sýninguna, sem strax slær áhorfendur og setur einhverja tilfinningu eða stemn- ingu i húsið. Hjálpa leiktjöldin þar vel til, enda hefur Sævari tekist að skapa hið rétta um- hverfi. Leikendur eru: Séra Konráð (Kjartan Asgeirsson), Georg oddviti (Jóhann Jónsson), Jakob hreppsstjóri (Hreinn Guöbjartsson), Davið skóla- stjóri (Unnsteinn Kristinsson), Kristin (Kristbjörg Hallsdótt- ir), Villi (Magnús Guðmunds- son), Benni (Sigurjón Skúla- son), Palli (Bragi Andrésson), Stelpan (Helga ólafsdóttir), Læknir (Gisli Eyjólfsson), Stjáni (Torfi Steinsson), Sigriö- ur (Sigriður Halldórsdóttir), lik.menn (Brynjar Guömunds- son og Hólmberg Magnússon). Seinni hluti dagskrárinnar er siðan söngur og upplestur úr verkum Jónasar Arnasonar. Höfundinn hefur Helgi Seljan oftast kynnt með gagnmerku og mjög áheyrilegu erindi um Jón- as. A hann þakkir skyldar fyrir og vonum við að hann verði sem oftast meö við þessa kynningu á verkum Jónasar, svo að hið ágæta erindi hans nái eyrum sem flestra. Auður Sigurðardóttir les sögu Jónasar. Er þar greinilega á ferðinni efni I mikilhæfan upp- lesara, þar eru undirtektir áheyrenda ólýgnasta vitnið. Um sönginn sér trióiö Bóthildur og er greinilegt að þar eru engir viðvaningar á ferðinni. Ekki má gleyma þætti Jónas- ar sjálfs i dagskránni. Þar les hann úr verkum sinum og tekur gjarnan lagið á milli, með aö- stoð Bóthildar-triósins, að ekki sé minnst á undirtektir áhorf- enda sjáifra, sem taka rösklega Frá v. Hreppstjórinn (Hreinn Guöbjartssonj séra Konráð. (Kiartan Asgeirsson). Mynd: Ljósmyndastofa Suðurnesja. undir sönginn. Fer Jónas á kostum, og er greinilegt að þar er á ferðinni maður, sem hefur fólkiö með sér og fær athygli þess óskipta. Það má vissulega segja, að * leiklistarmálin hér i Garðinum hafi tekið við sér i vetur, eftir áralangan Þyrnirósarsvefn. Og þráttfyrir það að ekki horfði vel i byrjun með aö unnt yrði að koma þessari kynningu af stað; vegna þess að sá timi, sem fór i æfingar, er að jafnaði mesti annatimi ársins hér, þá tókst þetta nú samt með samstilltu átaki. Og þó aö talið sé að hér á Suðurnesjum sé oftast einhver vindstrekkingur, þá hefur nú brugðið svo við, að slðan æfing- ar hófust og fram á þennan dag hafi rikt „Drottins dýrðar koppalogn” hér. Og sé það rétt, sem ýmsir bera sér i munn, að leiklistin hafi þessi áhrif á veðr- áttuna, þá á hún ekki svo litla hönk upp I bakið á þjóðarbúinu, ef litiö er til þeirrar loðnu sem á land hefur borist nú þessa logn- daga. Vonum við að það logn megi haldast sem lengst eöa a.m.k. á meöan sýningar vara. Nú er nefnilega ráðgert að fara með sýningar út á land. Er fyr- irhugaö að næsta sýning verði i Félagsgarði I Kjós á morgun, (laugardag) og þar mun Jónas Arnason flytja ávarp, og siðan er ráðgert að fara um Snæfells- nes og Dali og svo e.t.v. að koma á sýningu i Kópavogi. Stjórn Litla leikfélagsins er skipuð þessu fólki: Torfi Steins- son, formaður, Einar Tryggva- son, gjaldkeri, Helga ólafsdótt- ir, ritari, Bergmann Þorleifsson og Sigríöur Halldórsdóttir meöstjórnendur. Varamenn: Sigurjón Skúlason og Hólmfrið- ur ólafsdóttir. ts/mhg Færeyjar: Engar breytingar á lands- stjórn eftir kosningarnar Frá Leivi Hansen, Þórshöfn, 10/3 Að lokinni lokatalningu I kosningunum I Færeyjum til danska þingsins eru úrslitin þessi: Sambandsflokkurinn fékk 5183 atkvæði og einn þingmann kjörinn, Jafnaðarflokkurinn 3681 atkv. og einn þingmanp. Þjóðveldisflokkurinn 3058 atkv ., Fólkaflokkurinn 2773 atkv., utan- flokkamenn 891 atkv., Sjálf- stjórnarflokkurinn 551 stkv. og Framsóknarflokkurinn 207 atkv. Ekki er búist við þvi, að kosningaúrslitin hafi I för meö sér neinar breytingar á lands stjórninni, þar eð flokkar þeir þrir, sem að henni standa, Jafnaðarflokkurinn, Þjóðveldis- flokkurinn og Fólkaflokkurinn, hafa ennþá samanlagt um 2000 atkv. meirihluta meðal kjósenda, miðað við kosningaúrslitin. A danska þinginu mun Pauli Ellef- sen, þingmaður Sambandsflokks- ins, taka sér stöðu með Venstre, en Jóhan Nielsen, þingmaður Jafnaðarflokksins með sósfal demókrötum. — Af grænlensku þingmönnunum tveimur er þaö að frétta, að þingmaður Siumut - hreyfingarinnar, sem berst fyrir aukinni sjálfstjórn Grænlands, mun hafa samstöðu með Sósial- iska þjóðarflokknum, en hinn þingmaðurinn með Radikale Venstre. ’ Þinghúsið I Þórshöfn

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.