Þjóðviljinn - 12.03.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.03.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 — Ætli það fari nokkuð á milli mála, aö við sem fæddir erum á siðustu öld, höfum lifað einhverja mestu umbrotatima i sögu þjóðarinnar. A þessum tfma fengum við fullveldi, siðan stofnun lýðveldis, tvær heims- styrjaldir og viö höfum orðið vitni að tæknibyltingu, sem hefur breytt hag manna úr örbyrgð til allsnægta. Það er Zophonias Jónsson, fyrrum verkamaöur og sjómaður en siðar starfsmaður á skatt- stofunni, sem segir þetta er viö heimsóttum hann til að rabba við hann i tilefni þess að hann er átt- ræður i dag. Zophonias er fæddur 12. mars 1897 að Bakka i Svarfaðardal, þar sem foreldrar hans Jón Zop- honiasson og Svanhildur Björns- dóttir bjuggu. Hann átti þar heima i stuttan tima,þvi foreldrar hans fluttust að Neðri Hálsi i Hjaltadal, þarsem Zophonias ólst upp. Verka lýðsh rey f ing í mótun — Ég var með foreldrum minum að Neðra Hálsi þar til 1915 að ég var 18 ára gamall; þá fór ég til Akureyrar til náms i gagn- fræðaskóla. A þessum árum var verkalýðshreyfingin á tslandi i mótun og auðvitað fylgdist maður gerla meö þvi sem var að gerast, og ég varð strax mikill verkalýös- sinni. Eftir að ég gifti mig byrjuð- um við hjónin búskap i Versmannaeyjjum og þar tók ég strax þátt i verkalýðsbaráttunni og fékk þar mina fyrstu skólun I henni. Siðar fluttist ég til Stokks- eyrar og var um tima formaður Verkalýsðfélagsins. Ég kom ekki til Reykjavikur fyrren 1931. Þá var Héðinn Valdi- marsson formaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, en auðvitaö gekk ég I Dagsbrún eins og lög gerðu ráö fyrir. Rætt við Zophonías Jónsson sem er áttrœður i dag — Hvernig stóö á þvl að Héðinn Valdimarsson, sem var forstjóri, gat veriö formaöur Dagsbrúnar? — Þaö voru nú allskonar menn i Dagsbrún á þeim árum. Kaupmenn og forstjórar og ég veit ekki hvað. Haraldur Guðmundsson, sem þá var for- stjóri Tryggingastofnunar rikis- ins, var i Dagsbrún, og ég man eftir þvi,að einu sinni var verið aö amast viö þvi, sem eðlilegt var, að einn verkamaður bar upp til- lögu þess efnis að gera Harald að heiðursverkamanni. Nú, en hvað um það, Héðinn var einlægur verkalýðssinni og vann mikið og gott starf fyrir Dagsbrún. Það kom mikið niöurlægingartimabil hjá félaginu um tima, eftir að hann hætti, en svo rétti félagiö við aftur. Ég vann hér almenna verka- mannavinnu á þessum árum, en 1935 réðst ég til starfa hjá vinnu- miðlunarskrifstofunni og vann þar til ársins 1950 aö hún var lögð niður. Þá fór ég aftur i verka- mannavinnu uns ég byrjaði á skattstofunni, þar sem ég svo vann þar til fyrir 2 árum að ég hætti vegna aldurs. Mikil átök — Þú sagðir áðan að þú hefðir orðið vitni að og tekið þátt i mótun verkalýðshreyfingarinnar og þá hefurðu lika tekið þátt I mestu átökunum grunar mig? — 0, jú, rétt er þaö. Atökin 9. nóvember 1932 gleymast engum sem tóku þátt i þeim. Ég var meö þar. Þá var striösástand hér i Reykjavik. Þegar þeim slag lauk, hafði verkalýðshreyfingin öll völd i hendi sér. Bæjarstjórnin var tvistruð og lögreglan i molum. Og það sem barist var fyrir fékkst fram. Þaö átti aö lækka kaupið, 1 atvinnubótavinnunni, en bæjar- stjórnin heyktist á þvi. Annars er búið aö skrifa svo mikið um þennan fræga slag aö óþarfi er að fara að rekja það mál hér. Einhver stærsti sigur sem islenskur verkalýöur hefur unniö var i skæruverkföllunum 1942. Þeim skæruhernaði sem þá var beitt var ekki hægt að stjórna frá Dagsbrún og þvi var allt skipulag i höndum verkamannanna sjálfra, þótt stjórn Dagsbrúnar styddi þá með ráðum og dáö á bak við tjöldin. Þarna vannst frægur sigur, sem islenskur verkalýður býr enn aö og mun gera lengi enn. Nú, og svo voru það stóru átökin þegar Alþýöuflokkurinn klofnaöi og Sósialistaflokkurinn var stofnaður. Ég var i gamla Alþýöuflokknum, eins og allir róttækir menn á þeim árum. En svo var Kommúnistaflokkurinn stofnaður og vann frægan sigur I kosningum 1937, kom 3 mönnum á þing,og þeir vildu fá samfylkingu vinstri aflanna. Þaö voru margir i Alþýöuflokknum sem voru þvi sammála, en einnig margir á móti. útaf þessu byrjaöi deilan, sem lauk á þann veg, að Héðinn Valdimarsson og stór hópur manna i Alþýðuflokknum gekk til samstarfs við Kommúnistaflokk- inn og stofnaður var Sósialista- flokkurinn. Alit voru þetta mikil og minnisstæð átök, sem maöur eyddi miklum tima I, en ég sé ekki eftir þeim tima. Þaö er gaman að hafa lifað þetta allt saman. Daufara yfir i dag — Finnst þér verkalýðs- baráttan hafa dofnað nú siöari árin? Biikkiöjan Asgárfti 7, Garðahreppi önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmföi. Gerum föst verötilboö. SIMI 53468 Auglýsingasíminn er 8-13-33 Zophonfas Jónsson — A þvi er enginn vafi, það er ekki sama harkan i baráttunni og var. En menn mega heldur ekki gleyma þvi,að hér á árunum áður var veriö að berjast fyrir lifinu, það var barist uppá lif og dauöa, þannig voru kjörin þá. Nú er þetta töluvert öðruvisi. Menn mega heldur ekki gleyma þvi,aö allt þaö sem barist var fyrir i kjarabar- áttunni I upphafi og raunar miklu meira en þaö hefur fengist fram. Draumsýn frumherjanna náði alls ekki svona langt. Við erum orðnir svo rólegir og demókrat- iskir I dag. Fólk nennir ekki að taka virkan þátt i verkalýös- baráttunni, það segir bara sem svo: ,,Við látum ÞA, um þetta”. Einnig er oröið of mikið skrifstofufargan I kringum verkalýðshreyfinguna, ekki bara hér á landi, heldur um alla Evrópu. — Hvaða menn eru þér minnisstæðastir úr verkalýðs- baráttunni hér fyrr á árum? — Þeir eru nú margir og flestir horfnir, þvi miður. Sigfús Sigur- hjartarson var án efa einhver hæfasti foringi, sem vinstri menn hafa átt, og svo auðvitað Einar Olgeirsson. Þá má nefna menn eins og Héðin Valdimarsson, Sigurð Guðnason fyrrum for- mann Dagsbrúnar og Hannes Stephensen. Allt voru þetta mikil- hæfir menn og einlægir verka- lýössinnar. Ferðalög á efri árum — Ef við snúum okkur þá aftur að nútimanum og sjálfum þér, hvaö hefur þú verið aö gera, eftir að þú hættir á skattstofunni? — Ja, það er nú svona sitt af hverju, en mestum tlma hef ég eytt I ferðalög. Ég hef ferðast mjög mikið bæði innanlands og utan. 1 sumar cr leið ferðaðist ég um allt hálendið, kleif fjöll og gekk mikiö. Og eins og ég sagöi áöan hef ég einnig feröast mikið erlendis, m.a. fór ég til Kina, en þaö er nú orðið langt sföan. Ég fór i fyrstu feröina sem farin var héöan áriö 1952, og ferðafélag- arnir voru stórkostlegir, Jóhannes úr Kötlum, Þórbergur Þóröarson, Skúli Þóröarson, og Nanna ölafsdóttir. Þessi ferð var engu lik, hún var ævintýri frá upphafi til enda. Við sáum Maó i mikilli veislu sem okkur var boðiö i og Jóhannes var kynntur fyrir honum og Þórbergur sagði aö Jó- hannes hefði ekki þvegiö sér um hendurnar I 2 vikur eftir að hafa heilsað Maó. Svona var alltaf grin og gaman á milli þessara tveggja andans jöfra. Þeir voru hreint stórkostlegir. Þá hef ég og ferðast til Sovét- rikjanna, Rúmeniu, Bttlgariu, Júgóslaviu, Italiu, Libanon, Egyptalands.Tyrklands og viðar. — Og þú ert ekkert að láta af ferðalögum þótt þú sért oröinn áttræður? — Nei, það er nú eitthvaö annaö, ég er til að mynda að fara til Kanarieyja i kvöld, ég ætla ekki að vera heima á afmælis- daginn. En af þvi við erum nú aö ljúka þessu rabbi, langar mig aöt nota tækifærið og senda vinum minum og baráttufélögum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina á liðnum árum. —S.dór VIKULEGAR HRAÐFERÐIR EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR Frá ANTWERPEN - FELIXSTOWE - KAUPMANNAHÖFN - ROTTERDAM - GAUTABORG - HAMBORG Fra PORTSMOUTH WESTON POINT KRISTIANSAND HELSINGBORG GDYNIA VENTSPILS VALKOM manudaga þriójudaga FEROIR FRA ÖÐRUM HÖFNUM EFTIR FLUTNINGSÞÖRF mióvikudaga fimmtudaga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.