Þjóðviljinn - 12.03.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.03.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 11. mars 1#77 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Frd Vik I Mýrdal ég hvorki vil né get ætlaö þeim mönnum, sem tU slikra funda koma sem gestir stjómarinnar, a&þeirnoti sér þá aöstöðu til þess aö niöast á trúnaöi sveitarstjórn- armanna. Og jafnvel áköfustu talsmenn stóriöju hljóta aö gera sér ljóst, aö þaö yröi málstað þeirra siöur en svo til framdrátt- ar. Þvi svo geyst veröur ekki meö þessi mál fariö, aö þannig vinnu- brögö koma óhjákvæmilega fram 1 dagsljósiö. Þaö hefur áöur komiö fram, aö á Vlkurfundinum var ekki gerö nein ályktun varöandi stóriöju né neitt annaö, enda ekki ástæða til eins og málin voru lögö þar fyrir. Raunar impraði Unnar Stefáns- son á þvi undir fundarlok, hvort ekki væri rétt aö menn „settu ályktun á blaö”, en sú hugmynd fékk engar undirtektir, og má það atri&i gjarnan koma fram lika. En mér finnst viö nánari um- hugsun harla ósennilegt, að gestirnir, Unnar og Sveinbjörn, hafi ekki gétaö gefiö fundar- mönnum nokkru fyllri upplýsing- ar, en þeir töldu sig færa um. Svo miklir áhugamenn virtust þeir um þaö aö greiöa götu Norsk Hydro aö ég held að þeim hljóti aö hafa verið kunnugt um þá álits- gerð, sem fulltrúar þess fyrirtæk- is hafa lagt fram um kannanir sinar var&andi sta&arval fyrir ál- ver á Noröur- og Austurlandi, en þar voru athugaöir þrir sta&ir eft- ir ábendingu viöræöunefndar um orkufrekan iönaö. Skýrsla Norsk Hydro Þessi álitsgerö er þeim mun merkari fyrir þær sakir, aö þar erekkieinhliöa rætt um jákvæ&ar hliðar stóriöju, heldur einnig lögö áhersla á byggöasjónarmiö i ljósi þeirrar reynslu, sem norömenn hafa fengiö af staösetningu stór- iöju i fámennum byggöarlögum, — stóriðju, sem einmittátti á sin- um tima aö leysa svipuö vanda- mál i Noregi og þau sem viö telj- um okkur eiga viö a& glima hér á landi. Niöurstööur fulltrúa Norsk Hydro eru m.a. þessar varöandi áhrif af slikri verksmiöju: „Iöjuver af þeirri stærö, sem hér um ræöir, mun hafa veruleg áhrif á staöbundnar umhverfis- og félagslegar aöstæöur, óháö þvl hvaöa staöur yröi valinn. I Noregi er aö finna allmarga staöi, sem byggst hafa umhverfis iðnfyrir- tæki eöa iönaöarsamsteypur. Flestir þessara staöa hafa nú I tiö 2. eöa 3. kynslóöar veruleg vandamál vegna stöönunar i rekstri til aölögunar aö tækniþró- un...” Um þá þrjá staöi, sem fulltrúar Norsk Hydro athugu&u segirsvo I Skýrslunni: 1. Reyöarfjöröur: ...„Reyöar- fjöröurhefur nánast enga reynslu á sviöi iönaðar. Svæöiö hefur mjög fáa ibúa i hlutfalli viö nýtt fyrirt.æki meö um 600 starfsmenn. Óski menn aö styrkja i&naðinn á Austurlandi erum viö þeirrar skoöunar, aö þaö eigi aö gerast með stofnun minni eininga, áöur en stærri eining er sett inn á svæðiö... Hiö litla samfélag á Reyðarfiröi mun veröa algerlega á valdi verksmiðjunnar, andstætt þvi sem yr&i i Eyjafiröi.” 2. Húsavlk Þar sko&u&u fulltrú- ar Norsk Hydro tvo staöi sem til greina kæmu til hafnargeröar, en dæmdu þá báöa óhæfa vegna „erfiðra hafnarskilyröa”. 3. Akureyri: „Akureyrarbær hef- ur þegar ekki svo litinn bakgrunn og reynslu á sviöi iðnaöar, sem byggja má á áfram. Akureyri ásamt nágrenni hefur þaö marga ibúa, aö gera má ráö fyrir aö staöurinn þoli álagiö sem fylgir stofnun stóriöjufyrirtækis.” Þetta plagg hefði átt að kynna á V íkurfundinum I álitsgeröinni er hins vegar hvergi rætt um mengunarhættu frá álverum, enda vafalaust gengiö út frá þvi, aö þau vanda- mál séu viömælendum ljós. Þaö er þó athyglisvert, aö bent er á þaö, bæöi varöandi Eyjafjörö og Akureyri, aö þar sé um aö ræöa mjög góö landbúnaöarhéruö og fiskveiöar séu stundaöar I Eyja- firöi utanveröum, eöa nokkurn veginn orörétt: ..„Svæöiö um- hverfis Akureyri er talið vera meö betri landbúnaöarsvæöum á Islandi” („Omradet omkring Akureyri er oppgitt á være ett af de bedre jordbrusksomráder i Is- land. Lenger ute I Eyjafjörður drives fiske”) og um Húsavik: ..„Svæðiö nær yfir stóran hluta af mikilvægu landbúnaöarhéraöi á Noröurlandi allt suöur aö Mý- vatni („Regionen utgjör en be- tydelig del av et viktigt jord- bruksomráde i Nord-Island som strekker seg syd til Mývatn”). Hvaö þessar hógværu athuga- semdir gefa i skyn, — þær eru settar fram án frekari skýringa i álitsgeröinni, geta menn dæmt um hver fyrir sig. En ekki viröist mér viö fyrstu sýn, aö þar sé um aö ræöa sérstök meðmæli meö byggingu álvers á þessum stöö- um. Fremur gæti maöur látiö sér detta i hug algera „forundran” yfir þvi, aö bent skuli einmitt á slika staöi. Af ofangreindum tilvitnunum er ljóst, aö Dyrhólaeyjarsvæöiö, hefur næsta fátt aö bjóöa af þvi, sem þessir fulltrúar Norsk Hydro telja nauösynlegar og skynsam- legar forsendur fyrir staösetn- ingu stóriöjufyrirtækis i fámenn- um bygg&arlögum. Ég fékk þessa skýrslu I hendur fáum dögum eftir, aö ég baö kunningja minn aö leita fyrir mig aö haldgóöum upplýsingum varö- andi þessi mál. Þaö heföi naum- astspilltfyrir málstaö gestanna á fundinum sjálfum, þótt þeirheföu skýrt þar frá tilvist þessa plaggs, sem eri alla sta&i hiö fró&legasta. Ekki að undra þótt mönnum brygði í brún Þaö var vissulega ekkert undarlegt, þótt mörgum mannin- um hér um slóöir brygöi ónotaleg. viö, þegar fréttirnar bárust af Vikurfundinum, á þann veg, sem ég hef minnt á hér aö ofan. Og óhjákvæmilega hlutu þær aö bjóða upp á umræöu á þeim grundvelli sem til var stofnaö — upplýsingunum, sem fundarboö- endur og gestir gáfu fjölmiölum. Og þaö sýndi sig sem vænta mátti, aö mýrdælingar tækju þvi ekki þegjandi og hljóöalaust, aö ákvaröanir um „bænaskrár” væru teknar af sveitarstjórnar- mönnum I máli sem þessu.án þess aö þaö kæmi til kasta almennings áöur a& láta i ljósi skoöun sina. Enda aldrei ætlun þeirra sem Vikurfundinn sóttu aö standa þannig aö málum. „Bænaskrár” sveitarstjóma I Mýrdal hafa komiö fram i sam- þykktum hreppsnefnda I Dyrhóla- og Hvammshreppum. Þaö eru einu samþykktimar, sem sveitar- stjórnir hér hafa gert i þessu máli, og sé hægt aö kalla þær „bænaskrár”, þá fer þaö orö aö verða allteygjanlegt aö minu viti. Þessar samþykktir voru sendar inn á öll heimili i vi&komandi hreppsfélögum og einnig til rikis- fjölmiöla og engu undan skotiö, og þó aö f jölmiölar hafi sleppt úr ýmsum atriöum sem miklu máli skipta I ljósi þess sem á undan var gengið, er þar viö fjölmi&l- ana aö sakast en ekki sveitar- stjórnir. Mér finnst nauösynlegt a& framanskráö atriöi varöandi Vikurfundinn og umræöur um hann komi fram. En hins vegar .geta menn lika litiö þannig á mál- iö, að stóriöja af þvi tagi, sem hér hefur verið um rætt sé þess eölis aö ekki megi einu sinni ljá máls á umræðu um hana. Þaö sjónarmiö á sama rétt á sér og önnur, sem sett eru fram bæöi meö og móti, en þaö kallar þó engu slöur á um- ræðu. Stóri&ja á íslandi er staö- reynd hvort sem mönnum Ilkar betur eða ver. Þess vegna held ég, aö þaö sé höfu&nauösyn, að fram fari sem viötækust umræöa um þau mál, svo aö fólk geti gert sér sem gleggsta grein fyrir, hvers konar atvinnurekstur þar er á feröinni og hvaö hann hefur I för meö sér. Og þá verður aö skoöa allar hliöar, meta bæöi kosti og galla og draga siöan ályktanir af þvi. Fréttirnar frá Ál- verinu í Straumsvík A þeim vikum, sem liönar eru frá Vikurfundinum, hefi ég eftir föngum reynt aö fylgjast meö umræöu um þessi mál I fjölmiöl- um og jafnframt reynt aö afla mér þeirra upplýsinga, sem til- tækar eru og telja má til öruggra heimilda um ýmsar hliöar máls- ins og draga nokkrar ályktanir af þeim. Meginforsenda allra framkvæmda, stórra sem smárra, og hvort sem þær eru á vegum opinberra aöila eöa einka- aöila, er aö sjálfsögöu sú, aö framkvæmdir brjóti ekki I bága viö aðra hagsmuni sem fyrir eru, — jafnt almenna hagsmuni sem hagsmuni einstaklinga, — og alla vega ekki nema meö samþykkti viökomandi aöila. Sé atvinnurekstur og starfsemi honum tengd þess eðlis, aö tjóni valdi á umhverfi, hver jar sem or- sakir þess eru er þvi engan veg- inn fullnægjandi aö finna sliku fyrirtæki einungis blett að standa á, heldur verður aö taka meö til athugunar áhrif þess og af- leiðingar fyrir umhverfi. Valdi þaö skaöa, beint eða óbeint, hlýt- ur um leið aö veröa til ska&abóta- skylda, annaö hvort á hendur þeim, sem ákvarðanir taka um staösetningu, eöa fyrirtækinu sjálfu — e.t.v. báöum þessum aöilum. Afstaöa landeigenda I næsta nágrenni viö stóriöju, er þvi veigamikill þáttur, þegar þessi mál eru skoöuö. Annar þáttur snýr svo aö almenningi i viökom- andi bygg&arlagi og afstööu hans, og skiptir þá mestu máli aö fyrir liggi aögengilegar upplýsingar, svo a&fólk geti tekiö raunhæfa af- stö&u til slikra mála. Máltækiö segir, aö reynslan sé ólygnust. Viö Isiendingar höfum aö visu ekki mikla reynslu I stór- iöjumálum, en nokkra þó. Og ekki virðist þaö sérlega fýsilegt aö hafa fyrirtæki á borö viö álver mitt i landbúnaöarhéraöi. Frétt- irnar, sem okkur hafa borist und- anfariö frá umhverfi álversins i Straumsvik og nágrannabyggö- um allt til Kjalarness, segja sina sögu. En vitanlega yröi ekki fariö jafn óvarlega núna, segjum við, og hreinsitækjunum fleygir stööugt fram. En þó ber þess aö gæta, aö engar lfkur eru taldar i fullkomnum hreinsibúnaði — jafnvel ekki um langa framtiö, — og þá er vert aö lita til reynslu annarra þjóöa. Reynslan irá Noregi Frændurokkar norömenn vilja nú ólmir miöla okkar af gæöum álsins, en þaö er eins og þeim sé að veröa nokkurt keppikefli a& koma þessum „gæðum” fyrir annars staöar en heima hjá sér, hvernig sem á þvi stendur, — hafa orðiö alllanga reynslu I þess- um efnum. 1 Búnaöarblaöinu, nr. 1 1976 má m.a. lesa þessa frétt frá Noregi: „Eftirfarandi frétt birtist i „Dagbladet” I Osló hinn 7. júni sl. Nauðsynlegt er aö aðvara fólk viö þvi aö neyta eingöngu græn- metis, sem ræktaö er i grennd við verksmiðjurnar i ODDA. (Þar er málblendiverksmiöja). Astæ&an er sú, aö i grænmeti, sem vex þar, er magn eitraöra þungamálma i jurtum svo mikið, aö þaö gefur ástæöu til varúöar. Þetta gildir einkum um blý og kadmium að sögn prófessors Jul Lág viö Bún- aöarháskólann I Asi. Grunur um aö upptaka urta af þessum efnum væri mikil vakn- aöi, þegar jarövegssýni voru tek- in á Odda-svæöinu, og sá grunur hefur siöan veriö sta&festur, segir prófessor J. Lág, en hann vekur þó athygli á þvi,aö hér sé aöeins um niöurstööur eins árs aö ræöa og 'veröi þvi aö meta niöur- stööurnar meö varúö. Astæðan er þó fyrir hendi aö vara viö þvi sem hér er á ferð. Aö visu er vafasamt aö nokkur neyti einhliöa grænmetis á svæöinu. En mikiö magn af þungamálum I garöjurtum sýnir a& sú hætta er fyrir hendi aö menn fái óæskilegt magn af þessum efnum I sig. Einkum viröist svo sem aö blý safnist fyrir I rótum jurta. Búnaöarblaöiö lætur lesendum eftiraödraga ályktaniraf þessari frétt”. Einmitt undan Suðurströndinni eru fengsælustu fiskimiðin Þar sem eiturefnum er sleppt lausum, þá koma þau óhjá- kvæmilega fram i umhverfinu, — mikiö magn segir til sin á skömmum tima, eins og dæmin frá Straumsvik sanna, en smá- skammtarnir vinna sitt verk engu siöur, þótt lengri tima taki, rétt eins og tortimingin biður eitur- lyfjaneytandans, sé ekki tekiö I taumana. Mengunarvarnirnar, sem svo mjög er rætt um i þessu sam- bandi, segja nefnilega ekki nema hálfa sögu. Staðreyndin viröist sú, aö þessar varnir eru oft og tiöum einungis fólgnar I þvi aö leyna hættunum, færa þær af einu sviöi yfir á annaö, t.d. meö þvi aö leiða eiturefni úr lofti i sjó, þar sem eituráhrifin eru lengur aö koma fram og afleiöingar i raun og veru ófyrirsjáanlegar. A þetta er m.a. bent i greinargerð, sem Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi sendu frá sér vegna umræöu um álver viö Eyjafjörö, en þar segir m.a.: „Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem félagiö hefur aflaö sér sleppur alltaf nokkurt magn af úrgangsefnum frá álverum út i andrúmsloftiö, þótt beitt sé full- komnustu hreinsunaraöferöum, sem nú þekkjast. Auk flúors og flúorsambanda er þar um aö ræða kolsýring, brennisteins- sambönd, kolvetni og tjörusam- bönd og jafnvel kolaryk. Séu úrgagsefnin hreinsuö meö vatni eöa sjó, eins og vi&a er tiðkaö, berst mikiö magn þessara sömu efna út i sjóinn, þar sem a.m.k. sum þeirra geta reynst álika hættuleg...” Á þvi væri einmitt veruleg hætta, aö eiturefnum mengunar frá álveri, hvort sem væri i Mýrdal eöa annars sta&ar viö Suðurströndina yröi dembt beint i sjóinn, i þeirri einföldu trú aö lengi taki sjórinn viö, og þar séu miklir straumar, sem dragi úr staöbundinni mengunarhættu. En þess ber aö minnast, aö einmitt undan Suöurströndinni eru ekki einungis einhver fengsælustu fiskimiö okkar, heldur einnig mikilvægar hrygningarstöövar ýmissa nytjafiska. Víðistaðaprestakall Hafnarfirði Séra Sigurður H. Guðmundsson umsækj- andi um Viðistaðaprestakall i Hafnarfirði messar i Hafnarfjarðarkirkju sunnudag- inn 13. mars n.k. kl. 2 e.h. Messunni verður útvarpað á 1412 KHZ eða 212 metr- um. Að lokinni messu verður kirkjukaffi i Viði- staðaskóla. Kl. 11 f.h. sama dag verður sr. Sigurður með bamaguðþjónustu i Viði- staðaskóla. Sóknarnefnd Félag íslenskra línumanna Félagsfundur verður haldinn i Félagsheimili rafvirkja og múrara, Freyjugötu 27, þriðjudaginn 15. mars næst komandi og hefst kl. 21:00. Fundarefni: 1. Kjaramálin og tillaga um uppsögn kjarasamninga. 2. önnur mál. Félagar, fjölmennið stundvislega! Stjórn Félags islenskra linumanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.