Þjóðviljinn - 12.03.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. mars 1977 ÞJóÐVlLJINN — SIÐA 5
Greinargerö verkalýðsfélaga og trúnaðarmanna í Straumsvík
Hættu nefnd^rstörfum
vegna stífni ÍSAL
Nokkrir trúnaOarmenn og forystumenn verkalýðsfélaga á fundinum i fyrradag. (Myndir gel).
úrbœtur í 4 liðum
Greinargerð frá formönnum og
trúnaðarmönnum verkaiýðs-
félaga sem samningsaðild eiga
við ISAL vegna umræðna um
heilsufar og hollustuhætti i Al-
iðjuverinu i Straumsvik.
Með skýrslu þeirri er heil-
brigðismálaráðherra flutti á Al-
ingi 1. mars s.l. um heilsufar og
ollustuhætti i Aliðjuverinu i
Straumsvik og umræðum sem
orðiö hafa, virðist sem loks hafi
opnast augu ráðamanna fyrir
þeirri hliö mengunarmála sem
snýr að verkafólki. Um leið og þvi
er fagnað, þykir undirrituðum
aöilum ástæða að gera grein fyrir
gangi þessara mála og viðhorfum
til þeirra, frá sjónarhóli viðkom-
andi verkalýösfélaga og trúnað-
armanna þeirra hjá ISAL.
Hreinsitæki — Vinnuskil-
yrði
1971 fóru fram umræður um
nauðsyn á uppsetningu hreinsi-
tækja við álverksmiðjuna til að
fyrirbyggja flúormengun
gróðurs. Þá óskuðu trúnaðar-
menn i Straumsvik eftir þvi við
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið að rannsókn færi fram
á andrúmslofti i kerskála.
Ástæðan var sú að talið var að
vinnuskilyrði myndu versna ef
sett yrðu upp hreinsitæki af þeirri
gerð sem þá var þekkt, og þvi
nauðsynlegt að hafa mældan
samanburö ef til kæmi. Með
versnandi viiinuskilyrðum var
einnig talin aukin hætta á at-
vinnus júkdómum.
Kröfur um
Atvinnusjúkdómar
I ársbyrjun 1972 var rætt um
nokkur veikindatilfelli þar sem
grunur lék á að um atvinnusjúk-
dæma væri að ræða. Verkalýðs-
félögin óskuðu eftir þvi við ISAL
að sameiginlega yrði farið fram á
það við heilbrigðismálaráðuneyt-
ið að það gengist fyrir rannsókn á
þeim veikindatilfellum sem fram
hefðu komið og orsökum þeirra.
Nokkrum dögum siðar var enn
haldinn fundur sömu aðila ásamt
Grimi Jónssyni héraðslækni,
Ólafi Hjaltested trúnaðarlækni
ISAL og Hrafnkeli Helgasyni
yfirlækni á Vifilsstöðum. 1 fram-
haldi af þessum fundum, skrifuðu
verkalýðsfélögin heilbrigðisráðu-
neytinu þar sem óskað var eftir
rannsókn á
1. Hvort aðstæður i Straumsvik
séu þannig, að hætta sé á at-
vinnusjúkdómum hjá starfs-
mönnum.
2. Hvaða sjúkdóma geti hugsan-
lega orðið vart við.
3. Hvort tilgreind veikindatilfelli
verði rakin til vinnuaðstæðna i
Straumsvlk.
Þessa rannsókn framkvæmdi
Baldur Johnsen, þáverandi for-
stööumaður heilbrigðiseftirlitsins
(árið 1971) og eru helstu niður-
stöður þær að:
1. Bekja megi flest sjúkdómstil-
fellin til starfsins i áliðjuverinu
þó þar blandist fleira inn i.
2. Veikindatilfellin i Straumsvik
koma undir atvinnusjúkdóma í
samræmi við reglur um skrán-
ingu og tilkynningu atvinnu-
sjúkdóma,en þar segir I 1. gr.:
„Atvinnusjúkdómar eru sjúk-
dómar, sem eiga beint eða óbeint
rætur að rekja til óhollustu I sam-
bandi við atvinnu manna, hvort
heldur er vegna eðlis atvinnunn-
ar, tilhögunar vinnu eða að-
búnaðar á vinnustað. Einkum
koma hér til greina bæklunar-,
bilunar-, eitrunar- og ofnæmis-
kviliar.”
Það eru niðurstöður þessarar
skýrslu frá 1972 sem vakið hafa
mesta athygli af þvi sem fram
kom I skýrslu heilbrigðismála-
ráðherra nú fyrir nokkrum dög-
um.
Vitað er um mörg fleiri
veikindatilfelli en þau 8 sem rætt
er um i skýrslunni þar sem
starfsmenn hafa annað hvort
orðið að hætta ab fullu störfum i
áliðjuverinu að ráði læknis eða
reynt að breyta til um störf. Aug-
ljóst er þvi að hætta á atvinnu-
sjúkdómum er fyrir hendi. Niður-
stöður heyrnarmælinga er fram
fóru á málmiðnaðarmönnum að
tilhlutan Félags járniðnaðar-
manna 1974 og i framhaldi af þvi
á nokkrum öðrum starfsmönnum
eru geigvænlegar; þær sýna þó
ekki að hjá ISAL sé meiri hætta á
heyrnarskemmdum en á öðrum
hávaðastöðum þar sem ekki eru
gerðar heyrnarmælingar er menn
hefja störf hjá fyrirtækinaÞessar
niðurstöður verða vonandi til þess
að þessum þætti vinnuverndar
veröi betri gaumur gefinn.
Aðbúnaðarmál
Verkalýðsfélögin hafa i undan-
förnum samningum látið mjög til
sin taka aðbúnaðarmál. Astæðan
fyrir þvi að þessi mál eru tekin
upp I samningum er fyrst og
fremst sú að lagfæringar hafa
ekki fengist nema undir þeim
þrýstingi sem lausir samningar
skapa. Sem dæmi um samnings-
atr. má nefna afdrep fyrir menn i
kerskálum og viðar þar sem þeir
stutta stund gætu leitað i betra
loft en er á vinnustöðunum. Kröf-
ur hafa verið um betri loft-
ræstingu á flest-öllum vinnustöð-
um og bættan abbúnab að mörgu
leyti þær hafa þó ekki allar náðst
fram. Rétt er aö geta þess, að
Framhald á bls. 18
Þannig eru rekstrarhorfur málmblendiverksmiðju:
800 miljón kr.
halli árið 1976
l j<1i..ibtói uuil
t.ií idjb.
22/2/1977
A.etlað rekstraryf irlit kisilj.irnversins fyrir oit t ár,
miðað við ful 1 afköst og verðlag, ársins 1976 .•
Mil1iónir
norskra krón.i
r>iil utek jur
50.000 tonn á 2.388 n.kr
1)
800 miljón króna halli
árið 1976. Þetta er dómur
Þ jóðhagsstofnunar um
afkomuhorfur málm-
blendiverksmiðjunnar á
Grundartanga miðað við
markaðsaðstæður ársins
1976. Það voru þessar af-
stæður sem forráðamenn
Union Carbide gerðu sér
grein fyrir og kusu því að
greiða nærri miljarð fsl.
króna til þess að losna út
úr samningunum um
Grundartangaverk-
smiðjuna.
Frumvarp til laga um málm-
blendiverksmiðju I Hvalfirði
hefur verið til meðferöar I
iðnaðarnefnd neðri deildar al-
þingis alllengi; svo lengi að
kunnugir telja að þar hafi
hlaupið snurða á þráðinn.
Siguröur Magnússon, fulltrúi
Alþýðubandalagsins I iðnaðar-
nefnd, hefur farið fram á það að
fá að sjá gögn um viöskilnað
Union Carbide og þá alveg sér-
staklega gögn um þær markaðs-
kannanir sem fyrirt. lét
gera og voru svo Iskyggilegar
að fyrirtækið kaus aö hverfa frá
fyrrisamningum. Til þessa hef-
ur Sigurður ekki fengið þessi
gögn, en Þjóðviljinn heitir á
þingmenn að knýja þau fram i
dagsbirtuna. Annað er ekki
viðunandi.
Þá hefur Sigurður farið fram
á að kannaðar veröi rekstrar-
forsendur verksmiðjunnar á
Grundartanga miðað við full af-
köst og verölag ársins 1976 á
afuröum verksmiðju af þessu
tagi. Hefur formaður iðnaðar-
nefndar neðri deildar, Ingólfur
Jónsson, orðiö við þessari kröfu
Sigurðar. Hefur Þjóðhagsstofn-
un nú nýlega reiknað þetta
dæmi og kemur þar út að miðað
við allar forsendur ársins 1976
hefði hallinn á verksmiðju þess-
ari orðið heilar 800 miljónir
króna.
Við birtingu fréttar i Þjóðvilj-
anum i gær urðu þau leiðu
mistök að niður féll birting á
áætlun Þjóðhagsstofnunar. Þess
vegna er áætlunin birt I heild
með þessari frétt. Aætlunin er
eins og sjá má I norskum krón-
um, en skv. upplýsingum Seðla-
bankans var gengi norsku krón-
unnar 36,36 kr. islenskar i fyrra-
dag. Yfirlitið skýrir sig sjálft,
en til fróöleiks er það einnig birt
i meginatriðum, reiknað út i Is-
lenskum krónum.
Sölutekjur 4.284 milj. isl. kr.
Gjöld alls 5.076 mflj. ísl kr.
Halli afls 792 mflj. ísl kr.
Hráofni
Kvarz 12
Koks 22
Kol 7 .
<
Járn ^
Rafskaut 5
Annaö 1
Raforka
51
18
Hafnargjöld og annar broytilegur
f ramleiöslukostnaöur________ M
Fastur framleiöslukostnaöur
Vinnulaun 10
Stjórnun, skrifstofu-
kostnaÖur og viöhald 8 18
Takniþóknun o.fl. 3,9% 8
VerÖ jðf nunarg jald .2
Vextir2^ 18
2 1
Af skriftir 2 5
Gjöld alls mi
Hreinn hagnaður fyrir l o ina skatta-22
Skýringar:
1) Tekjuverö, 2.388 n.kr. pr.tonn,^sem her er tekiÖ sem dæmd,
er ^skilaverð _.t il norskra kísil járnframleiÖenda á árinu 1976 .
T aætlunum^Járhblendifélagsins nú er tekiö til viömiöunar sem
grunnverÖ a arinu 1976 2.800 n.kr. pr.tonn. Sé þaö gert hækka
* sölutekjur og hagnaöur um 20^m.n.kr. frá því sem svnt er húr
aÖ ofan. Hreint tap mundi þá lækka úr 22 m.n.kr. í 2 m.n.kr.
2) Her eru teknir inn árlegir meÖalvextir og afskriftir alls
rekstrartímabilsins ^og er þá gert ráö fyrir 10% lækkun stofn-
kostnaöar,^þar eð her er ekki gert ráö fyrir veröhækkunum á
byggingartimanum.
Aœtlun Þjóöhagsstofnunar um hallann af Grundartangaverksmiöj-
unni eins og hann heföi oröiö 1976.