Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. mars 1977 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7
Kringlumýrinnieðlileg ráðstöfun.
Hann lá þá miðsvæðis, þar sem
aðalumferðaræðar skárust. Með
aukinni byggð hefði hann orðið að
öflugri miðstöð verslunar, þjón-
ustu og menningar.
Með þessari nýju ákvörðun
verður hann að skipulagslegri
timaskekkju, sem aldrei nær þvi
að verða miðbær i þeirri
merkingu sem við leggjum i það
orö.
Vegna nýrrar byggðar á
Keldnaholti og við Korpálfsstaði
hlýtur innan mjög skamms tima
aðal-umferðarþunginn aö flytjast
yfir á nýja Reykjanesbraut. Sú
braut endar i dag við hreppamörk
milli Reykjavikur og Kópavogs
eins og minnisvaröi um skort á
samstarfi i skipulagsmálum. Við
skulum aðeins vona að þegar
skipuleggjarar Kópavogs taka til
við aö skipuleggja, þá láti þeir
Reykjanesbrautina enda á sama
staö og Reykjavik, þannig að hún
verði ökufær.
Það hljóta allir aö harma að
ekki skuli reynt til þrautar að ná
samkomulagi um sameiginlegt
skipulag og samvinnu um fram-
kvæmdir þessara sjö sveitafélaga
áður en Reykjavikurborg tekur
einhliða ákvarðanir, sem varða
nágrannana verulega miklu.
Slikt samkomulag hefði að
minni hyggju átt að byggjast á
þeirri hugsun aðalskipulagsins
1962-83 aö þétta bygðina til
suðurs.
Svefnhverfi
Eitt af þvi, sem hefur einkennt
skipulagningu höfuðborgar-
svæðisins á undanförnum árum
er bygging stórra ibúöahverfa án
nokkurrar atvinnustarfsemi
annarrar en þeirrar, sem er i
tengslum við beina þjónustu
hverfisins s.s. þjónustuverslanir.
Þessi svefnhverfi umlykja
gamla athafnasvæðið, sem
byggðist i kringum og út frá
höfninni: Arnarnesið, Garðabær-
inn, Árbæjarhverfið, Breiðholtiö
og byggðin viö Hlégarð eru dæmi-
gerð svefnhverfi.
Flest-allir, sem þarna búa og
vinna fyrir launatekjum, verða
að sækja vinnu út fyrir hverfið oft
langt út fyrir það. A morgnana,
um það leyti sem vinnutími hefst,
eru endalausar raöir af bilum á
leið frá þessum hverfum og til
vinnusvæðisins, sem I flestum til-
fellum er inni i gömlu borgar-
hverfunum.
Sjávarföll umferöar
Fyrst uppúr kl. 7 fara af stað
verkamenn og iönaðarmenn, en
siðan hver hópurinn koll af kolli
þar til þeir siðustu fara uppúr kl.
8, menn, sem vinna ýmis versl-
unar- og skrifstofustörf. Um
miðjan daginn standa nær öll bif-
reiðastæöi i svefnhverfunum auð
og næstum þvi hver einasti karl-
maður á aldrinum 16-70 ára hefur
yfirgefið þau vegna starfa sinna.
Eftir stendur samfélag mæöra,
barna og einstakra gamalmenna.
Börn sem alast upp í slikum
hverfum þekkja aðra vinnu en
heimilisstörf bara af afspurn.
Þegar liöur aö kvöldi snýr bila-
straumurinn við. Fyrst koma
þeir, sem siöast fóru og siöast
þeir, sem fyrstir fóru, samkvæmt
þvi fslenska lögmáli, að þvi
erfiðari og sóðalegri sem vinnan
er þvi lengri vinnutlmi á lágu
kaupi.
Bifreiöastæði svefnhverfanna
fyllast en gömlu hverfin tæmast
af bilum og malbikuö bilastæðin
orka á mann eins og hrúöruð sár
innan um lágreist og vinaleg hús.
Viturlegt
— óviturlegt
I nýju skipulagi á að breyta
þessu á ný. Nú á að hræra saman I
hæfilega blöndu Ibúöar- og at-
hafnahverfum þannig að a.m.k.
hluti Ibúanna eigi þess kost að
starfa i næsta nágrenni við
heimili sitt.
Þetta finnst mér viturleg
ákvörðun. Jafnvel þótt aldrei sé
hægt að tryggja aö þeir sem
byggja þessi hverfi velji þá
atvinnu sem er i næsta nágrenni
hljóta þó alltaf æði margir aö
velja sér húsnæði með hliösjón af
vinnustaðnum eða vinnustað meö
hliösjón af búsetunni. Og allavega
eru nokkrar likur fyrir þvi, að
börn framtiðarinnar geti fengið
að sjá hvað þessi „vinna” er sem
pabbi fer i á morgnana og kemur
úr á kvöldin.
Hitt finnst mér ekki eins vitur-
leg ráðstöfun að stórauka
atvinnuhúsnæði i gömlu borgar-
hverfunum. Samkvæmt þeim til-
lögum, sem fyrir liggja um
framtið eldri borgarhverfa. þá er
gert ráð fyrir að gólffermetrar I
atvinnuhúsnæði aukist um allt að
50% á svæðinu vestan Hring-
brautar.
Ljóst er að mikill meirihluti
þess fólks, sem mun annað
tveggja vinna I þessu aukna rými
að sækja þjónustu þangað, býr og
mun búa i svefnhverfum borgar-
innar. Meö þessari skipulags-
ráðstöfun er verið að stórauka
umferð að og frá gömlu hverf-
unum meö þeim hraðbrautum,
umferðarbrúm og slaufum, sem
þar fylgja.
011 endurbygging i gömlu
borgarhverfunum miðast við aö
byggja meira og stærra en fyrir
er. En hvers vegna þegar nægt
pláss er annarsstaöar fyrir
atvinnustarfsemi eins og t.d. i
nýjum miöbæ i Kringlumýri?
Gróðasjónarmið
Astæðurnar eru kallaðar fal-
legum nöfnum i skipulagningu og
þær eru margar tiundaðar. Þó er
ekki getið þeirra, sem ég tel að
hafi ráðið meiru en allar hinar til
samans, þótt enginn vilji viöur-
kenna það, en þær eru gróða-
sjónarmið lóðaeigenda i gömlu
hverfunum. Flestar lóðir i
miðborginni eru i einkaeign og
flestar i eigu rikra manna eöa
stórra fyrirtækja.
Þessir aðilar vilja fá að nýta
eign sína, þeir vilja fá að byggja
stórt, hafa mikla starfsemi,
þannig að lóöin gefi hámarks-
gróða. Þeir krefjast greiðrar um-
ferðar svo fólkið úr svefnhverf-
unum komist til þeirra til að eiga
viöskipti. Þeir krefjast stórra
bilastæða eða bifreiöageymslu-
húsa til að viðskipti viö þá geti
aukist. Þvi meiri viðskipti, sem
verða i miðborginni, þvi
verðmætari verður lóðin.
Þessir aöilar hafa engan áhuga
á nýjum miðbæ, þeir eiga engar
lóðir þar.
Pólitískt skipulag
Skipulags mál eru mikiö hags-
munamál fólksins, sem byggir
borgina. Meö skipulagslegum
aðgerðum er hægt að færa gifur-
legt f jármagn frá einum aðila til
annars. Skipulag unniö og fram-
kvæmt af núverandi borgar-
stjórnarmeirihluta er og verður
til að þjóna hagsmunum borgara-
stéttarinnar. Fólk er oft ótrúlega
trúgjarnt á að skipulag sé eins
konar spá um það hvernig byggð
verði eftir svo eöa svo langan
tima, svona rétt eins og veöurspá
eða aflaspá. En þannig er skipu-
lag ekki, skipulag er fyrirfram
ákvörðuö stefna. Pólitfskt mótuð
með vitund og fullum vilja og
ákveöna hagsmuni I huga.
Þótt hagsmunir borgara-
stéttarinnar séu I fyrirrúmi við
gerð skipulagsins, þá mun
kostnaður þess veröa lagður á
vinnandi fólk borgarinnar fullum
þunga. Enginn, sem hefur áhuga
á umhverfi slnu og afkomu má
láta skipulagsákvarðanir af-
skiptalausar.
Lögum er hægt aö breyta með
litlum fyrirvara, en framkvæmt
skipulag — byggöin i borginni —
mun standa um aldirtilhagsæld-
ar eða tjóns fyrir margar kyn-
slóöir.
Á höfuðborgarsvæðinu sitja sjö furstar
i gerfi bæjarstjóra, borgarstjóra og
sveitarstjóra. Hver með sina hirð....
Umsjón:
Þröstur
Hara Idsson
og
Freyr
Þórarinsson
Síðasti
hóstinn
Klásúlur standa á timamót-
um. Hið frækna lið sem að þeim
hefur staðið I rúmt ár hefur að
eigin frumkvæði tekiö þá af-
drifariku ákvörðun aö leggja
upp laupana sem starfshópur.
Fráfall klásúlna I þessari mynd
af siðum þriðja hvers sunnu-
dagsblaðs Þjóöviljans hlýtur að
vekja þá spurningu hjá ótöldum
lesendum siðunnar hver sé or-
sökin. Nú er það i sjálfu sér
ekkert sáluhjálparatriöi klá-
súlna að kryfja til mergjar hin-
ar mörgu, flóknu og persónu-
legu orsakir ákvörðunarinnar.
Ef til vill á þaö sinn þátt að
margir af afkastameiri skrif-
finnum hópsins dveljast nú á
öðrum breiddar- og lengdar-
gráðum en hún Reykjavik. Við
þessir sem enn erum hér höfum
sumpart fengið aðra hnappa
upp i hendurnar til aö hneppa.
Ennfremur hefur i hjörtum okk-
ar flestra skotið rótum djúp-
stæður leiði á þvi að fjalla um
þetta ákveðna menningarfyrir-
bæri — poppið — eitt og sér, rifið
úr samhengi við önnur „plön”
mannlifsins. Upphaflega var
það hugmyndin að fjalla á
breiðum grundvelli um það sem
stundum hefur verið nefnt
„uppreisn æskunnar” og öðrum
ónefnum, það umrót sem fylgt
hefur poppinu i hugum, hegöun,
útliti osfrv. þeirrar kynslóðar
sem ólst upp með þvi, það um-
rót sem sennilega náði sinum
hápunkti árið 1968 úti I Evrópu
en hefur aldrei alveg fjaraö út
þótt allt hafiverið reynt til að
fletja áhrifin út. Þetta hefur ein-
hverra hluta ekki tekist. Við
höfum setið fastir i poppinu og
aldrei lagt i aö rjúfa þann
ramma sem það setur okkur.
En þar með er ekki sagt að
okkur finnist við hafa sagt allt
sem sagt verður um popp, öðru
nær. Fjölmargar hugmyndir
sem fram hafa komið innan
hópsins liggja enn ópældar hjá
garði. Oörum hefur aðeins verið
tæpt á — og sennilega engin
krufin til mergjar.
Hópstarfiö lengi lifi
Á fyrstu siöunni sem birtist
undirokkar merkjum kváðumst
við ekki ætla aö gefa út stefnu-
skrá, heldur láta stefnuna mót-
ast I starfi. Við það höfum við
staðið. Það hefur þó kannski
orðið til þess.að siðan hefur ver-
iö mjög breytileg hvað varðar
pólitiskt samræmi, smekk, stil
o.þh. og vafalaust reyndist það
mikið vandaverk að finna ein-
hverja heildarhugsun i skrifum
okkar — nema ef vera skyldi
samræmd andúð á þeim spell-
virkjum sem auðvaldið vinnur
stöðugt á þessu menningarsviði
(sem öðrum).
A þessari fyrstu siöu lýstum
við einnig starfsháttum okkar,
þe. starfshópnum. Við það höf-
um viö einnig haldið okkur.
Fundir hafa verið haldnir viku-
lega, og telst okkur til aö ekki
hafi nema einn fallið niður. Á
þessa fundi hafa komið frá 3 upp
i 30 manns. en meðaltalið er
sennilega um 10. Viö höfum
enga hugmynd um hve margir
hafa komiö. Hitt vitum við að
fjórtán manns hafa komið ná-
lægt skrifum (að bréfriturum
frátöldum). Þessir fjórtán eru:
Magnús Rafnsson, Gestur Guð-
mundsson, Páll Baldvinsson,
Þröstur Haraldsson, Guömund-
ur Þorsteinsson, Eirikur
Brynjólfsson, Erling Ólafsson,
Haukur Þórólfsson (sem einnig
tók myndir), Freyr Þórarins-
son, Möröur Arnason, Harald G.
Haralds, Kristján Pétur Sig-
urðsson, Ingibjörg Haraldsdótt-
ir og Halldór Runólfsson. (Þess
má geta fyrir áhugamenn um
pólitik að aðeins einn þessara
manna mun vera félagi i póli-
tiskum flokki.)
Eftir áreynslu af þessum
starfsstll er það fjallgrimm
vissa okkar aö hópsstarfið er
það besta sem vöí er á. Satt að
segja skiljum við ekki hvernig
menn geta á annan hátt haldiö
úti svona sfðu. Það er þó gert,en
með næsta misjöfnum árangri.
Lagt á múlann
Það er heldur ekki lakari
draumsýn en margt annað aö
hugsa sér hóp ritfærra manna
sem fjölluðu vikulega um nú-
timatónlist almennt. Þvi við
sem höfum haft þessa siðu til
umráða höfum til dæmis ekki
hætt okkur út i djassinn og er þó
full þörf á skrifum ,,á háu
plani” um þá tónlist sem á sér
miklu lengri og merkilegri sögu
en poppið. Við erum hins vegar
skithræddir um að auötrúa les-
endur „Blaðsins Okkar” vaði i
þeirri villu og svima að djassinn
hafi aldrei ánetjast markaös-
lögmálum auðvaldsins, heldur
haldið sinum músikalska mey-
dómi gegnum þykkt og þunnt.
Ef þessi ótti okkar hefur við rök
að styðjast stafar þaö einfald-
lega af þvi, aö umfjöllun um
djass i téðu blaði (og vissum
öðrum fjölmiölum) hefur orðiö
illa fyrir barðinu á einu einkenni
auðvaldsins: einokuninni.
Hin breidari spjótin
Nú er það mála sannast að
seint mun það þykja góð latina á
islensku að hæla sjálfum sér og
löngum hefur islenskum stil-
vopnum verið ljúfara lastið en
lofið eins og klásúlur hafa ekki
farið varhluta af. Gagnrýnend-
ur okkar hafa þó allt sammerkt
að dæma okkur út frá einstökum
atriöum i kannski einni grein,
dregið siðan alltof stórar og al-
rangar ályktanir af þessum at-
riðum. Hlálegast er þó að sjá
menn gera sig að fiflum með þvi
að stilla okkur upp (oftast á
sjálfgefnum forsendum) sem
imynd þess sem við höfum sjálf-
ir verið að gagnrýna, kannski i
næstu grein á undan. Yfirleitt
hefur skýringin á þessum
gönuhlaupum verið augljós:
viökomandi hefur rekiö augun i
eitthvað ertandi, td. mynd af
nákomnum ættingja eða fyrir-
sögn sem særir málvitund hans.
Útkoman hefur yfirleitt. verið
litt svaraveröur þvættingur.
Vid vorum bestir
' Það ætti að vera kunnari en
frá þurfi að segja að klásúlur
hafa haldið uppi markverðustu
poppskrifum hér á skerinu þetta
ár. Onnur poppskrif hafa yfir-
leitt ekki komist upp úr þvi fen-
inu að dengja yfir lesendur sina
innantómu lofrausi, blaðri cg
ómerkilegum æsifréttum af is-
lenskum poppurum. Reynar
gerði slagbrandur moggans þá
áramótajátningu að þetta staf-
aði af of nánum vináttutengsl-
um skriffinna við popparana.
Þvi væri ekki hægt að koma
neinni uppbyggilegri gagnrýni
við. Þetta gefur óvænta en kær-
komna innsýn i islenskan popp-
heim. Og ekki siður blaðaheim-
inn. Þvi auðvitað eru það ein-
mitt sv«na skrif sem blöðin vilja
— og svo undarlega vill til að
þinglýstir eigendur poppheims-
ins (umbar og útgefendur) eru á
sama máli. Þarna fallast þvi
hagsmunir allra i faðma. Og
þegar þetta hefur viðgengist
nógu lengi er það lika oröiö „það
sem fólkið vill”. klásúlur
TÖLVUAUGAí
hverjum dyrum
Franskt verklýðs-
samband hefur gert
harða hríð að notkun
IBM-tölvu, sem það segir
að hafi verið notuð til að
njósna um starfsfólk hjá
stóru tryggingarfyrir-
tæki, Assurances Génér-
ales de France.
Tölvan er ætluð til
ýmissa tímasparandi
verka í sambandi við
símaþjónustu. En við
hana var bætt útbúnaði,
sem les sérstök persónu-
skilríki starfsmanna í
hinni sex hæða aðal-
byggingu tryggingar-
félagsins. Fulltrúi
verklýðssambandsins
segir, að undir yfirskyni
öryggisráðstafana hafi
fyrirtækið sett „skilríkja-
lesara” í 70 helstu dyr
hússins og tekið af
þessum sömu dyrum
hurðarhúna. Því gat
enginn gengið um dyr
þessar nema að stinga í
hurðirnar skilríki sínu.
Tölvan hélt svo skrá yfir
allt ráp starfsmanna —
„hún vissi meira að segja
þegar við fórum á WC".
Það fylgir fréttinni, að
um 50 frönsk fyrirtæki
hafi komið sér upp tölvu
af þessu tagi, sem á að
„spara tima og auka
afköst".