Þjóðviljinn - 13.03.1977, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 13.03.1977, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Suhnudagur 13. mars 1977 Sunnudagur 13. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 o5> Jakob Björnsson orkumálastjöri. í umræðum um íslensk orkumál bregður einu nafni fyrir oftar en mörg- um öðrum: Orkustofnun. Stof nun sú hefur komið við sögu í flestum ef ekki öll- um framkvæmdum á sviði orkumála hérlendis síðan hún varð til fyrir þremur áratugum, tvo þá fyrstu að vísu undir öðru nafni, em- bætti raforkumálastjóra. En hvert er verksvið þessarar stofnunar? Hvernig er hún uppbyggð og hvað eru starfsmenn hennar að fást við um þessar mundir? Til þess að leita svara við þess- um spurningum fóru Þjóðvilja- menn á fund yfirmanns stofnun- arinnar, Jakobs Björnssonar orkumálastjóra, og fer spjallið ■ viö hann hér á eftir. — Áður en við snúum okkur að hinni eiginlegu Orkustofnun er rétt að gera grein fyrir þremur stofnunum sem starfa aö mestu leyti sjálfstætt en eru i nánum tengslum við Orkustofnun, og eru stundum taldar til hennar. Þaö er fyrst til að taka Rafmagnseftirlit rikisins sem sér um öryggiseftirlit með rafmagns- virkjunum og skyldum mann- virkjum. önnur er Jarðboranir rikisins. Þær eru i raun verk takafyrirtæki með sjálfstæðan fjárhag. Þær fá ekkert framlag af fjárlögum heldur eiga að standa undir sér sjálfar. Fyrirtækið á alla jarðbora i landinu utan einn, gufuborinn Dofra sem er i eigu rikisins og Reykjavikurborgar en Jarðboranir sjá einnig um rekstur hans. Loks eru það Jarð- varmaveitur rikisins. Þær eru til kaupum allar loftmyndir af Landmælingum Islands, sjáum sjálfir um mælingar.á landinu sjálfu en kaupum svo teikningar á kortum Kortin nýtast fyrst og fremst fyrir rannsóknir á vatns- aflsvirkjunum en einnig að nokkru fyrir jarðhitarannsóknir. Annað stórverkefni deildarinnar eru rannsóknir á jarðfræðileg- um eiginleikum virkjunarsvæða, jafnt á yfirborði sem neðanjarð- ar. Slikar rannáóknir eru gerðar til að kanna grundvöll fyrir stifl- ur, uppistöðulón ofl., og aðstæður til að gera jarðgöng og önnur mannvirki neðanjarðar. Islensk jarðfræöi er mjög breyti- leg eftir svæðum, og getur það valdiðýmsum erfiðleikum ef ekki er byrjað á ýtarlegum rannsókn- um. Deildin gerir svo frumáætl- anir fyrir virkjanir, en sá þáttur er að langmestu leyti keyptur frá verkfræðistofum. Við gerum hins vegar ekki ýtarlegar og nákvæm- ar framkvæmdaáætlanir, þær eru i verkahring virkjunaraðila. Aðr- ir þættir starfsemi deildarinnar Um jarökönnunardeild gildir svo til það sama og um jarðhita- deild; vinnubrögð hennar eru að mörgu leyti mjög svipuð. Þetta er hin faglega verka- skipting deildanna. Auk þessa rekum við rannsóknastofu i efna- fræði og rafeindastofu þar sem við hönnum og smiðum sum þeirra tækja sem við notum, eink- um við jaröeðlisfræðimælingar. Suðurlandiö best kannað — En ef við snúum okkur að verkefnum. þessara deilda, hver eru þau hélst? — Þegar virkjunarrannsóknir byrjuðu af krafti hér á landi á árunum 1957—8 var hafist handa á vatnasvæði Þjórsár og Hvitár. Einnig var unnið nokkuð við Laxá og viðar, en langstærstur hluti rannsóknanna beindist að Þjórsá og Hvitá fram til ársins 1966. Þessar rannsóknir voru lagðar fram sem hluti rikisins i Lands virkjun og þær eru meginástæðan fyrir þvi, að þetta svæði er best kannað af öllu landinu. Siöustu tiu fyrir um áhrif vatnsuppistöðu i verunum á fuglalif, gróöur ofl. Er hugmyndin sú að draga saman árangur rannsóknarinnar i eina heild og gera vistlikan af svæð- inu. En þetta verkefni tekur nokkur ár til viðbótar. Loks mun raforkudeild taka að sér einhver verkefni eftir pöntun frá virkjunaraðilum eins og Lands- virkjun, Rarik og Laxárvirkjun. Krafla í gjörgæslu Stærsta verkefni jarðhitadeild- ar er vitaskuld Krafla. Þar sér deildin um allar rannsóknir og mælingar á borholum. Eldvirknin kallar á gosvakt og má segja að svæöiö hafi verið i gjörgæslu eftir gosið i LeirhnUki. Jarðhita- deildin leggur til mest af mann- aflanum i þetta verkefni en samið hefur verið við raunvisindadeild Háskólans um einstök verkefni, svo sem uppsetningu skjálfta- mæla o.fl. gegn greiðslu kostnaö- ar. Það er mikið verk að fylgjast með þessu. Það ber auðvitað mest á skjálftunum en það kemur urnar ef þvi er hleypt beint inn á þær. Þvi er það notaö til að hita ferskt vatn i varmaskiptastöð. Hitaveita Suöurnesja er sem stendur stærsta einstakt verkefni jarðkönnunardeildar. Til hennar þarf að afla mikils af fersku vatni en það má ekki ganga svo nærri vatnsbólunum að saltvatn sogist inn i þau. Einnig þarf að gæta þess að vatnstaka vegna hitaveit- unnar rýri ekki möguleika til að afla neysluvatns fyrir byggðirnar á Suðurnesjum. Staðhættir þar syðra eru þannig að mikil þörf er á aðgát i þessum efnum. Deildin annast einnig smærri verkefni fyrir sveitarfélög og aðila eins og tsal og járnblendiverksmiöjuna á Grundartanga. Slikum verkefn- um hefur fjölgað mjög á undan- förnum árum, einkum eftir að farið var að gera meiri kröfur til hreinlætis i fiskiðnaöi. Deildin vill leitast við að leiðrétta þann mis- skilning að viö búum aö góðu vatni hér á landi. Að visu er það gott þar sem hægt er að nýta jarð- vatn en á blágrýtissvæöunum þar Stærstu verkefni: Krafla, Blanda og Austuriandsvirkjun komnar með lögum um Kisiliðjuna. Rikið tók að sér á sin- um tima að afla gufu til verk- smiðjunnar og fól Orkustofnun það verkefni. Voru Jarðvarma- veiturnar stofnaðar utan um þetta verkefni, en siöan hafa þær tekið að sér hliðstætt verk að Reykhólum og hluta af fram- kvæmdum við Kröflu, gufuöflun- ina og umsjón með hönnun gufu- veitunnar samkvæmt sérstökum fyrirmælum iðnaðarráðuneytis- ins. Fjórskipt stofnun. Hin eiginlega Orkustofnun er hins vegar rannsókna- og ráð- gjafastofnun,en hefur hvorki með rekstur né framkvæmdir að gera. HUn skiptist i fjórar deildir; Skrifstofu- og hagdeild annast skrifstofu- og bókhald stofnunar- innar og einnig hina hagrænu hliö orkumálanna. Raforkudeild sér um rannsóknir á vatnsafli og ýmsar athuganir varðandi raf- orkukerfið, linulagnir, samrekst- ur kerfisins oþh. Jarðhitadeild sér um rannsóknir á jarðhita, bæöi almennar rannsóknir sem kostaöar eru af fjárlögum og eftir beiöni sveitarfélaga sem standa þá straum af rannsóknunum. Loks er þaö yngsta deildin, Jarö- könnunardeild, en samkvæmt Orkulögunum frá 1967 þar sem stofnuninni er markaö starfssvið ber henni að leita aö hagnýtum jarðefnum. Enn sem komiö er hefur þessi deild þó eingöngu leitað aö neysluvatni fyrir sveitarfélög og einkaaöila. Raforkudeild Ef við förum nánar út i starfs- svið einstakra deilda. þá rekur Raforkudeild vatnamælingar sem annast mælingar á rennsli fallvatna um allt land,en þær eru mjög mikilvægar til könnunar á nýtingarmöguleikum þeirra. Einnig sér deildin um landmæl- ingar og undirbúning kortlagn- ingar á virkjunarsvæðum Viðast hvar þarf aö gera ný og stærri kort vegna hugsanlegra virkjana, og á undanförnum 15 árum höfum við mælt býsna stóran hluta landsins. Kortin eru gerð eftir ljósmyndum teknum Ur lofti. Við eru umhverfisrannsóknir sem verða æ umfangsmeiri. Við önn- umst þær að sumu leyti sjálfir.en að verulegu leyti eru þær keyptar frá Háskólanum, NáttUrufræði- stofnun tslands og náttúrugripa- söfnum i einstökum landshlutum. Þessi þáttur hefur vaxið hvað ör- ast á sl. 5 árum og tiðkast nú alls staðar þar sem fyrirhugað er að virkja. Deildin sér einnig um at- huganir á raforkukerfinu, sam- tengingu þess og uppbyggingu. Loks má nefna að i tengslum við raforkudeildina starfar Straum- fræðistofnun sem gerir tilraunir með likönum af höfnum, virkjun- um og öörum vatnsluktum mann- virkjunum. Jaröhitinn Jarðhitinn er erfiöari i rann- sókn en vatnsaflið þar sem hann er svo til allur neðanjarðar. Við athuganir á jarðhita er beitt ýms- um aðferðum. Almennar jarðfræöirannsóknir eru mjög þýöingarmiklar i þessu efni,og að þeim vinnur mikill hluti starfs- manna jarðhitadeildar. Það þarf að gera sér vel grein fyrir jarð- fræði þess svæöis sem á að nýta. Ýmiss konar jaröeðlisfræðilegar mælingar, svo sem mælingar á viönámi jarðlaga, gefa góða vis- bendingu um jaröhita. Einnig jaröefnafræöi þar sem við rann- sökum efnafræðilegt innihald hveravatns, gufu og jarðvegs. Loks eru það athuganir á vinnslu- eiginleikum svæðisins, tækni- legar rannsóknir á þvi hvernig best er að ná jarðhitanum upp. Jarðhitadeildin notar Jarðbor- anir rikisins mest allra deilda stofnunarinnar, þvi með borunum fæst hiö endanlega svar hvað sem allri jarðfræði liður. Við reynum að fá eins miklar upplýsingar úr borunum og hægt er. Jaröfræð- ingar eru látnir fylgjast með bor- unum, og taka þeir sýni úr holun- um til rannsóknar. Við höfum nú fengiö góð tæki til mælinga I bor- holum, tæki sem við getum sent niður i holurnar. Borholur eru dýrar og þvi er mikilvægt að rannsaka þær vel, jafnvel þurr hola getur veriö gagnleg fyrir næstu holu sem boruö er. Sér- fræðingar jarðhitadeildar vinna þvi mikið rannsóknastarf á þessu sviöi. árin hefur hins vegar verið unnið mun meira á öðrum svæðum, ekki sist Austurlandi. Þar hafa verið kannaðir möguleikar fyrir svonefnda Austurlandsvirkjun sið an 1969, og vænti ég þess að á næstunni verði farið að vinna að verkfræðilegri áætlanagerð fyrir þessa virkjun. 1 lok þessa árs ætt- um við að geta metið virkjunar- möguleika á Austurlandi mun betur en til þessa. A Noröurlandi hafa einnig verið gerðar talsverð- ar rannsóknir, sumpart fyrir Laxárvirkjun, en einnig við Jökulsá á Fjöllum og er rannsókn á virkjun Dettifoss langt komin, en rannsókn svonefndrar Hóls fjallavirkjunar skemmra. Blanda er einnig komin nokkuð á veg,svo og virkjun við Villinganes i Skagafirði, en jökulsárnar i Skagafirði uppi á hálendinu skemmra. Loks höfum við kann- að Skjálfandafljót nokkuö, en þó minna en hinar árnar þar sem það viröistekki eins hagkvæmt til virkjunar og hinar árnar að okkar mati. A Vestfjörðum rannsökuð- um við Mjólká og Dynjanda á sin- um tima.en þeim rannsóknum er nú lokið. A siöari árum höfum við einkum beint athyglinni að öðrum hlutum Glámuhálendisins, þeim sem hallar niöur að Djúpi og Breiöafirði, og er nú unnið að verkfræðilegri áætlanagerð þar. Loks höfum viö kannað mögu- leika á virkjun i ófeigsfirði en þar er mikiö óunnið. Vistlíkan af Þjórsárverum A þessu ári verður fyrst og fremst unnið aö Austurlands- virkjun eða öllu heldur þeim hluta hennar sem nefndur er Fljóts- dalsvirkjun og felur i sér virkjun Jökulsár i Fljótsdal og nálægra vatna. Einnig veröur unnið við Blöndu. Þetta eru tvö helstu starfssvæði okkar i ár, en áöur- nefndum verkum á Vestfjörðum og I Skagafiröi verður þó haldið áfram. Ekkert er i ár unnið á Vesturlandi né á vatnasvæði Þjórsár aö undanskildum umhverfisrannsóknum i Þjórsár- veri. Þar höfum við samvinnu við bandariskan prófessor sem vinn- ur á okkar vegum aö gerð vistlik- ans af Þjórsárverum. Tilgangur þessara rannsókna er að segja fleira til: sprunguhreyfingar, hveravirkni, ris og sig landsins. Við tökum sýnishorn af efnainni- haldi i hverum og sprungum og höfum reglubundið eftirlit með hræringum landsins. Ekkert jarðhitasvæði i veröldinni er undir eins ströngu eftirliti svo mér sé kunnugt, og i þetta fer mikill mannafli og timi. Hitaveita, gróðurhús og laxeldi Auk Kröflu annast jarðhita- deildin rannsóknir viða um land vegna hitaveitna. Ef til vill er mest áhersla lögð á svæði sem hingaö til hafa ekki verið talin vænleg til nýtingar, svo sem á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi. Þar gerum við hita- stigulsboranir sem ekki beinast að þvi að fá upp heitt vatn heldur að þvi að kanna almennt hita- ástand jaröskorpunnar. Við mun- um halda áfram með slikar fram- kvæmdir á Vestfjörðum, Aust- fjörðum, Vesturlandi og austan- verðu Suðurlandi. Einnig verða rannsakaðir virkjunarmöguleik- ar i námunda við þorp og kaup- staði og er það sumpart gert að beiðni viðkomandi sveitarfélaga. Fara þessar rannsóknir gjarna fram i tengslum viö boranir sem verið er að gera eða eru fyrirhug- aðar. Við fáum mikið af slikum beiðnum frá sveitarfélögum, en einnig frá einstaklingum, gróöur- húsabændum, laxeldisstöðvum o.fl. Er þá okkar hlutverk yfirleitt að velja bestu borstaði og rann- saka borholur. Þessi starfsemi hefur aukist' mjög eftir orku- kreppuna. Þá önnumst viö rann- sóknir fyrir hitaveitur I rekstri sem þarfnast meira vatns. Þann- ig höfum við stórverkefni fyrir Reykjavikurborg i Mosfellssveit og kemur það einkum til vegna langingar hitaveitu til nágranna byggða borgarinnar. Deildin hef- ur einnig gert kannanir fyrir Hitaveitu Suðurnesja sem er um margt flókin,þvi hún er eina hita- veita landsins sem nýtir háhita- svæði með varmaskiptistöð. Þau eru ööruvisi en lághitasvæði, meira er af uppleystum steinefn- um i vatninu, selta gerir vatnið ónothæft til neyslu og tærir pip- sem eina tiltæka vatnið er yfir- borðsvatn er það viða langt frá þvi að vera nógu hreint og gott til neyslu og matvælaiðnaðar. Hefur deildin fengið margar beiönir um leit að jarðvatni. Loks má nefna að á vegum raf- orkudeildar eru geröar athuganir á skilyrðum fyrir linulagnir á miðhálendinu og viðar. Við höfum haft mælistöð I SandbUðum á Sprengisandi i hálft fjórða ár, en áöur var hún i Nýjabæ á brún Eyjafjarðar. Viða á hálendinu hefur lika verið komið fyrir mæli- grindum til að mæla isingu og strengdir virar sem búnir eru kraftmælum til að mæla átak vinda. Veltir á annan miljarö — Hvernig er fjármálum Orku- stofnunar varið? — Stofnunin fær af fjárlögum 474 miljónir i ár og auk þess 90 miljónir Ur Orkusjóði sem aö mestu renna til raforkudeildar. Eigin tekjur stofnunarinnar af verkefnum sem hún tekur að sér fyrir ýmsa aöila eru áætlaðar 149 miljónir. Rannsóknir viö Kröflu eru sér á blaði,en i þær eru áætl- aðar 572 miljónir I ár. Loks fær Rafmagnseftirlitið 82 miljónir, en bæði Jaröboranir og Jarövarma- veiturnar eru sjálfstæðar stofn- anir sem ekki fá neitt af fjárlög- um. Þetta fé skiptist þannig milli deilda að 6% fara I skrifstofuhald, raforkudeild fær 44%, jarðhita- deild 48% og jarðkönnunardeild 2%. Fjárfrekustu verkefnin fyrir utan Kröflu verða hjá raforku- deild, Austurlandsvikjun og Blanda, en i þau fara samanlagt 160 miljónir; það er ekki fullljóst enn hvernig þær skiptast. Hjá jarðhitadeild renna 130 miljónir til rannsókna vegna væntanlegra hitaveitna. — Hver er starfsmannafjöld- inn? — Þaö verða alltaf miklar sveiflur I honum eftir árstiðum, en stofnunin hefur yfir 110-20 föst- um stöðum að ráða. Sumrin eru svo okkar vertið ef svo má að orði komast, og þá er alltaf ráðinn mikill f jöldi lausafólks, allt upp i 50 manns. Auk þess starfa 76 manns hjá Jarðborunum og 19 hjá Rafmagnseftirlitinu. __þh Jarðboranir rikisins starfa I nán- um tengslum við Orkustofnun. Þær reka alla jarðbora hér á landi. Aður en gerð eru mannvirki á borð við þetta uppistöðulón viö Sig- öldu, þarf að kanna vel jarðfræöi svæöisins, svo tryggt sé að það þoli lóniö. Krafla er stærsta verkefni jarðhitadeildar Orkustofnunar. HUNAFLOI Rætt vid JAKOB BJÖRNSSON orkumálstjóra um uppbyggingu, og helstu verkefni Orkustofnunar Uppdráttur af hugsanlegri virkjun Blöndu. Þar og á Austurlandi veröur helsti starfsvettvangur raf- orkudeildar á sumri komanda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.