Þjóðviljinn - 13.03.1977, Síða 21
Sunnudagur 13. mars 1977 ÍÞJÓÐVILJINN — StÐA 21
— Slappiö nú af, þér eigiö aö reyna aö fljóta al-
veg eölilega.
FLUGNASKÓLINN
— Þaö er nú ekki fióknara en þetta.
— Þær muna ekki nema einn staf f stafrófinu.
í rósa-
garöinum
Þung eru Hólamannahögg
Sölumaöur deyr fyrir noröan
Fyrirsögn f Tímanum
Mörg er búmanns raunin
Ekki er séö fyrir afleiöingar
góöviörisins, segir Guömundur á
Skálpastööum.
Þjóöviljinn
Börðumsk einn við átta...
Einhver skotglaöur maöur
gekk berserksgang meö riffil i
Njarövik á þriöjudagskvöldiö og
skaut á þr já kyrrstæöa bila og eitt
ibúöarhús.
Dagblaöiö.
Hinar stóru linur
Sjálfstæöismenn og Fram-
sóknarmenn mynduöu meirihluta
hreppsnefndar eftir bæjar-
stjórnarkosningar. Eins og þróun-
in hefur oröiö i þessu hitamáli á
Eskifiröi gæti svo fariö aö sá
meirihluti sliti samstarfi ef húsa-
kaupin ná fram aö ganga.
Dagblaöiö
Nú má Matthias vara sig!
Frétt: Aö þaö hafi vakiö veru-
lega athygli Islenskra gesta i
sendiráöi Sovétrikjanna fyrir
nokkru aö einn starfsmaöur
sendiráösins fór meö ljóö eftir
Matthias Johannessen, Morgun-
blaösritstjóra, á íslensku. Matt-
hias var þarna staddur og mun
hafa haft mikla ánægju af þvi, aö
maöurinn skyldi kunna utan aö
ljóö sin.
Alþýöublaöiö
Og nú er oss borgið
Morgunblaöiö tekur undir þá
fullyröingu Timans, aö heimiliö
sé mikilvægasta stofnun þjóö-
félagsins... Þá hefur Morgun-
blaöiö einnig skrifaö sérstaka for-
ystugrein um mikilvægi heimil-
anna.
Reykjavikurbréf Morgunblaösins
Hin æðri líffræði
Takmörk eru fyrir þvi hve lengi
er hægt aö standa á öndinni
menningarlega, til lengdar hlýst
af þvi einkennilegur menningar
sjúkdómur, sem skilgreina mætti
sem andlegt ilsig.
Morgunblaöiö
Hinir slóttugu vinir
Spasskís
Var þaö stúlkan fáklædda sem
kom Hort úr jafnvægi?
Fyrirsögn I Þjóöviljanum.
Togstreitan i blaðaheimin-
um
Nýtt blaö leit næturinnar
dimmu fyrir nokkru. Heitir þaö
Fálkinn og er einstaklega illa
gert. Hér koma fáein dæmi:
1) Þaö er allt tekiö upp úr bókum
2) Þaö er hryllilega frágengiö.
3) Þaö er ógeðslega illa prentað.
4) Skrýtlurnar hefur maöur heyrt
mörgum sinnum áöur.
5) Ritstjórinn heldur þvi fram aö
hann hafi efni á nýrri IBM kúlu-
ritvél sem kostar 200.000 kr.
6) Blaðiö kemur alltaf út á eftir
áætlun.
Otaf þessum ástæðum viljum
viö benda fólki á aö kaupa ekki
blaöiö.
Rugl og Bull
ADOLF J. /2«
PETERSEN:
VISNAMÁL
„ILLT ER AÐ FINNA
EÐLISRÆTUR...”
í bæjarpósti Þjóöviljans nú
nýlega birtist bréf frá gömlum
barnakennara meö yfirskrift-
inni „Rangfeöraðar vísur”. Seg-
ir þar, aö I Þjóöviljanum séu of
oft rangfeöraðar visur og
tilnefnir tvær visur, segir um
aöra þeirra aö hún sé landkunn
og austfirsk; þaö heföi fariö vel
á þvi aö gamli barnakennarinn
heföi kynnt austfirska höfund-
inn, ekki aöeins meö nafni
heldur einnig hin réttu tildrög
visunnar.
Þaö er vel gert, ef fróöir menn
um visur leiörétti, þegar svo ber
við aö þær séu rangfeðraðar,
en þá þarf sönnun fyrir þvi sem
þeir telja rétt aö liggja fyrir.
Þaö er til mikill fjöldi visna
sem mjög óljóst er um höfund
aö, eöa menn greinir á um þaö
hver sé höfundur aö; hér skulu
tilnefnd nokkur dæmi, og spurt
um leið, hvaö sé rétt.
Þaö var vist i Loömundarfiröi
sem þessi visa var kveöin:
Vináttan I vorum firði
væri aö ég held
ekki meir en álnarviröi
ef hún væri seld.
Visan er á •blaösiöu 1871 ljóöabók
Páls Ólafssonar, útgefinni 1955,
en I bók um Pál ólafsson eftir
Benedikt Gislason frá Hofteigi
ervisan sögö eftir Gisla Wium.
Hér er visa sem var alþekkt I
Skagafiröi fyrir siöustu alda-
mót, þá talin vera eftir Bjarna
Glslason fæddan 1880 i Skaga-
firöi, siöar bónda á Harrastöö-
um I Miödölum:
Hans var jafnan höndin treg
aö hjálpa smælingjunum.
Aidrei gekk hann glæpaveg,
— en götuna meöfram honum.
í órum, dálitlu ljóöakveri
sem kom út 1925 eftir Hannes
Guömundsson, er visan prentuö
með fyrri hlutann I þátiö, en
seinni hlutann i nútiö, sem varla
getur talist rétt. Kunnugir skag-
firöingar segja visuna eftir
Bjarna og benda á aö Hannes
hafi ekki verið eldri en 15—16
. ára þegar vlsan var kunn.
Viö Eyjafjörö er taliö, aö
Björg Einarsdóttir, (Látra-
Björg) hafi gert þessa visu er
hún varlbát i vondu veöri úti
á Eyjafirði, og var spurö af
bátsverjum hvort hún væri ekki
hrædd:
Ég aö öllum háska hlæ
á hafi kólgu ströngu,
mér er sama nú hvort næ
nokkru landi eöa öngu.
Vlsan er I rí mum eftir Niels
Jónsson og önnur hending henn-
ar þá þannig: „á hafi sóns
óþröngu”. Niels var aöeins
tveggja ára þegar Björg deyr,
veriö getur aö hann hafi numið
visuna og tekiö sér skáldaleyfi
til aö breyta henni sér til hag-
ræöis.
Hagyröingar hafa haft
þann siö aö skrifa hjá sér visur,
sem þeir hafa lært af annarra
vörum, ánþess þó i öllum tilfell-
um að gæta þess aö skrá höf-
unda; engan veginn þó ætlaö
sér neinn eignarrétt þar á, en
veriö skrifaðir fyrir þeim, ýmist
af gáleysi eöa þá þvi, aö siöari
tima menn hafa komist I slikt
safn og talið þar allar visur eftir
sama höfund. Sem dæmi má
nefna visu Einars Andréssonar i
Bólu:
, Auös þótt beinan akir veg
ævin treinist meöan,
þú flytur á einum eins og ég
allra seinast héöan.
Þessi visa er I ljóöabók
Hjálmars Jónssonar i Bólu, en
Hjálmar heföi sjálfsagt ekki lát-
iö hana i sina bók ef hann hefði
valið i hana, sem hann gerði
ekki.
Ekki eru menn á eitt sáttir um
hver sé höfundur aö eftirfarandi
visum:
Þó aö kali heitur hver,
hyiji daii jökul ber,
steinar tali og allt hvaö er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Veröi sjórinn vellandi,
viöa foldin talandi,
hellubjörgin hrynjandi,
hugsa ég til þin stynjandi.
Mjög margir telja Rósu
Guömundsdóttur (Vatnsenda-
Rósu) vera höfund aö visunum,
enaörir, sem eru þó fleiri, telja
Sigurð Ólafsson i Katadal hafa
ort þær til konu sinnar, þá hún
var I Khöfn en hann sat I sorgum
heima. Ennfremur hafa fleiri
verið nefndir sem höfundar
þessara visna. Eitt er vist, aö
bragarháttur visnanna er sá
sami og er á vlsum eftir Sigurð,
en hafa engan skyldleika viö
bragarháttu þá sem Rósa haföi
yfirleitt á sinum visum, og
hvergi örlar á þessum bragar-
háttum i þeim kveöskap sem
kunnur er eftir hana. Hér er svo
best aö endurtaka spuminguna
Hvaö er rétt? Hverjir eru hinir
réttu höfundar? Ef hinn gamli
barnakennari eöa einhver ann-
ar á rétt svar og léti þaö berast,
þá væri þaö gott.
Skagfiröingurinn Bjarni
Gislason fluttist vestur I Dala-
sýslu og bjó á Harrastöðum I
Miödölum, sem hér var áöur
sagt; eitthvaö hefur honum
fundist aö i mannlífinu og kvaö:
Illt er aö finna eölisrætur,
allt er nagaö vanans tönnum.
Eitt er vist aö fjórir fætur
færu best á sumum mönnum.
Og skuggalegt og kalt hefur ver-
iö þá hann kvaö:
Kveður norna kaldaraust
— kliöur fornra strauma—,
aftur morgnar efalaust
eftir horfna drauma.
Kröfum sinum til lifsins lýsti
Bjarni þannig:
Ófarin mun ævin lfk,
engu skal þó kviöa,
meöan ég á ferðaflik
og friskan klár aö riöa.
Af einhverri vigöri lind
Guömundar hins góöa hefur aö
likindum séra Einar
Friðgeirsson á Borg veriö aö
bergja er hann kvaö:
Ef aö þorstinn drepur dáö
og drafar I skrældum munni,
þá er sannreynt þrautarráö
aö þamba úr Gvendarbrunni.
Þaö er alveg af og frá,
aö þaö fjölgi syndum,
þó aö klerkur krjúpi hjá
karlsins vigöu lindum.
Þaö var Jón Pétursson frá
Valadal sem gaf þessa ráölegg-
ingu:
Þinum áttu aö gefa gaum
glöpum tilhneiginga,
ef þú finnur undirstraum
innri visbendinga.
Tirninn bak viö tjaldiö hljótt
taumaslakur rennur,
lifs kvöldvaka llöur skjótt,
ljós aö stjaka brennur.