Þjóðviljinn - 13.03.1977, Side 23
Sunnudagur 13. mars 1977 'ÞJÓÐVILJINN'— S1ÐA 23
SKÓLINN
Tvær tröllskessur
Ragna Björt Einarsdóttir 4 ára# Flúðaseli 76/ Reykja-
vík teiknaði þessar skessur. Gaman væri að fá bréf
f rá henni um það hvers vegna hún teiknar tröllskess-
ur. Kannski hefur hún heyrt söguna af Gilitrutt?
SPURNING
KOMPUNNAR
[ sögunni af Húgó eftir
Maríu Gripe er sagt frá
stelpu sem heitir Mirjam.
Hún kemur í skólann og
verður vinkona Húgós og
reyndar líka Jósefínu.
Mirjam er spennandi
persóna og ólík öðrum
stelpum í skólanum. Hún
er gáfuð, falleg og sterk.
Húgó verður afskaplega
hissa, þegar hann fyrir
tilviljun kemst að því, að
Mirjam er dauðhrædd við
fallegt málverk sem
hangir í einu af her-
bergjunum heima hjá
henni.
Þetta er mynd af hafi.
Mirjam segist ekki þurfa
nema rétt aðeins að líta á
myndina þá finnist sér
hún vera aðdrukkna. Hún
getur setið í öðru herbergi
og allt í einu finnst henni
hafið á myndinni koma
beljandi inn um allar dyr
og í öll herbergin og
drekkja öllum í húsinu.
Hún er svo hrædd við
málverkið að hún þorir
ekki ein upp á loft.
Það er ekki útskýrt
hvers vegna hún er svona
hrædd við þessa hrífandi,
fögru mynd. Ef þú lest
bókina vel skilur þú
ástæðuna fyrir hræðslu
Mirjam.
Spurning Kompunnar
er: VIÐ HVAÐ ERT ÞO
HRÆDD(UR)?
Kannski getur þú ekki
skrifað sjálf(ur), þá
skaltu biðja pabba,
mömmu eða einhvern
sem vill hjálpa þér að
skrifa fyrir þig. Mundu
aðskrifa fullt nafn, aldur
og heimilisfang. Gjarnan
má mynd af þér fylgja.
Kompan skilar henni
aftur.
kompan
Umsjón: Vilborg
Dagbjartsdóttir
Krossgáta Kompunnar er
létt, þó eru nokkur erfið
orð í þessari. í númeruðu
reitunum byrjaiorðin. Það
er bæði mynd og orðskýr-
ing. Skýringarorðin eru
prentuð fyrir neðan og
bera sömu tölu og tölu-
settu reitirnir, fyrst
lárétt (þversum), svo lóð-
rétt (langsum). Myndin
hjálpar til að finna
samheiti skýringarorðsins.
Lárétt: 1. íþrótt sem er
mjög vinsæl á lslandi,5
falla í dropum (þetta er
erfitt orð og best að
geyma það, en f inna fyrst
léttu orðin.), 7. íþrótt sem
er mjög vinsæl á Spáni, 8,
drykkur sem Sólnes lang-
ar til að framleiða 9.
deild, 11. leikur sem er
vinsæll hjá stelpum, 12.sá
fyrsti, 13. óreiða (á — og
stúi.)
Lóðrétt: 1. skákmeistari,
2. húsdýr (fleirtala og
þolfall), 3 tæki til að róa
með, 4. sléttur, flatur
klettur, 6 mesti fjalla-
bálkur Evrópu, 10.
skógardýr.
SKóLINN kallar Kjartan Arnórsson þessa mynd sem hann teiknaði áður enhann
var 12 ára.