Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 1
UODVIIIINN Þriðjudagur 22. mars 1977 —42. árg. 67. tbl. Beitti áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir að fulltrúi þess skoðaði fullkominn hreinsibúnað í hollensku álveri Alusuisse hindraði störf heilbrigðiseftirlits I fyrrasumar fór Eyjólf- ur Sæmundsson, efnaverk- fræðingur hjá heilbrigðis- eftirliti ríkisins til Þýska- lands að skoða þar álverk- smiðju, sem búin er þeim fullkomnustu hreinsitækj- um, sem völ er á. Er hreinsihæfnin það mikil að innan við 0.8 kg. af flúor berast út f andrúmsloftið við hvert tonn sem fram- leitt er af áli. Til saman- burðar má geta þess að í verksmiðjunni í Straums- vík er 12-16 kg. af flúor hleypt út við hvert fram- leitt tonn af áli. Að lokinni Þýskalandsferðinni ætlaði Eyjólfur til Hollands að skoða þar verksmiðju, sem ný- lega var búin að breyta búnaði sinum. Sú verksmiðja hafði eins og verksmiðjan i Straumsvik, op- in ker en hafði fyrir stuttu lokið við aö byggja yfir kerin og tekið upp hreinsun á útblæstri frá verk- smiöjunni. Otbúnaðurinn er tal- inn mun fullkomnari en sá sém ISAL hefur i hyggju að setja upp. A siðustu stundu gerist svo það að Eyjólfur fær boð þess efnis að verksmiðjustjórnin vilji ekki taka á móti honum og eru engar ástæð- ur gefnar fyrir þessari synjun. Þjóöviljinn hefur það eftir áreið- anlegum heimildum að þessi á- kvörðun hafi verið tekin að höfðu samráði við fulltrúa frá sviss- neska álfélaginu og má ætla að þeir hafi beitt áhrifum sinum til þess að koma i veg fyrir að Eyjólfur fengi að skoða umrædda verksmiðju. —h.s. enn ekki svo langt komin að geta útskýrt nákvæmlega alla duttlunga veðurguðanna. —hs. t góublíðunni í sundlaugunum I Laugardal f gær. stigum hærra en i meðalári. einmuna góða veðurfari, veðrið Ekki sagðist Adda Bára á norðurhveli jarðar væri allt kunna neinar skýringar á þessu ein heild en veðurfræðin væri KVADDI í GÆR ,,Góa á til grimmd og bliðu, gengur I éljapilsi siðu”, segir I gamalli vfsu um mánuðina, en góa kvaddi lands- menn i gær án þess að bregða sér í éljapilsið sitt einn einasta dag hvað þá fleiri. Og nú er einmánuður genginn I garð og elstu menn muna ekki eins blfðan vetur og þann sem nú er óðum að styttast. Adda Bára Sigfúsdóttir veð- urstofustjóri sagði I viötali við blaðið i gær, að úrkoma I Reykjavik mánuðina des. janú- ar og febrúar hefði verið 70 mm, og hefur hún aldrei verið jafnlit- il þessa mánuði frá upphafi mælinga 1922. I venjulegu árferði er úrkom- an 236 mm. Sólskin var i 190 klst. og hefur aldrei verið jafn- mikiö siðan 1923 að sólskins- mælingar hófust en I meðalári eru sólskinsstundir 86 þessa þrjár vetrarmánuði. Jörð var alhvit aðeins 5 daga og einu sinni kom stormur þ.e. að vind- hraði fór upp i 9 vindstig. Adda Bára sagöi ennfremur aö mánuðirnir des.-febrúar hefðu verið fremur kaldir. I des- ember og janúar var hiti eitt og hálft til tvö stig undir meðailagi en febrúar var f rösku meðal- lagi. Það sem af er mars er hitastigið rösklega tveimur einni göngu yið enn segir Hjálmar Vilhjálmsson f fiskifræöingur — loönan útaf Hrolllaugseyjum viihjáimsson. komin aö hrygningu „Ég hef aö vfsu ekki enn fengið sýni af þessari loðnu, sem GIsli Arni veiddi útaf Hrolllaugseyjum um helgina, en ég hef af þvi spurnir að hún sé alveg komin að hrygningu, þannig að gera má ráð fyrir að þetta sé loöna úr aðalgöngunni, einhverjar eftir- legukindur, ef svo má taka til orða. Hinsvegar eru menn ekki úrkula vonar um að enn eigi eftir að koma ganga austan aö, þótt það sé alls ekki visf” sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræö- ingur er við ræddum við hann I gær. Hjálmar sagði að ekkert hefði bólaö á loðnugöngu vestan að, en eins og komið hefur fram i frétt- um fannst loöna útaf Vestfjörðum fyrr i vetur og meira að segja mikið magn, sem enn hefur ekki gengiö að landinu, eftir þvi, sem best verður vitað. Hjálmar mun á morgun leggja af stað i leiðangur og mun þá grennslast fyrir um þessa loönu, auk þess sem hann mun einnig hyggja að smáloðnu, þ.e.a.s. þeirri loðnu, sem reiknaö er með að veiðist i sumar útaf Vestfjörðum og Norðurlandi-r Hjálmar spáði þvi að nú færi að draga til muna úr loðnuveiöinni. Hann sagði það vera reynslu sið- ustu ára, að þegar komið væri fram i marslok gæti veiði legið niöri i nokkra daga en svo komiö inni milli dagur og dagur, sem sæmilega veiðist. Sllkt er I sam- ræmi viö hrygningu eins og nú er. —S.dór PÉTUR SIGURÐSSON: 1 , Ekkert r;|| var talað 1? við okkur Morgunblaðiö hefur það eftir Páli Asgeiri Tryggvasyni for- manni varnarmáladeildar, sl. sunnudag, að herinn hafi fengið leyfi og leiðbeiningar hjá Land- helgisgæslunni við að kasta brotajárni (aðrir segja sprengi- efni) i sjóinn hér úti á Faxaflóa, nánar tiltekið Hraunum að sagt er, en íslensk yfirvöld hafa enn ekki fengiö að vita hvert var farið með farminn, eða hve mikið magnið var. ,,Það er ekki rétt að Land- helgisgæslan hafi gefið leyfi til þess, við okkur var ekkert tal- að og enginn hér hefur gefið leyfi eða leiðbeint hernum við að sökkva þessu”, sagöi Pétur Sig- urðsson forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, er við spurðum hann um þetta mál. Þeir sem gerst þekkja alþjóöa- reglur við banni gegn mengun sjávar, svo sem Svend Aage Framhald á bls. 18. Gils mótmælti hermenguninni á þingi - SJjá baksíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.