Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 22. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7 ...eiginlega er aðeins um tvær leiðir að velja. Það má í fyrsta lagi pira einhverri hungurlús i nærri alla......i öðru lagi er sú leið að láta rausnarlega renna fé til fárra, sem brýnasta hafa þörfina... Ráðlegging um r Islands stjórnun A íslandi býr fámenn þjóð, sem þarf að láta tiltölulega þungar byrðar hvila á fárra bökum eigi verkleg, menningarleg og félagsleg aðbúð landsmanna að vera slik sem okkur likar. Arlega kemur þvi það vafalaust vandasama verk i hlut alþingis og rikis- stirtrnar að deila niður ráð stöfunarfé rikissjóðs til þeirra mörgu, sem færa rök að þvi, að þeir eigi þar nokkra heimtingu. Við fjárlagagerð er drjúgur hluti ráðstöfunarfjár fyrirfram fastur i þeim rekstri opinberum, sem byggður hefur verið upp á umliðnum árum. Það sem af gengur rennur til nýrra fram- kvæmda og nýrrar uppbygg- ingar. Um þann hlut er bitist hatramlega. bar bitast um ráðuneyti, þingmenn, nefndir, kjördæmi, stjórnmálaflokkar, hagsmunahópar, þrýstihópar, sveitarfélög landshluta o.s.frv. Hlutur þessi er og verður trúlega ævinlega minni en svo, að allir, sem áhuga hafa á, fái það i sinn skerf, sem þeir kysu. Ráðstöfun þessa fjár er þvi vandaverk, og ævinlega munu einhverjir ganga bölvandi frá borði. t svona skiptingu er eiginlega aðeins um tvær leiðir að velja. Það má i fyrsta lagi pira einhverri hungurlúsi nærri alla, þó svo hún hrókkvi engan veginn til þeirra hluta, sem umsóknin eða krafan byggir á. I öðru lagi er sú leið til að láta rausnarlega renna fé til fárra, sem brýnasta hafa þörfina, en biðja hina kurteislega um að doka við þar til röðin komi að þeim. Af þessum tveimur kostum hefur íslensk rikisstjórn gjarnan valið þann fyrri.Þing- menn og aðrir ráðstöfunar- aðilar vilja ógjarnan styggja umbjóðendur sina og vilja gjarnan á ytra borðinu að minnsta kosti geta sýnt lit og gefið þeim von um að bráðum komi betri tið, sem aftur á móti heldur kröfugerðarmönnunum kurteisum næsta árið. Afleiðingin er sú, að sjaldnast er staðið stórt I stykkjum, þar sem byggt er á aðild rikisins. Fram- kvæmdir dragast á langinn, verk standa hálfköruð og koma ekki að notum vegna seina- gangs, lög eru sett i gildi án þess að þau séu framkvæmanleg, þar eð þvi er ekki fylgt eftir á borði sem sagt er i orði. Ég hirði ekki um að nefna einstök dæmi þessa; fiestum, sem málið hug- leiða eru slik dæmi bæði tiltæk og töm. Einkum virðist mér þó, að þetta eigi við á sviði skóla- mála, heilbrigðismála og félagsmála. Fjárpiringur til ákveðinna verkefna á þessum sviðum stendur oft vart undir verðbólgu áætlunarársins. Skólar, sjúkrarými og stofn- anir, sem viðurkennd þörf er fyrir — einnig af rikisvaldinu — potast upp með einstökum seinagangi. Ýmis brýn starf- semi fer á laggirnar af þeim vanefnum, aö ekkierhálftgagn að. Nú geri ég mér grein íyrir þvi, að ekki veröur allt gert i einu. Sumt verður að sitja i fyrir- rúmi, annað á hakanum, og ég öfunda engan af þvi að meta það, hvort eigi við hverju sinni. Aftur á móti finnst mér það hvergi nærri nógu búmannlegt, að vasast svo i öllu, að engu verði komið almennilega frá. Það eru kallaðir búskussar, sem rjúka i það dagpart að dreifa skit á tún, samdægurs að lag- færa girðingu, marka nokkur lömb og dittinn og dattinn, án þess að neinu verkinu sé sæmilega lokið að kvöldi. 011 þessi verk ódrýgjast við að vera hálfköruð og þó vissulega liggi á mörgu á stóru búi þá er snöggt um vænlegra að ráðast i það fyrst, sem er brýnast,og ljúka þvi áður en rokið er I annað. Þetta vita allir góðir bændur.og að sjálfsögðu er óþarfi að gleyma þvi i ráðhe’-ra- eða þing- sæti. í minu starfi rek ég mig dag- lega á hálfunnin verk af ofan- nefndum sviðum. Þau hafa ver- ið hálfunnin lengi og verða það, eftir þvi sem horfir, lengi enn. Ég gæti hæglega nefnt hér um mörg dæmi, þar sem strtrtjón er að þessu, t.d. þjónustu ýmsa sem tengdar eru vonir við en fer af stað af þeim vanefnum að þeim, sem hennar eiga að njóta, verða vonbrigðin ein aö. Ég held aö þetta sé óheillaráð og að hvorki þingmenn né rikis- stjórn þurfi að hafa þann rttta af kjósendum, að þeirmundu mis- virða það, þó staðið vrði af hálfu rikisins við færri hluti í einu en með meiri rausn og myndar- skap. Þvert á móti þessi sifellda smáskammtalækning ergir vel- flesta. Ég hygg að kjósendur gætu vel skilið þá rikisstjórn sem segði eitthvað á þá leið að i ár mundi hún einbeita sér að þessum tilteknu verkefnum og verja til þeirra öllu þvi ráð- stöfunarfé, sem tiltækt væri, enda yrði viðkomandi mála bálki þá vel borgið um nokkra framtið. Annað yrði að biða næsta árs eða jafnvel þarnæsta eftir mikilvægi; smáskammtar fengjust engir i ár. annaðhvort yrðu hlutirnir gerðir eða þá ekki gerðir. Þaö er altént íllskárra að biða 1 vissu, þrt lengi sé, heldur en i óvissu um alla tiö. Björn Bjarnason, formaður Landssambands iðnverkafólks: Það ristir margur breiðan þveng af annars skinni Ný efna- hags- skipan — rœdd á almennum fundi Félags Sameinuðu þjóðanna A morgun, miðvikudaginn 23. mars, gengst Félag Sameinuöu þjóðanna fyrir almennum fundi um nýja skipan efnahagsmála heimsins (A new international economic order). Frummælendur veröa Gunnar G. Schram, prófessor og Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri. Fundurinn verður haldinn i stofu 103 i Lög- bergi og hefst kl. 17:15. Miklar umræður fara nú fram um allan heim umnauðsynnýrrar skipunar efnahagsmála heims- ins. A sérstökum aukafundi Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna árið 1974 var samþykkt ýtarleg yfirlýsing um þessi efni. Megin- inntak hennar og fleiri sam- þykkta alþjóðastofnana slðan eru tillögur um það, hvernig mjókka megi bilið milli rikra þjóða og snauðra. Þessar tillögur hefur enn sem komiö er litiö borið á góma hér á landi. Allt frá þvi að verkalýðssam- tökin knúðu fram lögin um at- vinnuleysistryggingar hafa þær rikisstjórnir, er við völd hafa verið hverju sinni, haft rikar til- hneigingar til þess að leggja ýmsar kvaðir á atvinnuleysis- try ggingasjóðinn, honum óskildar. Rikur þáttur i þessari ágengni eru lögin um fæðingarorlof. Flestir munu hafa verið sam- mála um að fæðingarorlof væri réttlætismál, réttlæti sem ætti að ná til allra kvenna, kostað á sama hátt og aörar almanna- tryggingar. Reisn flutnings- manna frumvarpsins var þó ekki meiri en svo að láta lögin aðeins ná til þeirra kvenna er Sá mæti maður, mikli bókari, og góði kennari Bergsteinn á Laugarvatni er aö veröa full- orðinn. Og það kemur mér ekki svo mjög á óvart þótt árin færist yfir hann, eins og okkur hin. Aftur á móti mætti fremur segja, að kæmi á óvart, hve vel hann axlar aldurinn. Það eru nálega fjórir tugir ára siöan ég sá hann f.yrst. Hann reyndist mér góður og þolinmóöur kennari, eins og raunar allir samkennarar hans. Fáa kennara hef ég þekkt, sem væru meðlimir verkalýðssam- takanna og að láta atvinnu- leysistryggingarsjóö standa undir kostnaðinum. Nokkurrar andstöðu varð vart á Alþingi gegn þessu gerræði, sérstaklega var það Eövarö Sigurðsson er hélt uppi vörnum fyrir Atvinnu- leysistryggingasjóð og benti réttilega á að ef svo væri fram haldið sem hingaötil um álögur á sjöðinn gæti svo farið að ef til alvarlegs atvinnuleysis kæmi yrði hann ekki fær um aö gegna sinu hlutverki. Fyrst þessi niðursetningur, fæðingarorlofið, var dæmdur á Atvinnuleysistryggingasjóðinn var ekki nema sjálfsagt og eðli- legt, að lögin um atvinnuleysis- höfðu eins fágaða framkomu og hann, og gilti þá einu hver nemandi var. Minningar minar frá Laugar- vatni eru ekki hvað sist tengdar honum, enda varð hann siðar mágur minn. Og ekki er ég svo fróður, að ég þekki betra heim- ilislif en á bænum þeim. Ég segi hiklaust, án þess að hugsa mig um, að sambúð þeirra hjóna sé ein sú besta, sem mér er kunn.' Ég geri mér grein fyrir þvf, að þau hafa eignast mjög efnileg tryggingar giltu einmg um fæðingarorlofið, skerðingar- ákvæöið sem annað. Enda er að minu áliti vandséð að þaö sé meira óréttlæti i þvi að kona, sem ef til vill hefir ásamt eigin- manni sinum fjórfaldar verka- mannstekjur, sé svipt fæðingar- orlofi, þegar barnakonan sem ekki getur unniö utan heimilis hversu lágar sem tekjur eigin- manns hennar eru fái ekki fæðingarorlof. En svo bregöur við að ekki færri en tvö frum- vörp koma samtimis fram á Alþingi, ekki til þess að koma fæðingarorlofsmálunum i við- unandi horf, með þvf að veita öllum konum jafnan rétt, nei, fjarri þvi, heldur til þess aö börn, tengdabörn og bamabörn. 011 eiga þau sinn þátt í óvenjulega góöri samstööu. Liðin ár hafa verið þeim hjónum og nánasta fólki þeirra gjöful og góð. Og það þýðir vist ekki að neita þeirri staðreynd að 22. mars 1977 er Bergsteinn á Laugarvatni sjötugur. Ég og mitt fólk óskum honum og öllu hans nánasta fólki heilla og hamingju á komandi tið, um leið og við þökkum liðnar stundir og ljúfar. Gfsli Guömundson. Sjötugur í dag Bergsteinn Kristjónsson Björn Bjarnason. vega enn i sama knérunn, ganga á Atvinnuleysistrygginga- sjóðinn. —Enn sem fyrr skáka andstæðingar verkalýðssam- takanna i þvi skjóli að fæðingar- orlofsmálið sé svo mikið rétt- lætismál að svona handarbaka- vinnuþrögð veröi látin biðgangast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.