Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 18
18.S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. mars 1977
Skjálfta- og landrismet viö Kröflu:
Það hlýtur eitthvað
að fara að gerast
— en hvað það verður getur enginn
sagt til um, segir Eysteinn
Tryggvason, jarðeðlisfræðingur
— líkur á gosi aukast
Þegar lesið var af skjálfta-
mælunum á Kröflusvæðinu sl.
sunnudag kl. 15.00 höfðu mæist
140 skjálftar sólarhringinn á
undan og þegar lesiö var af I
gær mældust 133 skjálftar.
Flestir litlir, en þó voru nokkrir
um og yfir 2 stig. Þá hcldur
landris áfram og norðurendi
stöðvarhússins er kominn i 9,1
mm. miðað við suðurendann.
Svo hátt hefur landrisið aldrei
verið og heidur hafa aldrei fyrr
mælst svo margir skjálftar og á
sunnudag.
„Það er alveg ljóst að það
hlýtur eitthvað að fara að gerast
hér, þetta mikla landris og þessi
skjálftafjöldi getur ekki haldið
áfram til eilifðar, en hvað það
verður sem gerist getur enginn
sagt til um”, sagði Eysteinn
Tryggvason, jarðeölisfræöingur
er viö ræddum viö hann i gær,
þar sem hann var staddur norð-
ur hjá Kröflu.
Eysteinn sagöi að menn teldu
að annað hvort væri leiðin, sem
kvikan hefur hlaupið norður I
Gjástykki við siðustu 3 landsig,
stifluð, eða þá að pokinn, sem
þar hefur tekið á móti væri orð-
inn fullur. Þess vegna yröi kvik-
an sem nú streymir upp, að
leita eitthvað annað og virtist
sem hún ætti ekki neina greiða
leið, ef marka má þennan mikla
þrýsting, sem stanslaust er á
landsvæðinu.
„Þessi langvarandi þrýsting-
ur, eykur vissulega möguleik-
ana á gosi. Meðan kvikan ekki
finnur sér neina leiö i burtu
neöan jarðar, og þrýstingurinn
eykst stöðugt, aukast likur á
gosi. Þó getur maður auðvitað
engu spáð. Kvikan gæti allt i
einu fundið sér rás og þá um leið
yrði landsig, eins og orðið hefur
þrisvar áður”, sagði Eysteinn.
—S.dór
Horfir til atvinnuleysis
hjá rækjufólki?
rækjunni af þeim ekiö þangað til
vinnslu. Fyrir hefur komið aö
skagstrendingar hafi einnig land-
að hér.
— Hér er nú rækjuveiðunum
lokið að þessu sinni, sagði Karl
Sigurgeirsson verslunarstjóri á
Hvammstanga okkur I gær,
(mánudag).
Viö máttum veiöa 306 tonn og
náðum þvf. Hinsvegar náöum við
ekki þeim aukakvóta, sem okkur
var úthlutað noröur á Ofeigsfirði.
Þar máttum við veiöa 36 tonn en
náðum ekki nema 2,5 tonnum,
rækjan virtist bara ekki vera þar
til staðar.
Okkur tókst ekki að byrja
veiðarnar nógu snemma. Við vor-
um að ganga frá nýrri vinnslustöð
og hún var ekki tilbúin eins tim-
anlega og þurft hefði að vera. En
mikill munur er á vinnuaðstööu
þar eöa i þeirri gömlu. Nú erum
við meö tvær vélar og þaö næst
mikið betri nýting út úr því.
I rækjuvinnslunni unnu rúm-
lega 20 manns og svo voru 10
menn á þessum fjórum bátum.
Eru það allt heimabátar. Svo
lönduðu hér aö staöaldri tveir
rækjubátar frá Blönduósi, og er
Þetta er liflegt á meðan á veið-
unum stendur en mér sýnist á
hinn bóginn að nú sé framundan
atvinnuleysi hjá sumu þvi fólki,
sem unnið hefur við rækjuna.
Tveir rækjubátarnir eru farnir
suður á net en hinir tveir, ja, — ég
veit ekki hvort þeir leggjast
bara, það er ekki ákveöiö ennþá
meö það, sagði Karl Sigurgeirs-
son.
ks/mhg
Sæluvikan
Sæluvika skagfirðinga hófst á
Sauðárkróki s.l. sunnudag og
stendur að venju i 8 daga og 8
nætur.
Vikan hófst meö þvi, aö sr. Sig-
fús J. Arnason, sóknarprestur,
fiutti guðsþjónustu. Siöan var
opnuð málverkasýning I Safna-
húsinu á vegum þess og Lista-
safns skagfiröinga. Þrir málarar
sýna þarna verk sln: Valtýr Pét-
ursson, Þórður Hall og Einar
Hákonarson. Allar myndirnar eru
.til sölu og sýningunni lýkur n.k.
sunnudag.
1 gærkvöldi fór svo fram frum-
sýning á leikritinu Er á meðan er,
undir stjórn frú Ragnhildar Stein-
grlmsdóttur. Var húsiö troðfullt
ogleiknum ágætlega tekið. Það er
Leikfélag Sauðárkróks, sem
þarna er að verki. Leikurinn
verður sýndur sjö sinnum I Sælu-
vikunni eða fram á laugardags-
kvöld.
Svo er Kvenfélag Sauðárkróks
með blandaöa skemmtiskrá,
einskonar kabarett, fjórum eöa
fimm sinnum I vikunni.
Nú svo fara fram kvikmynda-
sýningar alia daga vikunnar og
dansleikir verða á hverju kvöldi.
I dag er gagnfræðaskólinn með
sina skemmtun, leik, söng o.fl.,
sagði Kári Jónsson, póstfulltrúi á
Sauöárkróki, en hjá honum fékk
blaðið ofangreindar upplýsingar
um Sæluviku 1977. kj/mhg
Umræðufundir Alþýðubandalags-
ins um auðvald og verkalýðsbar-
áttu.
3. hluti: Starf og stefna Alþýðu-
bandalagsins.
Fimmtudaginn 24. mars verður fjallað um
sjávarútvegsmál. Framsögumaöur er Lúðvík
Jósepsson. Umræöufundurinn er haldinn aö
Grettisgötu 3 og hefst kl. 20.30. Að lokinni fram-
sögu eru almennar hringborðsumræður. öllum
er heimil þátttaka.
Alþýöubandalagiö I Reykjavlk
Lúðvtk.
Styrktarmenn Alþýðubandalagsins
eru minntir á aö greiöa framla'g sitt fyrir árið
1977 eða tilkynna þátttöku I styrktarmannakerf-
inu til skrifstofu flokksins samkvæmt eyðublaöi
sem §ént var út með slöasta fréttabréfi.
Kosningar
Framhald af bls. 20.
og rekið kosningabaráttu slna á
frumstæðum andkommúnisma og
offorsi. Við þetta geta stuðnings-
menn Giscards ekki sætt sig.
Þeir eru fáir sem búast við þvl
að Giscard flýti kosningum eftir
þessi úrslit. Klofningur I stjórnar-
liðinu gæti þó sett strik I reikning-
inn. Það er mjög llklegt að
stjórninni verði breytt og þeir
sem féllu I kosningunum látnir
vikja.
1 sjónvarpsþættinum voru full-
trúar vinstriaflanna mjög
hógværir og gættu þess vel að
gera ekki of mikiö úr sigri sfnum.
Þeir voru ekki áfjáðir I þing-
kosningar strax enda er Mitter-
rand leiötogi sóslalista þeirrar
skoðunar að tlminn vinni fyrir
vinstriöflin. En það er ekki hægt
að draga úr þessum sigri.
m/s BALDUR
Fer. af stað' frá Reykjavlk
fimmtudaginn 24. þ.m. til
Breiöafjaröarhafna, Patreks-
fjarðar og Táiknafjaröar.
Vörumóttaka: miðvikudag og
tii hádegis á fimmtudag.
m/s ESJA
fer frá Reykjavik þriðjudag-
inn 29. þ.m. vestur um land I
hringferð.
Vörumóttaka: fimmtudag,
föstudag og mánudag til Vest-
fjarðahafna, Norðurfjarðar,
Sigluf jarðar, ólafsfjarðar,
Akureyrar, Húsavikur,
Raufarhafnar og Þórshafnar.
Iðja
Framhald af bls. 3.
beyggingu Sjálfsbjargar á
Akureyri með 350 þús. kr. fram-
lagi.
4. Varðandi greiðslur I sjúkra-
sjóði félagsins var samþykkt að
dagpeningar hækki úr 800.- kr. i
1500,- kr. á dag, þegar iauna-
greiðsla hefur fallið niður frá
vinnuveitanda.
" LEIKFÉLAG
^REYKIAVIKLIR
MAKBEÐ
i kvöld kl. 20.30
föstudag kl. 20.30
siöustu sýningar
STRAUMROF
3. sýn. miðvikudag, uppselt
Rauð kort gilda
4. sýn. sunnudag kl. 20.30
Blá kort gilda
SAUMASTOFAN
5. Samþykkt að dagpeningar
með barni hækki úr kr. 200.- á dag
I kr. 400.-.
6. Samþykkt var að hækka
styrk upp i útfararkostnað úr kr.
10 þús. I kr. 20 þús.
7. Samþykkt að hækka
fæöingarstyrk úr kr. 20 þús. I kr.
30 þús.
8. Samþykkt var nýtt ákvæði
þess efnis, að fæðingarstyrkur til
þeirra kvenna, sem ekki ná rétti
til fæðingarorlofs verði kr. 60 þús.
Fjárhagsafkoma félagsins var
góð á árinu. Eignaaukning nam
kr. 9.236.625.-.
ji/mhg
Garðar
Framhald af bls. 6.
Um rafmagnið er það að segja,
að það er ein brýnasta nauðþurft i
nútfma þjóðfélagi. Þessí þurfa
allir með. Þvi miður er rafmagn
ekki enn selt á sama verði um
land allt,en að þvi verður stefnt
sem fyrst. Útsöluverð á rafmagni
er hærra hér en erlendis, þótt
framleiðslukostnaður þess sé
lægri hér en ytra. Kemur þar ekki
sist til óeðíileg gjaldtaka hins
opinbera af raforkunni.
Er söluskattur með álögðum
söluskatti á útseldri orku marg-
falt hærri á kwst, en sjálft orku-
verðið sem útlendingar greiða
hér á landi. Afnám söluskatts af
raforku ætti bæði að draga úr
verðbólgu og vera einn liður i þvi,
að minnka þá dýrtlð, sem þjóðin á
nú við að búa. Niðurfelling þess-
arar skattheimtu kemur þeim
best, sem minnst hafa ráðstöf-
unarfjár svo sem jafnan er við
lækkun flatrar skattheimtu.”
Þessi greinargerð fylgir frum-
varpinu, og las Garðar hana.
Hann benti slðan á, að söluskattur
af kjöti og kjötvörum færði rikis-
sjóði nú um 1700 miljónir króna,
eða álika og nemur niðurgreiðsl-
unum. Hvað varðar rafmagnið þá
er söluskatturinn lagður á sama
gjaldstofn og verðjöfnunargjald-
ið, en 13% verðjöfnunargjald gef-
ur 725 miljónir, þannig að 20%
söiuskattur ætti aö verða u.þ.b.
1100 miljónir.
Samtals eru það þvi um 2.800
miljónir, sem rikissjóöur myndi
tapa við samþykkt frumvarpsins,
en það samsvarar rúmlega hálfu
öðru vlsitölustigi I verðlækkun.
Til aö vega upp þetta tekjutap
rikissjóös mætti taka upp öflugri
innheimtu söluskatts almennt, en
taliðer að nú tapist a.m.k. 5 -10%
skattsins vegna slælegrar inn-
heimtu, en það er álika upphæð
og þarna er rætt um að létta af al-
menningi meö afnámi sölu
skatts á þessum vörum. Herða
ber eftirlit með innheimtu
söluskatts, en það eftirlit er nú
slælegt. Einnig ber að herða
verulega viðurlög við brotum á
þessu sviöi.
fimmrudag kl. 20.30
SKJALDHAMRAR
iaugardag kl. 20.30
Miöasala I Iðnó kl. 14-20.30
Simi 16620.
WÓDLEIKHGSID
DÝRIN 1 HALSASKÓGI
i dag kl 16. Uppselt
Laugardag kl. 15
GULLNA HLIÐIÐ
i kvöld kl. 20
SÓLARFERÐ
miðvikudag kl. 20
laugardag kl. 20.
Fáar sýningar eftir.
LÉR KONUNGUR
4. sýning fimmtudag kl. 20
5. sýning föstudag kl. 20
Litla sviðið
ENDATAFL
miövikudag kl. 21.
Miðasala 13.15-20
Pétur
Framhald af 1
Malmberg og verkfræðingur sigl-
^ingamálastofnunarinnar Magnús
^Jóhannesson og fleiri, fullyrða að
herinn hafi brotið allar alþjóða-
samþykktir með þvi að sökkva
þessu drasli (eða sprengiefni) i
Faxaflóann. Bæði Osló-sam-
komulagið svonefnda og eins al-
þjóðasamningurinn sem geröur
var I London 1972 og tók gildi 30.
ágúst 1975 banna athæfi sem
þetta.
Eins sýnir það fyrirlitningu
hersins á Islenskum yfirvöldum,
að þeir láta hvorki kóng né
prest vita um þetta athæfi, þrátt
fyrir þá staðreynd aö hernum ber
að sækja um leyfi til islenskra yf-
irvalda til að gera svona nokkuö.
Menn þurfa víst ekki að fara I
grafgötur um það lengur hver það
er sem stjórnar hér á landi.
_____________________—S.dór
Minning
Framhald af bls. 8.
æviárin starfaði hann sem neta-
maður hjá þeim ágætismanni
Emil Andersen hér I bæ.
Þau hjónin eignuöust fjögur
börn sem öll eru búsett hér I Eyj-
um. Þaö væri til lltils að ætla sér
að lýsa meö vanmegnugum orð-
um þeim manni sem Heinrich
Tegeder var. Það gerði hann best
sjálfur, meðan hann lifði og starf-
aði á meöal okkar. En göfug
minning um atorkumanninn sem
meö drengskap og ósérhlifni fórn-
i sjálfum sér öðrum til vaxtar og
hvarf okkur sjónum langt um ald-
ur fram, mun lengi geymd I hug-
um okkar.
Vestmannaeyjum 4. febrúar 1977
G.H. Tegeder.
Herstöövaa ndstæöi nga r
Skrifstofa Tryggvagötu 10. Opið 5-7. Laugard. 2-6. Simi: 17966.
Sendið framlög til baráttu herstöðvaandstæðinga á glronúmer:
30309-7.
Hverfahópur i Laugarnes-Voga- og Heima-
hverfi
heldur fund aö Tryggvagötu 10 fimmtudaginn 24. mars kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Baráttuvaka i Kópavogi
Hverfahópur I Kópavogi efnir til baráttuvöku I Þinghól
laugardaginn 26. mars kl. 15. Einar Olgeirsson ræðir og svarar
spurningum um 30. mars 1949. Ásmundur Asmundsson ræðir um
starfiö framundan. Siguröur Grétar Guðmundsson og fleiri
flytja sungiö og talað efni. Sigrún Gestsdóttir syngur. Kaffiveit-
ingar. Allir velkomnir.
Hverfahópur i Vesturbæ
heldur fund aö Tryggvagötu 10. mánudaginn 28. mars kl. 20.30.
Umræðuefni: Stóriðjan. Allir velkomnir.