Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. mal 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Tjón Kísiliðjunnar gífurlegt — Tjónið hér hefur orðið geysi- mikið, en ennþá liggur ekkert fyrir um hvernig það verði metið eða bætt, sagði Þorsteinn ólafs- son framkvæmdastjóri Kisiliðj- unnar, þegar við spurðum hann um tjónið sem varð á þrónum og skrifstofuhúsinu i jarðskjálftun- um um mánaðamótin. Það er verið að kanna ýmsa möguleika i þvi sambandi sagði hann, þrærn- ar voru ótryggðar sem kunnugt er og hæpið er að reisa þær að nýju á sama stað. Þeim verður að finna öruggari stað. Við erum þó að ráðast i að láta lagfæra eina, við verðum að gera það,eigi starf- semi Klsiliöjunnar ekki að stöðvast, en við vitum ekki hvað það muni kosta. Þorsteinn sagði ennfremur að verið væri að meta tjón á þeim mannvirkjum sem Viðlagasjóður bætir, en það er allt nema þrærn- Ennþá óljóst hvernig þaö veröur bætt ar, þám, skrifstofuhúsið, sem skemmdist mikið, sumar sprung- urnar i þvi eru um tveggja tommu breiðar. Tvær af þremur þróm eru ónýt- ar með öllu, en sprungur hafa komið fram i veggjum hinnar þriðju. Þá hefur vatnsborð i Mývatni hækkað um allt að 24 cm. þar sem mest er hjá Reykjahliö og Vogum, en i Grjótagjá hefur orðið nokkurt hrun. ASI óskaði viðræðna við SIS „þegar i stað 55 Á fundi baknefndar ASt sem haldinn var á laugardaginn var samþykkt að fara fram á við- ræður við stjórn StS „þegar i stað." í baknefndinni eiga sæti 96' fulltrúar. í upphafi gaf Björn Jónsson skýrslu um gang samningaviöræönanna til þessa og Ásmundur Stefánsson fjallaði um tilboð atvinnurek- enda. Þá fluttu á fundinum niu menn skýrslur um gang sérvið- ræðna við atvinnurekendur og rikisvald: Eðvarð Sigurðsson um lifeyrismál, Björn Þórhalls- son um skattamál, óskar Hall- grimsson um húsnæðismál, Magnús Geirsson um vexti og verðtryggingu,Einar ögmunds- son um dagvistunarmál, Snorri Jónsson um verðlagsmál, Guðjón Jónsson um vinnu- verndarmál, Kolbeinn Frið- bjarnarson um störf nefndar sem fjallað hefur um orlofsmál, eftirvinnu og stöðu trúnaðar- manns á vinnustöðum, og Guð- mundur J. Guðmundsson um tryggingamál I veikinda- og slysatilfellum. Þá var á fundi baknefndar- innar fjallað um samþykkt stjórnar StS. Voru kosnir, skv. samþykktinni,7 menn tilþess að ræða við sambandið, en þeir eru: Jón Ingimarsson, Jón Helgason, Guðjón Jónsson, Guðmundur J. Guðmundsson. Björn Þórhallsson, Björn Jóns- son og Kolbeinn Friðbjarnar- son. Samþykktin um viöræður við sambandið er á þessa leið: „Fullskipuð samninganefnd verkalýðsfélaganna (bak- nefnd), komin saman til fundar 7. mai 1977, fagnar þeim já- kvæðu undirtektum, sem meg- inkröfur verkalýðssamtakanna um bætt kjör láglaunafólks hef- ur hlotið af hálfu stjórnar Sam- bands islenskra samvinnu- félaga, samanber sérstaka ályktun hennar um kjaramál. Af þessari ályktun þykir samninganefndinni augljóst að samvinnuhreyfingin i landinu eigi ekki samleið með Vinnu- veitendasambandi Islands, sem snúist hefur öndvert við megin- stefnu verkalýðssamtakanna, og þvi sé ekki aðeins eðlilegt heldur sjálfsagt. að sérstakar viðræður verði nú þegar hafnar milli fulltrúa verkalýðssam- takanna og Sambands islenskra samvinnufélaga. Samþykkir fundurinn að kjósa af sinni hálfu 7 manna nefnd sein þegar i stað óski viðræðna við samvinnu- hreyfinguna og hefji þær strax er stjórn Sambands islenskra samvinnufélaga hefir fallist á slikar viðræður um lausn kjaradeilunnar.” Að lokum gerði baknefndin eftirfarandi samþykkt um framhald aðgerða: „Fundurinn staðfestir sam- þykki sitt við yfirvinnubanninu, sem viðast tók gildi 2. mai sl. og má nú heita algert i fram- kvæmd. Fundurinn felur 10 manna nefndinni og saminganefndinni að fjalla áfram um framhald- andi baráttuaðferðir i ljósi þróunar samningamálanna. Fundurinn felur nefndunum að hafa stöðugt frekari aðgerðir til ihugunarogeiga frumkvæðið að þeim hvenær sem nauðsynlegt er metið til þess að knýja fram viðunandi lausn kjaradeilunn- ar.” r Auður og Asdís i ballettkeppni Ákveðið hefur verið að Auður Bjarnadóttir og Ásdís Magnúsdóttir taki þátt í 3. alþjóðlegu ballett- keppninni, sem haldin verður i Moskvu í sumar. Þegar þessi keppni var haldin i fyrsta sinn fyrir nokkrum árum, hlaut Helgi Tómasson silfur- verðlaunin. Þær Auður og Ásdís hafa að undanförnu dansað með (slenska dans- flokknum í flestum sýn- ingum flokksins. Þær halda utan í júníbyrjun,en samkeppnin stendur dagana 12.—24. júní. Aöalfundir tveggja kaupfélaga skora á Vinnumálasamband samvinnufélaganna: Viðræður við r ASI strax Settar veröi fram raunhæfar tillögur sem leyst geti kjaradeiluna á farsælan hátt A aðalfundum tveggja kaupfélaga um helgina voru gerðar ályktanir þar sem tekið er undir framkomna afstöðu stjórnar Sambandsins til yfir- standandi kjaradeilu og skorað á Vinnumálasamband samvinnu- félaganna að koma þegar með raunhæfar tillögur sem leyst geti kjaradeiluna á farsælan hátt og hefja nú þegar viðræður við samninganefnd Alþýðusambands islands. Hér var um að ræöa Kaupfélag Austur-Skaftfellinga og Kaupfélag Suðurnesja, sem bæði héldu aðalfundi sina á sunnudag. Alyktunin sem samþykkt var einróma á aðalfundi KASK var borinfram af Benedikt Þorsteins- syni, verkstjóra, Friðjóni Guðröðarsyni, sýslumanni, Jóni Sveinssyni, útgerðarmanni, Sig- finni Gunnarssyni, útgerðar- manni, Einari Hálfdánarsyni, verkamanni, Friðriki Kristjáns- syni, rafveitustjóra, og Einari Sigurjónssyni bónda. Hún hljóöar svo i heild: „Aðalfundur Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, haldinn 8. mai 1977, fagnar áliti stjórnar Sambands islenskra samvinnu- félaga varðandi yfirstandandi kjaradeilu og tekur undir þær hugmyndir Sambandsstjórnar- innar að leysa beri kjaradeiluna á grundvelli þeirrar meginstefnu, sem 33. þing Alþýöusambands Islands markaði, og treystir þvi að Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna komi þegar með raunhæfar tillögur sem orðið gætu til þess að leysa deiluna á farsælan hátt sem fyrst. Slikt mundi vel samræmast eðli og uppruna þessara voldugu félags- málahreyfinga, Samvinnuhreyf- ingarinnar og Verkalýðshreyf- ingarinnar.” A aðalfundi Kaupfélags Suðurnesja komu fram tvær til- lögur um þetta efni og voru þær samræmdar á eftirfarandi hátt og ályktunin samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Kaupfélags Innri- Njarðvikur 8. mai, lýsir yfir full- um stuðningi við ályktun Sam- bandsstjórnar i tilefni þeirra samningaviðræðna sem nú eiga sér stað um kaup og kjör. Leggur fundurinn á það þunga áherslu aö i yfirstandandi vinnudeilu vinni Samvinnuhreyfingin eftir álykt- uninni og hefji nú þegar viðræður við samninganefnd ASI til lausn- ar deilunni.” — ekh BREYTT SIMANUMER! 29900 -önnur símanúmer eru óbrevtt: Stjömusalur (Grill) borðapantanir 2 50 33 Súlnasalur - 2 02 21 Atthagasalur - 2 69 36 Lækjarhvammur - 2 69 27 Blái- og Hliðarsalur 2 5017 Eldhús-yfirmatsveinn 26880 ■ Hótelsljóri 2 02 20

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.