Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN ÞriOjudagur 10. mal 1977 Laus staða Laus er til umsóknar staða sérmenntaðs læknis, aðstoðarlandlæknis, við land- læknisembættið. Staðan veitist frá 1. júli 1977. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 6. júni 1977. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. mai 1977 Tilboð óskast i jarðvinnu vegna iþrótta- húss við Skálaheiði i Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent gegn 15.000,- kr. skilatryggingu á skrifstofu undirritaðs 10.1 mai. Tilboðum skal skila á sama stað kl. 11 þann 16. mai og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingur Kópavogs \ **N ÚTB0Ð Tilboð óskast i lögn dreifikerfis 4. áfanga hitaveitu i Hafnarfjörð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuveg 3, Rvk., gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 24. mai 1977, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuveg' 3 - Sími 25Ö00 Seltjarnarnes - lóðahreinsun Árleg lóðahreinsun fer fram i mai og á að vera lokið fyrir 1. júni. Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar munu aðstoða við flutning af lóðum. Simi áhaldahúss er 21180. Losun er aðeins heimil á sameiginlega sorphauga i Gufunesi. Heilbrigðisnefnd Seltjarnarness Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi. Yfirverkstjóri Staða yfirverksstjóra i garðyrkju fyrir austurhverfi borgarinnar er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 20. mai n.k. Upplýsingar um starfið veitir garðyrkju- stjóri, Skúlatúni 2, 5. hæð. Gatnamálastjórinn i Reykjavik, garðyrkjudeild. Lífslíkur manna aukast ekki þrátt fyrir síaukin útgjöld til heilbrigðismála Tiðni hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi er með þvi hæsta sem gerist i heiminum, og fer vaxandi. Offita hrjáir um.þb. 35% landsmanna ( á vinnufærum aldri) 3% af þjóðarframleiðslunni var varið til heil- brigðismála 1950, en 7% 1975. Samt hafa lifs- likur miðaldra islendinga ekki aukist á þessu 25 ára timabili. Tiðni hjarta- og æðasjúkdóma í Bandarikjun- um hefur lækkað um þriðjung á sl. 10 árum. Kennslu i manneldis- og matvælafræði er mjög ábótavant. Þetta og margt fleira var rætt á ráðstefnu um neysluvenjur og heilsufar sem haldin var i Reykjavik dagana 29. og 30. april sl. Lyflæknisdeild Landspitalans og Efnafræðistofa Raunvisinda- stofnunar Háskóla Islands gekkst fyrir ráðstefnunni og var boðið til hennar manneldisfræðingum og öðrum, sem áhuga hafa á mann- eldismálum svo og framleiðend- um og fulltrúum stjórnvalda. Erindi voru flutt um eftirtalda málaflokka: Heilbrigöisástand á Islandi, neyslu og heilbrigði, stjórnun neyslu og lög og fræðslu. Ráð- stefnuna sóttu um 180 manns og urðu miklar umræður um alla málaflokkana. öll erindin, sem flutt voru á ráðstefnunni hafa verið gefin út i lausblaðamöppu og eru til sölu i Kringlunni i Landspitalanum og kosta 1500 kr. Læknarnir Arsæll Jónsson og Bjarni Þjóðleifsson og Jón óttar Ragnarsson, matvælafræðingar önnuðust framkvæmd ráöstefn- unnar og boðuðu þeir til blaða- mannafundar nýlega þar sem þeir gerðu nokkra grein fyrir ráð- stefnunni og tilgangi hennar. Aukin fræðsla. Tilgangurinn var þríþættur: 1. Að safna saman þeim upplýs- ingum sem tii eru um heil- brigðisástand og fæðuval Is- lendinga og um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar og markaðskerfi matvælafram- leiðslunnar. 2. Að kalla saman innlenda sér- fræðinga til þess að kanna möguleika á sameiginlegri stefnumörkun við að koma á hollari neysluháttum. 3. Að velja leiðir að settum mark- miðum ef kostur er. Það virðist nokkuð ljóst að auk- in útgjöld til heilbrigðisþjónustu bera ekki tilætlaðan árangur. Þetta hefur einnig komið i ljós hjá nágrannaþjóðum okkar og hefur þá verið reynt að auka fræðslu og beina neysluvenjum manna i hollara horf. Það hefur þegar borið árangur og eins og segir i upphafi þessarar greinar hefur mikið dregið úr tiðni hjartasjúk- dóma i Bandar. og einnig i Sviþjóð. Hlutur fitu i fæði landsmanna er að jafnaði um 40% af daglegum hitaeiningum. Þar af erum helm- ingur mettuð (hörð) fita. Það er talið alltof hátt hlutfall. Sykur- neyslan er lika of mikil og þvi er brýnt að beina neysluvenjum okkar inn á hófsamari brautir. Til þess þarf mikinn áróður og fræðslu, en henni er nú lítt eða ekki sinnt f skólakerfinu og að mestu vanrækt á háskólastigi. Engin stefna Þá kom fram að ekki er til hér á landi nein stefna i manneldis- og matvælamálum en til að ná mark- miðum ráðstefnunnar er nauð- synlegt að móta þá stefnu og hef- ur verið rætt um að stofna starfs- hópa ýmissa aðila til að koma með tillögur aö þannig stefnu. Mjög f áar rannsóknir eru til hér á landi i þessum efnum. T.d. er ekkert vitað um fæðuval ein- stakra hópa eða stétta. Sérstak- lega er brýnt að kannaðar verði neysluvenjur gamals fólks og barna, þar sem grunur leikur á að þar sé viða pottur brotinn. -hs. „VIÐ SKJÓTUM BÆÐI FÖSTUM OG LAUSUM SKOTUM” segir Helgi Seljan um ferdir þeirra Jónasar Arnasonar med skemmtiefni vítt og breitt um landið — Þetta byrjaði ailt í Höfn í Hornafirði í fyrra þegar haldin var þar menningarvika. Þá kom- um við fram í Sindrabæ þar sem var troðfullt hús 4-500 manns og undirtekt- ir heimamanna voru al- veg stórkostlegar. Eitthvað á þessa leið fórust Helga Seljan alþingismanni orö þegar viö spuröum hann um ferðir hans og Jónasar Arnason- ar, sem þeir hafa farið vitt og breitt um landið að undanförnu og komið fram bæði með fræði- og skemmtiefni. — Við höfum farið ansi viða að undanförnu hélt Helgi áfram, t.d. vorum við á fjórum stöðum á Suðurlandinu nýlega. Þaö var Kvenfélagasamband Suður- lands sem gekkst fyrir skemmtikvöldum á Hvolsvelli, Flúðum, Borg i Grimsnesi og I Hveragerði. Og það var alveg gifurlegt „upplifelsi” aö vera með fólkinu þarna. Stemningin var alveg frábær. ótrúlega frjálslyndir — Ég er nú reyndar litið núm- er i þessu öllu, það er Jónas sem syngur og les upp og heldur uppi fjöri i allt að klukkutima. Ég byrja venjulega á að kynna Jón- as og verk hans en þau eru hápólitísk flest og auðvitaö nota ég tækifærið og kem inn á þau mál sem mestu skipta okkur nú og skýt þá bæði föstum og laus- um skotum. Ég ræöi bæði um erlent hervald hér á landi og ásókn erlendra auðhringa eftir aðstöðu hér. Þessu kem ég öllu að I fjórðu hverri setningu og ég er alveg hissa hvað fólkið tekur þessu vel og virðist alveg sam- mála. Þetta fólk amk. austur i sveitum er miklu frjálslyndara en maður skyldi ætla. Ég hef mjög litið orðið var við svart ihald þar eins og alls staöar veður uppi hér i þéttbýlinu. Og framsóknarmennirnir eru allt önnur manngerð þarna fyrir austan en hér i Rvk. — Nú siöustu vikur höfum viö verið á Suðurnesjunum og þar eru undirtektir lika alveg prýði- legar. Litla leikfélagið i Garöin- um hefur verið að sýna Koppa- logn bæði á heimaslóöum og I Keflavik og þar höfum við Jónas komið fram. 1 Keflavik var reyndar einu sinni gripið fram i fyrir mér þegar ég kom að er- lendu fjármagni og hersetunni. Koppalognið I Garðinum og víðar Sjón er alltaf sögu rikari og eitt kvöldið brá blaðamaður sér suður i Keflavik þegar Litla leikfélagið og Jónas skemmtu keflvikingum. Félag þetta er nýstofnað og er Koppalognið fyrsta verkefni þess. í vandaðri leikskráer rakin saga leiklistar i Garöinum og segir þar að senn muni vera ein öld siðan sjón- leikur var fyrst leikinn af heimamönnum þar og var þá valið ekki af verri endanum, þar sem leikinn var Skugga-Sveinn. Þá hét hann Útilegumennirnir. Var hann sýndur i „gamla skólanum”, húsi sem enn stendur á sjávarkambinum rétt viö Sjólyst i Gerðahverfinu. Þá segir einnig að leitað hafi verið eftir heimildum um leik- listarsögu byggðarinnar til tveggja aldinna manna i Garðinum, þeirra Unu Guð- mundsdóttur og Halldórs Þor- steinssonar, sem bæði eru kom- in á niræðisaldur. Jónas og Bóthildur Leikstjóri Koppalogns er Sævar Helgason, en þetta er i 5. sinn sem hann setur upp þaö leikrit. Sýningin 1 Keflavik fékk mjög góðar undirtektir. enda stóðu leikarar sig allir með prýði, þó að fæstir hafi stigið á leiksvið áður. Og Jónas var greinilega i ess- inu sinu. Hann las upp bráð- skemmtilegan sögukafla úr bókum slnum, Tekið i blökkina og Veturnóttakyrrur, og einnig söng hann viö undirleik söng- triósins Bóthildar irsk lög við texta sina og fékk alla til að taka hraustlega undir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.