Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. mal 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Geta menn þannig villt á sérTíeimildir, látid aðra, jafnt kunnandi sem fákunnandi, halda að þeir viti mun meira en þeir raunverulega gera LYKILORÐ LYKILSTÖÐUR A ensku er til hugtakið Phraseology. Þetta hugtak er gjarnan notað um þá sérstöku hegöan fræöinga þegar tveir ókunnugir eru að tala sig saman að varpa fram lykilorðum úr sérgrein sinni, til að sjá á hvaða stalli hvor stendur. Er þá gengið út frá þvi, að að baki hvers lykilorðs, sem varpað er fram búi álitlegur þekkingarforði, sem væntanlega er þá óþarft að rekja neitt nánar. Dæmi um svona samræður gæti verið: A: „Þú ert að rannsaka eitt- hvað, er þaö ekki?” B: ,,Jú, ég er við rannsóknir i efnafræði.” A: „Llfrænni?” B: „Nei, ólifrænni, þunga- máímurn.” A: „Kvikasilfri?” B: „Nei, kadmium og blyi.” A: „Mælingum á þeim?” B: „Nei, ég er að athuga samvirkni þeirra.” A: „Jaaaá.....?” Samtalinu lauk þarna á þekkingarskorti A. Báðir kunna þessir menn sitthvað i efna- fræði, en þekking B á sérhæfðu sviði nær lengra. Þeir hafa nú báðir öðlast vitneskju um kunnáttu hins og væntanlega skipað sess i persónulegum mannvirðingarstiga sinum. I samfélögum, þar sem þessi stigi skiptir dálítið miklu máli, er lykilorðakerfið oft misnotað þannig, að menn læra lykilorð, án þess að hafa skilning á grunn merkingu þeirra. Geta menn þannig villt á sér heimildir, látið aðra, jafnt kunnandi sem fá- kunnandi, halda að þeir viti mun meira en þeir raunveru- lega gera. Þannig þoka menn sér smátt og smátt upp eftir mannvirðingastiganum, oft mjög ómaklega. A máli almennings heitir þaö oft ,,að koma sér vel áfram”, en raun- verulega er hér um hin verstu svik og pretti að ræða. Lykilstöður I þjóðfélaginu ráðast oft af fagurgala og fyrr- nefndu falsi manna, sem einskis svifast. I fámennu og litt tækni- væddu þjóöfélagi eins og hinu islenska, verður að vera valinn maður i hverju rúmi, annars er það betur komið óskipað. Ég hygg, að á fáum stöðum séu fleiri þekkingarfalsarar saman komnir I einu, en á hinu háa alþingi islendinga. Umfjöll- un fjöldamargra málaflokka hefur synt þetta og sannað. Þar fljúga um sali lykilorð, sem gefa til kynna „ábyrgð og festu”, svo notað sé orðfæri, sem áður var lyst, en fela undir niðri tómið eitt i sér. Ég skemmti mér við það i útvarpsumræðu nú fyrir skömmu, að telja alla innan- tómu frasana (lykilorðin) hjá einstaka þingmönnum. Hjá sumum gætti þeirra ekki, en aðrir hlóðu málflutning sinn lykilorðum og lykilsetningum sem fólu i sér þekkingu, sem enn hefur ekki bryddað á I störf- um þessara manna. Mér taldist svo til, að tiöni lykiloröfæris ein- stakra manna fylgdi mjög náið forskrift vestrænna ræðufræð- inga: Eitt lykilorð á minútu og skipta um umræðuefni á 5 minútna fresti! En það er lika venja erlendis meðal opinberra embættismanna að segja af sér störfum verði þeir uppvisir að embættisglöpum. Fæstir kolleg- ar þeirra hérlendis hafa þennan drengskap til að bera né heldur þrýsting frá þjóðfélaginu. Þetta er orðið svo algengt hérna, að menn eru hættir að kippa sér upp við það. Brýnt er fyrir landslýð að herða verði enn sultarólina^ þvi blessuö þjóðar- kakan fæði ekki nema takmark- að. Skrýtið þetta með þjóðar- kökuna; þótt efnið, sem lands- menn afla i hana, verði stöðugt meira að vöxtum, verður hún aldrei neitt meiri um sig; skyldu bakarameistararnir ekki kunna til verks? Upp á siðkastið hafa nokkur mistök verið „gerð upp” fjár- hagslega. Nægir þar að nefna orkuverð til álvers, þörunga- vinnslugjaldþrot og fyrirsjáan- legt tap á málmblendiverk- smiðju. Kröfluglæfrana reyna menn nú að hugsa sem minnst um á meðan „beðið er eftir” náttúruöflunum. „öllum stórframkvæmdum fylgir nokkur áhætta”, segja þekkingarfalsararnir svo digur- barkalega, er þeir sitja fyrir svörum. t augum þessara manna virðist það efnahagslif, sem borið er uppi af lúnum yfir- vinnubökum, ekki skipta meira máli en svo, að i vetur, þegar alvöruþunginn var hvað mestur i umræðunni um fyrirsjáanlegt þjóðargjaldþrot, leyfðu þeir sér að heimta fimmtiu bjórstofur til handa borgarbúum. Með þessu var athygli landsmanna beint inn á aðrar brautir, þegar óþægilega var farið að sverfa að i umræðu um efnahagsmál. Enn einu sinni heppnaðist að glepja almenning. A meðan rif- ist var um jafn marklausan hlut og bjór eða bjórleysi, gátu svika hrapparnir haldið áfram fjár- hættuspilinu. Þetta minnir á ævintýrið um nýju fötin keisar- ans. Þar sáu margir i gegnum svikin, sem var beitt, en enginn hafði i sér uppburði að hafa orð á þeim, fyrr en óvitabarn gerði það. lslandssagan telur ekki marga mikilhæfa stjórnskör- unga þessarar aldar. Af tillits- semi eru eftirmæli um svika- hrappa sjáldnast birt. Þau blöð sögunnar, sem i framtiðinni munu fjalla um núverandi stjórnartimabil munu verða fá- orð um mikilhæfá leiðtoga en fjölyrt um þetta timabil sem eitt mesta afglapaskeið islendinga. Þaö er braut, sem ekki verður vikið af fyrr en menn hafa öðl- ast þá grunnmennt aö sjá i gegnum lygavefinn. Þjóðleikhúsið frumsýnir Kaspar eftir Peter Handke t kvöld verður frumsýnt á Litla sviðinu i Þjóðieikhúskjallaranum leikritið KASPAR eftir þýska leikrita- og skáldsagnahöfundinn Peter Handke. Þetta er I fyrsta skipti, sem leikrit eftir Handke er sýnt hérlendis en verk hans hafa verið mikið sýnd i Þýskalandi og viðar um Evrópu hin siðari ár enda Handke talinn i hópi athyglisverðari nútimahöfunda. Leikstjóri sýningarinnar er Nigel Watson, breskur leikari og leikstjóri, sem dvalist hefur hér- lendis um skeið. Watson hefur Þórhallur Sigurðsson leikur titilhlutverkið — Kaspar. (Mynd Jóh. 01.) „Siðaður” maður sjálfur samið leikgerö þá, sem flutt er á Litla sviöinu upp úr leik- riti Handkes og er hún töluvert styttri en frumtextinn og I ýmsu frábrugðin honum. Aðstoðarleik- stjóri sýningarinnar er Inga Bjarnason en leikmynd og búninga gerir Magnús Tómasson. Leikarar eru fimm: Þórhallur Sigurðsson leikur titilhlutverkið Kaspar en aðrir leikendur eru Sigmundur örn Arngrimsson, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Jón Gunnarsson og Þórunn M. Magnúsdóttir. Þýðandier Guðrún Bachmann. Handke fékk hugmyndina að verkinu úr sögunni um Kaspar Hauser, en Kaspar þessi var ung- lingur sem „fannst” i Núrnberg I Þýskalandi i upphafi siðustu aldar og kunni aðeins eina setningu. Bar hann á sér miöa, sem á stóð aö bóndi nokkur hefði fundiö hann sem kornabarn, falið hann og aliö. Piltur þessi var ráð- gáta og rannsóknarefni manna i nokkur ár, en lést þá skyndilega af áverkum og jafnvel talið aö hann hefði verið myrtur. Peter Handke hefur þó tekið litið annað en nafnið og sjálfa hugmyndina af þessum raunverulegu atburðum og fjallar hér á algildari hátt um einstakling, sem umhverfiö og þjóðfélagið tekur til að „siða” og fella inn i ákveðin og viðtekin hegðunarmynstur. Peter Handke er fæddur 1942, stundaöi um árabil lögfræðinám áður en hann hóf ritstörf. Fyrsta leikrit hans var Áhorfendur fá það. Sýning Þjóðleikhússins á Kaspar er siðasta sýningin á Litla sviðinu i vetur i röð nútima- leikrita. Hin verkin voru Nótt ást- meyjanna, Meistarinn og Enda- tafl. Frumsýningin á þriðjudags- kvöld hefst kl. 21 og er sýningin leikin án hlés. A-listi vann í Frama Stjórnarkosning i Bifreiða- stjórafélaginu Frama, Reykjavik fór fram 4. og 5. mai 1977. Tveir listar voru i kjöri, A-listi, Iisti stjórnar og trúnaðarmannaráðs og B-listi, borinn fram af Guðjóni Ó. Hanssyni o.fl. tlrslit urðu þau að A-listinn hlaut 316 atkv. en B-listinn 154 atkv. auðir seðlar voru 16. Stjórn félagsins skipa: Úlfur Markússon, formaöur, Guðmund- ur A. Guömundsson, varaformað- ur Guðmundur Valdimarsson, ritari, Jóhannes Guðmundsson, gjaldkeri og Guðmundur Amundason, meöstj. Lífeyrir verslunarmanna: V er ðtryggður til bráðabirgða I framhaldi af samkomulagi um lffeyrismál, sem fólst í kjara- samningunum 28. febr. 1976, hef- ur lífeyrir Lifeyrissjóðs verzl- unarmanna verið verðtryggður frá 1. jan. 1976. Hækka lífeyris- greiðslur frá sjóðnum Ibyrjun árs og um mitt ár I samræmi við hækkun launataxta Dagsbrúnar. Þessi verðtrygging gildir fyrst um sinn f 2 ár, þ.e. 1976og 1977, og er hún hugsuð sem bráðabirgða - lausn þar til varanleg lausn á lif- eyrismálum landsmanna verði fundin. t yfirstandandi kjara- samningum eru uppi áætlanir að framlengja þessa bráðabirgða. - lausn um 1-2 ár. Sem dæmi um hækkun lffeyris skulu hér tilnefnd tvö dæmi: 1. Ekknalifeyrisþegi hóf töku lif- eyris 1967. Mánaðarlegur lif- eyrir var kr. 1.538.-. Eftir 1. jan. 1976 er þessi lifeyrir verð- bættur og nemur núna samtals kr. 18.455.- á mánuði. Hækkun 1099,9%. 2. ElliIIfeyrisþegi hóf töku lifeyris 1974. Mánaðarlegur lífeyrir var kr. 4.619.-. Eftir 1. jan. 1976 er þessi lifeyrir veröbættur og nemurnúnasamtalskr. 11.236.- á mánuði. Hækkun 143.3%. Hér er rétt að geta þess, aö fyr- ir þessa breytingu byggöust lif- eyrisgreiðslur frá sjóðnum á meöaltekjum lifeyrisþegans sið- ustu 5 (eða 10) ár, og voru siöan óbreyttar I krónutölu. Verðbólga undanfarinna ára hefur vitanlega skert mjög þessar lifeyrisgreiðsl- ur, svo að þær voru alls óviö- unandi strax við töku lifeyris og rýrnuðu stööugt úr þvi. Lifeyrissjóður verzlunarmanna hefur nú starfaö f 21 ár og þar sem lifeyrisgreiðslur eru háðar rétt- indatima hjá sjóðnum eru líf- eyrisréttindi takmörkuð, enn sem komiö er. Samtals námu lifeyris- greiöslur á siöasta ári 20,6 millj. kr. en voru 7.8 millj. kr. 1975 og hækkuðu þvi um 164% milli ára. A næstunni mun Lifeyrissjóður verzlunarmanna flytja I nýtt hús- næði á Grensásvegi 13. Ný skáldsaga eftir Jón Dan Komin er út hjá Bókaklúbbi AB ný skáldsaga eftir Jón Dan sem nefnist Siðasta kvöld i hafi. Er þetta sjötta bók höfundar, en fyrsta bók hans, smásagnasafnið Þytur um nótt, kom út fyrir rösk- um 20 árum. Um efni bókarinnar segir á þessa leið i kynningu: Heimur þessarar nýju bókar er farþegaskip á leið frá Kaup- mannahöfn til Reykjavikur. Fólkið er margvislegt eins og far- þegar á sliku skipi oftast eru. Heimur skipsins er annar en heimur landsins — hann er slitinn úr tengslum við hið raunverulega lif sem biður á bryggjunni og lagst veröur að þegar dagur rennur. Meginhluti bókarinnar gerist siðasta kvöldið og nóttina um borð. Frelsunin frá raunveruleik- anum er stutt og þvi er áriðandi að njóta hennar. Þó á það ekki við um alla. Sumir eru með i leiknum með hálfum huga og streitast á móti, önnur öfl reyna aö beita sef- andi áhrifum. En verður þeim á- gengt? t siðasta hlutanum, sem gerist i landi, eru raktir áfram þræöir, sem lesandi hefur fest hendur á úti i skipinu. Þessa sögu má efiaust skilja á fleiri en einn veg. Máski fjallar hún um baráttu andstæðra afla — góöra og illra — um manninn, eða fjallar hún um eitthvað annaö? Er til hafnarlaus maöur ef til viil ekki annaö en „vesalt nakið klof- dýr,” eins og segir i Lé konungi, eða er hann annað og meira?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.