Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 10. mal 1977 N áttúr uverndarr áð einnig sniðgengið á lokastigi Þrautseigja? Þrákelkni? Þrjóska! Þetta er I annaö sinn á tveimur árum, sem hæstv. iönaöarráö- herra (virðul. heföbundiö ávarpsorö sem fengið hefur önd- veröa merkingu i ráöherratiö G. Th.) leggur fyrir Alþingi áöeinum tveimur árum frum varp um járnblendi verksmiöju á Grundar tanga. Viö höföum þó ætl að aö honum þætti 'einu sinni leik og greiddi yfir 800 miljónir blendifélaginu, þvi hvaö svo sem menn kunna annars aö finna þessum alþjóölega auöhring til foráttu — mig minnir aö Gunnar Thoroddsen teldi þab fram honum til ágætis forðum aö hann væri 9. auöugasta fyrirtæki i heimi — þá mun enginn gruna hann um fávlsi I viðskiptum. En eigi má sköpum renna. Þaö er I samræmi við þjóðkunnan baráttustfl ráöherr- ans að reyna þaö tvisvar, sem hann heföi ekki átt aö prófa einu sinni. Spakmæli uppá stjórn- málagiftu Gunnars Thoroddsen er raunar haft eftir Gisla heitnum á Bakka, þegar innt var eftir sér- kennilegum fótabúnaöi hans: „Þegar maður fer meö annan fót- inn I öfugan skóinn, þá er hinum hætt”. Sérstök málsmeðferð. 1 september I haust sótti stjórn Járnblendifélagsins um starfs- leyfi fyrir verksmiðjuna á Grundartanga, og óskaöi eftir af- greibslu strax í nóvember. Heil- brigöismálaráöherra, sem veitir þess háttar leyfi, leitaöi umsagn- ar Heilbrigðiseftirlits rlkisins, svo sem ráögert er I lögum. Starfsmenn þar eru tveir, Hrafn V. Friöriksson yfirlæknir og Eyjólfur Sæmundsson efnaverk- fræöingur. Þeir lögbu nú,-nótt viö dag aö undirbúa þau slfilyröi er tryggt gætu lágmarksáhættu af völdum verksmiöjunnar fyrir umhverfi og lífriki og hámarks- hollustuhætti starfsmönnum til handa. Skilaöi heilbrigöiseftirlitiö umsögn einni, meö tillögum um gerö starfsleyfis hinn 10. janúar sl. Efalltiö heföu þeir getaö spar- að sér yfirvinnu, þvi lögfræöingi heilbrigöisráöuneytisins var faliö aö semja starfsleyfiö. Aö vlsu má til sanns vegar færa aö tillögur heilbrigöiseftirlitsins hafi veriö haföar til nokkurrar hliösjónar aö svo miklu leyti, sem hinn nýi samstarfsaöili, alþjóölegi auö- hringurinn Elkem Spigerverket I Noregi, taldi þær samræmast hagsmunum slnum. Síðar veröur að þvl vikiö hvernig Járnblendi- félagiö, nánar til tekiö íslenska rlkisstjórnin, haföi beinlinis skrifaö undir það viö Elkem Spgv. aö láta I té starfsleyfi sem útlendingarnir sættu sig viö. I desember lagöi iönaöarráö- herra fram I neörideild frumvarp sitt til laga um járnblendiverk- smiöju I Hvaifiröi, 129. mál Alþingis, og sýndi rétt einu sinni klókindi hins æföa stjórnmála- manns, þvl meö þessum hætti var hægt aö knýja þingmenn stjórn- arliðsins til þess aö samþykkja frumvarpiöí þeirri deildinni, sem skipuö er tveimur þriöju hlutum alþingismanna áöur en þær upp- lýsingar kæmu fram sem ekki yrði leynt I efrideild. Er þetta eina skyringin, sem finnanleg er á þvl aö sneiöa nú hjá efrideild I upphafi málsins, en þar var fyrra járnblendifrumvarpið lagt fram áriö 1975. Sjálft verklagiö viö framlagn- ingu frumvarpsins gaf nokkra vísbendingu um þau þingræðis- legu vinnubrögö sem I vændum voru. Frumvarpinu var dreift heim til þingmanna rlkisstjórnar- flokkanna og Alþýöuflokksins á slökvöldi 14. desembe- Er þetta komst upp daginn eftir og ráö- herra var innlur skýringar sagöi hann einfaldlega, að ekki væri ástæöa til aö kynna frumvarpiö sérstaklega þeim þingmönnum, sem ætla mætti aö væru þvl and- snúnir. Hann haföi viö orö aö endilega þyrfti aö afgreiöa frum- varpiö fyrir jól. Þaö er nú býsna athyglisvert meö sérstöku tilliti til þeirrar staöreyndar, aö heil- brigöiseftirlitiö gat ekki lagt fram umsögn sína varöandi starfsleyfiö fyrr en 10. janúar, enda fór svo að máliö var ekki tekið til umræöu I neörideild fyrr en 31. janúar og var visaö til annarar umræöu og iönaöarnefndar fjórða april. Þannig var fyrstu umræöu um málib I neörideild lokib daginn áöur en heilbrigöisráöuneytiö gaf út starfsleyfi þaö til verksmiöj- unnar, sem nánar veröur vikiö aö hér á eftir. Dauðadómur fyrir burð. Viö umfjöllun I iönaöarnefnd neörideildar, og athuganir sér- fræðinga utan þings komu fram meöal annars eftirfarandi atriöi, sem þeir Siguröur Magnússon og Lúövik Jósepsson geröu grein fyrir I ýtarlegu máli viö aöra um- ræöu i neörideild: Viö blaösir stórfellt tap á raf- orkusölunni frá Sigölduvirkjun til Járnblendiverksmiöjunnar. Um- samiö verö á forgangsorku er kr. 2,20 fyrir kllóvattstundina, en á svonefndri umframorku 0,51 króna. Forgangsorkuveröið er undir framleiöslukostnaöarveröi, en afhendingarskilmálar svo- nefndrar umframorku svo strangir, aö meta á hana til verös sem samsvarar 75% forgangs- orku. Niöurstaöan er sú, aö fyrir- hugaö raforkuverö til verksmiöj- unnar veröur 50% undir orku- veröi til stóriöjuvera I Noregi þar sem raforkuverö er þó lægst I heimi, og kemur þetta heim viö ummæli bankastjóra Norræna fjárfestingarbankans I útvarps- og sjónvarpsviðtölum hér I vetur leið. Arösemisútreikningar verk- smiöjunnar, sem fylgja frum- varpinu,eru svo ómerkir þar sem öllum útreikningum: fjármagns- kostnaöi, hráefniskostnaöi og söluveröi er hagrætt I þvl skyni að sýna áætlaöan hagnaö. Þessu til staöfestingar má geta þess aö út- reikningar sem Þjóöhagsstofnun geröi á rekstri járnblendiverk- smiöjunnar, heföi hún veriö rekin áriö sem leið, sýndu aö beint og óumflýjanlegt tap á rekstri henn- ar heföi numiö nær 850 miljónum króna. Þótt verksmiöjan heföi fengiö raforkuna frá Sigöldu ókeypis þetta ár heföi samt oröið 200 til 250 miljón króna tap á henni. Ef gengiö heföi veriö út frá varlegri forsendum um fjár- magnskostnaö og annað,heföi út- koman oröiö enn skelfilegri. Að semja við skrattann. Áætlaöur fjármagnskostnaöur verksmiöjunnar er nú 18 miljarö- ar íslenskra króna. Þaö er fjóröa kostnaöaráætlunin — og sú lang- samlega ábyggilegasta aö sögn Gunnars Thoroddsen og Stein- gríms Hermannssonar, og sætir furöu hversu lengi áætlanir þeirra járnbiendimanna halda áfram aö batna. Raunar viröast ábyggilegheitin standa I ein- hverskonar hlutfalli viö hækkun- ina. Hér er þó ekki reiknaö meö verö á spennistöö, vegagerö og hafnargerö. Ekki er heldur reikn- aö meö fyrirsjáanlegum hækkun- um á byggingartima svo nokkurt vit sé I, og enn siöur er reiknaö meö fjármagnskostnaöi raforku- versins, sem bundiö veröur verk- smiöjunni. Varlegt hlýtur aö telj- ast aö fjármagnskostnaöurinn veröi ekki undir 40 til 50 miljörö- um, eöa sem svarar helmingi nú- verandi skulda landsmanna viö útlönd. Þannig er frá samningum gengið, aö islenska rikib, sem verður eigandi verksmiöjunnar aö 55 hundraðshlutum tekur raunverulega á sig alla áhættuna. Elkem Spigerverket greiöir hlutabréf sín meö tæknikunnáttu, tækniaöstoö og ýmiskonar tækni- búnaöi heimanaö. Islenska rlkiö sér um fjármögnunina. Ef illa fer þá tapar erlendi aöilinn engu nema hlutabréfum, sem hann hefur goldið meö þeirri tækni- þekkingu, tækniaöstoö og ráögjöf — sem þá má segja aö hafi ekki reynst par vel — og svo þeim varningi, sem hann hefur lagt til verksmiöjunnar. Hiö raunveru- lega fjárhagstjón lendir á Is- lenska rlkinu. Við skulum sleppa I bili ýtar- legum hugleiöingum um þau arö- bæru fyrirtæki, sem rlkiÖ gæti reist fyrir upphæöina sem hér um ræöir I landi þar sem margt er ógert. Hitt er ljóst aö fyrir þetta fé gætum viö komið á samtengdu raforkukerfi um allt land meö styrktum dreifilínum, sem nægöu til þess aö koma öllu rafmagni Sigöidu á þann markaö sem fyrir er I landinu og gæfi Landsvirkjun nær þrefalt hærra verö fyrir raf- orkuna en járnblendiverksmiðj- unni er ætlaö aö borga. Viö fyrirhugaöa verksmiöju eiga aö starfa 150 menn. Sam- kvæmt útreikningum Þjóöhags- stofnunar myndi hvert starf viö verksmiöjuna kosta um 120 miljónir I fjárfestingu. Aöur hef- ur veriö sagt frá aröseminni.heföi verksmiöjan veriö I gangi 1 fyrra. Ef reiknaö er meö varlegri áætl- anagerö er sennilegt að fjár- magnskostnaöurinn aö baki hverju starfi yröi um 300 miljónir — og tapiö yröi aö minnstakosti þrefalt meira á rekstri verk- smiöjunnar — eöa sem svarar 2,4 miljöröum miöaö viö reksturinn I fyrra. „Vandaðasti undirbún- ingur, sem nokkurt þingmál hefur hlotið”, sagði Steingrimur Her- mannsson um Þörunga- vinnsluna á sinum tima. Hversu vandaður er undirbúningur Járn- blendiverksmiðjunnar? Meö nefndaráliti minnihluta iönaöarnefndar efrideildar fylgdu ritstjórnargreinar úr heimskunn- um erlendum fjármálatímaritum þar sem gerö er grein fyrir slæm- um og versnandi horfum stál- og málmblendiiönaöarins. Hér er um aö ræöa grein úr Le Monde Diplomatique frá ágúst 1976, Le Nouvel Observateur frá 10. janú- ar 1977, The Economist 12. febrúar 1977, Le Monde 22. febrú- ar 1977, Le Monde Diplomatiquei mars 1977, International Herald Tribunel4. mars 1977, Le Monde Dipiomatique I aprfl 1977, Le Nouvel Observateur 11. aprfl 1977, Frankfurter Allgemeine Zeitungl5.aprfl 1977, DieWeltl5. aprll' 1977 og Die Welt 16. aprfl 1977. Ekki er mér ljóst hvort hátt- virtir þingmenn Framsóknar- flokksins, Sjálfstæðisflokksins og Alþýöuflokksins hafa gert sér þaö ómak aö lesa þessi fylgiskjöl fremur en annaö þaö, sem lýtur aö fyrirhugaöri járnblendiverk- smiöju.enniöurstaöa allra þeirra sérfræðinga, sem skrifaö hafa I fyrrnefnd blöö á þessu tlmabili er sú, aö engar horfur séu á þvl aö staöa stáliðnaöarins muni batna fvá þvi sem hún var áriö 1976, aíldur bendi flest til þess að hún muni enn fara versnandi. Hafi einhverjir þeirra lesiö fylgiskjöl- in er spurningin aöeins sú, hvaöa rökstudda ástæöu þeir hafi til þess aö trúa betur háttv. þing- manni Steingrlmi Hermannssyni, aöalformælanda járnblendiverk- smiðjunnar, forstjóra Rann- sóknaráös rlkisins, fulltrúa I viö- ræðunefnd um orkufrekan iönaö, rafmagnsverkfræbingi og ritara Framsóknarflokksins. — Þeir hljóta aö hafa ályktaö sem svo aö undirbúningurinn undir járn- Útdráttur úr ræðu Stefáns Jónssonar er efri deild alþingis fjallaði um Grundar- tangaverksmiðju var þingsjé blendiverksmiöjuna hafi senni- lega verið jafn vandaöur og undirbúningurinn undir Þörunga- verksmiðjuna á Reykhólum — ef ekki beinlínis ennþá vandaöri. Hér er stefnt I bullandi tap- rekstur langsamlega dýrasta fyrirtækis, sem Islendingar hafa nokkru sinni lagt fé I, undir sam- eiginlegum vigoröum Gunnars Thoroddsen iönaöarráöherra og Steingrfms Hermannssonar rit- ara Framsóknarflokksins i nánu samstarfi viö alla þingmenn Alþýöuflokksins, undir þvl kjör- oröi sem vlöa getur aö finna I þingræöum þeirra um máliö, að „öllum framkvæmdum fylgi nokkur áhætta”. Eins og aö llkum lætur þá vex þeim félögum ekki mjög i augum áhættan, sem llfrlki Hvalfjaröar, Faxaflóa og Borgarfjaröarsveita er búiö af járnblendiverksmiöj- unni — né þaö heilsutjón, sem starfsmönnum verksmiöjunnar kann aö vera búiö af rekstri henn- ar. Þar skal einnig nokkru til hætta. Þegar rætt var um samn- inginn viö Union Carbide fyrir tveimur árum héldum viö Alþýöubandalagsmenn þvi fram aö áhættan fyrir llfrlki landsins og heilsu starfsfóiks af völdum járnblendiverksmiöjunnar yröi glfurleg þótt beitt yröi fullkomn- ustu mengunarvörnum. Viö um- ræöurnar I iðnaöarnefnd efri deildar kom I ljós aö hættan af völdum þessarar verksmiöju í samstarfi viö Elkem Spigerverk- et, eins og nú er fyrirhugaö, verö- ur ennþá meiri, þar sem nú hefur verið ákveöiö af hálfu rlkisstjórn- arinnar, vegna fyrirsjáanlegrar slæmrar efnahagsstööu fyrirtæk- isins, meö köldu blóöi, aö ekki veröi beitt fullkomnustu meng- unarvörnum né heilsugæslu. Er hér komið aö þeim hluta málsins sem varöar starfsleyfi verk- smiöjunnar. Mismunur þess sem hægt er að gera og þess sem hluthafar geta sætt sig við. Svo sem fyrr er getiö skilaöi Heilbrigöiseftirlit rlkisins um- sögn sinni um starfsleyfi járn- blendiverksmiöjunnar til heil- brigöisráöherra hinn 10. janúar. Hefst umsögnin á tillögum heil- brigöiseftirlitsins um ákvæöi starfsleyfisins, en siöan fylgja meö nær 150 vélritataöar blaöslö- ur af rökstuöningi fyrir hinum einstöku skilyrðum, sem stofnun- in vill setja fyrir þessu leyfi, ásamt skýringum á þeim alvar- legu afleiöingum, sem þaö gæti haft fyrir heilsufar starfsmanna verksmiöjunnar og llfriki lands- ins ef frá þessum skilyröum væri vikiö I starfsleyfinu. Nú heföi mátt ætla aö þessari umsögn heilbrigöiseftirlitsins heföi veriö dreift á borö Alþingis- manna strax og þeir komu úr jólaleyfinu svo aö þeir "hefö* u nægan tíma til aö kynna sér þetta vandasama mál I sambandi viö járnblendifrumvarpiö. Svo var eigi gert, og áttu enn eftir aö llöa tveim mánuöir þar til ástæö- an kom I ljós.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.