Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 10. mal 1977 Málgagn sósíalism a, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útge(andi? Útgáfufélag ÞjóBviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar:Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Slðumúla 6. Slmi 81333 Prentun: Blaðap'rent hf. Ástæðan: Léleg ríkisstjórn Siðastliðinn föstudag var fréttaþáttur i sjónvarpi þar sem borin voru saman lifs- kjör i Danmörku og á íslandi með býsna athyglisverðum hætti. Þar kom fram að árslaun hjóna i Danmörku þar sem bæði eru iðnverkamenn eru um 3.0 milj. kr. að frádregnum sköttum, en árslaun hjóna á íslandi, þar sem bæði fá kaup eftir Iðju- töxtum, eru hins vegar aðeins 1.7 milj. kr. Nettólaunin að frádregnum sköttum eru i Danmörku 80% hærri en á íslandi. Við samanburð á verði nokkurra al- gengra vörutegunda i verslunum á Islandi og i Danmörku kom það i ljós að verðið hér á landi var um 40% hærra en i Dan- mörku. Nirðurstaðan varð: Kaupið fyrir venju- legan dagvinnutima 80% hærra i Dan- mörku en hér. Vörurnar samt 40% ódýr- ari. Ekki stafar þessi mikli munur af þvi að auðæfi þjóðarinnar, lands og sjávar, séu lakari en i Danmörku; þvert á móti er auður íslands aðhvers konar hráefnum og orkulindum margfalt meiri en í Dan- mörku. Hér kemur þvi annað til og um það urðu hagfræðingur Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Félags islenskra iðnrekenda sammála í sjónvarpsþættin- um á föstudaginn; Orsökin er léleg ríkis- stjórn. Verkalýðshreyfingin hefur einsett sér að hækka kaupið hér á landi; til þess hefur hún nú þegar hafið aðgerðir með yfir- vinnubanni og viðræðum við atvinnurek- endur og rikisstjórn. Kjarabarátta verka- lýðshreyfingarinnar snýst að þessu sinni þó ekki aðeins um kaup og kjör i þrengstu merkingu. Verkalýðsbaráttan nú snýst um það að skapa mannsæmandi lifsskil- yrði á íslandi, snýst um það að koma i veg fyrir landflótta, er þar með þáttur i si- felldri og ævarandi sjálfstæðisbaráttu þessarar þjóðar. Með láglaunastefnu sinni stefnir rikisstjórnin sjálfstæði þjóðarinnar i hættu. Þjóðviljinn heitir á islenska launamenn að láta lifskjörin á íslandi ekki verða til þess að þeir flýi land; miklu stórmann- legra er að takast á við vandann og snúa vörn i sókn. Þetta land á ærinn auð ef menn kunna að nota hann, var eitt sinn sagt. Það gildir enn. Þó svo illa hafi til tekist um rikisstjórn landsins i þetta skiptið sem raun ber vitni um, er ástæðu- laust að gefast upp; á skömmum tima má rétta við hlut launamanna á nýjan leik. Um það snýst barátta verkalýðs- hreyfingarinnar. Þvi fleiri sem verða virkir i þeirri baráttu, þeim mun öruggari er árangurinn. — s. Tölur sem segja sögu Miðstjórn Alþýðubandalagsins kom saman til fundar um siðustu helgi og fjall- aði þar sérstaklega um kjaramálin. Gerði miðstjórnin ályktun um stöðu kjaramál- anna, sem birt er i Þjóðviljanum i dag. í umræðum um kjaramálin á miðstjórnar- fundinum komu fram mjög margar og at- hyglisverðar upplýsingar um þróun efna- hagsmála að undanförnu. Þar kom fram að útflutningsverðlag til islendinga hefur aldrei verið hagstæðara en á þessu ári og þróun innflutningsverðlags hefur verið mun hagstæðari siðustu misseri en haldið hefur verið fram af forystuliði stjórnar- flokkanna. Visitölur útflutningsverðlags voru sem hér segir frá 1973: 1973 242 stig, 1974 293, 1975 263, 1976 310,7 og skv. spá 1977 359 stig. Þetta sýnir i fyrsta lagi að verðlag út- flutningsafurða hefur verið mjög hátt all- an valdatima núverandi rikisstjórnar. Og af eftirfarandi tölum sést að vandinn hef- ur ekki verið mjög hátt allan valdatima núverandi rikisstjórnar. Og af eftirfar- andi tölum sést að vandinn hefur ekki ver- ið af innflutningsverðhækkunum i tið nú- verandi rikisstjórnar gagnstætt þvi sem var á valdatima vinstristjórnarinnar, árin 1973 og 1974, en visitölur innflutningsverðs frá 1973 hafa verið sem hér segir: 1973 134, 1974 179, 1975 187, 1976 197 og spá fyrir 1977 209. Hækkun frá 1973-1974 nam 34% en hækkunin I fyrra og hitteð- fyrra aðeins 5%,í ár skv. spá 7 %. Þessar tölur er hollt að hafa i huga þeg- ar menn velta fyrir sér kaupmáttarþróun- inni og kjarabaráttu verkalýðs- hreyfingarinnar. Hverjir skaffa vinnu og peningana? Oftar en einu sinni hefur verið vakin á þvi athygli hér i Þjóðvilj- anum aö mikill tvistringur hefur orðið á orðum um þá sem ráða yfir atvinnutækjum og þá sem ekkert eiga nema vinnuafl sitt til að selja. Þessi ruglingur er bæöi meðvitaður og af hugsunarleysi. Er þvi full þörf á að vekja athygli á honum enn á ný fjölmiðlum og almenningi til athugunar. Það er hagur þeirra sem ráöa atvinnutækjum að rugla dóm- greind verkalýðs og stéttarvit- und. „Deilið og drottnið”, segir hið forna spakmæli og er þaö enn i fullu gildi. Einu sinni ræddi ég við kellingu eina úr auðstétt og rifumst við um verkalýðsmál. Þá sagði hún: „Hvar ætli þessi blessaði verka- lýður væri ef við sköffuðum ekki peningana?” Hvort sem þessi orö voru nú mælt af heimsku, með- vitaðri blindu eöa lævisi, eru þau lýsandi fyrir viðhorf bur- geisa. Þeir kalla samband sitt Vinnuveitendasamband tslands eins og þeir skaffi vinnuna og verkalýökalla þeir launþega eins og hann þiggi vinnuna. Þetta er auðvitað að hafa hausavixl á sannleikanum,en þvi miður hefur almenningur látiö plata sig til að apa þessi orð og nota. Vinnukaup- endur og vinnu- seljendur Þeir sem ráða yfir framleiðsl- unni veita ekki vinnu. Þeir kaupa hana og ættu þvi frekar að heita vinnukaupendur. Þeir sem selja vinnuafl sitt eru á sama hátt vinnuseljendur eöa jafnvel vinnuveitendur ef ekki væri búiö að eyðileggja það orð með rang- riotkun. Annars mætti skrifa langt mál um þróun þessara orða ög það sem liggur að baki þeim. Verka- maður eða verkalýður hefur lik- lega of sérstaka merkingu i huga fólks til aö hægt sé td. aö nota þessi orð um opinbera starfs- menn. Einu sinni var öreigi notaö en það hefur lika verið rangtúlkað og hárfogað. En i raun og veru mætti vel nota þaö áfram. Þó að maður eigi hús og bil og skyrtu er það skammgóður vermir ef hann á ekkert til aö selja nema vinnu- afl sitt. Um leið og vinnuaflið þrýtur eða fæst ekki keypt,dettur botninn úr fyrrgreindum eignum. I þeim skilningi er hann öreigi. Hallbjörn heitinn Halldórsson prentari vildi nota oröin öreigar og burgeisar um hinar tvær and- stæðu stéttir þjóöfélagsins. Og nú i miðri kjaradeilu mætti minna á það sem aldrei er of oft kveðið: Þeir sem skapa verðmæti meö vinnuafli sinu ættu að sjálf- sögðu aö bera úr býtum það sem þeir skapa. í staðinn hirða þeir aðeins hluta verðmætanna i laun- um sinum en láta eiganda fram- leiðslutækisins hirða mismuninn. Og sá mismunur er mikill. A 30 árum hafa þjóöartekjur tvöfald- ast á hvert mannsbarn meðan kaupmáttur launa hefur staðið i staö. Mismuninn hafa vinnukaup- endur hirt. YJirvinnu- bannið og dagblöðin Það er hlálegt að yfirvinnu- bannið hefur þau áhrif að mál- gögn verkalýðsins hafa oröiö aö takmarka útgáfu sina meðan Morgunblaöið málgagn stéttar- óvinarins kemur út óskert eins og ekkert hafi i skorist. Þetta skyldi verkalýöshreyfingin ihuga og hvort þetta er til framgangs kröf- um hennar. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.