Þjóðviljinn - 23.06.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.06.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. jðnt 1977 Pétur Pétursson hefur sloppið úr annars strangri geslu og tekur boltann viðstöðulaust fyrir innan Breiðabliksvörnina. En skotiö mistókst og Ómar Guðmundsson varöián verulegra átaka. Mynd: — gsp. Breiðablik marði vinning yfir akurnesingum Magnús P. flautaði jöfnun armark IA af Eyjamenn komnir á skrið — Sigurlás skoraði tvívegis þegar IBV sigraði FH 4:1 Vestmannaeyjaframlinan meö þá Tómas Pálsson og Sigurlás Þorleifsson I broddi fylkingar tók heldur betur f jörkipp i leik liðsins gegn FH i Eyjum i gær. Sigurlás Þorleifsson bætti sig heldur betur á markalistanum, skoraði tvö mörk og reyndist FH-ingum afar erfiður með hraða sinum og Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og á 15 mln skoruöu þeir sitt fyrsta mark. Það voru bræöurnir I liöinu, þeir Karl Sveinsson og Sveinn Sveins- son, sem allan heiöurinn áttu aö þvi marki. Karl tók hornspyrnu frá hægri, sendi laglegan bolta fyrir og þar var Sveinn vel staö- settur og vippaði knettinum I net- iö, 1:0. FH-ingar náöu að jafna á 23. min. seinni hálfleiks. Asgeir Arnbjörnsson skoraöi markiö eftir góöan undirbúning Þóris Jónssonar þjálfara FH. Viö markiö færöist mikill kraftur i leikmenn og á 30.min. náöu Eyja- menn aftur forystunni. Tómas Pálsson notfærði sér mistök varnarmanna FH, komst innfyrir og skoraöi meö afar föstu skoti, 2:1. Stuttu slöar var dæmd vita- spyrna á leikmenn FH, en Sigurlásivoru mislagöir fætur og markvöröurinn varöi skot hans auöveldlega. Svona rétt til aö bæta fyrir mistökin, tókst Sigur- lási aö auka forskot IBV. Hann fékk sendingu frá Tómasi þar sem hann stóö einn og óvaldaöur og skoraöi auöveldlega 3:1. Þótti ýmsum, jafnvel örgustu fylgis- mönnum IBV, aö allmikil rang- stööulykt væri af þvl marki. A siöustu mlnótunni bætti Sigurlás siöan sinu ööru marki viö. Eftir aö hafa verið brugöið illilega I dauöafæri og vitaspyrna hafði verið dæmd, skoraði hann örugg- lega úr vltaspyrnunni, 4:1. Dómari I þessum leik var Guðmundur Haraldsson. Dæmdi hann allvel, þótt ýmsum þætti honum sjást yfir umtalsverö brot. JB/hól /«v staðan Staöan I 1. deild aö loknum leikjunum I gærkvöld : IBV-FH 4:1 Breiöablik-IA 1:0 Vikingur-KR 2:0 Akranes 10 7 1 2 17:6 15 Valur 9 6 1 2 15:8 13 Vlkingur 9 4 4 1 9:7 12 Keflavik 9 4 2 3 12:13 10 Breiöablik 10 4 2 413:12 10 Vestm, 9 4 1 4 10: 9 9 Fram 9 2 3 4 11:13 7 FH 10 3 1 6 12:19 7 KR 10 2 2 6 14:17 6 Þór 9 2 1 6 10:20 5 Markhæstu menn: Sigurlás Þorleifss. Vestm. 6 Ingi Björn Albertsson, Val 6 Kristinn Björnsson, Akran. 6 Pétur Pétursson, Akran. 6 SumarliöiGuöbjartss.Fram 5 Heiðar Breiðfjörð, Breiöabl. 4 Akurnesingar geta óneit- anlega skrifað sárt og mjög svo ósanngjarnt tap sitt fyrir Breiðabliki í gær- kvöldi á reikning dómarans/ Magnúsar Péturssonar. Hann kórón- aði slæma frammistöðu sína með því að flauta fyllilega löglegt jöfnunar- mark 1-1 af skömmu fyrir leikslok og höfðu skaga- menn þá sótt nær látlaust frá því Þór Hreiðarsson skoraði fyrir Breiðablik um miðjan fyrri hálfleik. Leikurinn I gærkvöldi, sem endaöi meö sigri Breiöabliks 1-0, verður vafalaust lengi I minnum haföur. Blikar geröu sér grein fyrir styrkleika andstæöingsins, stilltu upp varnarleikaöferö, sem þeir slöan styrktu enn frekar eftir aö hafa náö forystunni. Fyrir vik- iö var þaö skaginn sem sótti án afláts, tækifærin komu á færi- bandi, en stórleikur ómars Guömundssonar I marki Breiöa- bliks batt endi á allar sóknarlotur ÍA áöur en þær gáfu af sér mörk. Enn einusinni átti Ómar þó ekk- ert svar viö laglegri sóknarupp- byggingu 1A. Jón Alfreösson braust af harðfylgi upp hægri kantinn rétt fyrir leikslok og lék inn meö endamörkum. Þar vann hann hörkunávigi viö Einar Þórhallsson og kom boltanum fyrir markiö til Péturs Péturs- sonar sem stóö I algjöru dauöa- færi og skoraöi auöveldlega af örstuttu færi. En viti menn.... i þvi aö Pétur myndar sig til þess aö renna knettinum i netið gellur flauta dómarans, samkvæmt ábendingu linuvaröar aö visu, og dæmd er aukaspyrna á Einar Þórhallsson fyrir brot á Jóni Alfreðssyni. Og þar fór jöfnunar- mark IA illilega forgöröum. Já, akurnesingar voru óheppnir að tapa þessum leik. En að ofan- greindu marki frátöldu var þaö þó fyrst og fremst snilli ómars I Breiöabliksmarkinu sem skóp sigur Breiðabliks, en ekki klaufaskapur leikmanna IA. Pétur Pétursson átti aö visu góö tækifæri I fyrri hálfleik sem hann fór ilia meö, og e.t.v. heföi ekki veriö ósanngjarnt aö i leikhléi heföi staöan veriö tvö til þrjú núll fyrir Akranes. 1 staðinn voru þaö Breiöabliks- menn sem gengu til búningsklefa sinna meö forystuna, 1-0. Markiö skoraöi Þór Hreiðarsson eftir gullfallega uppbyggingu sóknar, sem hófst á vltateig Breiöabliks. Boltinn gekk laglega manna á milli, Hinrik Þórhallsson setti á fulla ferö og „stakk” boltanum inn á Þór sem hljóp með 1A vörn- ina á hælunum og renndi boltan- um hnitmiðað framhjá Jóni Þor- björnssyni I marki 1A. 1-0 fyrir Breiðablik, og þetta mark, sem fékk svo innilegar móttökur á Kópavogsvelli, átti eftir að veröa sigurmark leiksins. Þaö leit þó allan tlmann út fyrir þaö aö IA myndi jafna. Blikar settu fimm menn I öftustu vörn, einn á Pétur og annan á Kristin Björnsson, og þaö dugöi til þess aö halda fengnu forskoti, þrátt fyrir mikinn sóknarþunga ÍA. Engum dylst aö Breiöablik lék af skynsemi I gærkvöldi.... en mætti þó þarna sér sterkara liði. Inn á milli sóknarlota akurnes- inga ruku Blikar þó upp og sköp- uöu sér sin tækifæri, sem mörg voru hættuleg, en þaö voru akurnesingar sem réöu yfir bolt- anum lengst af og heföu vissulega átt skilið aö ná jafnteflinu út á mark Péturs, og siöan sigrinum út á gang leiksins. En þannig er jú knattspyrnan. Oft er eins og heilladlsirnar sker- ist i leikinn og ákveði úrslit hans i jafnvel hróplegu ósamræmi viö liösstyrki og gang leikja, og ein- mitt þarna sá maöur slikan leik. Vestmannaeyingurinn í Víkingsliðinu/ Viðar Elias- son/ kom Víkingi á bragðið í leik liðsins við KR á Laugardalsvellinumí gærkvöld. Hann skoraði fallegt mark i upphafi leiks og eftir það eða framundir lok seinni hálf- leiks voru Vikingar mun ákveðnari í leiknum, og sigurinn verðskuldaður. A 11. min. kom markiö. Ragnar Gislason gaf laglega sendingu fyrir markiö, þar sem Viöar kom á fullri ferö og skallaöi viöstööu- laust i netiö, 1:0. Eftir markið sóttu vikingar af miklum krafti og annars marks var greinlega ekki langt aö biöa. Þaö kom á 30. min. Eirikur Þorsteinsson skor- aöi meö föstu skoti af löngu færi en öllum aö óvörum var markiö dæmt af. Vikingsmenn voru ekki lengi aö jafna þetta. A 39. min. sendi Róbert Agnars- son laglegan bolta fyrir markiö, Kári Kaaber kom á fullri ferö og skallaöi hnitmiöaö i hægra horn- iö, ekki ósvipað marki Viðars. Seinni hálfleik hófu Vikingar af miklum krafti og tækifærunum hreinlega rigndi niöur. Þegar mesti móöurinn var runninn af vlkingsmönnum tók KR-ingar aö sækja I sig veöriö og þaö svo um munaöi. örn óskarsson, hinn vestmannaeyingurinn á vellin- um, lék vörn Vikings oft grátt. Hann komst t.d. tvisvar i allgott En vist er aö Breiöabliksmenn þykjast hafa átt annaö eins inni hjá æöri máttarvöldum, ef þau á annað borö hafa skipt sér af islenskri knattspyrnu siöustu árin. færi, I fyrra skiptiö náöi Diörik aö hirða knöttinn af tám hans á siðustu stundu. Vikingar voru ekki alveg sviptir tækifærum. Róbert Agnarsson átti þrumuskot af 30 metra færi en Sverrir I marki KR varði laglega. Þegar stundarfjóröungur var til leiks- loka dæmdi dómarinn Grétar Norðfjörð annaö mark af. örn Öskarsson komst I gott skotfæri en Diörik náöi aö verja, boltinn hrökk út tii Arna Guðmundssonar sem skoraði, en Grétar dæmdi markiö af, llklega réttilega, þar sem örn þjarmaði nokkuö aö Diðrik I leiöinni. Leiknum lauk þannig meö sigri Vlkings, sigri sem allir geta veriö sammála um aö hafi verið sanngjarn, þó að KR-ingar hafi áttsin tækifæri til aö rétta hlutinn nokkuö. Víkingsliöiö lék mjög trausta knattspyrnu i þessum leik. Þeirra besti maöur var Diörik I markinu sem bjargaði hvaö eftir annaö á mikilvægum augnablikum. KR-ingar léku þennan leik alls ekki illa og voru ólánsamir aö skora ekki. örn Óskarsson var þeirra besti maöur, skapaöi oft mikla hættu I teig Vikings meö hraöa sinum og krafti. Athygli vakti þjálfari liðsins Tom Casy sem varla þagnaöi eina einustu minútu, spurningin hvort slik köll og eilífar fyrirskipanir séu liöinu til góös. Dómari var Grétar Noröfjörö. Stóö hann sig nokkuð vel en var helst til gloppóttur. — hól. —gsp. V íkingar með í baráttunni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.