Þjóðviljinn - 23.06.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.06.1977, Blaðsíða 1
m Fimmtudagur 23. iúni 1977 —42. árg. 131. tbl. Happdrætti Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík Vinningsnúmerin i happdrætti Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik verða birt 6. júli. Dreifingar- aðilar eru minntir á að innheimta og gera skil strax. Alþýðubandalagið í Reykjavik. Launaj öfnunar samningar undirrítaðir í gærmorgun Osamið er enn við sjómenn, starfsfólk álversins og málm- ipasmiði Klukkan hálfellefu í gærmorgun voru kjara- samningar milli ASI og at- vinnurekenda undirritaðir eftir langt og seinvirkt samningaþóf. Hefur kjaradeila þessi staðið i eina þrjá mánuði. Haldnir voru 56 bókaðir samninga- fundir með aðalsamninga- nefndum auk hundruða Þreyttir en ánægðir á svip viö undirritun kjarasamninganna i gærmorgun. Fr.v. Björn Jónsson, forseti ASi, Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri ASl, Guðmundur J. Guðmundsson, formaöur Verkamannasambands isiands, og Benedikt Daviðsson, formaöur Sambands byggingamanna. annarra funda. Það voru 32 fulltrúar verkalýðssam- takanna sem undirrituðu með fyrirvara um sam- þykki félagsfunda/ en fundirnir verða haldnir i dag og næstu daga. Málmiðnaðarmenn und- irrituðu rammasamninginn ekki i gærmorgun, en bókagerðarmenn gengu frá sinum samningum strax að loknum frágangi aðal- samningsins. Ósamið er enn við sjómenn og starfsmenn álversins svo nokkuð sé nefnt. Torfi Hjartarson, sáttasemjari, formaður sáttanefndar-, kallar samninga þessa „sólstööusamn- inga” en forustumenn verkalýðs- hreyfingarinnar eru á einu máli um að kenna samningana við launajöfnun. A siðum 6, 7, 8 og 9 birtir Þjóð- viljinn aðalsamninginn i heild, fréttir af einstökum atriðum samningamálanna, auk viðtala við forystumenn verkalýðshreyf. Málm- og skipasmiðir Óþrifaálag enn óleyst Álverið Hreyflng á samningnm Samningamenn Málm- og skipasmiðasambands- ins undirrituðu ekki samn- inga þá er undirritaðir voru á Loftleiðum í gær- morgun. Stafar þetta af þvi að óleyst eru mál er varða álag á laun fyrir timabundin^ óþrifaleg og erfið störf. Er hér um að ræða viss störf sem sérstaklega eru talin upp i samningum, svo sem vinna i skipum og kötlum og fleira i þeim dúr, og gengur þetta undir nafn- inu óþrifaálag. Fara málmiðnaðarmenn fram á að álag þetta verði áfram miðað við prósentu af kaupinu, þ.e. að er launin hækka hækki álagið einnig, og segja að ef álagið festist meö ákveðinni krónutölu veröi þaö að lokum einskis virði og menn fáist ekki i óþrifaleg störf. Samningamenn málm- og skipasmiöa héldu kl. 14 i gær fund með trúnaðarmönnum félaganna á Reykjavikursvæðinu. Voru menn þar sammála afstöðu samninganefndarinnar, en aö sjálfsögðu var vilji fyrir þvi að leysa málið sem fyrst. Er við ræddum við Guðjón Jónsson i gær átti hann von á að málin yrðu rædd i dag. eng. Það cr góð hreyfing á samn- ingamálunum i augnablikinu, sagði Hallgrimur Pétursson, for- maður lilifar i Hafnarfirði, er við spurðum hann um gang viðræðn- anna viö fslenska Alfclagið, en hann er i hinni sameiginlegu samninganefnd er fer með þau mál fyrir hin mörgu félög er hagsmuna eiga að gæta. — Ég er bara vongóður um árangur, það eru skapleg við- brögð hjá ráðamönnum Álfélags- ins i augnablikinu, en það skipast oft fljótt verður i lofti. Or þvi að málið var tekið frá sáttasemjara á ég ekki von á að það fari þangað aftur, heldur verði þetta leyst með beinum samningum — var mat Hall- grims. Beinar samningaviðræður milli Alfélagsins og samningamanna verkafólks hófust i fyrrakvöld og var haldið áfram i gær. Eitt af meginatriðunum i kröfu- gerð launþega er stytting vinnu- timans, einkum á vöktum i ker- skála. eng. Prentar 200.000 blöð Er við litum inn i prentsmiðj- una f kjailara Loftleiðahótelsins á lO.timanum i gærmorgun var þar allt i fullum gangi og prent- un samninganna á lokastigi. — Við höfum verið að hér sið- an i gærmorgun án nokkurrar hvildar og erum orðin heldur rislág, sagði Magnús Hjörleifs- son prentari á staðnum. — Við höfum ekki alveg tölu á þvi hve mikið við höfum prentað en ætli það séu ekki i námunda við 200 þúsund blöð. Prentsmiöja þessi er I eigu Flugleiða og fylgir með i ráð- stefnuaðstöðu þeirri sem samn- inganefndirnar hafa tekið á leigu á Loftleiðahótelinu. Við höfum hlerað að kostnað- ur viö fundaraðstöðu þessa sé kominn upp i 20 - 25 miljónir kr. eng. Friðrik gef- ur kost á sér sem for- seta FIDE Sjá baksiðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.